Skuld - 26.09.1882, Side 4

Skuld - 26.09.1882, Side 4
92 Frú Torfhildur er ekki gædd neinni ríkri skáld- skapar-gáfu; en hún lítur hinsvegar út til að vera gáfuð kona, sem hefir mikinn móttækileik fyrir því, sem hún hefir lesið fagurt eftir aðra; þessi móttækileiki hefir vakið henni löngun til, að leiða í ljós í sjálfstæðura búningi efni, sem hefir haft áhrif á hana. En til þessa hefir hún ekki haft til að bera frumlega gáfu. það verð- ur mörgum, að hafa hausavíxl á því, að taka tilfinning sína eða móttækileik fyrir skáldlegri fegurð fyrir skáldskapargáfu. Frú Torfhildur virðist vera kona allvel ment og vel máli farin og svo hefir saga hennar orðið það, sem von var til, læsileg og allskeratileg, en eigi mikils virði sem skáldskapur. Hún ber alt of miklar menjar endurminninga úr þeim utlendu rómönum, er höf. hefir lesið. Málið ber víða talsverðan dönsku- keim, ekki að orðvali — orðin eru oftast íslenzk — en að setningaskipun. J>að er oft eins og heilar setningar sje ekki annað en helzt til orðrjett þýð- ing úr nfeuilleton“-rómönum Hafnarblaðanna. En þrátt fyrir þetta : bókin er þó vel læsi- leg, og furðanlega hefir efnið og aldarhátturinn náð að verka sumstaðar á höf., svo það gefur víða köflum í bókinni einkennilegan blæ. J>að óprýðir bók, sem er aunars svo vönduð sem þessi að ytrá frágangi, bæði að pappír og prentun, að prófarkirnar hafa verið lesnar af ein- hverjum viðvæning, sem hvorki hefir haft hug- mynd um rjettritun nje um prófarkalestur. Al þessleiðis villum, sem eingöngu eru syndir próf- arkalesarans, mun vera á þriðja þúsund í sög- unni, og er það of mikið eftir stærð hennar að öðru leyti. Jónas Hélgason: Siingkenslubók íyrir börn og byrjendur. Rvík. 1882. 36 bls.í roy. 8. — J>essi litla kenslubók er mjög auðvelt og skiljanlegt ágrip af aðalreglum söngfræðinnar, og mun reynast einkar vel sniðin eftir skilningi þeirra, sem hún er ætluð. 23 bls. eru eiginlegar söngreglur og 13 bls. verklegar æfingar, þ. e. auðveld lög til að æfa sig á. Æfingar þessar eru allar tvíraddaðar. Bók þessi mun eínkar- vel löguð handa barnaskólum og alþýðuskóluro, enda er verð hennar svo, að engum mun í aug- um vaxa; hún koslar 50 aura. porsteinn S. Egilsson: Fjörutíu tímar í dönskn. R.vík 1882. 165 + 14 bl. — Kennsluaðferð sú, er kend er við Ollendorff, hefir hingað til að eins þekzt hjer á landi af útlend- um bókuro, mest líklega af «100 tímum» í ýmsum málum. Allir þeir, sem fengizt hafa við að kenna mál, vita, að aðferð þessi er in ágætasta til að kenna lifandi mál. J>essi kennslu- bók er in fyrsta á voru máli, er samin er eftir þeirri aðferð. Ætlum vjer að hún sje einhver in hentugasta, er til er á voru máli, til að byrja að læra dönsku eftir, einkannlega þar sem tilgangur kennslunnar á að vera eigi að eins, að kenna að skilja, heldur og að læra að tala og rita málið. Inar alkunnustu dönsku bækur eftir Ollendorffs-aðferðinni eru talsvert lengri (svo sem Eibes 100 tímar í þýzku, ensku og frakknesku; Wederkinck-Madsens 100 tímar í ensku; og Fistaines 100 tímar í ítölsku); er það aðalgalli slikra bóka, að endurtekning sömu setninga kemur alt of oft fyrir, svo að þreytandi verður. J>ví hafa og aðrir reynt að semja styttri bækur eftir sömu aðferð (Jung: 60 tímar í frakknesku; Rasmussen: 40 æfing- ar í ensku, og eins í þýsku). Eftir þessum styttri bókum hefir höf. auðsjáanlega sniðið sjer stakk að lengd til. — J>að er aðalkostur þess- arar kenslu-aðferðar (eins og líka Ahn’s kenslu- aðferðar), að málfræðisnámið er fljettað innan um lesæfingar, svo að það verður eigi nærri eins þurt og ella, en reglurnar festast þó miklu betur í minni, af því að æfingarnar jafnótt festa þær. I stuttu máli er það álit vort, að kennslu- aðferð bókarinnar sje in ágœtasta, og það sem vjer höfum farið yfir þessa «40 tíma», hefir sannfært, oss um, að höfundi þeirra hafi tekizt vel með samninguna yfir höfuð, og því viljum vjer mæla ið bezta með bókinni. Höf. hefir í jformála tekið fram, að hann hafi með vilja slept að tala um fraraburð, at því, að framburður verði aldrei eftir bókum lærður. Vjer erum þar á gagnstæðri skoðun; því að þótt öli framburðarkensla af tómum bók- um verði ávalt ófullkomin, þá er hvortveggja að bæði er hún betri en ekkert, ef hún er svo góð sem kostur er á, og margir hjer á landi