Skuld - 02.08.1882, Blaðsíða 3

Skuld - 02.08.1882, Blaðsíða 3
75 á þjóðólfsku hjeti ’tilbakaþróun’), nei, orðið tþróun’ felur sjálft í sjer Jram’sóknina: þróunin getur aldrei gengið aftur á bak; jeg ætla nú ekki að tala um ^karakter’; og eftir þessu var alt orðalagið. Eins er um orð sem ^akt’ og tsena’; mjer er spurn: hvaða sennileg ástæða er til þess, að hafa slík orð, úr því að til eru fieiri en eitt á ísl., sem hafa fengið nokkurn veginn festu. t. a. m. þáttur (= akt); ein heild er samansett af aðalhlutum, og hver slíkur heitir einmitt ^þáttur’ (sbr. snæri og snærisþátt.ur o. fl.), og það skilur hver maður, en takt’ enginn, nema Jærðu’ mennirnir. Úr 3 eða 4 pjóðólfsblöðum heti jeg tínt saman nokkur orð og orðatiltœki, til þess að sýna frekari lit á því, sem jeg hefi sagt um hann. þar má t. a. m. finna: politík (víða) spekulatiónir, galeas, jakt, skonnortur, luggarar, garði (Napoleons), socíaldemokratar, socíalistar, telegrafsamband, stadshauptmand, pláss; ekki skilst mjer hvað hver óbreyttur ís- lendingur skilur betur orðið haffær þiljuskip, þó að í svigumstandi «sogaaende Dæksfartoier», eða ríkislán (statslán), vörpuútgerð (notebrug), veið- arstjórinn (basinn), ferðir (expeditioner). Til ins síðasta íiokks mætti meðal annars telja: i'hvaða mögulegleikar kunna að vera (nefnil. í manni)», (hvilke muligheder; á ísl. t. a. m. hvað í honum kunni að búa), «hvort það sje virkilega alvara», «menn eru komnir í hreyf- ingu» (hreyfing er komin á menn, færi fað minsta kosti betur), «setia sig í samband við (fyrir: að koma sjer í), «að fyrir falla«, «þessu máli viðvíkjandi», «gegnumþrengir alheiminn», sjerhver karakter er framkominn af náttúru og uppfœðslu (!!), «stutt og gott», «það er mik- ið náttúrlegt». «Jeg slæ því föstu» að «föst standandi sena», «er sláandi tragiskt». £>etta er nú ekki svo lítið sýnishorn af þjóðólfsku orðalagi1, og þó er það fátt 'eitt af öllu því, sem finna má með lítilli fyrirhöfn, en það et eigi fyrir tilbera að tína það allt, og er heldur eigi nein fagnaðarvinna. Menn, ekki sízt þeir. sem einhverja nasasjón höfðu af skólanámi, og aðrir «lærðir» menn, hlógu að ferðabók Eiríks á Brúnum og máli hans, en hvað gera þeir nú? Hafi þá verið orsök til þess að hlægja, mætti þá eigi nú tárast yfir því, að einmitt «Iærðu» mennirnir leggjast sumir á eitt að spilla mál- inu og láta sjer enda um munn fara, að svo eigi það að vera og ekki öðruvísi. það er hka leiðinlegt, að sá maður, sem lastar og það með rjettu Magnús Stephensen fyrir að hafa skrifað «stirt, dönskublandið og óviðkunnanlegt mál», haft «víða þýzka orðaskipun» og «leitt stund- um íslenzkar hugmyndir í ljós með hálfíslenzk- um orðum og þýzkum blæ» (Tímarit bókm.fjel. II, 170), hann lætur sjer sumt ið sama á verða. sem honum þó var gefið að komast hjá, og það því fremur, sem hann skrifar lipurt mál og lið- ugt; jeg hef af bandahófi tekið t. a. m. eftir 1) Oss virðist höf. ekki als kostar rjettlátur við „pjóðólf", f pví aö taka dæmi úr lionum einum. Mundi ekki „Norðanfari“, „Isafold11, já öll blöð vor meira og minna eiga sömu ávítur skilið? — prátt fyrir lofsorð pað, er höf. lýkur á oss, megum vjer með blygðunjáta, að ,,Skuld“ á talsvert ámæli skilið í þessu efni eins og hin blöðin. — „Tímaritinu" (bókm. fjel.) getum vjer sízt bót mælt, því að pað leiðir af öllum ástæðum, að menn hafa sjaldnast tíma til að hugsa lengi um orð- færi á blaðagreinum; en af peim ritgjörðum, er í bók- um birtast, er meira heimtandi. IJlaðamaður er oft neyddur til að ftaustra (flýtirinn er þar aðalatriðið), en slíkt þarf sá eigi, sem í bækur ritar. Ritstj. orðum sem «form»-fegurð (178) «hið frumlæga í lífinu» (= det subjektive í livet?) (181), “Ijós sammiðan hlutanna og tilverunnar“ (s. bls) «þvingaður» (185 og 189); «breiður» (189) o. fl. Alþýða manna skilur heldur ekkert betur orðin leiks«form» (187), «íþróttlegt smíði» (189). "dæmandi'. (172) «menning» (s. bls), þó að í svigum fyrir aftan standi «dramatiskt», «kunst- stykke», «kritisk•>, »kultur». «Alheimskerfið frá sjónarmiði tilsvörunar hins einstaka til hins gjörvalla, og gengur sömuleiðis út frá» (bls. 197) hefði betur verið ósagt, eða hugsað og orðað íslenzkulegar. Jeg verð að minna menn á, að það er líka alþýða, sem á að hafa gagn af því, sem skifað er, ekki sízt í tímariti, sem henni er ætlað ; og henni er vorkunn, þótt hún kaupi ekki