Skuld - 05.09.1882, Page 2
82
inda-útlit hjer í sýslu fyrir sprettuleysi, og eng-
inn hugsar nærri til að bera ljá í jörð enn þá.
Fjenaður, að lömbum undanskildum, komst bjá
almenningi hjá hordauða, en víða voru skepnu-
höld svo bág, að menn telja sjer mjólkurpening
gagnslausan að kalla í sumar.
Skagaf'iriii, 17. ágúst 1882. Nú þykir mjer
hörð tíð. J>að liggur við, að kalla megi þetta
ár sumarslaust enn sem komið er, því að síðan
það byrjaði, hafa gengið sífeldir kuldar og norð-
austanstormar eða þá rigningar og þokur. Haf-
íss varð fyrst vart hjer á firði eftir norðaustan
hríð 27.—30. apríl. Nóttin fyrir 13. maí var
in fyrsta frostlausa nótt á sumrinu, kom þá
sunnanátt og hláka og tók nokkuð út ísinn
þangað til um nóttina fyrir 23. s. m. £á gekk
í stórhríð, er stóð í 3 sólarhringa, og kom hjer
þá niður meiri snjór, en nokkru sinni kom í
vetur, og fyllti fjörðinn þá svo með ís, að hvergi
var hægt að smeygja báti með fjörnm. Komu
þá aftur norðanstormar með hríðaráfellum á
hverri viku og frostum á nóttum fram til 16.
júní; þá komu blíðir dagar til 20. s. m. og
sunnanátt, en svo hæg, að hún verkaði lítið á
ísinn; en 21. var komin norðaustan-hríð, er
hjelzt þann dag. þá komu kyrrviðri, en sífeld-
ar þokur og rigning annað slagið, allt af kallt
og oftast meira og minna frost á nóttum til
4. júlí. Kýr ljet jeg fyrst út 17. júní, og dag-
inn áður voru þær alment látnar út hjer í
sveit. Gjeldfje mitt ljet jeg rýja fyrst 26. júní
og var um það leyti rúið hjer. 4. júlí gekk
aftur í norðaustanstormana og var hjer vond
hríð 6.—7. Hjeldust þá aftur stormarnir, frostin
og'þokurnar til 24.júlí Jeg færði frá ll.júlí, en
ánna varð varla gætt fyrir þokum. Allaþessa kuld-
akafla var hitinn um hádag um 4—7° R. 25.
júlí kom sunnan' og vestan átt og 10—17° hiti
um hádaginn til 1. ágúst, og losaði talsvert um
ísinn, þá var bezta grastíð þann tíma, og skipti
þá mikið um jörðina, því áður var varla nema
sauðgróður og túnin hálfhvít. 2. ágúst var
kominn hríðarslitringur og hjelzt allann þann
dag og var versta frost nóttina eftir, svo kom
sama blíðan til 7. ág., þá komu aftur norðan-
stormarnir og þokurnar, og hafa haldizt til
þessa nema 9. og 10. ágúst. J>á var sunnan-
gola og rak ísinn að mestu út af firðinum, svo
að hann tálmar hjer nú engu skipi framar. Oss
þótti því næsta ilt að vita póstskipið fara hjer
fram hjá 12. þ. m. og koma ekki inn, því að
hvorki hjer innfjarðar nje til hafs, svo langt
sem sjest af fjöllum, gat því talmað ís í þetta
sinn1. Skylda þess mun hafa verið að gá að
því, um leið og það fór fram bjá, hvort eigi
væri hægt að komast hjer inn; en í stað þess,
heyrðum vjer aðeins eitt skot nóttina fyrir 12.
þ. m. £>eir þurftu ekki að tilkynna það með
skotum, að þeir brytu lög á oss; þeim var sæm-
ra að gjöra það þegjandi.
Nú í viku hafa verið frost á hverri nóttu
að heita má og síðan kl. 3 í fyrradag og þang-
að til í gœrmorgun mokaði hjer niður snjó í
logni, svo að eigi var unnið að heyskap frá kl.
7 i fyrrakvöld til kl. 5 í gœrdag fyrir snjó,
og var hann jafnfallinn í ökla og mjóalegg.
