Skuld - 19.07.1882, Qupperneq 2

Skuld - 19.07.1882, Qupperneq 2
66 stjórnarinnar; heilsaði upp á alla valdsmenn þar og sat þar í virðingum miklum vikutíma, og fór svo brott, og hafði manninn með sjer, án þess að nokkurn hinna grunaði neitt um hrekk- inn. Valerian Ossinsky var, eins og sagt var um Baldur, «fagrálitum ok bjartr» og «fegrst talaðr», hár og grannur og fallega vaxinn ; augun him- inblá;hann var kurteis maður og einkarþægileg- ur, og var því bezt manna fallinn til þess að safna fje. Ef hann bað einhvern um hjálp, gat eng- inn neitað. Gamlir nirflar luku upp kistuhandr- aðanum og gátu gefið 5—10,000 rúblur, þegar hann leitaði á þá; svo var hann mjúkmáll. Hann unni konum, og þær honum aftur. pað hefir mörgeinmærin viknað, þegar hann var hengdur, og hugsað sem svo: ofarna eru forlög fríðleik- ans.» Ólíkur honum með öllu var Lísógab; hann var fölur, magur, síðskeggjaður og ekki óá- þekkur postulunum, sem þeir eru myndaðir; hann var jafnaðarlega í karbættum ræflum; og þótt í 20 stiga kulda væri, var hann að eins á þunnri yfirhöfn. Hann hafði átt yfir 1 miljón rúbla en eytt því öllu í þarfir frelsismanna; hann hafði aldrei beinlínis átt hlut í vígatilraununum. J>á er dauðadómurinn var kveðinn upp yfir bon- um, varð honum mjög hverft við, en varð þó síðar vel við dauða sínum. Stepniak kallar hann i'dýrðling frelsismanna.» fá koma auk annara lýsingar af Veru Sassúlitsj, Jesse Helfmann og Sofíu Peróvskaju. Jesse Helfmann var einatt höfð sem sendiboði milli fjelagsmanna í Pjetursborg og oft var hún 14 tíma samfleytta á þönum. Vera Sassúlitsj hefir ekki verið neitt þokkakvendi eiginlega. Hún var sterkleg og luralega vaxin; höfuðstór, neflöng og varaþunn; ef hún varð heiplug, var hún vön að baða höndunum út í loftið og tala í háum og skrækjandi róm, sem Ijet illa í eyr- um. Hún unni mjög einveru, og þótti gaman að ráfa alein um fjöll og firnindi. Sofía var aftur á móti fegurðin sjálf. Hún var ljóshár, höfuðlítil, augun dökkblá og alvarleg, ennið hvelft og hátt, nefið mátulega stórt og óliðað, munnurinn lítill og fallegur; í hvert skipti sem hún brosti, skein í fannhvítan tanngarðinn. Hún var að langfeðgatali komin af Rasúmavský þeim, er var svo fagur, að Elísabet drottning varð heilluð af. Frelsisástin var svo rík hjá henni, að hún flýði að heiman 15 vetra, «til þess að mentast», sagði hún. Hún gekk óðar inn í byltingaflokkinn, og varð í honum at- kvæðiskona. Henni var trúað fyrir þeim sendi- förum, er mest reið á og hættastar voru. í>essi fagra, Ijósa, síbrosandi mær leit út eins og barn, er í fyrsta sinn dreymir um ást og unað, og þó hugsaði hún í vöku og blundi um víg og róst- ur og stýrði þeim, sem væri hún gamall og reyndur herstjóri. Sofía var það, sem bjó í húsi því í Moskvu, er frá voru grafin sprengi- göngin inn undir járnbrautaslóðina. Hún gat talað um heima og geima við nágranna sína, þegar þeir átta voru að vinnu sinni í kjallaran- um. Hún matreiddi handa þeim og skeggræddi við þá og söng fyrir þá meðan þeir snæddu. Á borðinu stóð flaska með nítróglýseríni (blönd- un af saltpjetri, brennisteini og sætsafa, eitruð mjðg) og Sofía barstöðugt á sjer hlaðna skamm- byssu. Henni hafði verið skipað, að kæmi lög- reglan að þeim óvörum, skyldi hún skjóta í flöskuna, og sprengja svo alt í loft upp. Hún lá á njósn, er keisaralestin kom, og gaf merki um nær kveikja skyldi í sprengiefninu. 13. marz 1882 stóð hún líka brosandi við Katrín- arskurðinn og veifaði vasaklút, en það var merkið um, að nú væri keisaravagninn ekki langt í brottu. Allt í einu kastaði hún klútn- um í loft upp, og ljet hann detta niður í hvirfil sjer, — þá kastaði Rússakóv sprengiknettinum. fá hefði henni verið hægðarleikur að komast undan; en hún vildi það ekki; hún unni Sjelja- bóf allmjög, og það hjelt henni fastri í Pjeturs- borg; eftir viku var hún handtekinn, og svo var hún líflátin ásamt unnusta sínum. Stepniak skýrir og greinilega frá starfi frelsisflokksins. Hann lýsir t. a. m. sprengi- gangagreftinum í Moskvu mjög nákvæmlega. Auk þeirra sprengiganga voru tvö önnur á sömu slóðinni; önnur göugin var hætt við; hin í nánd við Ódessu ónýttust, af því að það kvikn- aði ekki. J>essi göng hafa kostað um 80— 100,000 krónur. «Geymslumennirnir», er svo eru nefndir, eru einna nýtastir allra fyrir flokkinn; þeir eru allir velmegandi menn, og hafa flestir þá lífs- stöðu, er firrir þá öllum grun. fað eru vana- lega embættismenn, og það ber ekki svo sjald- an við, að búsakynni embættismanns, sem stjórnin hefur í mestu hávegum