Skuld - 29.06.1882, Blaðsíða 3
59
i hnellinni griðku, sem flýgst með ánægju á
við fjörugan strák». fetta verður smekkleysa,
því að það getur als ekki átt neitt skilt hvað
við annað og er því alveg ónáttúrleg samlík-
ing. Gamla Sveinbirni er náttúrlega lýst í
fám orðum; hann rís þegar upp lifandi fyrir
hugskotssjónum lesarans, eins og hann væri
gamall góðkunningi, sem vjer hefðurn lengi
þekt. —r í>egar maður les brjef Gunnlaugs,
einkum 2. brjefið, verður auðsætt, að hafi
nokkru sinni nokkur trúarneisti verið til í sál
hans sem barns, þá hefur «kristilega > upp-
eldið drepið þann neista þegar hanu var enn
á bernsku skeiði; það er skiljanlegt, því að hann
hefir gæddur veriö mikilli skynsemi, en ekki
að sjá að upplag hans hafi nokkru sinni til-
flaningaríkt verið, að minnsta kosti hafa þar
aldrei neinar góðar tilfinningar glæddar verið.
Að hann hafl aldrei síðar á æfi sinni þekt
hvað trú var, má ráða af orðum hans, er hann
segir um ina hjákátlegu bænartilraun, sem
hann lýsir í skopi (bls. 49.), að þetta hafi ver-
ið þau augnablik, sem sjer hafi fundizt hann
vera næst guði. Hann liefir alla tíð verið al-
vörulaus ljettúðarmaður, og ekki þekt þann
brennandi sannleiksþorsta og rjettlætisþorsta,
sem að vísu kann að leiða margan mann frá
barnstrú sinni, en sem að minnsta kosti ekki
gjörir það án þungrar, langrar og alvarlegrar
baráttu, og sem aldrei getur leitt alvarlegan
mann, sem hefir nokkurt siðferðislegt þrek, frá
því að trúa á afl þess, sem satt er og gott, og
á sigur þess rneðal mannkynsins að lokum,
hvað sem opinberunartrúinni líður. J>ví er
miður, að það er varla hægt að neita því, að
illt uppeldi og önilur atvik kunna að geta
gjört mann svo andlega latan — því að Ijett-
Úð er andleg leti — og þann eigingjarnan
girndaþræl, að hann geti orðið maður sem
Gunnlaugur, eftir því sem höfundurinn hefir
kosið að lýsa honum. Engu að síður hefði oss
þótt betur valið af höfundinum, ef hann hefði
látið Gunnlaug hafa í fyrstu þá trú og mann-
ást, sem hann nú skortir, og látið hann svo i
baráttunni við heiminn tapa henni; sýnt oss,
hvernig hleypidómar almenningsálitsins og öf-
ugt fyrirkomulag mannfjelagsins hefðu borið sig-
ur yfir inum betra manni hans. fetta hefði og
að vorri ætlun verið sannara; því að þótt sá
beri að líkindum ávallt mesta sök sjálfur, sem
ósigur bíður í slíkri baráttu, þá mun hitt víst,
að oftast mun rekja mega dýpstu og sterkustu
rök til spillingar einstaklingsins að ranglæti
mannfjelagsins í fyrstu, bæði í uppeldi og fleiru.
Mannfjelagið í heild sinni mun aldrei vera al-
veg án sakar í glötun einstaklingsins. Báðir
bera sinn part sakar, einstaklingurinn og mann-
fjelagið. Hefði Gunnl. verið þannig lýst, þá
hefði hann haft nokkurn rjett til að segja þessi
orð: «Meðan mannfjelagið viðurkennir ekki
rjett einstaklinganna til að líða vel, er ekki
von, að margir þori að taka sjer hann sjálfir. ..
Almenningsdómurinn er það voðavald, er beitt er
með mestri harðneskju, mestu gjörræði». (58.-59
bls.) þá hefðu þessi orð fallið sem sönn og þung
sakargift á samtíðarinnar herðar, og þá hefði
tilgangur sögunnar legið ljós fyrir oss. En eins
og nú er, hefir hann engan rjett til að tala
þessum orðum. Hann hefir ahirei beðið Sigur-
bjargar; í stofunni í rökkrinu um kvöldið kemur
hann svo fram, að henni hlýtur als óljóst að
vera, hvort hann kemur fram sem biðill eða
flagari, hvort hann ætlar að biðja hennar eða
— fala hana til að leggja lag sitt við hann.
