Skuld - 02.08.1882, Blaðsíða 1

Skuld - 02.08.1882, Blaðsíða 1
Arg., 32 nr., kostar 3kr.; borgist í sumar - kauptíð til Einarsprentaraþórðarsonar. Eftir að V* árgangs eru út komnir, gildir eigi uppsögn á næsta árgangi. 1882. Afgreiðslustofa í prent- smiðju Einars pórðarsonar. Ritstjórnar-skrifstofa: Aðalstræti Nr. 9, opin kl. 4—5 e.m. hvern virkan dag. V. árg. Reykjavík, Miðvikiidagiim 2. ágúst. Nr. 159. f Á r n i F i n s e n. „Hvort gráta blómin?* brá í hug rajer þá, er blóraum bulcla kistu stóð jeg við og dropa eftir dropa hníga sá af dögg úr einum kransi’ á vinstri hlið. par undir var þitt hjarta, hætt að slá; það bjarta’ og sál — sem blómin voruð þið, svo ung og fögur, elsk að sólarljóma, já ungar rósir vafðar fyrstum blóma. En auk þess — hvílikt fjör með afl og yl og unglings-þrek! hve margt «jeg skal!», »jeg skal!» og hvílík löngun lífs og gleði til og löngun til að verða að nýtum hal! Jeg skil það ei, og eigi skilja vil, að einmitt þú ert hniginn fyrst í val svo ógnar-snögt, svo fjarri föður-inni, svo fjarri henni — henni móður þinni. £>ú fagurblái sær, sem enn jeg ann, þótt orðið hafir nú hans banasæng — hve gaztu leyft, að lífið misti hann, og lyftir honum ei á þínum væng? Tók Ægis-mey inn unga, fagra mann og örmum vafði hann á brúðar-sæng sem dísir áður hrifu Hýlas fríðan, svo harma báru landsins meyjar síðan? það gæti’ eg skilið; en það veit jeg eitt — í öllum vöðvum það jeg titra finn: þar vildi’ eg sjálfur sundtök liafa þreytt og sótt þig út lir háska, vinur minn! Og hver er sá, er vildi’ ei hafa veitt, og vildi’ ei hafa stoðað bróður þinn, sem ðrugt móti Ægis-dætrum varðist og um þitt líf við dauðann sjálfan barðist? H. H. — Með gufuskipinu «Caraoens» komu nán- ari frjettir um ið hraparlega slys, er vjer gát- um um í síðasta blaði «Skuldar» að orðið hefði að bana einum meðal inna efnilegustu af lönd- um vorum við báskólann, Árna Finsen, yngsta syni landshöfðingja vors. í byrjun þ. m. hafði hann ný-lokið heimspekis-prófi við háskólann með góðum lofstír. Hann var gefinn fyrir í- þróttir hvers konar, og hafði einkar-ánægju af að sigla á bát. Til að Ijetta sjer upp eftir lestur- inn að afloknu prófi fjekk hann sjer því 5. f. m. segl- bát og fór ásamt Jóni bróður sínum, lögnema við háskólann, og dönskum stúdent H. L., út á Eyrarsund, og höfðu þeir allir góða skemtun af því, að sigla þar nokkrar stundir. Síðan hjeldu þeir aftur að landi. Bátinn skyldi leggja við stjóra spölkorn frá landi, og gjörðu þeir svo, en hjeldu til lands á lítilli kænu eða húðkeip («kajak»). Piltarnir vissu að kænan var lek, en þeir höfðu notað hana áður, og grunaði því ekki annað, eu að hún mundi duga til lands; en er þeir voru komnir skamt frá bátnum, fyltist hún, og lentu þeir allir í sjóinn. Árni hafði aidrei lært sund; Jón, sem verið hefut nokkur ár við báskólann, kunni lítið eitt að Heyta sjer; en H. L. var, eins og flestir dansk- ir stúdentar, allgóður sundmaður. Jón hugsaði tegar til Árna, reyndi að ná í liann og kallaði til H. L. til hjálpar; en hann heyrði eigi og synti þegar í land. Jón náði þó í Árna og hjelt honum litla stund uppi, en gafst loks upp og sökk til botns með bróður sinn í fanginu. Á meðan höfðu menn úr landi orðið varið við slysið, komu út á báti og reyndu að ná þeim bræðrum. Náðist Jón fyrst og raknaði við, en Árni fanst ekki fyrri en öll iífsvon var úti. — 10. f. m. var Árni heitinn jarðaður á kyrkjugarði flotans í Ivaupmannahöfn, þar sem systir han3, frú Ragnhildur sáluga, hvílir. Mik- ill mannfjöldi fylgdi honum til grafar; var kist- an hulin blómhringum, þar á meðal pálmavið- arsveig frá löndum. Sjera Valgarður, föður- bróðir Árna (prestur á Sjálandi). bjelt ræðu yfir moldum hans, og hafði hann fyrir 18 árum skírt hann. Landar báru hann til grafar. — Vjer vitum, að allir þeir, sem kynzt höfðu Árna Finsen, harma lát hans, og þar að auki mun öll þjóðin samhryggjast foreldrum hans, er nú á ný hafa orðið að reyna þungan barnsmissi. En það er ekki fyrir þessa sök eina, að vjer höfum útvegað oss svo nákvæma skýrslu um slys þetta, sem vjer áttum kost á. Vjer óskum að leiða athygli lesenda vorra að inum