Skuld - 26.09.1882, Side 2
90
djásnin kosti [heyr! heyr!]. In stóru útgjöld
til minna en einskis, þ. e. a. s. til að ala
iðjulausar eða óþarfar persónur, er eigi við hæfi
þessarar þjóðar kjara [heyr!], því að hirð' er
eigi inn rjetti forverandi hugsunarháttar og siða
bænda-þjóðar». Við þetta bætist, að Norvegur
á enga þjóðlega konungsætt, er sje ástsæl frá
fornu fari. Loks er sambandið við Svíþjóð,
sem er svo lagað, að hvar sera konungurinn,
fáninn eða sendiherrar stjórnarinnar eiga að
hafa forveru af landsins hendi, þar verður Nor-
egur raeð eins og dilkur Svíþjóðar. «Svíar
sjálfir vita eigi betur, en að vjer værum her-
teknir 1814. Danir ætla, að við sjeum lýð-
skylduland Svíþjóðar. Er þá að undra þótt
aðrir útlendingar líti á oss sem hálf-frjálsan
dilk Svíþjóðar ? ■>
En Noregur endurvinnur sjálfstæði sitt.
«Allar sjálfstæðar þjóðir hafa fyrst verið ósjálf-
stæðar; svo að vjer ættum að geta náð því, sem
þœr hafa náð — því fremur, sem vjer höfðum
haft svo mikið sjálfstæði í samanburði við fólks-
tölu vora, að það ljómar enn til vor gegnum
þessar mörgu aldir. Hvað vorum vjer, þá er vjer
endur á dönsku öldinni hófum endurreisnar-
verk vort? Vjer vorum allra smámenna minstir
og áttum engan vin1 2. Vorir beztu menn vo ru
einatt andvígir oss; því að þeir unou sitt með
til, að gjöra oss danska. Og enda enn þá er
vjer höfðum brotizt fram til atburðanna 1814,
þá ætluðu þeir oss enn óhæfa til, að mynda
sjálfstætt ríki. Ávalt höfðum vjer konunga
vora upp á móti oss, alt eins og klerklýðinn.
fað, sem var þrælkun vor og niðurlæging, það
lofsöng kyrkjan alt. — Og minnizt þess, að
alla þessa aldalöngu baráttu höfum vjer jafnan
fátækir verið, langa tíð blásnauðim.
«0g þó hafa allar þessar árásir ekki bug-
að oss. fótt ekki sjeum vjer alla leið komnir,
svo langt erum vjer þó komnir, að jeg þori að
spyrja þennan lýð, sem hjer er saman kominn,
— og í hjörtum yðar lifa enn inar miklu end-
urminningar vorra fyrstu sjálfstæðis-daga — jeg
þori að spyrja, hvort in langa barátta feðra
vorra og mæðra hafi eigi gjört oss verða þess,
að vera metnir sjálfstæðir I sjálfstæðra röð ?»
[Langvinnur samhugs-rómur meðal áheyrenda].
J>ví næst sýndi hann fram á, að gagnvart út-
löndum væri Noregur enn eigi svo sjálfstæður sem
skyldi, en innanlands hefði Norðmenn náð meira
sjálfstæði en bræðraþjóðirnar, Danir og Svíar,
«í>eir hafa margt fram yfir oss, en um það
ljúka þeir upp einum munni, að vjer höfum
þeirn miklu fremri hæfileika og dugnað til sjálf-
stjórnar; þar höfum vjer getað vetað veriðþeim
til fyrirmyndar. Og þessu skilt er hitt, að bók-
mentir vorar tala máli inna öflugustu frelsis-
hugsjóna og vinna röggsamlega í frelsisins
þjónustu. Bókmentir bræðraþjóða vorra hafa
margt fram yfir vorar bókraentir, einkum á
eldri tímum, og jafnvel enn í dag; en þess
sannmælis unna frændur vorir oss samróma, að
vorar bókmentir veiti frelsinu göfugri ogf al-
varlegri þjónustu, en þeirra».
Síðan er sýnt fram á, hvers samhuga megi
vænta í bróðurlöndunum. Svo er borið saman
afl þjóðviljans í Noregi og í Svíaríki.
«Vjer skulum bera oss saman við Svíþjóð
1) Ekki heldur oflaunaðir, iðjulitlir landsómagar!
