Skuld - 30.11.1882, Blaðsíða 2
106
fullorðinn. Mjólk eða mysa eða vatn var á-
valt fáanlegt, og vjer æsktum einskis meira.
í einu af brjefum sínum segir hr. Morris
yður, að vjer, inir fátæku veslings íslendingar,
sjeum svo aumir, að vjer eigum enda ekkert ó-
magahús4 að leita athvarfs í. £etta er dag-
sanna; en hvernig stendur á því? Jeg skal
svara frá sjálfs míns bernsku. Frá því jeg var 7
ára og þar til jeg var 13 ára, var mjer komið
fyrir hjá vandalausum til náms5, var það fjarri
mínum, á Múia við Gilsfjarðarbotn. Ómaga-
framfæri voru er svo hagað sem nú skal greinæ.
Fátæklingum er skipt niður á bæina haust
hvert6, og eru einn eður fleiri settir niður á
bæ hvern eftir efnum og ástæðum. Á bænum
sem jeg var á voru tveir af þessum ómögum eða
niðursetningum7; annað var kerling ein örvasa;
hitt var ung stúlka nálega jafnaldra mín8; hún
var dóttir fjölskyldumanns og átti mörg systkini;
faðir hennar var hraustur og heilsugóður, en
konan mesta skass, svo að heimilið flosnaði upp
og var alt skilið að, foreldrarnir og börnin, og
sett niður sitt í hverju lagi. Maðurinn vann
fyrir miklu kaupi, því að hann var prúðmenni
og hagleiksmaður, og gekk kaup hans upp í
meðlag með börnunum. Stúlkan, sem var nið-
ur sett á sama bænum, sem jeg var á, varð
eins konar fóstursystir mín. Við drukkum úr
sama dalli og okkur var skamtað á sama disk-
inn báðum, fötin okkar beggja voru úr sama
vaðmálinu, og við vorum bæði höfð til als kon-
ar vika, ýmist að sækja hest, reka kindur, sækja
vatn úr bæjarlæknum eða þá að færa fólkinu
matinn á engjarnar9; í stuttu máli, við flugum
fram og aftur eins og vefjarskytta. Á veturna
fórum við á grasafjall saman10, eða þá við sát-
um saman heima og vorum að kveðast á vísum
og kvæðum, og eru sum þeirra nú um það
leyti að koma fyrir almennings sjónir í fyrsta
sinni í einu bindi af íslenzkum kvæðum, sem
nú er verið að prenta í Clarendon-prentsmiðj-
unni. Enginn maður á heimilinu Ijet hana
nokkru sinni finna það í orði nje athöfn, að
hún væri niðursetningur. Mörgum árum síðar
er jeg heimsótti ísland aftur, hitti jeg hana,
var hún þá fulltíða kona, sjálfstæð og í góðu
4) «workhouse» er eiginl. starfhús, þar sem
ómagar eða letingjar eru látnir vinna.
5) Doktornum þykir virðulegra, að segja sjer
hafi verið komið fyrir «til náms» (!), heldur en
að segja blátt áfram eins og var, að hann var
niðursetningur. En slíkt er ekki nema raisskiln-
ur; honum er enginn vansi að því, að hann var
upp alinn á sveit. Er það undarlegt að fyrir-
verða sig fyrir það, en fyrirverða sig ekki, að
rita annað eins brjef og þetta.
6) Ómögum skal ráðstafað hjer á landi að
vor-laginu fyrir fardaga. Doktorinn er auðsjá-
anlega farinn að gleyma ástandi og högum á
fósturjörð sinni.
7) Hjer virðist sem doktornum hafi gleymzt
úr: «auk sjálfs mín» eða önnur þvílík orð.
8) jpriðji ómaginu var doktorinn sjálfur.
9) Oss finst það ekkert tiltökumál, þótt tveim-
ur niðursetningum á sama bænum væri gjört í
öllu jafnt undir höfði. Húsbóndi hr. «Gud-
brand»s hefir þá eigi getað fyrirsjeð, að það
raundi liggja fyrir niðursetning sínum að verða
balakliptur* doktor upp á ensku.
