Skuld - 05.09.1882, Blaðsíða 1
Arg., 32 nr., kostar 3kr.;
borgist í sumar - kauptíÖ til
Einars prentara pórðarsonar.
Eftir að 3/4 árgangs eru út
komnir, gildir eigi uppsögn
á næsta árgangi.
K U L D
SJ
18 82.
Afgreiðslustofa í prent-
smiðju Einars pórðarsonar.
Kitstjórnar-skrifstofa:
Aðalstræti Nr. 9, opin kl.
4—5 e.m. hvern virkan dag.
V. árg.
Reykjavík, |>riðjmlagiim 5. september.
Nr. 161.
Uin óskilabrjef.
Það er í öllum löndum talsvert af brjefum,
sem send eru með pdstum, en komast,
aldrei til skila til viðtakanda. petta ber við
hjer sem annarsstaðar. pegar brjef keinst ekki
til skila, er það ýmist af því, að viðtakandi
finst eigi eftir utanáskriftinni — annað hvort,
af því hún er svo óglögg, að t. d. strætis-nafn
og hústölu vantar á brjefið, ef viðtakandi býr í
borg, póststöð eigi er til greind, ef í sveit er,
eða viðtakandi er fluttur í burtu, þá er brjefið
kemur fram — ýmist aftur af því, að brjefið er
ekki frímerkt, en viðtakandi neitar að greiða
burðargjald. En hver sem orsökin er, þá er
hitt regla bæði hjer og annarsstaðar, að póst
stjórnin lýsir óskilabrjefunum; gangi þau þá
eigi út, eru þau eftir ákveðinn tíma opnuð af
þar til kvöddum mönnum, og gætt að nafni og
heimili brjefritarans, og svo er honum endur-
sent brjefið, ef hann finst.
Nú er það siður erlendis, að utanáskrift
brjcfanna er fýst, eigi á pósthúsinu að eins,
heldur í þeim blöðum, er flytja almennar aug-
lýsingar; sumstaðar er lýst einu sinni í mán
uði, sumstaðar 4 sinnum á ári óskilabrjefum á
þennan hátt. Ganga þá oft mörg út við það
en hin eru þá opnuð og endursend. Hjer er
þetta ekki svo haft, heldur er íslenzkum óskila-
brjefum að eins lýst með auglýsing, sem hengc
er upp á pósthúsinu í Reykjavík. En slíkar
auglýsingar lesa menn ekki; af því kemur það
að brjef til manna, sem eru hjer í bænum og
í grend við hann, komast stundum ekki til
skila, auk heldur þá brjef til ýmsra út um land
Vjer höfum með eigin augum sjeð brjef, sem
senda hefur orðið til höfundanna aftur, þótt,
undir þau hafi verið fullborgað, og vjer höfum
þekt mennina, sem þau voru til, og enginn efi
gæti leikið á, að þeir mundu hirða þau, ef þeir
vissu af þeim. En þcir hafa ekki lesið auglýs-
ing þá, sem límd hefir verið á vegginn á póst-
húsinu, enda eru margir, sem sjaldan eða al-
drei koma á pósthúsið, nema þegar póstar
eru að koma, og þá er ösin oft svo mikil þar
að eigi er til að hugsa að menn gái að aug
lýsingum þar.
pað er ekkert efamál, að fleiri brjofgengju
út, eða kæmu til skila, ef auglýst væru í blöð
unum, að minnsta kosti í «J>jóðólfi», t. d. 4
sinnum á ári óútgengin brjef. petta er regla
sem fylgt mun vera í öllum siðuðum löndum
nema íslandi, og vonumst vjer svo góðs til
landsstjórnar vorrar, að hún taki þessa bending
til greina og láti auglýsa brjef þau, or eigi
komast til skila.
Vjer vildum líka gefa almenningi dálitla bend-
ing i þessu efni.
Engum mun það kært, að óviðkomandi
En það var ekki eingöngu til landsstjórn-
innar, að vjer ætluðnm að beina þessu máli
menn þurfi að opna brjef þeirra, hversu vand-
aðir menn og þagmælskir, sem til þess eru
kvaddir. pað fer margt í brjefum, sem engurn
er ætlað að sjá, nema þeim, sem brjefið er til.
En hjá því má komast, að opna þurfi brjef,
sem eigi kemst til skila, til að sjá hver sent
hefir það. Einfallt ráð til þess er, að brjefrit-
nn setji nafn sitt og heimili (og póstslöð)
utan á hrjefið, annað hvort í hornið eða þvers
um á endann utanáskriftar-megin eða þá hins
vegar. J>annig fara og margir að í Ameríku;
menn eru «praktískir» þar í þessu sem öðru.
