Fróði - 29.03.1882, Blaðsíða 2

Fróði - 29.03.1882, Blaðsíða 2
76 78 Xokkuð öðruvísi stendur á með pá landa vora, er hafa verið svo veikir í pjóðrækm eða ístöðulitlir sjáliir, að taka upp ættarnafn, af pví að peir urðu valds- menn, og slíkt pá tíðkaðist meðal slíkra höfðingja, eins og á sjer stað um 2 skáld vor, Bjarna amtmann og Jón sýslumann. Mjer hefir æfinlega pótt leiðinlegt að heyra pessa menn nefnda nöfnum upp á „son“ og pó í jallkonan muni sökum hinna mörgu ágætu kvæða, er peir hafa kveð- ið til hennar, hafa fyrirgefið peim ættar- nöfnin, efa jeg eigi, að peir sjálfir hafa iðrazt pessa hjegóma, og pað er ónær- gætið gagnvart minningu peirra, að stagl- nst á „seir‘ —nöfnunum. Jegvildipvíóska, að herra Jón í næstu skóla skýrslu sinni ijeti oss, sem gjarna viljum halda minn- ingu pessara manna í heiðri, ekki sjá pá nefnda eins og hann gerir í hinni síðustu skýrslu sínni, „Thorarensen (Bjarni)“ „Thoroddsen (Jón)“! Ættarnafnleysingi. Sýslnnefndarfundnr Eynrð- inga var haldinn á Akureyri 22.-25. febrúar, og voru pessi hin helztu mál, er par komu til umræðu: 1. BúnaðarsJcólamálið. Pyrst var rætt um hvort sýsiunefndin kysi heldur að sameina sig vestursýslum amtsins til búnaðarskólahalds, eða jmngeyjarsýslu. J>etta atriði íhugaði nefndin á marga vegu og komst loks að peirri niðurstöðu með samhljóða atkvæðum, að Eyjafjarð- arsýsla sameinaði sig vestursýslunum til skólahalds. J>á var lesið upp frumvarp til reglugjörðar fyrir hinn fyrirhugaða búnaðarskóla á Hólum, samið af Skag- firðingum og Húnvetningum. En með pví að nefndinni pótti ymislegt að at- stiuga við frumvarpið kaus hún 3 menn tii að gera við pað breytingartillögur, og að peim gjörðum sampykkti nefndin frumvarpið pannig lagað. 2. Vegabœtur. Vegagjald sýslunnar er áætlað að verði petta ár hjer um bil 1150 krónur og var ákveðið að verja pví á pessa leið: til bíEÚar .á Ásiáksstaðakýl . . 100 kr. — vegar frá Akureyri að Öxna- dalsheiði . ............... 350 — — vegar frá Akureyri fram í Evjafjörð.................. 300 — — vegar í Svarfaðardal . . . 150 — — - Ólafsfirði .... 50 — — — út frá Ásláksstaðakýl 150 — — ýfisra gjalda................30 — 1130 — , Oddvita var fahð að sækja um styrk til að bæta .póstveg í sýslunni af fje pví, er alpingi lagðj til sýsluvega. |>á var og vakið niáls á pví, hvernig til gengi í sýslunni með hreppavegavinnu, og odd- vita falið að áminna hreppsnefndirnar alrarlega um, að ganga eptir að fyrir- mælum laganna um hreppavegi sje fram- ' fylgft og gefa ár hvert sýslunefndinni skýrslu um, hvað unnið sje að vegabótum á hreppavegum. 3. Leyfi til sveítaverzlunar á Hjalteyri var sampykkt að veita Friðrik bónda Jónssyni á Ytribakka. 4. FisJcisamþyJcJd, er nefndin hafði skrifað sýslunefnd Suðurpingeyjarsýslu um árið 1880, fól nefndin oddvita sín- um að skrifa sýslunefnd Jfingeyinga um að nýju og leita álits hennar um frum- varp, er henni var sent 1880, og hvort henni litist, að kalla fund saman til að ræða um fiskisampykktir fyrir pá, er búa báðum megin Eyjafjarðar. 5. KvennasJcölinn. Um styrktarsjóð handa fátækum námsmeyjum var tekin sú ákvörðun, að verja innstæðu hans, sem er 167 kr. 27 aur., til að kaupa konunglegt skuldabrjef fyrir 200 kr., og skuli pað, er ávantar fje sjóðsins, greiðast af eptirstöðvum kvennaskólafjárins eptir reikningi skólans fyrir 1880—81. Sú á- kvörðun var og tekín, að leggja nýtt járnpak á skólahúsið næsta sumar. 1 stjórnarnefnd kvennaskólans frá fardög- um 1882 til fardaga 1883 voru kosnir: Evgert Laxdal, verzlunarstjóri, Davíð Guðmundsson, prófastnr, Jón Ólafsson, hreppstjóri. 