Fróði - 07.05.1880, Síða 4

Fróði - 07.05.1880, Síða 4
11. bl. F R 0 Ð í. 1880. 130 131 132 fleiri bátar f hvert skipti og sæfeja vörurnar út í póstskipið, svo þær kom- ast allar stundum á ringluleið , Koch minnist þess, að hann hafi látið póst- ineistarann íá bát tii þess að fara út í póstskipið, en þessi kæna hvarf með stýrimanninum i vetur, og ekki kom nein kæna frá fjelaginu með þessari ferð. Hjólvagninn, sem fjelagið af göfuglyndi sínu Ijet póstmeistarann fá til þess að aka á brjefpökkunum, er vissulega ekki það afbrigði hvorki að stærð nje öðru, að þessi skrifstofu- grosseri eins og Koch þurfi að láta digurmannlega út úr því. Hvað Reykjavík snertir þá er þessi tilhögun öll mjög auðvirðileg, þar sem ríkt gufuskipafjelag á í hiut, sem minnir oss á euska orðið „lilliputian* eða smásálarlega grossera, sem eru stærstir í munninum. Þá kemur enn þá eitt dálaglegt vöggukvæði frá Höfn, sem er grein íyrveranda skipstjóra Vandels um strandferðirnar, sem lýsir ópraktiskum sjóinanni, sem býr til að gatnni sínu alls konar drauga, til þess að draga úr allan dug og áhuga landsmanna á strandferðunum , en slíkar hugmyndir hverfa eins og þoka, þegar annaðhvort vjer sjálfir eigum vort eigið strandsigl- ingaskip, eða Englendingar sýna oss hvernig þeim skal haga, sem duglegum mönnum sæmir. íslandsvinurinn prófessor Fiske var nú þá póstskip fór, að fara af stað heira til sín frá Berlínarborg, hvar hann hefir dvalið í vetur hjá sendiherra Bandafylkjanna. Hann hefir nýlega látið prenta skýrslu á lausum blöðum á ensku, er lýsa bókmenntum vorura og öðrum alþjóðlegum efnutn, sem erlendir menn, þeir er kynnast vilja landi voru og þjóð eða ferðast hjer þurfa að vita. I*essum skýrslum stráir hann víðsvegar um Þýskaland og Ameríku, og er það fróðlegt fyrir oss íslendinga, að nú er farið að prenta ymislegt um það, er miðar að fram- förum vorum, bæði í Berlín og í New- York, enda mun oss það eins heilla- drjúgt í alla staði, eins og þó slíkt kæmi frá sjálfri Kaupmannahöín. Maimalát. Síra Ásmundur Jónsson prófastur í Odda, riddari af dannebroge og dannebrogsmaður, and- aðist 18. dag marzmánaðar næstliðinn. Hann var fæddur í Görðum á Álpta- nesi 22. dag nóvembermánaðar 1808. Faðir hans var Jón Jónsson Iector theologiæ og skóiameistari í Bessastaða- skóla. en móðir Karitas Illugadóttir Jónssonar prests til Kirkjubólsþinga á Langadalsströnd í Isafjarðarsýslu. Síra Ásmundur ólst upp í Görðum og Lambhúsum á Álptanesi hjá föður sínum. Hann útskrifaðist úr Bessa- staðaskóla með bezta vitnisburði 1828, sigldi samsumars til Kauptnannahafnar- háskóla, tók þar jafnskjótt sein hann þangað kom lyrsta lærdómspróf og ári síðar hið annað, bæði með fyrstu eink- j unn (laudabilis), Embættispróf í guð- ! fræði tók hann árið 1884 og fjekk við það, eins og hin fyrri próf, fyrstu aðaleinkunn Næsta ár dvaldi hann enn í Kaupmannahöín og gekk þar á Pastoralseminaiium, en fór aptur til ættjarðar sinnar 1835. Var honum þá veittur Breiðabólsstaður á Skógarströnd, ! en fór þó aldrei þangað, heldur var liann j settur dómkirkjuprestur í Reykjavfk til þess er liann fjekk Odda á Rangár- völlum 1836. Hið saina ár gekk hann að eiga Guðrúnu f’orgrfmsdóttur gullsmiðs Tómassonar á Bessastöðum. I 0<lda var hann fyrst prestur 10 ár eða til 1846; þá var honnm veitt Reykjavíkurbrauðið og þjónaði hann því til 1854; fjekk hann þá Odda- prestakall í annað sinn eptir andlát síra Markúsar bróður síns, er þar hafði þá verið prestur, og þjónaði því em- bætti til dauðadags. Síra Ásmundur varð fyrst prófastur í Rangárþingi 1841 eptir dauða síra Tóinasar Sæ- mundssonar, og í annað sinn skömniu eptir að hann kom aptur að Odda ; hafði hann það embætti á hendi til dauðadags, og var hann þannig prest- ur 45 ár, en prófastur 30 ár, Árið 1856 var hann af