>ar fást hvervetna keypt umslög, sem prentað
er þvers um endann á: «1. n. d., return to
. . .» eða: «1. n. d. within . . days,
return to............» «1. n. d,» er skamm-
stafað fyrir: «If not delivered»; og þýðir þetta:
«Ef eigi skilað, endursendist...........» eða:
«Ef eigi skilað innan . . daga, endursendist
............» í stóru eyðuna getur þá
sá, sem sendir brjefið, sett nafn sitt og heimili;
í litlu eyðuna (þegar hún er höfð) setja menn
þá dagatal, t. d. «20», og sje brjefið þá eigi
komið til skila innan 20 daga frá því, er það
kom á síðustu póststöð, verður það endursent
þegar brjefritanum aftur. Alenn geta haft þann
frest lengri eða skemri eftir vild, eða alveg
slept honum. Hann er helzt notaður, er manni
liggur á að vita, ef brjefið kesnst eigi brátt til
skila, og getur oft staðið svo á, að manni sje
ekkert gagn að því, að brjefið komi til skila
nema það komi fljótt. — Sá, sem þú skrifar
brjef, getur verið dáinn, áður brjefið nær til
hans; þjer er ekki um að aðrir lesi það; þá er
vissast að setja utan á nafnið þitt, svo að þú
fáir brjefið óuppbrotið aftur. Plf nú t. a. m
Pjetur Pálsson í Möðrudal á Fjöllum vill senda
unnustu sinni Guðrúnu Jónsdóttur, sem er t. d.
á kvennaskólanum á Laugalandi í Eyjafirði brjef,
en vill vera viss um, að það gangi óuppbrotið
beint til sín aftur, ef hún skyldi vera dáin,
eða farin etthvað burtu, og hann fylgdi ráði
voru, þá setti hann nafn sitt og heimili og næstu
póststöð (Grímstaði) þvers á enda umslagsins,
og gætti þoss líka að setja næstu póststöð við
Laugaland (Akureyri) á brjefið, og liti það þá
svona út:
Vjer viljum ráða mönnum til að fara að
tíðka þessa aðferð. fað væri enda nóg, að setja
hornið eða á endann «Frá N. N.1 á N. [N.]»,
)ví að þá er óþarft að láta opna brjefið, til að
sjá, frá hverjum það sje.
J>að er gott að byrja og enda á góðu. Vjer
byrjuðum á landsstjórninni. Megum vjer ekki
enda á henni líka?
í reglugjörð þeirri, er landshöfðingi befir
samið fyrir skattanefndir (15. maí 1878) og
prentuð er bæði sjerstök og í Stj.tíð., stendur
«við 11. gr.» meðal annars: «Eigi sá, sera á
tasteign í hreppnum . . . heima utan lirepps,
sltal skýra skattanefndinni þar, sem hann á
heima, tajarlaust frá pví, í síðasta lagi með
nœstu póstferð eptir að búið er aðsemja skrána«,
o. s. fr. — En hjer er sá haki við, að skatta-
nefndir eru eigi nefndar meðal þeirra, er nota
megi þjónustu-frímerki og eigi má heldur flytja
til þeirra brjef með pósti ófrímerkt, þannig að
utan á sje ritað «fyíirskipað erindi» eða «heimtuð
skýrsla». Skattanefndarmenn vilja, sem vonlegt
er, ekki borga úr sínum vasa burðargjald undir
skattaskýrslur; afleiðingin er, að ö 11 slík brjef
frá einni skattanefnd til annarar eru send ófrí-
merkt; skattanefnd sú, sem skýrslan er til,
neitar að borga burðargjaldið og fær svo eigi
skýrslur þær, sem hún á að fá. Öll brjef frá
einni s/fattanefnd til annarar, sem innihalda
fyrirskipaðar skýrslur, verða pannig að óskila-
brjefum.
Bókstafur reglugjörðarinnar er upp fylltur,
því skýrslurnar eru sendar með fyrsta pósti.
En þær eru sendar ófrímerktar og koma því
aldrei (og geta aldrei komið) til skila.
Ilvað verður svo af anda fyrirmælanna?
Ilonum lofar landstjórnin að eiga sig. —
Bókstajurinn er upp fyltur — og þá er nóg!
Einnig hjer þarf lagfæringar við,'ogvonum
vjer að landsstjórnin kippi þess nú í liðinn, þá
er vjer höfum vakið athygli hennar á þessu.
Að koma því til leiðar, sem betur má fara,
bæði hjá landsstjórn og almenningi, er eini til-
gangur þessara lína.
H
'5 -§'*§
S-E
Vngismær (iuðrún Jónsdóttir
Laugalandi
[Akureyri].
CÉ'fT All'atnaður (jakki, vesti og buxui) á 25,
30, 35 og 40 kr. Jakkar á 15 kr. Úr ensku
efni, selst eftir teknu máli, ogafgreiddáfáum dögum.
Rvík. ®/9—82. w * t Ain?
F. A. LOVE.
Eyjai'irði, 14. júlí. — Hjer er alla tíð frá
páskum allur sjór þakinn hafís, dæmafár kuldi
í veðrinu og grasleysi á jörðinni.
Húsavik (J>ingeyjars.) 19. júlí. — Sama kalsa-
og úrkomutíðin, sem verið hefir í alt vor, helzt
enn, sem von er, þar sem ísinn nú á ný er
orðinn landfastur austur fyrir Flatey og skipa-
ferðir bannaðar af ísalögum fyrir Langanes, þá
seinast frjettist fyrir skemstu. — Mesta bág-
l)N'áttúrIega á að setja fult nafn manns og bæjar
fyrir „N. N.“ o. s. fr.
„E. e. k. t. sk.“ pýðir: „Ef eigi kemst til skila“.
81