Fróði - 11.03.1882, Blaðsíða 1

Fróði - 11.03.1882, Blaðsíða 1
F r ó ð i. III. ÁR. (i6. blað. AKTJREYEI, LAUGARDAGINN 11. MARZ 1882. í Norðanfara, 20. ári, nr. 59— 60, er grein, sem sýnist vera og eiga að vera nákvæm skýrsla um hjeraðs- fundinn að Vallanesi í sept. síöastliðnum, en það hneykslaði oss, er vjer lásum skýrslu þessa, að hún skyldi sleppa að tilgreina, að á hjeraðsfundi þessum var og samið alllangt skjal til Reyðfirðinga um að sækja betur kirkju til nýja prests- ins á Hólmum og yfirliöfuð um að þýð- ast þennan nýkomna prest. þar eð oss finnst áríðandi, að þeg- ar verið er að auglýsa hvað gerist á almennum fundum (og það álítum vjer gott) þá sje skýrsla sú í alla staði rjett og fullkomin, og til þess að svara fám orðum þessari áskorun nefnds hjer- aðsfundar, viljum vjer hjer láta koma fyrir almennings sjónir nefnt skjal og síðan bæta við nokkrum athugasemd- um. Skjaliö er svo hljóöandi: íleiðruðu bræður og systur! það er eitt af hlutverkum hjeraðs- funda þeirra, sem nú er tekið til að halda í hverju pról'astsdæmi landsins, að grennsl- ast eptir því, hvernig hið kirkjulega líf er í söfuuðunum, og hvernig prestar rækja skyldur sínar, svo og hvernig söfnuðirnir sjálfir líka rækja skyldur sínar, bæði í tilliti til kirkjuræktar svo og í tilliti til annars, er styður og miðar tíl efliDgar hinu kirkju- lega lífi. Nógar upplýsingar um þetta er hjeraðsfundinum ekki ætíð unnt að fá, og lielzt fyrir þá sök, þegar safnaðarfulltrúar þeir, sem valdir hafa verið í sóknunum, ekki koma á hjeraðsfundi. Nú var svo á- statt á hjeraðsíundi þeim, er haldinn var hjer að Vallanesi í gær, að safnaðarfull- trúa úr Reyðarfjarðarsókn vantaði, eins og úr fleiri sóknum prófastsdæmisins. Prest- urinn var einungis ásamt aðstoðarpresti sínum staddur á fundinum, og af því það varð að leiðast í tal, hvernig ástandið væri í Reyðarfjarðarsókn, eins og öðrum sóknum, þá skýrði preslurinn til Hólma, prófastnr síra Daníel Halldórsson frá því, að 7 sunnudagar hefðu liðið svo í röð,' að fólk hefði ekki komið til kirkju, og að hann hefði að eins frá því hann kom til prestakailsins getað messað eina 3 sunnudaga, að meðtöldum þeim, þá hann var seltur inn af prólastinum. Sökum þess að hjeraðsfundurinn fjekk þetta að heyra, þá áleit liann, að hann gæti ekki^ látið þetta afskiptalaust, sjerílagiaf því liann veit, hverjar orsakir eru til þess,að 62 söfnuðurinn hefir ekki sótt kirkjuna, sem sje þær, að hann gat ekki fengið ósk sína upp fyllta um, að þeim manni væri veitt Hólmaprestakall, er hann hafði beðið um fyrir prest sinn; en þar sem söfn- uðurinn hefir fengið þann prest, sem al- mennt hefir verið álitinn hinn bezti og heiðvirðasti maður og hinn skylduræknasti embættismaður, og hefir svo útbúið sig, að hann geti fullnægt öllum skyldum sínuro, og sem ekki þarf að efa að vilji fullnægja þeim af ýtrustu kröptum, þá leyfir hjeraðsfundurinn sjer, að rita yður, heiðruðu sóknarmenn í Reyðarfjarðarsókn, brjef þetta, og vill hann með^því styðja að því, að allir þeir í söfnuðinum, sem af einhverjum misskilningi hafa ekki sætt sig við veitingu Hólmaprestakalls, hverfi frá því, að hafna þjónustu þess prests, er þeir hafa nú fengið og sem eptir núgildandi lögum hlaut að vera öðrum rjetthærri til að fá prestakall þetta. J>aí) er því einlæg ósk og staðföst von fundarins, að þjer, heiðruðu sóknarmenn, aðhyllist prest þann, er yður hefir verið skipaður, og að þjer sýnið þetta með því, að gefa honum kost á að vinna það verk, er hann