Skuld - 02.08.1882, Blaðsíða 2

Skuld - 02.08.1882, Blaðsíða 2
74 miklum mun gagnsminni en venja er til; sumstaðar steingeldar; vil jeg því fullyrða að gagn af kúm er nú og verður að lík- indum í sumar upp og niður í sýslunni fullum helmingi minna en í meðalári. 2. Að sauðfjenaður allur er fremur rír og út lítur fyrir að ær muni alls eigi gjöra venjulegt gagn í sumar. í dálkiuum «mylkar ær» eru taldar margar, er lömb hafa drepizt undan, en sem hafa verið mylktar og gjöra þær í sumar að líkindum tæplega bálft gagn. 3. Að í öllum hreppum sýslunnar hafa marg- ir orðið að kaupa korn til fóðurs kúm sínum og ám og þar við stofnað sjer í miklar skuldir, svo að þær litlu vörur, er til eru, hrökkva tæplega fyrir skuldunum. I Skarðsstrandarhreppi, er talin er auðug- asta sveit sýslunnar, eru þannig til dæmis af 26 búendum, er á skýrslum standa, 16 sem hafa tæplega eða alls ekki vörur fyrir kaupstaðarskuldinni, enaðeins 10,erhafa vör- ur nógar, svoaðnokkuð sje afgangsaf skuld- inni. Hjá allmörgum hafa skepnurnar, er þeir keyptu kornið til fóðurs, drepizt síðar. Af þessu þrennu leiðir, að mikill hluti bænda getur enga matbjörg fengið úr kaup- stað og á hinn bóginn enga von getur haft um, að fá svo mikla málnytu í sumar að nokkur forði geti þar af orðið til vetrarins, og margir hafa langt frá næga málnytju fyrir sig og sína að lifa við í sumar og sumir enga. Mun ástandið allvíða í hreppunum nú þegar vera orðið svo, að mjög fáir bændur eru af- lagsfærir, svo að nokkru nemi, nokkrir tæplega sjálfbjarga, og fullur helmingur, sem alls eigi geta komizt af eða er lífvænt án annara hjálpar. Ef enginn styrkur fæst, er því fyrirsjáanlegt að skera verður í haust að mestu leyti það, er iifandi er nú af kvikfjárstofni sýslunnar, til viðurværis á vetri komanda, og sumir verða nú þegar í sumar að slátra skepnum sínum í horholdum sjer til viðurværis. Skaða þann, er sýslufjelagið hefir beðið af felli þessum, er ómögulegt að meta, svo nærri fari í krónutali, en ef öllurn afnotamim á ám og kúm, búhnekki þeim, er ffártjónið veldur, og öðrum óbeinlinU skaða er slept, 0g það, er fall- ið er, er reiknað eptir gangverði þess í ár, mun skaðinn lágt metinn verða 140—150,000 kr. í sýslunni allri. Skrifstofu Dalasýslu 18. júlí 1882. Guðlaugur (Juðmuudssou, cst». — Málnytutap og skaði við felli á kvikfjen- aði Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu er talið í skýrslum þaðan frá sýslunefndinni 169,176 kr. og að öðru leyti mun ástandið þar vera líkt eða öllu lakara en í Dalasýslu. (15. júlí 1882). Um í s 1 e n z k a tungn1 „Ef þú vill vera fullkominn í fróðleik. þá nem þú allar tungur, enn gleym þó eigi at heldr þinni tungu'1. Konungsskuggsj á. f>að þarf ekki að sannfæra oss íslendinga sjálfa um það, að vjer til þessa höfum í öllu 1) Eins og vjer munum geta um á eftir ritgjörð þessari, erum vjer að nokkru leyti samdóma aðal-stefnu höfs., en engan veginn hverju atriði eða ummælum hans fyrir sig. Ritstj. verulegu talað sama mál, sem forfeður vorir í gamla daga; hvert mannsbarn á íslandi, sem orðið er stautandi, skilur til að mynda Hoims- kringlu Snorra Sturlusonar eins vel og hvað eina, sem nú er ritað á vorum dögum, (t. a. m. Jjóðsögurnar). Hvað