Þýð.
2) Mundi ekki annað land ónefnt geta sagt ið
sama? Þýð-
í stjórnmálum, þar erum vjer hvað sterkastir á
svellinu; og þó skulum vjer sjá, hver munur
er á sjálfstæðis-sómatilfinning beggja þjóðanna.
Árum saman var sú rjettarbót á dagskrá
hjá oss, að veita ráðgjöfunum þingsetu. Mönn-
um kom saman um, að stórfje mundi sparast
við þessa rjettarbót, og mikilli dýrmætri tíð og
hæfileikum verða betur varið, en ella. Rjett-
arbótin var samþykt á þingi svo að segja í
einu hljóði, og það ár eftir ár. [>mvar höfðu
konungi send verið lögin um þetta til undir-
skriftar, og þrisvar hafði hann synjað þeim
staðfestingar. fegar þingið samþykti þau í
4. sinni voru víst ekki þúsund, nei varla hundr-
að skynsamir menn í landinu, sem ekki ósk-
uðu að konungur vildi nú staðfesta það.
Konungur kom yfir til vor frá Svíþjóð, þar
sem hann á heima. Öll norska þjóðin hjelt
svo að segja niðri í sjer andanum og hlustaði
. . . . hann fór heim aftur án þess að segja
eitt orð. [>á er hann var vel heim kominn til
Svíþjóðar, sendi stjórnin þjóðinni staðfestingar-
synjun!
[>etta er nú sönn saga, sem vjer vitum
allir. Svona lítur nú staða vor gagnvart kon-
unginum út. En þetta er líka sýnishorn þess,
hvert álit stjórnin hefir á sjálfstæðisins sóma-
tilfinning í Noregi. Eins og vjer sjáum, geng-
ur stjórnin að því vísu, að þessi tilfinning sje
allfágæt planta hjer í landi og vaxi ekki á
hverju strái. [>ví hverjar ástæður voru færða r
fyrir staðfestingarsynjun þessari? Ekki aðrar
en nokkur orð um forrjettindi konungs. J>jóðin
hafði fyrir munn fulltrúa sinna á stórþinginu
talað alvarlega um, hvað velferð landsins heimti;
henni var svarað með því að tala um, hvað
forrjettindi konungsvaldsins heimtu.
Lítum nú til Svíþjóðar til samanburðar.
Fyrir nokkrum árum lá öllum hugsandi mönn-
um á hjarta endurbótin á þingskipun landsins;
menn vildu gjöra inar 4 stjettamálstofur : ridd-
ara-málstofuna, klerka-málstofuna, borgara-mál-
stofuna og bænda-málstofuna að einu þingi í
tveim málstofum. Inum «konunglégu forrjett-
indum» var illa við breytinguna, þeim kom
betur eldra fyrirkomulagið samkvæmt gömlu
reglunni; «deildu og drottnaðu». Rjettarbót
þessi kom í bága við forrjettindi aðalsins og
og forrjettindi klerkalýðsins. Að eins borgar-
ar og bændur töluðu ekki um forrjettindi, held-
ur um velferð þjóðarinnar. En brátt kom sá
rekspölur á þetta mál, sem vakti sjálfatæðisins
sómatilfinning hjá inni forn-frjálsu þjóð. f>að
vita allir, að bæði konungur og konungsættin
öll var andvíg þessari rjettarbót, þótt stjórnin
neyddist til að bera sjálf fram frumvarp um
það. I kyrrþey var róið undir aðalsmenn og
klerka til mótspyrnu; en klerkar og aðalsmenn
neyddusl til að láta undan, því að þjóðviljinn
var svo einbeittur, að menn urðu smeikir.
Konungur varð að taka því, að Iýðurinn dró
hann sigrihrósandi með sjer gegnum öll Sokk-
hólms stræti. Aðallinn myrti sjálfan sig með
atkvæðagreiðslu, og klerkar fylgdu líkinu til
grafar, sem þeirra iðn er. [Heyr, heyr]. Milí-
ónarödd sjálfstæðisins talaði svo snjalt, að öll
forrjettindi þögnuðu; því að þegar ljónið öskr-
ar, þagna öll hin dýrin»!» [Langur samþykk-
is-rómur meðal áheyrenda].
