Fróði - 29.03.1882, Qupperneq 1

Fróði - 29.03.1882, Qupperneq 1
1882. F r ó ð i. III. ÁR. 67. blað. AKUREYEI, MIÐYIKUDAGINN 29. MARZ Boðslirjef nm minnisvarða Jóns Sigurðssonar. íslendingar! Undirtektir yðar nndir áskorun rora um gjafir til minnisvarða á gröf Jóns Sigurðssonar og lngibjargar Einarsdótt- ur liafa verið yður til sóma, par sem alls hafa gefizt um 4300 kr. Minnis- varðinn er nú reistur á gröfinni, öins og til stóð, veglegur og svo traustur, að bú- ast má við, að hann lengi muni geta staðið á móti áhrifum tímans. |>annig er þá lokið pví ætlunarverki, er vjer settum oss í fyrstu, og pökkum vjer landsmönnum, sem skylt er, fyrir traust pað, sem peir hafa sýnt oss. Minnisvarði sá, sem á gröfinni stend-1 ur, er vottur um sorg pjóðarinnar, hið síðasta virðingarmerki hennar við Jón Sigurðsson látinn. En pað er siður allra menntaðra pjóða, að reisa sínum mestu mönnum minnisvarða utan grafar, er menn geti nálgast, án pess að sorglegar tilfinning- ar vakni hjá peim. Slíkur minnisvarði er líkneski peirra, reist á bersvæði. Yjer pykjumst sannfærðir um, að pað sje ósk Islendinga, að eiga slíkt líkneski af Jóni Sigurðssyni, enda var pað og sampykkt á alpingi í fyrra sum- ár, að safna skyldi samskotum í pessu skyni, og var oss falið að standa fyrir peim. |>ar eð alpingi hefir sýnt oss pann sóma, að fela oss penna starfa, pá tök- um vjer hann fúslega að oss í pvi trausti, að alhr alpingismenn muni styðja oss í orði og verki, til pess að leysa hann sem hezt af hendi. Af samskotafjenu til minnisvarðans á gröfinni hefir orðið aígangur, sem nem- ur hjer um bil 1600 kr., og höfum vjer ákveðið, að petta fje skuli ganga til myndarstyttunnar, par eð vjer hyggjum pað samkvæmt tilgangi gefendanna, og höfum vjer pannig nokkurn stofn til að hyrja með. Aætlað er, að kostnaðurinn til slíkr- ar myndarstyttu muni alls eigi geta minni orðið en 8000 kr. Islendingar! Yjer leyfum oss pví að skora áyður, að skjóta saman fje til pess að reisa eir- likneski af Jóni Sigurðssyni á peím stað í Reykjavík, er alpingi síðar mun kveða 4 um. Vjer vonum, að yður muni verða í 74 pessi samskot eins ljett og ljúf og hin fyrri, og að gefendur verði sem flestir, | pví að peim mun almennari sem gjafirn-1 ar eru, pví meiri sómi er pað hæði fyrir pjóðina sjálfa og fyrir ágætismann pann, sem sóminn er sýndur. Gjafirnar sendist til gjaldkera nefnd- arinnar, yfirkennara H. E. Helgesens hjer í bænum. Reykjavík, 4. fehr. 1882. Tryggvi Gunnarsson, H. Kr. Friðriksson, formaður (handsalað). varaformaður. Hilmar Finsen. H. E. Helgesen, gjaldkeri. Björn Magnússon ólsen, skrifari. * * * Svo sem sjá má af boðsbrjefi pví, sem prentað er hjer fyrir framan, hafa gefizt til bautasteins á leiði Jóns Sig- urðssonar og konu hans 4300 krónur, en pað er, ef pessu fje er skipt jafnt niður á alla landsbúa, 6 aurar fyrir hvert mannsbarn í landinu. Nú hefir bautasteinn pessi, pótt veglegur sje, eigi kostað meira heldur enn 2700 kr., svo afgangur er talsverður. Eulltrúar pjóðarinnar, er komnir voru saman á alpingi í sumar sem leið, hafa nú pótzt pekkja svo skaplyndi ís- lendinga, að peir mundu eigi telja eptir sjer að fullkomna pað verk, er peirhafa