6. Áskorun kom fram frá framfara- fjelagi Saurbæjarhrepps um pað, að fje sje greitt úr sýslusjóði til að kosta bú- fræðing, er ferðist um sýsluna til að segja tii í búnaði. það varð að álitum, að skrifa amtsráðinu og biðja pað að hlutast til um, að búfræðingur fáist til að ferðast hjer um sýsluna næsta sum- ar til pess, að leiðbeina mönnum í bún- aðarefnum, og semja við hann um dag- kaup, er sýslunefudin ætlar að leita til hreppsnefndanna með að borga, eptir pví sem hver hreppur notar hann. Jafnframt biður nefndin amtsráðið að styrkja til pessa fyrirtækis með pví, að borga svo sem svari ferðakostnaði fyrir búfræðinginn hingað til sýslu og hjeðan, ef hann yrði fenginn úr fjarlægð. 7. Frumvarp til laga eða reglugjörð- ar um fjallskil og melrakka- veiðar var fyrst ihugað af premur kosnum mönnum og síðan sampykkt af nefndinni með ýmsum breytingum. 8. Nefndin ályktaði að gjörðaryrðu sampykktirum kynbætur hrossafyr- ir alla sýsluna. Skyldu fyrst sendar í hvern hrepp sam- pykktir Öngulstaðahrepps og Hrafna- gilshrepps til áhta, áður en nefndin rjeði málinu til iykta. 9. Ákveðið var að jafna kostnaði til nýrrar markaskrár pannig aiður, að hver markeigandi greiði 25 aura fyrir sitt mark og 10 aura fram yfir efbrenni- mark sje. 10. Sýslunefndin gerði svolátandi á æ 11 u n um tekjur og gjöld sýslunnar árið 1882: Tekjur: Kr. A. 1. í sjóði við árslok 1881 . 110,99 2. Niðurjöfnun, 8 aur. á hundr. 951,68 1062,66 Gjöld: Kr. ” 1. Til yfirsetukvenna . . 400,00 2. — sýslufunda . . i . 150,00 3. — kvennaskólans . . 100,00 4. Afborgun skuldar við landsjóð 360,00 5. Til óvísra gjalda . . ■ 52,67 1062,67 Yinislegt um Norcg og Norðmenn. Skrifað eptir einum fyrirlestri Guðmundar Hjaltasonar. H. í Noregi er miklu meiri stjetta- munur í manufjel&ginu enn lijer á landi. Bæði klerkar og verzlegir embættismenn líta æði-mikið á sig, og þeim finnst auðsjáanlega, aö þeir standi afarlangt fyrir oían aðra menn, sem atvinnuvegina stunda. En svo er aptur meðal alþýðumanna ekki lítill aðskilnaður milli stjetta. Jarðeigendur eða óðalsbændur þykjast líta mjög langt uiður fyrir sig til leiguliða og smábænda, bændurnir aptur til hjúanna o. s. frv., svo það er líklega fullt eins mikið djúp staðfest milli næstu stjetta í iiefðarstiganum í Noregi, eins og hinna íjarstæðustu hjer á landi. í Noregi er margt af óðalsbændum, sem eiga stórar jarðir eða heii hverfi, og eru í kringum höfuðbólið margar njáleigur, sem leiguliðar óðalsbóndans búa á, og eru þessi hjáleigubændur kallaðir húsmenn, Paö eru lög og gamall siður í landinu, að þessum stóru óðals- jörðum má eigi skipta milli ílciri eig- enda, heldur verður einn óðalsbóndi að eiga hverja óðalsjörð, og erfir elzti sonur hana eptir föður sinn; lá systkin hans ekkert úr henni, en þessi frum- getningur verður að borga syslkinum sínum nokkuð, þegar dánarbúið er ekki að öðru leyti svo stórt, áð þau geti fengið hæfilegan hluta úr því. Bessir óðalsbændur eru nú stjett sjer og áiíta sig standa æði hátt fyrir ofan aðra bóndamenn. Það þykir ótilhlýði- legt og ótækt, að piltur og stúlkaj sem sitt er af hverri stjett, gangi í hjónaband, og blandist svo göfugra stjettarkynið með ógöfugra blóði. En hafi samt einhver úr lægri llokkunum efni og ráð til að læra til prests t d., þá bætir það svo blóðið, að ekki er neitt verulegt móti því, að hann geti fengið prestsdóttur fyrir konu, og svip- aðar kynbætur þessu munu geta átt sjer stað í öllum þessutn einangruðu stjettum. Prestarnir í Noregi eru annars þegar á allt cr litið heiðarlegir menn, reglusamir og skylduræknir í því, að gegna embætti sínu. Þeir eru hafðir í háveguin af sóknarfólkinu, sem vana- lega kallar prestinn föður sinn, „han far“, segja menn alinennt, þegar talað er um prestinn. En prestar reyna

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.