Máni - 05.03.1881, Blaðsíða 2
75
M Á N I.
76
ferðamenn suður en fóru íengann fiskirdður
þann dag. fetta er því leiðinlegra, sem svo
lítur út, sem að hér lýsi sér manngreinar-
álit, því ekki vitum vér til, að presti vorum
hafi dottið í hug, að fá þá menn sektaða
fyrir helgidagsbrot, sem opt og einatt fara
að ríða út sér til skemtunar á sunnudögum
rétt um þann tíma, sem hann er að ganga
í kirkjuna, og væri þó líklegt að þeir trufluðu
eins hinar guðrækilegu iðkanir surnra einsog
þó nokkrir sjómenn, góðum tíma fyrir messu
færu suður á nes, til þess að leita sér bjargar.
Manngreinarálit ætti síst að lýsa sér hjá
prestinum, og hvernig sem öðru viðvíkur,
þá verður það harla torvelt að gjöra menn
kirkjurækna með lagasetningum, því þó slíkt
tækist, sem er þó óhugsandi, þá yrði sú
guðrækni eins og hysmið utan af korninu,
þegar hveitið er allt á burt.
(Aðsent.)
Samsæti hinua yngri verslunarmanna
í Reykjavík, hinn 22. jan. 1881.
þ>að hetir hingað til verið vani, að
verslunarþjónar Eeykjavíkur hafa haldið ár-
lega veislu, og hafa verslunarstjórarnir, hús-
bændur þeirra tekið þátt í henni, bæði til
þess, að skemta sjálfum sér, og líklegast til
þess, með fram að sýna góðann huga sín-
um samvinnumönnum. í þetta skipti var
brugðið út af þessu, því svo leit út, sem
sumum verslunarstjórum, þætti sér ekki
samboðið, að sitja á sama bekk og þjónar
þeirra, mun þessi hugsun hafa «iáglendan»
uppruna, því hún ber það með sér; og því
viljum vér eigi eyða fleiri orðum um hana.
Hinn 22. dag janúar héldu allir hinir yngri
verslunarmenn samsætiá hinu nýja «Hótelli»
Consul M. Smith’s, og til þess það yrði
fjölmennara og undir eins fjörugra og frjáls-
lyndara, var nokkrunt bæjarmönnum boðið
að taka þátt í því, og var svo séð um af
forstöðumönnum samsætisins, _ (verslunar-
mönnunum Guðmundi Ólsen, Helga Jóns-
syni og Jporláki Ó. Johnson) að þeir væru
af ýmsum stéttum, til þess að forðast alla
oddborgaralega «sorteringu».
Tveir heiðursgestir voru boðnir og voru
þeir þessir: þjóðskáld íslands síra Matt-
hias Jochumsson og cand. theol. Steingrím-
ur Johnsen, sem með heiður og sórna hefir
verið söngkennari í hinu nýja söngfélagi
verslunarmanna er «Yðun» heitir, enn því
miður gat hann ekki komið.
þ>rjú minni voru drukkin við borðið,
nefnilega íslands, heiðursgestanna og fyrir
minni hinna yngri verslunarmanna í Reykja-
vík; fyrir því minni mælti síra Matthias
Jochumsson mjög fagurlega, en verslunar-
maður jporl. Ó. Johnson þakkaði fyrir rneð
nokkrum snjöllum orðttm, fyrir hönd versl-
unarmannanna. Samsætið var yfir höfuð
eitthvert hið skemtilegasta og frjálslyndasta,
sern lengi mun geymast í þægilegri endur-
minningu allra þeirra, sem tóku þátt íþví.
Áður en seinasta minnið var drukkið, sungu
menn hið fagra kvæði, er hór fylgir, eptir
heiðursgestinn séta Matthias Jochumssoni
Lag: Rul hen over Fjeld og Bælt.
f>ú, sem oss í saii Seifs
Sóttir eldinn, Prótneþeifs1!
Blessuð veri börnin þín;
Blessað þetta Rínarvín;
J>að má heita himinglóð;
Hitum anda, merg og blóð;
Enginn bíður æðri kost
Eptir nítján stiga frost.
Eullhuginn með þrek og þor,
J>ú, setn fyrsta sittn til vor
Hleyptir knerri hrannarstig,
Hátt í lypting sje eg þig;
Glæsimann með gullin hjálm,
Girtan logabjartri skálm!
Hvað bar skrautleg skéiðin þín?
Skarlat, hveiti, gull og vín!
Brandur örfi, Bolli, Hrafn,
Báru forðum kaupmannsnafn;
Egill sjálfur orkustór
Enskan sótti mjöð og bjór;
Konungsfélag kaupmenn þá
Knúðu fast um land og sjá;
Ivaupmenn Eróns með frægðogseim
Fundu sjálfan Vesturheim.
1) Hetja Forngrikkja, sú er fyrst náði eldinum
fyrir mannkynið.