svo sómasamlega hafið, heldur reisahin- um mikla pjóðmæringi, auk bautasteins- ins, eiginlegan minnisvarða með pví að láta gera líkneski hans af málmi, er standa megi um margar ókomnar aldir sem augljós vottur um pað, hver maður Jón Sigurðsson var, og svo um hitt eigi síður, að pjóð vor var á pess- um tíma vöknuð til meðvitundar umhag sinn og kunni að meta pað, er pessi sannkallaða pjóðhetja hafði varið lífi sínu og fjöri til að vinna henni frelsi og frama. Að pví er hin heiðraða forstöðu- nefnd ætlar, er pað eigi rneira fje enn einir ÍO aurar að jafnaðartali, er koma purfa á hvern hinna 72000 lands- manna til pess að fá framgengt pessu fagra fyrirtæki. Og sannarlega væri pjóðin pess ómakleg, að Guð uppvekti framar nokkurn mann til að vinna henni gagn, ef hún eigi tímdi að leggja fram slíkt lítilræði. En, sem hetur fer, parf eigi pví að kvíða. 75 Jeg er einn af þeim mönnum, sem er annt um hinn nýja gagnfræðaskóla á Möðruvöllum, og sem óska honum og peim ágætu vísindamönnum, Jóni, þor- valdi og J>órði, er að honum standa, allra heilla, en pví sárara tekur pað mig, ef jeg sje eitthvað frá peim skóla, sem ekki er pjóðlegt, rjett eða fagurt, pö smámunur sje. í hinni fróðlegu skýrslu, sem herra Jón Andrjesson hefir gefið út um störf skólans veturinn 1880—81, finn jeg ymsa rithöfunda nafngreinda á pann hátt, sem jeg aldrei hefi áður orð- ið var við í íslenzkum bókum og sem peim vissulega sjálfum hefði mislíkað, ef peir hefðu lifað og getað sjeð skýrsluna. Hver hefir t. d. heyrt eða sjeð pjoðmær- inginn Jón Sigurðsson nafngreina sig „Sigurðsson (Jón)“? Hann, sem einmitt hjelt pví fast fram í öllum í'itum peim, er hann hafði afskipti af, að nafnaregist- ur væru samin eptir skírnarnöfnum hlut að eiganda sjálfra, hann, sem ekki einu sinni vildi láta konu sína heita eptir sjer, pó hann byggi í landi, par sem slíkt er pjóðsiður, haun hefði vissulega beðið sig undan peginn pví, að verða talinu í íslenzkum bókum með ættar- nafni. Jeg átti opt tal við Jón heitinn forseta og heyrði aldrei á honum annað enn að hann áleit öll íslenzk ættarnöfn hjegóma og sjer í lagi var honum illa við pau ættarnöfn, sem enduðu upp á „son“, og sem hann áleit að gætu gert glundroða og rugling í ættartölum., par sem maður eptir nokkra mannsaldra ekki gæti vitað, hvort hlut að eigandi hefði kennt sig við fóður sinn, afa sinn eða annan ættfóður sinn. Hann var frænd- ræknari maður enn flestir aðrir og elsk- aði fóður sinn, en aldrei vildi hann láta systkinabörn sín kenna sig við afa sinn eins og mörgum höfðingjasonura og dætr- um p<t pótti hefðarlegt; enda nefnirekk- ert af börnum hróður hans. Jens rektors Sigurðssonar, sig „Sigurðsson“. Hverjum peim, er heídur minningu Jóns heitins Sigurðssonar í heiðri, verður pví að pykja pað mjög leiðinlegt, að sjá hann nefnd- an í islenzkri bók, sem gefin er út 4 kostnað landsjóðs: „Sigurðsson (Jón)“. Sömuleiðis er pað mjög óviðfeldið, að sjá síra Stefán í Vallanesi nefndan „Ól- afsson (Stefán)“, síx-a Hallgrím, höfund passíusálmanna, „Pjetursson (Hallgrím- ur)“ og sama er um mörg önnur nöfn | íslendinga í tjeðri skýrslu.

x

Fróði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.