útlendingar segi um oss í þessu efni, getum vjer látið oss í ljettu rúrni liggja, en þess er vonanda, að þeim verði einhvern tíma sýnt það og sannað, svo að eigi megi í móti mæla, að þeim skjátlast í því sem öðru um oss; það er eigi það, sem jeg ætla að gjöra nú, heldur hitt, að brýna fyrir oss sjálf- um þennan einfalda sannleik, af því að mjer finst, sem tilraunir hafi verið gervar á inum síðustu tímum, til þess að ýta honum út úr dagsbirtunni í skúmaskot skeytingarleysis og vanhirðu, þeim sannleik, að vjer eigum mál út af fyrir oss, sem meðal annars gerir oss að þjóð út af fyrir oss með vorum eignum þjóðartilfinn- ingum og þjóðarrjetti. Um mál þetta hefir oft áður verið skrifað; einkum og sjer í lagi er Fjölni gamla að þakka og þeim heiðursmönnum og hetjum, sem að honum stóðu, viðreisn og endursköpun máls vors í riti. Fyrir hans daga var íslenzkt mál mestmegnis skrifað hræðilega afbakað ogdönsku- skotið á allar lundir og það af inum lærðustu mönnum, sem þá rjeðu mestu í íslenzkum bók- mentum; stafsetningin átti heldur ekki upp á pallborðið hjá þeim; þeir vildu ekki viðurkenna gamla og góða íslenzka stafi; jeg hef til að mynda sjeð bók, er einn merkismaðurinn, bisk- up að nafnbót, hafði skrifað rjett nafn konu sinnar á, er Sigríður hjet, og svo bætti hann við: «med stungnu d eins og flestir narrar nú á dögum skrifa». þessum manni hefir eigi hugsazt, að hæðnisglott hans kemur í koll hon- um sjálíum, og að það myndi vera sannefndur fífisháttur að skrifa nú d fyrir ð. — Fjölnir sýndi það og sannaði til fullnustu, að vjer þurf- um eigi að bograst út fyrir landsteinana og fara þar í smiðju, til þess að geta sýnt hugs- anir vorar löndum vorum á skiljanlegri ís- lenzku. Hans mál var svo þýtt, hreint og kjarngott, svo nærri daglegu máli alíslenzkra manna, að þar var ekkert útlenzkt orð eða orðalag, heldur ekkert of fornt, eða úrelt; en það var einmitt það, sem inum göfugu og sterku vandlætis-hetjum á fyrri tímum var hættast við, er þeir vildu leysa sig úr viðjum málskrýmsla Sveins Sölfasonar og hans líka, og sannaðist þar sem oftar, að «örskamt er öfganna á millis jeg vil skora á alla, Sem ætla sjer að skrifa ís- lenzkt mál, að lesa ritgjörðir eins og þær í Fjölni «um stafsetningu», og taka vel eftir orð- um þeirra og orðalagi; þá mun brátt hverjum finnast, að þarna er íslenzka og það in hrein- asta; í annan stað að lesa ísl. rit Sveinbjarnar Egilssonar, sem að allra dómi er einn af vorum beztu málsnillingum, til að mynda þýðing hans á Uionskviðu; jeg svífist eigi þeirra ummæla, að aldrei hafa in dýru kvæði Hómers verið þýdd á nokkurt mál, svo að orð svari betur orði, hugs- un hugsun, andi anda, án þess þar sje nokkuð, sem eigi megi ramíslenzkt heita. Jeg get talið marga af inum síðari og yngri mönnum, sem ekki hafa talið það eftir sjer að rita og hugsa á íslenzku og þótt sómi að; jeg vil að eins nefna til dæmis Jón Sigurðsson, Benedikt Gröndal, Pál Meisteð, Jón Ólafsson og Björn Jónsson og fleiri. En þetta hafa þvf miður eigi allir gjört. Á Islandi eða öllu heldur í Reykjavík hefir in síðustu ár verið að myndast ný stefna í ritmáli voru, sem jeg fæ ekki betur sjeð, en að smátt og smátt sargi lífið úr því, ef