Fróði - 11.03.1882, Blaðsíða 3

Fróði - 11.03.1882, Blaðsíða 3
. 66. bl. f n ó ð i. 1882. 67 Jaun á sýningutn og yfir höfuö öll afnot meiri. Ymislcgt mn Noreg og Norðmenn. Skrifað eptir einum fyrirlestri Guðmundar Hjaltasonar. I. Landslagið í Noregi er að nokkru leyti svipað og á íslandi, en pó ekki sjerlega líkt. Pyrst er nú rnikill munur á stærð landanna, par sem ísland er ekki að stærð nema á borð við priðjung Noregs, og svo er Noregur ekki ey, eins og ísland, heldur er hann ákaflega löng strönd, hjer um bil 40 pingmannaleiðir, með Svíaríki á bak við sig a& austan. Með fram ströndinni eru einlægar eyjar, hólmar og sker, og má kalla, að eyjar pessar sjeu óteljandi. Af þeim eru 1160 byggðar, og eru þær mjög misjafnar að stærð, því í sumum er að eins eitt býli, en í sumum heilar sveitir, og lifir allur porri eyjabúa á fiskiveiðum. Bæði ströndin og eyjarnar eru klettóttar og sjórinn á milli viðast hvar hyldjúpur. |>að er víða fremur erfitt að siglainnan um penna eyjasæg, pví mörg sundin eru örmjó, en gufuskipin, sem par eru á ferð fram og aptur, fara sumstaðar svo nærri klettunum, að lítið vantar til, að maður, sem stendur við borðstokkinn, geti náð með göngustaf sínum til að snerta grein- ar trjánna, sem vaxa í holum og skor- um í klettunum. Strönd landsins er viðast mjög vog- skorin, og ganga ákaflega margir firðir inn í hana að vestan, en ekki eru þeir mjög stórir nema einir fjórir, og er einn peirra 10 þingmannaleiðir að lengd. Strendurnar með fram þessum fjörðum eru allmennt ákaflega sæbrattar, og fjöll- in víða einlæg hengiflug og björg. Sum- staðar ern pó hjallar og stallar í pess- um snarbröttu hlíðum, og standa par pá opt bæir, pví hver byggilegur blettur er notaður pó litill sje, og landið er þjett- byggt, par sem pað annars verður byggt. Milli fjallanna renna ár, víða hvar í giljum og gljúfrum með háum fossum í. "Uppi á fjöllunum fyrir ofan klettabeltin eru opt engjar og slægjuland, þó fjölfln sjeu 4000 fet yfir sjávarflöt, eða eins há og Kaldbakur hjer við Eyjafjörð. En pað er ekki auðvelt að koma heyinu of- an af þessum fjöllum niður í byggðina, par sem hlíðin öll er eigi nema hamrar. En Norðmenn hafa- á sumum stöðum pá aðferð, að peir setja öflugan stólpa af trje eða steini nppi á fjallsbrúninni og annan niður við fjallsræturnar, strengja svo gildan járnvír, svo sem | pumlungs í pvermál, milli þessara stólpa niður alla fjallshlíðina. Síðan binda peir heysát- urnar uppi á fjallinu og hafa til þess reipi með einni liögld. þessari högld er svo smeygt upp á járnpráðinn, og pann- ig rennur heybagginn niður eptir strengn- um allt á jafnsljettu. Uppi í dölum inilli fjallanna eru víða stöðuvötn, sem 68 leggur á vetrum, og verður pá á peim bezta sleðafæri. |>egar tjallslæjurnar eru upp frá þessum vötnum, sem opt eru nokkuð frá byggð, pá er heyinu hleypt par niður og borið par saman, en svo er pví ekið heim á vetrum. Lítið eiga Norðmenn við að flytja í klyfjum á reið- ingshestum, en pó sá jeg það stöku- sinnum, og pótti mjer allur útbúningur á reiðingum peirra ljelegur. Mjög víða vestan lands hagar svo til, að niður við sjóinn og á undirlend- inu í dölunum eru ljómandi fallegir akr- ar, engjar og garðar í nánd við húsin eða býfln, en svo þegar hærra dregur einlægir greniskógar og furuskógar í hlíðunum. Svo, pegar lengra kemur upp eptir, birkiskógar, pá íjalldrapi, lyng og graslendi, en allra efst jöklar, pví mikið er af jöklum á háfjöllunum, sem sum eru um 8000 feta há, þar sem okkar allra hæstu fjöll hjer á landi eru ekki nema rúm 6000 fet. Víða ganga skriðjöklar frá hájöklunum niður eptir furðu langt, jafnvel niður að ökrunum eð- ur milli peirra, og verður landið fyrir allt petta mjög tilbreytilegt yfir að líta. Akrar, engjar og aðrar lendur eru ail- staðar umgirtar, sumstaðar með grjót- görðum, en miklu víðar með girðingum úr trje, sem eru þannig lagaðar, að tveir og tveir trjestólpar með iitiu bili á milli eru reknir samsíða niður í jörðina og svo í bilið milli peirra settar langslár, sem ná tii næstu stólpa og eru eins skorðaðar þar milli peirra. þessar siár eru nokkrar hver fyrir ofan aðra, eins og rimar í kláf. Skógurinn er nógur og enginn skortur á trjávið, en ekki eru þessar trjegirðingar sjerlega