1) Hjer lítur út fyrir, a8 rætt sje um „Arcturus'-, ef
þetta er eigi mishermi. Rits.tj.
Útlitið er því fremur erfiðlegt, og eykur
það ekki lítið bágindin, að kaupförin, sem hing-
að áttu að koma, sitja föst í ísnum á Eyjafirði
og Húnaflóa. Menn hafa orðið að lifa á mjólk-
inni úr skepnunum, sumstaðar nálega eingöngu,
og er hún þó víða lítil, því að ær gengu mag-
rar undan í vor og fjöldi dó af lömbum. ý>ótt
grasið sje lítið, þá er þó nýting verri, og hefir
aðeins komið 1 þurkdagur, síðan farið var að
slá, og hann ekki góður, þvíað frost var mikið um
nóttina áður, og jörðin hjeluð mjög lengi fram eftir.
Dalasýsln, 15. ágúst. — Tíðarfar er ilt, ó-
þerrar og hrakningsveður á heyi, þó hefir síð-
ustu 3 dagana náðst heim nokkuð af töðu, lin-
þurt; tún voru heldur betur sprottinn en í
fyrra. Fremur er hart í búi hjá fólki, mál-
nytuleysi mikið; sagt er t. m. að á Skarði fáist
2V2 pt. mjólkur í mál úr 5 kúm, og þar eru
tæpar 50 ær í kvíum, í stað um 200, og að
því skapi víðar. Allflestir hjeðan úr sý3lu hafa
farið í hvalferðir norður og hefir þeim orðið það
að góðum uotum.
|>að þykja nú mestu stórtíðindi hjer, að 2
timburskip norsk, annað 22 lestir, liitt 55 lestir
hafa komið við og affermt hjer í sýslu. Hafði
frúin á Skarði keypt farminn úr inu minna, og
fór það upp í Skarðsstöð, sem svo er kölluð,
skamt fyrir neðan bæinn á Skarði, og affermdi
þar; en farmurinn allur kvað hafa kostað 3500
kr. Jón frá Bíldsey, gamall hafnsögumaður,
stýrði skipinu inn eftir firðinum og út aftur.
Hitt skipið fór enn raeiri glæfraferð inn í
Hvammsfjarðarbotn, og stóð inn góðkunni fram-
faramaður Kristján hreppsstjóri Tómásson á
Borbergsstöðum í Laxárdal fyrir kaupum á farmi
ress skips, er kvað hafa hlaupið 5500 kr. Skip-
inu reiddi vel af bæði inn og út; á innleiðinni
er þó sagt, að straumurinn hafi hringsnúið því
einu sinni, og hafi það þá borið áeyju, því logn
var að kalla; en það skemdist als ekki og losn-
aði þegar aftur. Sá hjet Guðmundur Gíslason,
er sagði fyrir um leið þess skips og var á það
lokið miklu lofsorðiaf þeim, er á horfðu, hve snild-
arlega honum hefði farið að komast út fjörð-
ínn, og var það talið enn verra viðfangs en
inneftirferðin. Skipaleiðin er á nokkuð löngu
svæði mjög mjó, djúp, en ekki bein; um aðfall
0g útfall er straumurinn í þessum ál fjarska
sterkur og verður því að sæta lagi að fara um
straumskiptin — á »liggjandí straumi," sem
vestfirðingar kalla; en til þess þurfti skipið að
liggja um tíma á firðinum rjett fyrir inuan
álirin, og var það talið hættulegt fremur.
T v í 1) u 1* a r 11 i r.
(Sýnishorn)
Á landi því, er áður »var mörg hundruð
mílur út úr veröldinni, eins og það reyndar er
enn að sumu leyti», var einu sinni aumt á-
stand. »|>á áttu« ritdómendur «við kúgaðan,
þvergirðingslegan og einstrengingslegan aldar-
anda að stríða.« »Mál« manna var »stirt,
dönskublandið og óviðkunnanlegt, orðaskipun-
in víða þýzk, og íslenzkar hugmyndir sumstað-
ar leiddar í ljós með hálfíslenzkum orðum og
þýzkum blæ.«
En bráðum fór »andi« þjóðarinnar að liggja
»í fjörbrotum forneskjulegs mentunarreigings og
bjóst til þess, að fljúga upp aftur endurlífgaður
og endurnýjaður sem fuglinn Fönix, og mynda
nýtt tímabil í bókfræðunum, sem þjóðverjar
nefna í bókfræðiritum sínum «die Aufklarung»
(birting, upplýsing)«.