«Á minni æfi» , mælti Bj. enn fremur með-
al annars, «hefir konungur meir en 100 sinn-
um synjað lögum staðfestingar. Stórþingið
hafði sagt: þessi lög álítum vjer þjóðinni til
heilla; þeirra þarfnast hún — og konungur hafði
svarað: þið berið ekki skyn á þetta; jeg hefi
roiklu betur vit á því! Frá því um 1830 og
til þessadags hefir stjórnin þannig 100 sinnumlátið
konung segja þjóðinni, að hann hefði betur vit á
hvað til hennar friðar heyrði, heldur en hún
sjálf. f>etta ætla jeg sje um 100 sinnum oft-
ar, en vera hefði átt».
«f>að er alt of dýrt, að hafa ekki valdið.
En valdið fáum vjer ekki að gjöf. Yjer verð-
um fyrst að fá þá sjálfstæðisins sómatilfinning,
að enginn þori framar að bjóða oss því líKt,
sem oss hefir hoðið verið. Eftir því sem sjálf-
stæðis-sómatilfinningin vex með kröfum tímans,
eftir því þora menn ávalt að bjóða oss æ minna
og minna, og þannig kemst valdið smátt og
smátt friðsamlega í þess hendi, er einn veit
hvað þjóðinni hentar, en það er — þjóðin sjálf!
Jeg segi: smámsaman og friðsamlega; því að
hver þorir að ganga í berhðgg við vaxandi
sómatilfinning þjóðar?
Síðan talar Bj. um, að annaðhvort álíti
stjórnin sjálfstæðis tillinning þjóðarinnar minni,
en hún sje í rauninni, eða hún hljóti að vera
fjarska lítil. Hann kveðst ætla hún alt of lítil,
en þó naumast svo lítil, eins og stjórnin virð-
ist að ætla.
Svo lauk hann þannig ræðu sinni: «Stæði
hjer í dag nýr pormóður KoTbrúnarskáld, þá
mundi það vera þetta, sem hann með víðhljóm-
andi rödd mundi kveða við ina norsku þjóð í
dögunina; „Vakna þú upp til sömatilfinning-
ar sjálfstæðrar pjóflar!“ Sje þjóðkjörnir full-
trúar þínir ávarpaðir sem kögursveinar, þá koll-
varpa þú þeirri stjórn, sem ábyrgðina ber fyrir
slíkt [Ómandi samþykki]. Og sje konungur
þinn sænskur maður, og hans norsku ráðgjafar
heimti fult neitunarvald handa honum í stjórn-
arskrár-málum, þótt ekkert standi um það í
stjórnarskránni, þá 3já þú svo til, að það verði
stjórn þeirri dýrt spaug og hverjum þeim, er
síðar vogar að koma fram með slíkar kröfur
[Ómandi samrómur]. Og láti einhver konungs-
valdiðsegja, að fult neikvæðisvaldgeti þaðekki sagt
skilið við, þá verður þú að svara einarðlega. að þá
neyðist þjóðin norska til að segja skilið við
konungdóminn. [Langt fagnaðarópj. Um minna
má eigi vera að velja, en annaðhvort neitunar-
vaklið eða konungdóminn!» [Glymjandi fagn-
aðaróp].
F r á B g i p t a 1 a n d i.
Mörgum munu all-óljósar vera orsakirnar
til ófriðar þess, sem nú stendur yfir milli Engla
og Egipta. Frá styrjöldinni sjálfri er enn sem
komið er lítið sögulegt, en vjer höfum ætlað
að lesendum vorum kynni að þykja fróðlegt að
vita nokkuð um, hvað í raun og veru hefir
valdið friðrofinu. Dönsk blöð flest segja svo
hlutdrægnislega frá öllu, og þá má nærri geta,
að fæstum ensku blöðunum er að trúa. Vest-
urheimsmenn og pjóðverjar líta ólíkt óhlut-
drægara á málið og eins vinstri-manna blöð í
Danmörku.
í þýzku merkisblaði «Kölner Zeitung»
stendur brjef «frá áhorfanda í hárri stöðu í
Egiptalandi>>, og tökum vjer hjer kafla úr því.
Menn mega ekki láta leiðast í villu af
þeim atvikum, sem virtust vera ytri orsakir ó-