Máni - 05.03.1881, Blaðsíða 4

Máni - 05.03.1881, Blaðsíða 4
79 MÁSI. 80 bún gengur og fyrir handafli og prentar 1200 á tíraa, þetta er talsverð framför í prentlistinni og meiri heldur en í nokkru öðru handverki hér, svo vér þekkjum. — Verðlagsskrárnar fyrir suður og vest- urumdæmið eru útgengnar, og er meðalverð atlra meðaherða þannig: hundr. alin. Kr. aur. Aur. í Austur-Skaptafellssýslu . . 60 32 50 - Vestur-Skaptafellssýslu . . 55 12 46 - Rangárvallasýslu .... 56 » 47 - Vestmanneyjasýslu .... 58 90 49 - Árnessýslu 64 44 54 - Gullbr.-og Kjósarsýslu ogRvík 66 91 56 - Borgarfjarðarsýslu . . . 68 49 57 - Mýrasýslu 71 1 59 - Strandasýslu 69 15 58 - ísafjarðars. og ísafjarðarkaupst. 68 2 57 - Barðastrandarsýslu .... 68 67 57 - Dalasýslu 69 7 58 - Snæfellsness- og Hnappadalss. 69 50 58 Veðrátta í febrúarmán. Hiun 6. kafalds- hríð af austri, 7. hvass á austan 2° fr. 8.— 10. hægviðri af suðri 2° fr. með hinum 11. gjörði.umhleypinga með snjókomum af út- suðri og frostleysum að mestu til hins 18. skemmdist síðan jörð og gjörði hagleysur af snjóhríð er kyngdi niður dagana 17. og 18. Nóttina hins 19. gjörði ofsarigning af suöri og tók upp allan snjó að mestu, dagana 19. til 20., gjörði þá svo mikið vatnsflóð í Reykjavík á þorraþrælinn að víða var farið á hátum milli húsa. 20.—21. kólnaði apt- ur, en þó með hægviðri. 22. kom aptur hláka, en með kveldinu sletti í og gjörði á- freða, svo illt varð til haga í nærsveitunum, en alstaðar austanfjalls kom eigi áfreðinn og er þar auð jörð eptir hlákuna. Frá þeim 23. og til enda mánaðarins var stilt veður með hæst 6° frosti. í miðjum mánuðinum fréttist að hafísinn væri að reka að austan, vestur með suðurströnd landsins, allt vest- ur í Eyrarbakkabót, og varð þar svo mikill að tók fyrir róðra, svo afli varð eigi sóttur er nógur var þó fyrir. Seinast þegar frétt- ist var ísinn horfinn þaðan. — Afli mun kominn hér inn á mið ef hans yrði sætt, sökum ógæfta og frosta. í Garðsjó er og afli kominn, en vandlátur er fiskur að beitu, nema hrogna úr sjálfum honum. — Sagt er, að frostið í jörðinni sé sum- staðar hátt á 4. alin. Handiðnamannafélagið í Reykjavík. Hvernig stendnr á því, að handiðna- mannafélagið, sem á svo marga nýta og góða menn, er allt á sundrungu, og getur því ekki neytt hinna góðu krapta, sem það annars hefði. Með vorinu ættu menn að hugsa alvarlega um það, að félagið gæti unnið saman í einingu, bæði sér sjálfu og öðrum til gagns, og umfram allt, að reyna að drepa allan apturfararanda og annað því um líkt, er kynni að hafa læðst inn í það. (Aðsent). Er nokkur eiðstafur í trú mor- móna? Sé ekki svo, þá er eiðtaka þýðing- arlaus af þeim ? Forvitinn. (Asent.) Oleoilegur atburour fyrir heiminn!? Hraðfregn (Telegram) frá Reykjavík til Norður-Athenuborya r ! Nýtt félag myndað á norðurskauti heimsins, sem heitir «Maim-hrodda-félagið». Auglýsing. Eg skildi eptir á Lækjarbotni hjá Hall- beru í vetur trefll; kostaði eina krónu að fá hann aptur. Ferðamenn! varið yður á slíku ef yður skortir peninga sem mig. 25. febrúar 1881. Ferðamaður. Útgefandi: «Félag eitt í Reykjavík». Prentaður í prentstofu Einars pórðarsonar.

x

Máni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Máni
https://timarit.is/publication/111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.