»En tíminn var enn eigi kominn, og ið
gamla og nýja hrærðist og brauzt um í brjóst-
um þeirra eins og hrannir í lofti, en hvorugt
gat fengið yfirhönd. En bráðum átti að rjúka
á burtu til fuls in dökka þoka liðiQna alda og
nýtt tímabil að renna upp, fegra en nokkurn
hafði áður grunað, þar sem »tvíburar« (Díos-
kúrar) vorrar aldar« Jónas stúdent Jónasson
og J. J. »komu fram«.
»jf>essir tveir menn, sem eru svo ólíkir og
þó svo líkir, grundvalla alla stefnu inna síðari
tíma«. »Sem« ritdómendum »má jafna þeim
svo saman, að« Jónas stúdent Jónasson »er
einvaldur og þolir engan samjöfnuð; hann er«
Golíat ritdómondanna þar. J. J. »er viðráðan-
legur og getur miðazt við aðra; hann er eins
og« Davíð. Jónas stúdent Jónasson »hefur
ríkar og rífandi hugsjónir, og kemurfram sem«
stór-ritdómari »í sumum« dómum »sínum, en
vantar dýpt og« kritiska «festu, og verður því
stundum óljós, þungskilinn og óeðlilegur, og
hættir við gífuryrðum. Ákafinn fer stundum
með hann í gönur, svo» dómarnir «verða orð en
ekki andi». Jónas stúdent Jónasson «er ein-
stakur, sjálfstæður, rífandi«, »breytir ollu«, hann
er »lifandi«, »eldfjörugur«, »ólmur«, »óviðráð-
anlegur«, »óbilandi<•, «hugsjónaríkur, hamhleypa
að« dæma »og rita;« hvert orð hjá honum er
lemjandi leiftur«; »hugsunin er óhemjuleg og
skreytt glitmiklum búningi og það svo, að hverju«
lýsingarorðinu »er hlaðið ofan á annað, svo að
málið verður oft nokkuð íburðarmikið og ber
jafnvel hugsunina ofurliði og veitir því oft erf-
itt að skilja hann«; »allhugkvæmur« er liann,
»en óeðlilegur og skilur oigi lífið og skapferli
manna«, og virðist svo sem hann hafi eigi
næga lífsreynslu. «En alt fyrir það« »verður
honum þó jafnan skipað meðal öndvegishölda ís-
lenzkra« ritdómenda (sbr. Baldur), en aldrei
myndar hann neinn skóla, hvað margir sem
kunna að fylgja honum.
J. J. »er almennari, þýður og ástríkur,
orðin eru eigi eins rífandi, en hugsanirnar eru
svo þýðar og ynnilegar, að hjartað leiðist tilang-
urblíðrar vœrðar«-, »ginnandi fagur blær«, dóm-
arnir »hreinir og ómengaðir«, «vœrir og þýð-
ir», »aldrei margteknir«; »viðkvæmnin« verður
að »tilfinning«, og finnur dómarinn auðveld-
lega Heine í kvæði eftir Gothe (sbr. »Man jeg
þig, mey« = »Ich denke dein«.) »Mál og efni
falla þannig saman hjá honum, að það verður
eitt algjört listaverk«; hann er svo lipur og
einfaldur, að alheimsbyggingin og fiskarnir
renna saman hjá honum í eina »meistaralega
heild«, sem á svo vel við alla (de la Place og
Cuvier.) »Eigi« erhann »hugmyndaríkur eða stór,
en ljettur og bliður«, sorglegur og »viðkvæmur«.
«Ef að eins annar þeirra hefði verið, þá
hefði hann ekkii gjört nærri því önnur eins á-
lirif; annar bætir upp það, sem hinn vantar»;.
Jónas stúdent, Jónasson «bætir» J. J. með »inu
risavaxna hugsjónarafli. en» J. J. «bætir» Jónas