þær bækur, sem óaðgengilegar eru málsins vegna; sjerstaklega verð jeg að minna tíma- ritið á þriðju grein laga bókmentafjelagsins, er byrjar svo: «Fjelagið á að vanda orðfæri . . . . á bókum þeim, sem það lætur prenta, eins vel og unt er». (Niðurl. síðar). Ú 11 ö n d. |)ýzkalan(I. — J>að pykir mega á mörgu sjá, að Bismarck er nú tekinn að gamlast, því að eigi er liann nú lengnr svo alvaldur gegn þjóð og þingi, sem hann hefir verið. Tóhaks-einkaleyfislögin, sern hann lagði mikið kapp á fram að koma, til að aulca tekjur ríkisins, fjellu fyrir honum, og nú er enn á ný fallið fyrir lionum á þingi annað frumvarp, er liann hefir lengi verið við að streytast að koma fram í nokkur ár. Svo er mál með vexti, sem öllum mun auðsætt, að því lengra, sem milli þess líður að þing eru haldin, í hverju landi sem er, því lausari hendur hefir framkvæmdarvaldið. petta hafa all- ar þjóðir sjeð, sem á framfarareki eru; pannig áttu Norðmenn langa baráttu um það við stjórn sína, að koma þvi á, að stórþingið væri háð árlega; fram að 1869 var stórþingið háð að eins þriðja hvert ár. En nú þykir Bismarck að stjórnin hafi eigi nógu frjálsar hendur, er þeir „frelsisskjalararnir“ (þingmenn) koma sam- an ár hvert. Hefir hann því lengi verið að streita við, að fá framgengt á þingi lögum í þá átt, að keisaradæmið skuli þing heyja að eins annaðhvort ár. Ber hann fyrir, að þar sem hvert ríki á þ>ýzka- landi hafi þing sjer (,,landdag“), þá sje eigi unt yfir að komast þessi tvöföldu þingstörf árlega, þar sem alríkið heyr og árlegt þing (,,ríkisdag“). Svo ber liann og kostnaðinum við, sem vita mátti. En pjóðverjar sjá það vel, að sá sparnaður, sem hjer gæti á skildingum orðið, væri eyðsla á frelsinu. þ>au kaup vilja þeir ekki hafa. Feldi því þingið þetta frumvarp fyrir Bismarck. En Bis- marck er maður þjettur og þybbinn og úrár við sinn keip. Er nú mælt, að hann nafi í huga, að fá sitt mál fram með nýrri venju í kyrþey, er hann fær því eigi Tam komið með lögum. þ>að kvað núfyr- irætlun hans, að leggia fyrir ríkisdag þann, er næst kemur saman, fjárlög fyrir tvö árin næstu í einu. Iíaldist honum það uppi eða vinnist, að fá þingið til, að veita fje fyrir tvö ár í senn, þá er auðsætt, að hann mun lofa þingi því, er það árið kemur saman, er engin fjárlög þarf að ræða, að glamra sem það vill, og mun ætla sjer að skeyta litið gjörðum þess. Mun liann með því móti þykjast vinna það, er honum þykir mest um vert. En það má sjá af inum frjálslyndari blöðum öllum, að þjóðin mun eigi ætla að láta leiðast sofandi í þessa gildru. Noregur. — Konungur ljet enn af nýju bera upp á síðasta stórþingi, að auk- inn væri lífeyrir norska og sænska krón- prinsins (Gustav); hann kvæntist í fyrra, og hefir það vandi verið, að auka lífeyri prinsa, er svo hefir á staðið. En Norð- menn synjuðu þessu enn sem fyrri. Yjer gátum í vor (Skuld, nr. 148.) um „þjóð- varnarfjelagið“ (D en nationale for- svarsfor e ning“). Veitti stórþingið þessum fjelögum mikinn fjárstyrk (20,000 kr.), en konungur hefir synjað þessari veiting samþykkis. En eftir stjórnarskrá Norðmanna hefir konungur ekkert nei- kvæðisvald, ekki einu sinni frestandi, í fjárveitingamálum. Er neitun þessi því beinasta stjórnarskrárbrot, enda dregur nú æ ljósara til fulls fjandskapar með kon- ungi og þjóð þar í landi. Eftir miðjan júní spurði einn af ráðgjöfum konungs forseta þingsins, sem siður er til, hve nær þiugið byggist við að geta lokið störfum sínum, kvað konungs vera von til Ivristi- aníu og ætlaði hann að „segja þingi slitið" í þeirri ferð. Forseti svaraði þá — þetta var í vikunni fyrir 18. júní — að hann gæti ekki eindagað það í dag, kvaðst þurfa að bera sig saman við þingmenn, en fyrri en á fimmtudag (22. júní) gæti það með engu móti orðið. Ráðgjafi Ijet sjer það vel líka og sagði nægt, að forseti Ijeti sig vita tímann fastákveðið á mánu- dag (19.) u m liádegi. Enárladags þann dag (mánud.) komu þau boð frá konungi, að hann mundi slíta þingi á mið- mikudaginn (21. júní). Ákvað konungur þannig daginn á sitt eindæmi, án þes.> að biða svars þingsins. pótti þetta in mesta óhæfa gegn þinginu, er nú neydd- ist til að flaustra af ýmsum málum í skyndingu. 21. sleit svo konungur þingi með þungum átöluorðum til þjóðar og þings. Ljúka öll frjálslynd blöð bæði í Svíþjóð, Danmörku og Noregi sjálfum ein-

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.