einstöku atvikum þess, af því, að þau sýna það ljóslega, að slys þetta hefði engum orðið að bana, ef peir brœður hefðu báðir lairt að synda í sknla. Kunnugir menn fullyrða, að með nokkurra hundrað króna kostnaði væri unt að búa út sundpoll hjá Laugarnesi með skýli yfir, er nota mætti til sundkennslu vetur sem sumar. Vart mun nokkru landi meiri þörf á því, en voru landi, þar sem embættismenn vorir (eins og aðrir) þurfa svo oft yfir hættuleg vatnsföll að fara, að sund væri kent skólapiltum. Gæti nú ekki þessi hörmulegi atburður orðið hvöt fyrir þá, sem standa að Reykjavíkur lærða skóla (ocr jafnvel eins þá, er að barnaskólanum standa), til að draga nú ekki lengur að gjöra einhverjar þær ráðstafanir, að unglingar, sem upp alast hjer í skóla vorum, þurfi ekki oftar að láta líf sitt, við önnur eins slys, sem það, er hjer svipti svo hraparlega sundur fögru og blómlegu líf- skeiði Árna sáluga, og var nærri einnig orðið bróður hans að bana? Ástand á íslandi, einkum a Vesturlandi. pað horfir vafalaust til mikilla vandræða víða um land á komanda vetri og vori; skepnu- fellir virðist víða sjálfsagður, sumpart sakir heyleysis og sumpart af því, að fólkið getur enga aðra björg sjer veitt, en að skera ofan í sig það, sem eftir verður af gripunum, til að bjarga 73 lífinu, og er sagt, að fje muni víða verða rírt til frálags í haust sakir hors eftir gróðurlaust sumarið. En jafnvel mannfellir af bjargar- skorti virðist munu vofa yfir í sumum plássum, t. d. þar sem menn hafa mist allar eða svo að kalla allar skepnur úr hori síðasta vetur, og hafa þó hleypt sjer í stórskuldir fyrst, til að kaupa lcorn í gripina, sem svo loksins hefir eigi komið að haldi; þessir menn eiga nú eng- an bjargræðisstofn eftir og ekkert vörumagn til, að borga þær skuldir, sem þeir eru þegar sokn- ir f, því síður að þeir geti keypt matbjörg handa sjer til vetrarins. |>egar ofan á þetta bætist, að þær sveitir og hjeröð á landinu, er bezt hafa sloppið undan inu harða vori og þar sem grasvöxtur mun vera í meðallagi og aflabrögð styðja sumstaðar, — að þessar sveitir mega heita sjálfbjarga, en sárfáar, ef nokkrar, attagsfærar, þá er vant að sjá, hversu úr ræðst þeim voða, sem vofir nú yfir. Við- lagasjóður mun lána sýslunum eftir föngum, en það er enginn efi á, að það kemur til að ná skamt. Sýslunefndir eiga hjer óneitanlega úr vöndu að ráða. Snæfellingar hafa pannig skýrt oss frá, að það hafi verið brýnt fyrir sjer að taka eigi stærra lán eða með öðrum borg- unarkjörum, en svo, að þeir sæju sjer fært að en durborga það í tæka tfð. Nú munu allir muna, að Snæfellingar voru svo á vegi staddir ciður en þessi síðasta árs plága dundi yfir, að jeir treystust eigi til að endurborga landssjóði >ær skuldir, er þeir þegar þá voru í við hann. f>að mega menn muna síðan á þingi í fyrra sumar. Afleiðingin af þessu er, að sýslunefnd- in hefir eigi þózt fær um, að þiggja lán það, er sýslunni stóð til boða úr landssjóði, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir hafa eigi þózt geta sjeð neina útsjón til, að sýslan yrði fær að endurborga það í ákveðinn gjalddaga. Hins vegar er það skylda sýslunefndarinnar, að gjöra ráðstafanir þær, sem þörf er á til að fyrirbyggja hallæri (samkvæmt sveitarstjórnarlögunum). En — ultra posse nemo obligatur: af engum verður meira heimt, en hann megnar. Á amtsráðsfundinum í Stykkisbólmi í fyrra mán. komu fram skýrslur um fellinn í sýslun- um þar vestra, og böfum vjer fengið að sjá skýrslurnar úr Snæfnllsness- og Hnappadals- sýslu og Dalasýslu. í Snæfellsn.- og Hnappad.sýslu var talið fallið: 66 kýr, 30 kvígur; 214 hross (fullorðin), 133 tryppi, 4465 ær, 549 sauðir, 4005 geml- ingar, 4008 unglömb. í Dalasýslu var fellirinn þessi: 12 kýr (eftir lifandi: 552); 154 hross (eftir: 1127); 2989 ær (eftir: 4319 mylkar, 4777 mál- nytulausar); 979 roskið gjeldfje (eftir: 2532); 2697 gemlingar (eftir 3908); 6359 unglömb (eftir: 3307). Til skýringar ástandinu hafði sýslumaður- inn í Dalasýslu tekið fram: «1. Að kýrnar, þótt lifandi sjeu, eru allvíða mjög horaðar, víðast hvar nytlitlar og að

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.