Máni - 23.07.1880, Page 1
1390.
M Á N L
13» Reykjavík, 23. júlí.
Piskveiðar Færeyinga.
í 15. tölubl. «Fröða» stendur grein um
fiskveiðamál Fœreyinga Og bréf lögþingsins á
eyjunum til danska dómsmálaráðgjafans, dag-
sett 15. sept. 1879; hefir lögþingið í bréfi
þessu beðið dómsmálaráðgjafann að sjá svo
til, að amtmenn á íslandi staðfestu eigi
fiskveiðasamþykktir sýslunefnda, er verið
gætu Færeyingum eða öðrum dönskum þegn-
um til tálmunar. J>eir kvarta undan sam-
þykktum þeim, er gjörðar bafa verið í ísa-
fjarðarsýslu og amtmaðurinn í Vesturamtinu
hefir staðfest, nefnil. að banna, að hafa síld
til beitu frá 1. apríl til 15. maí, að fiskur
sé afhöfðaður og slægður ísjóinnfrál. okt. til
1. apr. og skelfiski sé beitt frá 1. des. til 1. maí.
fettaskaðar reyndar eigi fiskveiðat'Færeyinga
hér, þar eð þeir eru eigi hér við land um þann
tíma, og hafa enn aldrei verið fyrir Vestur-
landinu, en þeim þykja þó lög þessi benda í
ískyggilega stefnu. Einnig hafa þeir á móti því
að staðfestar séu samþykktir um að banna að
leggja lóðir vissa tíma, er nú munu þó flestir
vermenn sjá, að öll þörf er á. «Fróði» telur
það víst, að dómsmálaráðgjafi Dana, herra
Nellemann hafi skrifað lslandsráðgjafanumt
herra Nellemann um þetta efni, en hann apt-
ur borið það mál undir álit landhöfðingja
og landshöfðingi undir álit amtmanna, en
óvíst sé enn hvað þessir embættismenn hugsi
eða riti um málið. Vér hljótum að ímynda
oss, að þessir háu embættismenn vorir vísi
þessu máli frá sér til næsta alþingis, því
hverju á alþingi fremur að skera úr, en slíku
máli og þessu?
þ>að eru nú liðin 8 ár síðan, að Færey-
ingar fóru að stunda fiskveiðar hér fyrir
austurlandi; aðalstöðvar þeirra hafa verið á
Seyðisfirði; hafa þeir sent skip sín á stað í
89
júlímánuði og látið þau vera hér við land
fram í septembermánaðar lok og fengið opt-
ast góðan afla og kynnt sig vel við lands-
menn þangað til nú, að þeir hafa vakið upp
þ>ránd í Götu, lögþingið, til að blanda sér
inn í löggjafarmál vor, er vér og hver sann-
ur íslendingur hlýtur þó að álíta öldungis
ótilhlýðilegt, því Færeyingar þótt þeir séu
voldug þjóð, munu eigi síður en aðrir
verða óþokkasælir, ef þeir eigi hlýðnast lög-
um og landsrjettindum, og sannarlega mætti
þá kalla horfið hið forna skap íslendinga,
ef þeir sætta sig við það, að Færeyingar
vaði yfir höfuð þeim og gjöri þá að duggara-
frændum sínum. Vér íslendingar höfum á-
litið Færeyinga sem frændur vora, og sem
þegna sama konungs, fyrst Norðmanna og
síðan Dana, skoðað þá sem bræður vora,
niðja hinna göfugu feðra vorra, Norðmanna,
og samhliða oss í sögunni, en nú á seinni
tímum höfum vér þó haft lítil skipti við þá,
eða þeir við oss, enda hafa þeir um langan
aldur, eigi síður en vér legið í dvala, hlekkj-
aðir fjrrir utan dyr hins menntaða heims.
Nú fyrst eru þeir að rakna við aptur, og í
ýmsu hefir hagur þeirra batnað á síðari ár-
um, en nú ætla þeir að láta til sín taka hér,
og rífa niður það sem vér byggjum með því
að blanda sér inn í lög og samþykktir vor-
ar, eins og áður er greint. Hvert mundu
íslendingar voga sér slíkt á Færeyjum?
Gagníræðiskóli á að verða byggður í
sumar á Eyrarbakka, og hefir sýslan lagt
þar til 1000 krónur; hann á að standa á
Skúmstöðum (rétt við verslunarhúsin) þar
sem barnaskólinn hefir verið áður, og mun
jafnframt eiga að verða barnaskóli og al-
þýðuskóli. Tvö undan farin ár hafa verið
90