þ>að virðist enda svo, sem meira beri .á.lost-
anum en ástinni. Og því er. eðlilegt, að henni
hafi staðið stuggur af honum frá því augna-
bliki, þótt húu hafi borið ást í brjósti til hans
í aðra röndina. Sigúrbjargar aðferð virðist oss
3ví auðskilin og full-rjettlætt, eftir því sem
hann kom fram. Ástin til ins forna unn-
usta hennar, eða að minnsta kosti skyldurækt-
ar-tilfiuning hennar vaknar, í því sama augna-
bliki, sem hún fær ástæðu til að efa að Gunn-
laugur elski sig, og ætla að tilfinning hans hafi
verið eintóm lostagirnd. Og hann gjörir ekk-
ert til að sýna henni ið gagnstæða, því að hann
veit auðsjáanlega ekki sjálfur annað, en að
hann elski Sigurbjörgu. Og frá þessari stund
elskar hann hana líka; mótstaðan, ómöguleg-
leikinn á að fá hana ríður baggamuninn milli
girndar og ástar í brjósti bans.
Lýsing á embættismanninum, sem Gunn-
laugur heldur ræðuna fyrir í samkvæminu er
bæði góð og hittin. — Eins lýsingin á vígslu
hans. |>ví miður hefir prestaskóli vor orðið at-
hvarf fieiri en eins hans líka. Stjórnin hefir
veitt þeim kristileg kennimannsembætti og
biskupinn heilaga vígslu «í von um að drott-
inu gefi þeim náð til betrunam1 — eflir að
þeir eru komnir í embætti!
Af því, sem vjer nú höfum sagt, vonum vjor
að ljóst sje, að Gunnlaugur er ekki framsettui
til eftirdœmis í sögunni, öðru nær! Oss þykir
þaö galli á sögunni, að Gunnlaugi er svo óviðun-
anlega, ófullkomlega lýst, að vera hans verður
óljós og óskýr. Af því leiðir, að sagan hefir eigi
tilætluð áhrif við fyrsta lestur. þ>að verður að
minnsta kosti að lesa hana tvisvar, til að njóta
hennar, og lesa hana með athygli.
Að vjer höíum talað svo fjölort um sögu
þessa, kemur ekki af því að vjer tökum hana
fram yfir alt annað í bókinni, heldur af því, að
vjer óttumst að hún verði, ef til vill, misskilin
af öðrum fremur öðru, sem í bókinni er, og það
ómaklega. Yildum vjer því með línura þessum
hafa stutt að því, að hún yröi rjettara skoðuð
og metin en ella væri að vænta. Að vísu er
það, sem «realisme» nefnist á útlendu máli, eigi
ókunnugt áður hjer á landi. Sjera Stefán Ólafs-
son er t. d. «realisti»; Jón Thoroddsen er víða
«realistiskur», einkum í «Manni og konu.» En
það má segja bæði um þá og aðra vora eldri
höfunda, að það er fremur búningur þeirra, en
stefna, sem er «realistiskur.» Jþetta er nú eins
annarstaðar á Norðurlöndum, þótt realisminn
sje nú talinn nýr þar, að þá hafa þar og real-
istar áður uppi verið. Vjer skulum að eins
minna á Holberg með Dönum og Bellmann með
Svíum, tvo svo góða realista, sem unt er að
óska sjer. jf>egar því nú er talað um realistana
sem nýrrar stefnu menn, þá er munurinn sá, að
nú eru menn realistar að stefnu til, af fullri
meðvitund, af því að menn aðhyllast aðrar list-
íræðilegar skoðanir eða kenningar, en áður; því
verður og nú með sanni talað um «realistiskan
skóla» í skáldskap og listfræði.2
1) Orð biskupsins.
2) Allir lærðir menn vita, að „induction*1 var þekt á
undan Stuart Mill; þó var öll hugsanfræðin „syllogist-
isk“ fram að hans dögum; hann gjörði induktionina að
hugsunarfræðinnar „opus magnunf (eins og J. H.