konungi sæmdur riddarakrossi dannebrogsorðunnar og á þúsundárahátíðinni 1874 heiðursmerki dannebrogsmanna. Fau síra Ásmundur og frú Guðrún, húsfreyja hans, áttu saman 10 börn, dóu 4 þeirra á barnsaldri en 6 lifa, dætur þrjár og synir þrír, l’orgrímur hjeraðslæknir Eyfirðinga, Jón sýslu- maður í Suðurmúlasýslu og Markús ineðalafræðingur í Kaupmannahöfn. Síra Ásmundur var maður hjarta- hreinn og hjartagóður, og vildi öllum vel en engum illa. Manna var hann glaðlyndastur og gestrisnastur, og unnu allir honum hugástum, þeir er hann þekktu. Hjelt hann óskertu fjöri og kröptum sálar og líkama til hins síð- asta. Gáfumaður var hann mikill og lærður vel. Af bókum hefir hann eigi ritað, svo vjer vitum, eða gefið út annað enn biblíukjarna, en hin f.yrri ár sín í Odda hafði hann jafnaðarlega pilta til kennslu undir skóla. f Síra Páll Matthiesen andaðist á Fingvöllum 19. febrúar n. 1. 69 ára gamall. f 17. f. m. andaðist hjer í bæn- um þorvald ur Gunnlögsson frá Krossum 75 ára gamall. Hann var með beztu bænduin hjer í sýslu. f 22. f. m andaðist húsfreyja Sigríður Jónsdóttir að Ilálsi í Saur- bæjarhrepp, 60 ára að aldri. Aknreyri, 5, maf. Allan apríl var veðrátta mikið góð, þó norðan-kuldi væri stöku sinnum , var sunnanáttin og góða veðrið miklu tíðar; það af er þessum mánuði hefir veðrið verið kalt og næturfrost; nú mun allstaðar búið að vinna á túnum hjer uin sveitir. — þiljuskipin af Eyjaflrði og Siglu- firði lögðu út til hákarlaveiða t miðj- um apríl eins og venja er til, þessa dag- ana hafa þau verið að koma inn úr fyrstu ferð sinni, hafa flest þeirrafengið nokkurn afla sum mikinn. Af Eyjafirði og Siglufirði gaga nú 25 þiljuskip til nákarlaveiða, öll eru í ábyrgð hins eyörska ábyrgðar- fjelags. — Kaupskipið «Manna» (skipst. Jensen) kom hingað 1. þ. m til Laxdals og Möllers. 2. þ. m. kom jakt (skipstjórí Petersen) til Jónassens verzlunar (34. lesta stór). — llið nafnkunna kaupskip «Hertha» festist á skeri norðaustarlega á Húna- flóa 17. f. m., skipið varð þó losað aptur og því komið mjög biluðu inn til Skaga- strandarkauptúns, hvar það var selt við uppboð 28. s. m ásamt því er skemmst hafði af vörum þeim er það flutti — Barnaskólanum hjer var sagt upp 30. f. m., hafði hann staðið frá 17. oktbr. Á Akureyri kostar nú : rúgur...............(100 pd.) 10,50 aura bankabygg ... - 15,00 — baunir............... — 13,00 — hálfgrjón .... (1 pd.) 16—19 — hveiti............... — 33 — hveitibrauð .... — 25 — rúgbrauð .... — 12 — kaffe................ — 95 — sikur................ — 50 — Brennivín .... (1 pt.) 85 — munntóbak ... (1 pd.) 2,20 — neftóbak .... — 1,50 — hella .............. — 80 — blásteinn .... — 66 — járn ............... — 30 — fjögra þumlunga saumur (100) 1,00 — þriggja — — — 75 — tveggja — — — 50 — fínt salt .... (1 tunna) 6,00 — gróft— ....----------------7,00 — Verðlag á kornvöru, kaffe, sikri ogbrenni- víni var hærra fyrst eptir að «Ingeborg» kom, en var sett niður 1. þ. m. Allt sáðland í Danmörku er talið að vera 2,200,000 tunnulönd, en hvert tunnu- land er 14,000 O álnir eða lítið eitt minna enn engjadagslátta hjá oss, sem er 14,400 O álnir, svo 36 tunnulönd eru jafnstór 35 engjadagsláttum. það sem ræktað er á þessu sáðlandi er þetta sem hjer greinir: hveiti á hjer um bil . . 112000 tunnul. rúgur — — — . ■ 460000 — bygg - — — — . . o55000 — hafrar - — — — . • 682000 — belgvextir (baunir o. fl) 150000 — jarðepli á hjer um bil . . 80000 — rófur - — — — . . 21000 — ymislegt annað............ 140000 — Le i ð rj e 11ing: í 9. blaði Fróða, 107. dálki, stendur neðanmáls að 1500 miliónir rúbla sje 528 miliónir króma. þetta á að vera 4260 milióuir króna, með því ein rúbla er 2 kr. 84 aurar. IJtgeí'rt/idi og preutari: Björn Jónssou

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.