endingar- góðar, heidur hættir peim til að fúna eptir nokkur ár, en svo eru pær hafðar til eldsneytis og nýjar settar í staðinn. A vesturströndinni er rigningasamt og votviðri tíð, svo opt er erfitt að purka hey á sumrin. En úr pessu bæta menn mikið með pví að setja á þurkvöllinn hesjur, eða trjestólpa með trjeslám á milli, og hengja svo heyið upp á pessar grindur til perris. Austur í landinu er landslagið nokk- uð svipað því, sem pað er að vestanverðu, en pó er talsverður munur á pvi; par eru fjöllin ekki eins snarbrött og klett- ótt, og par er víða miklu meira undir- lendi. Ejallshlíðarnar eru vanalega eins vaxnar greniskógum og furuskógum. |>essar tvær trjetegundir eru hver annari mjög svipaðar. A trjánum eru ekki eiginleg lauf, heldur nálar eða bar, sem heldur sjer grænt allan veturinn, svo pó jörðin sje alþakin snjó og öll hvít, pá standa skógarnir grænir upp úrsnjónum og er þetta fögur litatilbreyting; pað er eins og hvít ábreiða með grænum glit- vefnaði væri breidd yfir landið. Skóg- lendið í Noregi er fjarska mikið, svo fimmti hlutinn af öllu pessu stóra landi er skógur. Grenitrjeð vex beint og hlykkjalaust rjett upp úr jörðinni, og 69 greinamar svo pvert út úr stofninum. Trjen standa vanalega mjög pjett í skóg- inum, svo ekki er nema svo sem 2—3 álnir á milfl þeirra, og leggjast svo grein- ar trjánna á víxl, svo af peim verður þjettur vefur. Yerður pví alldimmt- nið- ur við jörðina, og neðstu greinar trjánn^ geta ekki prifizt eða flfað fyrir ljósleysij pær deyja pví og detta af, fúna niður og verða að frjóvgunarefni fyrir skóginn. En við pað að trjeð missir neðstu greinarn- ar, leggst meiri vöxtur í efri hluta pess, svo trjeð vex því meira í hæðina. Gangi menn inn í pessa skóga, pá er eins og maður komi inn í dimmt hús með grænu fljettuðu þaki, sem óteljandi stoðirhalda uppi. — Fyrir ofan pessa skóga, hátt uppi í fjöllunum, koma svo birkiskógar. Norskabirkið er stórvaxnara enn birkið hjer á landi; stofnarnir er stundum ',4 alin í þvermál niður við jörð, og trjen um 10 álna há. Laufin á pessu norska birki eru pó fremur minni enn hjer. |>egar á allt er litið, er pójarðveg- urinn í Noregi sízt frjóvsamari enn hjer á landi. J>ar eru engin eldfjöll eða hverir, og grjótið er öðruvísi enn hjer. í fjöllunum er mest svo kallað forngrýti eða granít, og er það bleikt á lit. J>etta gi'jót er gott að kljúfa og ágætt til bygg- inga; pað er hart og má skyggna pað, enda eru búnir til úr pví ymsir munir, og pað er jafnvel haft í knífsköpt. Sum- staðar er líka skit’usteinn, sem kljúfa má í þunnar pakhellur. Fróði 65. hefir að færa stúfa nokkra af ritgjörð eður ritgjörðum til varnar söngritum Jónasar Helgasonar gegn ó- vinsamlegum ummælum og aðfinningum ritdómanda í Norðanfara. Ritst]órn Fróða hefir eigi viljað taka greinarnar í heild í blaðið af pví, að pær eru helzt til langar, „og af fleirura ástæðum11, sem menn munu varla geta skakkt til um hverjar sje, eptir sýnishornum þeim, sem tekin eru. |>ar á móti bætir rit- stjórnin við stúfana nokkrum athugasemd- um, er jeg vildi mega svara fáum orðura. |>að er tvennt, sem ritstjórnin finnur ritdómandanum til saka. Hið fyrra er það, að hann leyfir sjer að dæma um rit slíks manns, sem Jónas Helgason er, og þó einkum að fella nokkuð harðan dóm um pau. Hitt er pað, að ritdómsgreinin er merkt að eins upphafsstöfum tveim, en ekki fullu nafni. Er pá Jónas Helgason í alvöru að tala hafinn upp yfir það, að dæma megi um rit hans? Hann yrði pá að vera það annaðhvort af pví, að hann sje svo miklu betur að sjer í söngfræði enn aðrir menn, að óhugsandi væri, að nokkur maður gæti sjeð par galla, og ef þar væri um nokkurn dóm að tala, þá yrði hann ekkert annað enn undrun og að- dáun, eða pá hinu að Jónas hafi með ritum sínum unnið svo mikið mannelslcu- verk, að ódæði sje að finna ^að göllum á þeim, þó að þeir værutil. Á fyrri ástæð- unni sýnist mjer ritstjórnin ekki byggja. Hún segist ekki vera söngfróð. og pess vegna geta ekki dærnt utn efni þessa máls. f>ar á móti byggir hún á hinni ástæðunni. Jú! Jónas hefir gert tölu- vert til útbreiðslu söngpekkingar, og á hann þakkir skilið fyrir viðieitni sína, og jafnvel pakkir fyrir bækur sínar — ef

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.