fyrir dygga fylgd, er aðalból frelsismanna. Oftast gista flóttamennirnir hjá þeim að eins náttlangt, til þess að vekja eigi grun, og ganga svona á milli góðbúanna. Stepniak segist sjálfur hafa gist um nótt hjá einum embættismanninum; hann hafði hríðskolfið alla nóttina; og altaf verið að hlaupa upp og hlera við dyrnar, og ekki sofn- að eitt stundarkorn. En þótt hann hefði verið svona hræddur við lögregluna, hefði hann þó eigi hikað sjer við að hýsa sekan skógar- manninn. En til þess að vita, hvort þeir geti farið öruggir inn í hús, hafa þeir búið sjer til heilt merkjaletur, sem Stepniak lýsir ekki, eins og heldur var ekki við að búast. En merkin kvað vera svo smá, að lögreglan getur aldrei fundið þau; þau eru vanalega rit- uð á hússveggi og annarsstaðar. Mesta snildarverkið þeirra var þó stofnun leyniprentsmiðju. í langan tíma ætluðu þeir, að það væri óvinnandi verk, en svo kom einn hundvíss gyðingur frá Vilnu, Aron Zúndelevitsj að nafni, og honum tókst með klókskap sínum að halda leyniprentsiniðju mitt í höfuðborginni, svo árum skifti, án þess að lögreglan gæti snap- að hana uppi. Verkamennirnir voru 2 karlar og konur 2. Annar karlmannanna var herfor- ingjason, hinn var brjóstveikur unglingspiltur, sem svaf og vann á sama staðnum. Hann var ofsaheitur frelsismaður, og hlakkaði til píslar- dauðans, augun voru eldfjörug og var sem í þeim væri saman komið alt hans lífsfjör. Eng- inn vissi, hvað hann hjet eða hvaðan hann var að kominn; en hann var altaf kallaður «fugl- inn». Önnur konan hjet María Krílóv; hún leigði húsnæðið. Öll prentsmiðjan var fáeinir kassar, einn lítill sívalningur og annar stærri; tvær flöskur með svertu, nokkurir burstar og sveppir. Á tveimur mínútum var hægt að koma öllu fyrir í stórum veggskáp. Lögreglan kom aldrei í rannsókn, því húsráðandi kvaðst skyldu ábyrgjast sakleysi frú Krílóvar. Enn hún hafði endrum og sinnum látið hann koma inn í stof- una, og þá var ekkert að sjá nokkursstaðar. pað fór alt jafnvel svo leynt, að ekki nema einn úr flokl.stjórninni vissi hvar prentsmiðjan var niður komin, og ritstjóri blaðsins, Stepníak sjálfur, hafði að eins einu sinni komið þangað inn. Og æsingarritin, hvernig eru þau breidd út? Næstum því fyrir vitunum á lögreglunni, og þó nást sjaldan þeir, sem bera þau um; og hvað meira er, lögreglan hefir ekki einu sinni náð í ritstjóra svo mikið sem eins eldra leyni- blaðs, þótt öll Pjetursborg þekti þá. Slíkt væri óhugsandi — segir Stepniak að lyktum — ef stjórnin stæði ekki ein út af fyrir sig, óstudd lýðnum og hötuð af honum. Lýð- urinn styður öllu heldur frelsismenn og styrkir, heldur en að svíkja þá í hendur stjórninni, hann veit, að starf þeirra verður að eins til gagns fyrir land og lýð. pýtt hefir Finniir Jónsson. Möðruvallaskólin n. [Framhald]. En til þess að vjer þyrftum eigi að hætta námi voru og til þess að skólinn ekki liði hnekki, vildum vjer vinna til að vera næsta vetur í kosti hjá Jóni, ef vjer, áður en vjer færum frá skólanum í vor, fengjum tryggingu fyrir: 1. Að Jón bóndi Guðmundsson víki af jörð- inni Möðruvöllum í fardögum 1883. 2. Að kostur sá, sem vjer höfðum hjá Jóni næsta vetur, yrði að minnsta kosti eif/i verri en sá, sem vjer höfðum seinni hluta 2>essa vetrar. 3. Að amtmaður gjöri alla samninga viðvíkj- andi kostinum, og að vjer mættum annað- hvort snúa oss beinlínis til hans með um- kvartanir vorar, ef samningar væru eigi haldnir, eður þá til einbvers þess manns, sem hann nefndi til þess, að shólastjóra undanskildum. Vjer gátum þess við amtmann að oss væri kunnugt, að Jón hefði brotið byggingar skilmála, nefnilega með óleyfilegri vínsölu, sem vjer vissum til að hann hefði tvívegis um hönd haft. pessu svaraði amtmaður á þá leið, að eftir málavöxtum hefði hann eigi vald til að gjöra neitt þessu viðvíkjandi, það heyrði mest undir skólastjóra og vænti hann að skólastjóri myndi sjá svo til, að þetta lagfærðist. Hann gat þess við oss, að í sumar myndi koma ný reglugjörð, og myndi þá reistar skorður við þessu, einnig færi skólastjóri á fund landshöfð- ingja í sumar og myndi hann þá tala máli voru. petta var oss nú fullkunnugt áður, vjer höfðum heyrt af skólastjóra sjálfum, að hann hefði í hyggju að finna landshöfðingja á kom- andi sumri og reyna að fá aukið við völd sín, svo hann næsta velur gæti haft tögl og hagldir sjálfur. petta þótti oss engin gleðifrjett, oss fannst hann hafa helzt of mikil völd, eftir því sem hann gætti þeirra. Skólastjóra getum

x

Skuld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.