10) Hjer er enn auðsætt að doktorinn er orð-
inn ruglaður í ríminu og fariiin að leka íslenzk-
unni. Hingað til hefir það ekki verið vetrar-
starf (og það fyrir börn!!) að fara á grasafjall
á íslandi.
* Dr. „Gudbrand“ hjet í þá daga Guðbrandur
gengi, gift vænum manni; og þetta er, ef tii
vill, betri vegur fyrir látlaust sveitarfjelag
heldur en ið fríðasta ómagahús, sem nokkru
sinni hefir reist verið.
En ein er sú plágan, og hún ef til vill hallæri
verri, er jeg verð á að víkja áður en jeg enda-
f>á er jeg var síðast í Kaupmannahöfn, var eng-
in launung á því meðal landa minna, að það
var vandi íslendinga, sem komið höfðu til há-
skólans þar, en leiðzt afvega annaðhvort af
drykkjuskap eður á annan hátt, að snúa aftur
til íslands, þá er þeim var engin viðreisnar
von framar. Gengu þeir þá þar á prestaskól-
ann í Keykjavík, útskrifuðust þaðan og voru
vígðir og voru svo sendir á rýr útkjálka-branð
til að vera sálnahirðar. f>að getur nú hver og
einn ímyndað sjer, hvert vera muni siðferðis-
ástand þessa fáráða lýðs, er lifir í þessum út-
kjálkasveitum og hefir slíka menn fyrir leiðtoga.
Mjer fiýgr í hug atriði eitt í ritum ins norska
skálds Henriks Ibsens. pað kemur fyrir í ein-
um af sýnileikum hans, að líkt stendur á sem
lijer, og að hallæris-samskotatrumban er hvelt
slegin, en höfuðmaðurinn í leiknum skýtur við því
skolleyrunum. Allir umhverfis hann álasamann-
inum með steinhjartað, sem enga meðaumkun
hafi með þeim, sem sjeu að sálast úr hungri.
Alt í einu kemur fyrir bráð og veruleg neyð,
svo að hann verður var við, og kveður hann þá
þegar við: «Hjer er sönn neyð á ferðum!» og
leggur hann sig þá í mikinn lífsháska til að
geta liðsint svo sem nauðsyn bar til. |>að
mundi gleðja mig, ef bjarta vorra góðu ensku
bræðra viidi fylgja dœmi hetjunnar í þessum
leik eftir Ibsen. Svo getur farið, að miskunn-
argjöfum hjartahreinna Englendinga verði útbýtt
einmitt af þeim mönnum, sem vissulega mundu
verða sorglegir ölmusubýtendur, Verum miklu
vissari um, hver tilhæfa hjer eigi sjer stað, áð-
ur en vjer leggjum svo stóra freistingu fyrir
þessa menn', því að sje nokkur hágindi, þá
eru þau engu meiri en þau, sem vjer íslend-
ingar höfum verið vanir við. Og að því er til
þess kemur, að nokkur maður eða skepna hafi
orðið eða verði hungurmorða, þá Iegg jeg eng-
an trúnað á neitt slíkt.
Jeg er, herra, yðar skyldugur pjónn
Gudbrand Vigfusson, Phil, Doc., M. A.
Öxnafurðu, 9. október.
Ráðleggingar til almennings
eftir (i. Schierbeck landlækni.
— Herra Schierbeck landlæknir hefir skýrt
oss frá, að hann hafi í huga að rita jafnaðar-
lega í blöð vor stuttar ráðleggingar handa al-
þýðu um meðferð almennra sjúkdóma, þá er eigi
nær til læknis.