benni verður haldist fram, og þeim helzt hún uppi, sem hana hafa skapað. fessi stefna kemur fram í þremur myndum, sem allar eru þó eitt: annaðhvort svo, að menn eru farnir að venja sig á að hafa útlenzk orð og orðatiltæki, eða í annan stað að þýða út- lenzk orð orðrjett og enda stafrjett, í stað þess að hugsa hugmyndirnar á íslenzku, og mynda orð- in þar eftir, og svo má nærri geta, hvað slík orð verða þægileg fyrir eyru ólærðra manna; eða í þriðja stað að hafa útlenzkt orðalag og orða- skipun. — Af þessu þrennu er það saklausast, sem fyrst er, það er oft óumfiýjanlegt, að hafa einstök útlend orð, þar sem engin hæfileg orð eru til á ísl., og sumir vilja heldur hafa þau en smíða eitthvað, sem þeir ætla að annað- hvort verði misskilið eða óskilið, og þeim er vorkunn; enn þá má spyrja — skilja menn (alþýða) betur útlenzku orðin? Jeg held ekki, jeg skal taka til dæmis orðið jiólitískur’; það er að eins dautt hljóð í eyrum alþýðunnar, en «stjórnfræðislegur» «stjórnlegur» og fl. hefir þó eitthvað, sem skilja má, og jeg held, að það megi víðast hvar komast hjá þeim, sneiða fyrir þau og gjöra sig skiljanlegan, með fleirum orð- um, ef ekki vill betur til, en einu; það er alls eigi nauðsyn, að komast endilega af með eitt; jeg get því alls eigi verið því samþykkur, að slík orð sjeu höfð, og tel það óyndisúrræði að gjöra það. í>að, sem þá kemur næst, að smíða ný orð beinlínis eftir orðalagi og hugsun íslenzks máls, oftast dönsku og þýzku, er hinu miklu verra, því að þar með er þegjandi gengið fram hjá eðli málsins og þeim skapandi lífs krafti og hugsunar, sem það hefir í sjer sjálfu, sem hvert annað lifandi mál, og í stað þess að nota hann, eru hingað og þangað hengdar utan á það hnuplaðar fjaðrir og lánaðir leppar; liinu vil jeg engan veginn neita, að slík orð geti eigi verið samþýð málinu, en þau eru það sjaldnast. Ið þriðja er enn miklu verst og hættulegast, því að þar með er alveg gengið fram hjá mál- inu sjálfu og það að vettugi virt, en í stað þess búið til nokkurs konar óskepi, sem er sam- sull af útlendum málum, dönsku, þýzku, eða hvorritveggju; þetta meinlæti hlýtur fyrr eða síðar að verða að fullu drepi, ef eigi er sjeð við í tæka tíð. Að þessi stefna sje eigi hug- arburður einn, get jeg sannað, með því að líta snöggvast á blöð og ritlinga, sem út hafa kom- ið í Reykjavík síðustu missirin. jþ»jóðólfur, sem stundum er nokkuð rýrðarlegur út- litum, sýnist fremur öörum ritum þurfa að halda sjer bragðlegum með útlendum orðum og orðatiltækjum; og það svo voðalega, að hár- in rísa á höfði manns við að sjá þau býsn og undur, sem þar sjást alloft; jeg vil minna á neðanmálsgreinina í honum um stjórnina og á- stand á liússlandi; þar rak hvert meiuvættið annað; jeg skal nefna fátt eitt; þar úði og grúði af orðum eins og tpólitískur’, tstimpill’ (á íslenzku t. a. m. mark), prpplýsing’, (á ísl. mentun), tþvingar’ (á ísl. þröngvar, neyðir), tmaktarráð’, jmyndun þjóðannna’, Jurstar’, Jurstalegar persónur’ og margt fieira; af tor- ráðnu myrkviðri vil jeg að eins geta um «fram- þróun karaktersins*; tframþróun’ er rangt hugs- að, eins og til væri nokkur ’afturþróun’ (sem

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.