Fróði - 11.03.1882, Blaðsíða 2

Fróði - 11.03.1882, Blaðsíða 2
6S> 1)1. F R Ó Ð 1. 1882. 64 þeiin — ef þeir skyldu þurfa þess — iiver „andinn* — hinn sanni og hinn rjetti andi — inuni vera í lögunutn, sein þannig segja: „Þegar prestakall «r undir veitingu, hefir hlut aö eig- andi sóknarnefnd rjett á aö mæla fram með einuin umsækenda*. Þaö lítur annars helzt út fyrir, að ílólmaprestur og hjeraðsfundur- inn f heild sinni hafi álitið, að hjcr væri eigi við annað enn barnabrek að eiga, þó nokkrir Reyðfirðingar segðu sig ör ríkiskirkjunni, og að ailt mundi falla í sínar fornu feilingar fyrir föðurlegum áininningum hjeraðsfundarins. En hjer- aðsfundurinn hefði átt að vita, að þaö voru fullveðja menn og fullorðnir, er að þvf stóðu. fað liefði verið sæmra íyrir hjeraðsfundinn, að rannsaka hvort Reyðfirðingar höfðu nokkuð til síns rnáls og reyna svo að kippa þessu í lið og fá sanngjörnuin rjetti sóknar- íólksins borgið, heldur enn að hlaupa strax til og setja ofan í viðþá; því það er þó víst ekki meining hjeraðsfundar- ins í Iieilil Sílllli, að sóknarfólk- ið, 3: embættið, sje til vegna embætt- ismannsins. Með því, eins og að framan er á- drepið, að oss hefir verið afhent skjal- ið frá hjeraðsfundinum, sem rjettum móttakendum, og líka sfðari hluti þess virðist bera með sjer, að oss hafi þó verið ætluð sneið nokkur af árainning- arpistlinum, þá viðurkennum vjer hjer með móttöku hans og höfum að þessu sinni ekkert frekara svar að gefa enn að gera kunnugt, að vjer höfum „org- aniserað“ oss fríkirkjufjeiag með reglu- gjörð, sem gildir fyrst um sinn til næstu fardaga. Af því vjer enn þá ekki höfum getað fengið oss prest, verðum vjer í vetur aö bjargast þannig: að J vjer f messu stað ætlum að hafa hús- lestra ogguðsorðaiðkanir stöðugt í heima- húsum; vjer ætlum sjálfir að skíra börn vor „skeimnri skírn“. Með tilliti til barnauppfræðingar höfuin vjer skipt sókninni í 4 kafla, og er einn valin- knnnur maður kosinn til að hafa um- sjónmeð uppfræðslunni í hverjom kaíla, og á hver jieirra að fara um sinn kafla þrisvar á vetri og líta eptir að upp- fræðsia barnanna sje ekki vanrækt; vjer ætluin að draga fertningu bama vorra fyrst um sinn. Vilji sjúkur láta „þjónusta“ sig, verður vitjað þess prests, setn sjúklingurinn óskar, annars þess, sem kringumstæður leyfa að náí; hver er sjálfráður um giptingu; lík verða grafin að Hóhnum að vanda. Til að standa fyrir öllu þcssu og safna öllum nauðsynlegum skýrsluin er kosin fiinm tnanna nefnd. {‘etta er nú aðalinntak- ið af þessari bráðabyrgðar-reglugjörð vorri, og vonum vjer, að ekkert í henni sje lögum gagnstætt eöa gangi of nærri ijetti nokkurs manns. Vjer göngurn ekki gruílandi að því, að ytnsir grunnhyggnir menn og miðl- ungi góðgjarnir rnuni hneykslast á þessu íyrirtæki voru, og reyna að vinna því baga einhvern; en slíkt er engin ný 65 bóla, og tökum vjer oss það því ekki allnærri; samt finnst oss sfzt sitja á fornu sóknarbræðrum vorum sumum, sem áður hala að mörgu stutt upphaf máis vors, að vcrða íyrstir til þess, að vega að oss í orðum og verki; en þar með auglýsa þeir drengskap sinn, og hljóti þeir alla verðuga sæmd íyrir. í*vf er betur að þeir eru ekki allirmeð sama markinu brenndir, enda munu hinir líka leggja þeim afskiptaleysið við oss misjafnlega út. Ritað í Reyðarfirði f desember 1881. Nokkrir fríkirkjutnenn. Nokkur orð um að auka áburð með því að Iiýsa ær og hross u in s u in a r t í in a n n (eptir Ara Jónsson). II. Jeg fmynda rnjer, að þeir, sem reyna hvað áburðurinn vex við það, að hýsa ær og hross, muni halda því áíraiu, þó enginn annar hagur væri við það ; en þeir munu fljótt sjá, aö þaö er hagur í mörgu öðru tilliti. Það má fullyröa, að áburöarleysi stendur búskapnum víðast íyrir þrifum. Það er satt, sein Einar Asmundsson í Nesi segir um áburðinn í ritgjórð sinni „um framfarir íslands“, að hann sje íyrsti undirstöðusteinn landbúnað- arins; og sje það rjett að segja, aö tilvinnandi væri fyrir íslendinga, að kaupa kol frá Englandi, svo ekki þurfi að brenna sauðataðinu, þá borgar það sig að hýsa ærnar og hrossin. Sutnir