Með því að almenningi er mjög þarft, eigi
að eins að lesa slíkt, heldur og geyma það, þá
höfum vjer eftir samkomulagi við hr. land-
lækninn ásetfc oss að prenta þessar ritgjörðir
hans I blaði voru (sem nú frá nýjári verður ið
langútbreiddasta blað hjer á landi) neðanmáls á
þann hátt, að kaupendur blaðsins geti klipt þær
neðan af og látið binda þær í bók, þegar hæfi-
lega stórt hefti er komið. Með því móti getur
almenningur bezt haldið þeim saman. Vjer
munum við heftis-lok láta fylgja registur yfir
efnið, svo að heftið verði sem haudhægast af-
nota.
1 dag stendur fyrsta ritgjörð landlæknísins
neðanmáls í blaðinu.
H n e y k s 1 i.
«Skuld» er farin að verða margorð um
drykkfelda drottins þjóna og er það ekki að
furða. Jeg sá í sumar einn af þeim í sölubúð
stamandi af fylliríi standandi við brennivíns-
tunnuna með fullt brennivínsstaup í hendinni
eins og kaleik, og tónaði drykkjuvísu áður en
hann saup úr því. Sagðist hann með því láta
þá, sem hjer væru, heyra hvað góður hann væri
fyrir altarinu. pegar hann var búinn úr staup-
inu, byrjaði hann á ræðu og hafði fyrir texta:
«þakklæti fyrir góðgjörð gjalt Guði og mönn-
um líka». Var hann þá mintur á annað boð-
orðið, og sagðist hann vera að þakka fyrir
brennivínsstaupið. Eftir það var honum ekki
gefið staup, hvernig sem hann bað. Tók hann
þá það ráð, sem jeg aldrei hefði trúað hefði jeg
ekki sjeð það; hann gengur að lekabyttunni og
lepur með lófanum úr henni. Á þetta horfðu
bæði innlendir og útlendir, og urðu alveg hissa.
Margt annað aðhafðist hann, sem miður mátti
sæma, þó ekkert væri eins framm úr skarandi.
petta þætti mjer gjarnan mega birtast á
prenti, ef ske kynni að sá tæki sneið, sem ætti,
og bætti ráð sitt.
Unglingur.
Úr brjefi úr Skagafirði 9. m.
20.—21. sept. var ofsaveður há-sunnan og
hláka. 22. logn um morg. og þurrt, svo stór-
rigning til hádegis, svo áköf fannkoma í logni
fram á nótt. 23. kuldastormur austan. 24.
sept.—1. okt. ýmist logn eða stórviðri sunnan,
mjög óstöðugt, annars ekki kuldasamt. 2. okt.
mokhríð útvestan allan dag en eigi kalt. 3.-—
5. okt, til skiptis logn, sunnanstormur og rign-
ing. Nú kom inn bezti kafli, sem komið hefir
á sumrinu, því að 6. okt.—21. okt. var sífelld
sunnan- og landaustan átt og alt af þurrviðri,
og fremur stilt veður, og hiti 6—13° R. um
daga og frostlausar nætur. 22.-28. okt. sí-
feldur austanstormur, oftast þurr og eigi mjög
kaldur, um 4° um hádegi. 29. okt.—1. nóv.
var sífelt logn og kyrrviðri en altaf nótt og
dag dálítið frost 1—3° R. 2. nóv. gaus í dög-
un þoka úr hafi yfir loft alt og fylgdi rigning
áköf, er hjelzt allan dag og fram á dag daginn
eftir. 3. nóv. og þangað til í dag hefir verið
úrtökulítil norðanhríð, þó ekki fjarska fannkoma
eða stórviðri, nema annað slagið, og frost ekki
nema 3—7° R.
Hjer hefir verið drepið ákaflega mikið
af sauðfje um allan Skagfjörð, svo að sumir eru
alveg sauðlausir; en fáir eru þeir. Kýr hafa og
verið mjög víða feldar nokkuð. Víðast hvar
mun vera sett á í djarfara lagi. Lömb eru
varla nokkurstaðar til lifandi. Enn get jeg eigi
sagt, hversu mjög menn hafa alment felt fje
sitt vegna heyleysis, en víða mun það vera alt
að helmingi.