Máni - 05.03.1881, Blaðsíða 3

Máni - 05.03.1881, Blaðsíða 3
77 M Á N I. 78 Liíi hróður hoppna Leifs, Hann var maki Prómeþeifs; Sannir kaupmenn sjerhvers lands Synir eru og niðjar hans. Dvínar auður, dofnar blóð, Deyr í kulda sjerhver þjóð, Andans nauð og sulti seld: Sæki’ ei hennar kaupmenn eld. Nær kom íslands nauðaöld? Nær þess dapra raunakvöld? — Frón, hinn bjarti faldur þinn Pjell, er ljetstu kaupskapinn ; Sverðið datt úr hraustri hönd, Hringur þinn af valaströnd ; Guðvef, djásn og gullin rauð Gafst þú fyrir hungurbrauð. Hverskyns mæða þrengdi þjer, þ>ó stóð verst á landi hjer, J>egar kreisti kjark úr þjóð Kramarinn með okurblóð, Gegnum tímans ólán allt Aldrei varð þjer meira kalt, Móðir vor við magran kost, Með þitt nítján stiga frost. — "Æskumenn með aíi og þor» — ísland hrópar, móðir vor — «Einn eg dýran á mér sjóð, Ykkar varma hjartablóð. Sviptið af mér sorg og pín, Sækið rændu gullin mín; Finnið týndan tignarfeld; Tendrið lífs- og frelsiseld!•> Lifi fósturland vort enn! Lifið uugu snyrtimenn! Elskið, hefjið land og lýð! Lífgið aptur forna tíð ! Dafni fjör og líf og ljós! Liíi sveinn og fögur diós! Lifi himinn, land og sjár! Lifi gullið þrugnatár! — Aðfaranóttina hins 29. nóv. 1814 var hraðpressa með gufuafli í fyrsta sinni reynd við prentun á enska blaðinu »Times.» Ut- gefandi »Times,» sem þá var, Mr. Walter, hafði um langan tíma haft mikinn áhuga á að eignast hraðvirkari verkfæri en hand- pressurnar, til að prenta með hið stóra blað sitt. 1804 hafði einn af setjurunum í «Times» prentsmiðju, Thomas Martyn, búið til fyrirmynd af sjálfstarfandi prentvél Mr. Walter sem hafði styrkt hann í peningalegu tilliti, tók fegino hendi á móti fyrirmynd- inni, en þegar hinir vinnumenn prentsmiðj- unnar fengu þetta að vita, urðu þeir óðir og æfir og sóttust jafnvel eptir lífi Martyn’s, hann varð því að hætta við alt saman. Mr. Walter var samt ekki af baki dottinn, hans áhugi öx en ekki þvarr, og 1814 samdi hann við Saxlendingana König og aðstoðarmann hans Bauer, að gjöra nýja tilraun; þeir unnu að vélarsmíðinni í nokkra mánuði, á laun við vinnumenn «Times»prnntsmiðju og höfðu lokið henni hinn 28. nóv. 1814 og prentað allfc «Times» upplag um nóttina eptir. þ>að var hér um bil ura miðjan morg- un sem Walter kom inn í prentsmiðju sína, og tjáði prenturunum að nú væri allt «Times» upplag prentað í hraðpressu, sem gengi fyrir gufuafli og þar með, að ef þeir bryddu á nokkrum óeirðum, þá yrðu þeir þvingaðir með valdi til að halda frið, en laun sín skyldu þeir fá óskert þar til þeir fengi aðra vinnu; þeir kusu hinn síðara kostinn. Nú hafði heimurinn fengið hrað- pressu, sem drifin var áfram með gufuafli og prentaði 1100 arkir á hverjum tíma, þar sem í handpressum ekki varð prentað meira en 300 á tíma, en svo miklar sem þessar framfarir voru frá handpressunum, þá er þó nú á tímum flýtirsmunurinu á prentuninni miklu meiri; 1836 var svo langt komið í endurbót prentvélarinnar, að prenta mátti 2500 á tíma, svo 4000, 8000, 10000 og nú hálfu meira eða 24000. Blaðið «Times» var stofnað 1788; upplag þess er nú vanalega um 70,000 og við stöku tækifæri meira, svo sem þegar prinsinn af Wales og Alexandra dóttir konungs vors giptust, var upplagið 110,000. Mikill er munurinn, hjá oss, mun blaða-upplögin vera frá 1000 — 1200 þegar best er. í fyrra vor (í apr. 1879) kom hin fyrsta hraðpressa til íslands, hana keypti Isafold- arprentsmiðja, hún gengur fyrir handafli og prentar 1000 ark. á tíma, aðra hraðpressu keypti Einar prentari í fyrra sumar (í ágústm.)

x

Máni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Máni
https://timarit.is/publication/111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.