segjast hafa nógan áburö, en nrjer finnst, að þeir, sein það segja, viti ekki hvað nógur áburður er, því víðast þyrfti að bera heliningi meira á túnin enn gert er, og svo mætti vföast auka þau mikið út, og enginrr maturtagarður þrífst án áburðar. Jeg óska þcss, að áður nefnd ritgjörð Magnúsar sýslumanns Kctilssonar væri prentuð að nýju annað- hvort í Tímariti bókinenntafjelagsins eða í blöðunum, svo sem flestir geti lesiö hana, þvf hún skýrir þetta atriði búskaparins betur enn þessi fáu orð mín. NiðurJag hennar hljóðar þannig : „Mörg fleiri dæmi þessum áþekk hefi jeg heyrt, og saunfæra þau mig öll um það, að allur peningur verður þá gagnmestur, þí hann hefir minnst sjálfræði, en þó góða uinhirðing og haga. Vildu menn því þennan ináta upp taka, að láta kýr og ær liggja inni á suinrum, þá hefðu menn mjólkina ineiri og jafnari, peninginn feitari, töðuna meiri og betri, hesta, skóleður og erfiði við fjárgeymsluna sparað nær því um helming; þá gæti fólk miklu betur sætt heyverkurn og öðrum heimilisönnum. Hjer á móti verður ekkert með sönnu innilegunni til lasts fundið af þeitn, sem hafa efni til að eignast færikvíarnar, allra sízt það, sem f nokkurn máta jafnistvið hennar nytsemi. Óhlýðni eðnr ódyggð vinnu- hjúa er enn nú eigi svo stór eður al- menn. að dugandi bændur geti eigi þar fyrir í þetta ráðist, því, Guði sje 66 lof, víða eru vinnuhjú enn bæði dýgg og hlíðin*. — l*essi orð Magnúsar sýna, að þá hefir verið siður að láta kýr liggja úti um sumartímann, en nú mun það hvergi eiga sjer stað hjer á Noröurlandi og líklega hvergi á landinu sem óskandi væri. Það er undravert, hve fáir hafa farið eptir, þessari ágætu ritgjörð Magnúsar á þeim langa tíma, sem liðinu er síöan að hann ritaði hana. En jeg vonast nú eptir að menn fari að hugsa meira um þetta atriði hjer eptir og athugi, hve mikið mætti auka tööuna á öllu landinu með því aö hýsa allar ær og hross á sumrin. Jeg hefi fengið 10 hesta af áburði undan hverju hrossi á 8 vikum seinni hluta sumarsins með því að bera í húsið undir þau, og af þessu dæmi, setn jeg af eigin reynslu hefi til fært, iná ráöa, hvað mikið mætti auka áburð- inn á landinu öllu, án þess að skaða fjenaðinn í nokkurn máta. Jeg býst við, að sumir álíti, að jeg hafi rangt f því, að halda á móti færikvíunuin; en það munu menn finna, að betra er ánuur að liggja í húsum, þegar kuldastorinar og rigningar ganga enn í opnum kvíuin. Jeg hefi tekið eptir því, síðan jeg fór að hýsa, að ærnar hafa minna gelzt, þegar illviður hafa gengið, enn þær, sern úti hafa legið, og yfir höfuð injólka þær ær meira, sem hýstar eru, og smjörið í mjólkinni veröur ekki minna, ef ærnar eru í jafngóðu landi og hinar, sem ekki eru hýstar. Opt hefi jeg tekið eptir því, að þegar geldkind hefir komið og verið hýst með ánuin, þá hefir hún verið svöng morguninn eptir og verið mjög óróleg, en ærnar liggja ávalt rólegar, jórtrandi og vel fullar, þegar í húsið er komið, því þær búa sig á daginn undir nóttina með því að bíta sein mest, í stað þess að hinar, sein úti liggja, eyða miklu af tíinanum til þess að rása hing- að og þangað og iiggja svo þess á milli. þessa litlu ritgjörð hefi jeg skrilað fyrir áskorun Framfarafjeiags Hrafna- gilshrepps, og þó hún sje ekki svo vel úr garði gjörð scm vera ætti, getur hún þó orðið betri enn ekki neitt fyrir þá, sein reyna að hýsa ær sínar og og hross. Jeg óska að þeir verði sem llestir, og mjer sýnist æskilegt, að framfarafjelögin gangist fyrir því, að koina mönnum fil að auka sein mest áburðinn með ymsu móti, fyrst með því að hýsa ær og hross um suinartíinann, koina upp kömrum og forum og betri eldstóm, svo minna þyrfti að brenna af sauðataðinu enn nú við gengst. f þessu sem öðru er fjelags- skapur ómissandi, því erfitter að útrýma þv', sem tfðkast heíir um mörg hundruð ára, jafnvcl þó það sje bæði skaðlegt og heiinskulegt. Ef túnin yrðu svo vel ræktuð. að þau gæfu af sjer helmingi meiri töðu enn þau nú gefa af sjer, gengi framfarafjelagsinönnununi betur að ala skepnur sínar, bæði til aðfá veið-

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.