Levy kemst að orði). I sálarfræðinni greina menn
„speculativa1, sálarfræði og „empíriska“ sálarfræði. þossi
«Samvizkan góða» eftir Alexander Kjelland,
nafnkunhan ungan skáldsagnahöfund norskan,
er í sjálfu sjer falleg saga. En oss þykir hún
illa valin til að þýða á íslenzku. Alþýða hjer á
landi þekkir ekki «high life» (höföingja líf, háttu
og hugsunarhátt) erlendis og nýtur því naumlega
slíkrar sögu sem þessarar. Bertel porleifsson
hefir þýtt, og er þýðingin ágæt, Næsta sinn
sem hann þýðir sögu, vildum vjer skjóta því til
hans, að velja heldur einhverja sögu, þar sem
efnið er úr sveitalífinu í Nor'Sgi. þ>að mun
liggja miklu nær skilningi_ aiþýðu hjer á landi.
þær eru margar. til Ijómandi fallegar, og hon-
um lætur auðsjáanlega mæta vei að þýða sögur.
(Niðurlag næst).
(Aðsent).
Hjálmars -k v æ ð i.
Árið 1879 kom út á Akureyri 1. liefti af
kvæðum Hjálmars Jónssonar í Bólu (Bólu-
Hjálmars), er þeir herrar Arnlj. prestur Ólafs-
son að Bægisá, Jón alþ.forseti Sigurðsson á
Gautlöndum og Árni prestur Jóhannsson í
Glæsibæ (nú dáinn) gáfu út. |>essir menn
keyptu að Hjálmari heitnum lifanda útgáfu-
rjett að kvæðum hans. Nú eru liðin þrjú ár
síðan 1. heftið kom út, en meira sjest eigi; en
vonandi er þó, að útgefendurnir láti eigi hjer
við lenda, því að vart mun prentaður fjórði
hlutur af kvæðum hans og lausum vísum.
Kvæðin munu ganga vel út, og handritið fengu
útgefendurnir fyrir lítið sem ekkert verð; skilja
menn því ekki í drætti þessum og seiulæti út-
gefandanna. Mjer liggur við að segja, að kvæði
þessi komi bæði seint og illa út. Vil jeg hjer
fara nokkrum orðum um hefti þetta, þótt eigi
sje nýkomið; það er að minnsta kosti eigi of
seint að dæma um það meðan útgáfunni er eigi
lokið. Drep eg helzt á það, er aðrir hafa eigi
talað um.
IJetta er all-óvönduð útgáfa, og frágangur-
inn ekki góður. Letrið er máð og páppir vond-
ur. Stafsetning víða alveg röng eða með ó-
samkvæmni. Engin skipuleg niðurröðuu viröist
vera á kvæðunum. Hjer skal að eins bent á
fáeinar stafsetningarvillur og meiningarvillur,
er jeg í flýti hefi rekið augun í: Á bls. 6 er
kvæði um stofnun jarðabótafjelags í Húnavatns-
sýslu og stendur, að það sjeprentaðí «Húnvetn-
ingi I. 1.»; á að vera í «Húnvetningi» bls. 9 —
11 ; það rit kom eigi út nema einu sinni. Bls.
16 1. 20: «híreygar» fyrir «hýreygai». 23 1.5:
«þiggendur» f. «þiggjendur». Bls. 30 1. 9—10
vantar vísuorð (eina línu) í kvæðið «Vert.íðar-
lok», sem er eitt ið bezta kvæði í bókinni. Bls.
33 1. 1: «gýna» f. «gína». Bls. 33 I. 23:
«reirð» f. «reyrð». BIs. 46 1. 6: «il» f. «yl».
Bls. 62 1. 3: «eftir» f. «eflir», og með því að
þetta sama orð er endurtekið í neðanmálsskýr-
ingu, getur það varla verið prentvilla. Bls. 63
1. 3. «gýa» f. «gígja». Bls. 68 1.21: «Sigtírs»
f. «Sigtýs». Bls. 70 1. 8: «þjófum» f. «þjóum».
BIs. 72 1. 16 er «guð« skrifað með vaffi(!) Bls.
73 1. 8: «angantís» f. «Angantýs» Bls. 74. 1.
22: «gígur» f. gýgur». Bls. 84 1. 3: «hérti» f.
«hirti». Bls. 87 1. 5: «knýir» f. «knýi». Bls.
92 1. 4: «Ægir» f. «Ægi». Bls. 12 1. 66:
greining í heimspekinni svarar til greiningarinnar milli
„idealista" og rómantíkara á aSra hlið, en realista á
hina í skáldskap og listfræði.