eiga engan kost á neinni annari tilsögn en þeirri, er hœlmr einar geta veitt þeim; og svo er líka ágætt að bókin styðji munnlegu kensl- una, eins um framburð sem annað. Annað atriði, sem vjer teljum galla á bók- inni (og þó eigi svo verulegan) er inn úrelti ritháttur, sem höf. fylgir. Sá ritháttur sjest nú varla á nýrri danskri bók eða blaði. Virðist oss höf. hefði gjört miklu rjettara í að fylgja rit- hætti Sv. Grundvigs, sem nú er kendur í öllum dönskum skólum. J>egar bókin verður lögð upp í annað sinn væri æskilegt að höf. vildi taka þessar tvær síðustu bendingar (um framburð og rithátt) til greina. Vátrygging gegn eldi. Oss er sönn ánægja að vekja athygli manna á „The Citg of London Fire Insu- rance Company“, sem hr. F. A. L'öve kaup- maður hjer í bænum er fulltrúi fyrir. J>að má heita kraftaverk, að enginn stór húsbruni hefir enn átt sjer stað í Reykjavík; en það er óhugsandi að þetta fari ekki að koma fyrir, eftir því sem bærinn sí-vex; og kvikni hjer í fyrir alvöru, þá er hætt við að margur verði fyrir stórtjóni. J>að er því mesta skammsýni, að vátryggja ekki eigur sínar. Og af þeim fjelögum, sem hjer er auðvelt til að ná, ætlum vjer að ekkert annað taki muni í á- byrgð með jafn-vægum kostum, sem „city oj London“ fjelagið. Fjelagið er ungt, en vel auðugt, og virðist vera meðal þeirra fjelaga, er tryggilegast og bezt er stjórnað. Ið enska fjárrnálablað „The Review“ lýkur inu mesta lofsorði á stjórn fjelagsins og hag þess (Vol. XIII, Nr. 517., 14. júní 1882), J>ar segir ritstjórn blaðsins meðal annars: „Fjelag þetta stendur á venju fremur sterkum fótum . . . . Vjer meg- um einlœglega játa, að vjer minnumst eigi að hafa sjeð fjárhagsreikning, sem Ijóslegar sanni gætilega fjárstjórn, en jafnframt annaðhvort óvenjulega hagsýni, eður óvenjulega Jieppni .. Skýrsla sú, sem fyrir oss liggur, sannar svo ótvírœðlega góðan Jiag og Jiyggilega stjórn fjelagsins, að það er auðspáð, að það verður sJijótt eitt af inum Jielztu vátryggis-fjélögum í álfunum heggja vegna við Atiantshaf“. |>að ar sagt, að herra lyfsali Kriiger hjer í bænum, sem brann hjá í sumar, hafi haft trygging hjá þessu fjelagi fyrir munum, sem brunnu hjá honum, og hafði fjelagið greitt honum skjótt og skilvíslega skaðabætur. |>ess ber að geta, að menn á bæjum upp í sveit og eins í kauptúnum út um land geta trygt bæði hús og muni hjá fjelaginu. — ,,Romny“ og „Camoens“ komu bæði í fyrra dag. Romny hefir verið 20 daga af Seyðisfirði hingað. Með henni voru á aunað hundrað farþegjar. Hún á að fara hjeðan í kvöld. — Með Camoens frjettist, að Egiptalands- styrjöldinni megi nú telja lokið. Englar náðu Cairo 14.(?) þ. m., tóku Arabí höndum ; 200 fjellu af Englura, en 3000 af Egiptum. Gufuskips er von frá Englandi hingað 27. þ. m. með gjafakorn; mun það eiga að fara hjeðan vestur (og norður?) um land. Auglýsingar T H E ,41arll ffölr1 IíOMÐOw* BRANDFORSIKRINGSSELSKAB I LONDON. KAPITAL £ 2,000,000 = KR. 86,000,000. Forsikring overtages mod ILDSVAADE, saa- vel paa INDBO, VARELAGERE, BYGNIN- GER, SKIBE i Havn og paa Beding etc, etc. som paa INDUSTRIELLE ETABLISSEMEN- TER og FABRIKER. til FASTE, BILLIGE Præmier, ved Selskabets GENERAL-AGENTUR FOR DANMARK Jöh. L. Mailsen. Kontor: Ved Stranden 2, St. Reprœsenteret ved F. A. LÖVE, Reykjavík. Nýprentuð I)ók: Fjörutíu tímar í dönsku eru til sölu hjá prentara Einari pórðarsyni. Bókin er á stærð 10‘/2 örk og kostar 1 kr. pessarar bókar er getiðá blaðsíðunni hjer að framan, og sjeztaf þeirri lýsingu, að bókin er hentug fyrir þá, sem vilja læra dönsku. Síðari parturinn fæst einnig inn- heftur sjer á 40 aura. — I verzlunarskipi J. p. T. Brydes á Brák- arpolli hefir einhver i sumar gleymt peninga- buddu með nokkru af peningum i. Sá sem get- ur sannað, að hann eigi hana, getur vitjað hennar hjá útgefanda «Skuldar» móti borgun fyrir auglýsingu þessa. — A næstliðnum lestum kom hingað mó- skjótt hryssa á að gizka 4 eða 5 vetra, mark: blaðstýft aftan vinstra. Rjettur eigandi getur vitjað hennar, en borga verður hann auglýs- ingu þessa. Efri-Sýrlæk í Flóa, 4. sept. 1882. Friðleifur Jónsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: J ú n Ó1 a f s s o n, alþingismaður. Prentuð hjá Einari þórðarsyni á hans kostnað.

x

Skuld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.