á hjá yður að vinna, bæði honum og yður til ánægju og nota. Hjeraðsfundurinn finnur sjer því fremur skylt, að gefa yður þesea bróðurlegu bendingu, sem hann er ein- huga á þeirri skoðun, að áframhald hins núveranda ástands í Hólmasöfnuði verði öllum hlutaðeigendum að eins til hugar- angurs og mæðu, og veit hins vegar, að prófastur sjera Daníel JQalldórsson þráir hjartanlega eptir bróðurlegri samvinnu við þennan söfnuð sinn. Vallanesi 22. september 1881. Magnús Jónsson. B. Jónsson. Gísli Jónsson. H. Hermannsson. Jón Bjarna- son. f>. þórarinsson. Páll Pálsson. R. Sigurðss. Páll Vigfússon. J. Stefánsson. Hlut að eigandi prestur, sem, eins og brjefið ber með sjer, var á hjeraðs- fundi þessum, hlaut fullkomlega að vita orsakir þess, að ymsir Reyðfirðingar ekki sóttu kirkju til hans; honum var tilkynnt skriflega, að þessir iiefðu sagt sig úr ríkiskirkjunni, og ætluðu þeir ekki að þiggja af honum fyrst um sinn Önnur prestsverk en þau, er eigi yröi hjá komizt, enda hölðu þeir síðar, eitt sinn fyrir öll, skriflega beðið Hólma- prest að syngja yfir Jíkum og með því endurnýjað fyrnefnda tilkynningu. Oss finnst því tvennt vera til um 63 hverjum brjef þetta er ritað eðaætlað, er vjer lesum: „Til sóknarmanna í Reyðarfirði“, því þó tveir sjeu söfnuð- ir í Reyðarfirði, eru þó allir, sem í þeim eru, „sóknarmenn í Reyðarfirði®. Ef vjer því ekki þekktum sendiboða hjeraðsfundarins, nákvæmni hans og athygli of vel til þess, að vjer ekki værum sannfærðir um, að honum mundi ekki skjátlast svo herfilega, að hann ljeti skjalið eins ganga milli þeirra „sóknarmanna í Reyðarfirði“, er höfðu sagt sig úr ríkiskirkj unni og hinna, sem enn þá eru í henni, ef það eigi hefði verið lagt fyrir hann, mundum vjer hafa álitið, að hjeraðsfundurinn hefði ekki skoðað oss sem „sóknarmenn“, og að ætlun hans heíði verið að hvetja | ríkiskirkjumennina til kirkjurækni, en skjalið helði af einhverjum misskilningi sendiboðans eins verið látið ganga um meðal „fríkirkjumanna“ (?vo eru þeir, er sögðu sig úr ríkiskirkjunni, almennt kallaðir hjer, og því munum vjer halda því nafni fyrst um sinn), sem hinna. En nú finnum vjer ekki, að hjer- aðsfundinum, að svo stödda, komi við að hlutast til um kirkjuferðir vorar og tökum því alls ekki að oss áminningar hans í þá átt. Ríkiskirkjumennirnir mega gleðja sig yfir því, að þeir eigi þær einir saman og hafi fengið þær fyrir tryggð sína við ríkiskirkjuna, og eins er þeim sjáifsagt bezt kunnugt, hver hefir útvegað þeim iaun þessi? Hitt vitum vjer, að sumir þeirra hafa í ár sótt óvanaiega vel kirkju og hcfðu því sízt þurft umvandananú; þeir helðu heldur átt skiJið að fá þakk- arávarp og má ske þeir hafi líka feng- ið einhvern þakklætisvott, þó ljeltur kunni hann að hafa verið á voginni? Hjeraðsfundinum var vorkunn, þó hann gæti ekki Játið þetta mál afskiptalaust, sjer í lagi (!) af því hann vissi hverjar orsakirnar voru (sjá brjefið til Reyðfirð- inga). Skyldi nokkur hafa fengið áminn- ingar, ef Jijeraösfundurinn heföiekki vitað orsakirnar? Hjeraðsfundurinn minnist á 8mis- skilning" og svo á „nú gildandi lög“. Það r atriði, sem vjer Jeyfum oss ekki að kveða upp úrskurð um, hjá hverjum að hjer muni vera mestur inis- skilningur. Hjeraðsfundurinn vill má ske sýna lítillæti við tækifæri og færa rök íyrir „misskilningnum8. Þá vonurn vjer samt, að prestarnir brýni fyrir samfundarmönnum sínum, að „bókstaf- urinn“ er ekki einhlítur, og skýri lyrir

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.