Fróði - 03.04.1882, Síða 4
68. bl.
1 B 6 Ð 1.
1882.
94
reglulega. Óvíða eru stjettir með fram
húsunum, en hlaðið er einatt blautt,
svo menn verða að vaða í forinni.
fegar á allt er litið má segja, að hjá
alþýðu manna sjeu fremur óskemmtileg
húsakynni. Eldbúsið er opt helzta
herbergið á smábýlunum, og þar scfur
og snæðir opt og tíðum allt heimilis-
fólkið, einkum á vesturlandinu. En
austur í landinu er algengast, að bónd-
inn og húsfreyjan matist í herbergi
sjer, en að eins vinnufólkið í eldhús-
inu. þar sofa þá heldur ekki nema
vinnnkonurnar, sem hafa rúmin sín
undir eldhúsborðinu. .Það er þó al-
mennur siður, að á hátíðuin borða hús-
bændurnir í eldhúsinu með vinnufólk-
inu.
Menn eru almennt komnir á fætur
kl. 6 á morgnana, og þá borða menn
fyrst litlaskaltinn, sem menn mundu
hjer kalla. Er þá helzt haft til mat-
ar vatnsblandað ðl og grautur niðri í
frá deginum fyrir. Svo snæða menn
aptur kl. 9 graut eig mjólk og brauð-
köku með, en ekkert smjör er haft meö
hcnni til viðbits. Brauðið í sveitun-
um er þannig, að þaö er ákaflega
stórar en örjtunnar llatbrauðskökur,
ekki þykkri enn pönnukökur, en kak-
an er á aðra alin í þvermál. Sum-
staðar eru þessar kökur hafðar svo
linar, að þær má vefja saman og bfta
gvo, en á öðrum stöðum eru þær hafð-
ar glerharðar og molna niöur, þegar á
þær er reynt. I miðdegismat er all-
opt hafður grautur, sem gerður er úr
súrri mjólk og svo jaröepli og ilesk,
en til kveldmatar er helzt höíð mjólk
eða þá tcvatn. Kalíi er vanalega
aldrei drukkið nema einusinni á helgi-
dögum, þó drekka það sumir heldri
bændur einu sinni eða jaínvel tvisvar
á dag, en vinnufólkinu er þó ekki gef-
ið kaffi frcmur á þeim heimilum enn
annarstaðar á viikum dögum. þegar
á allt er litið, er maturinn ekki svo
lítill að vöxtunum, en fremur Ijettur,
og lítið af íeitmeti og kjötmat. Al-
gengt er að skálar, diskar og spænir
sjeu úr trje. Fyrir stóla eru optlega
hafðir digrir trjebútar, en einatt eru
þeir, og mörg önnur búsgögn úr trje,
með fallegum útskurði. því Norðmenn
eru prýðilega skurðhagir.
Kaupgjald vinnumanna í sveitum
i Noregi er svipað og hjer, þeir fá í
árskaup milli 70 og 100 kr. og opt
ein fjögur föt að auki, eu vinnukonur
fá nokkru hærra kaup heldur enn hjer.
Daglaunamenn eða kaupamenn fá þar
aptur minni verkalaun enn hjer eru
gefin, ekki nema 1 kr—1 kr. 4 0 aur.
um daginn á sumrum.
þjóðbúningur kvenna f Noregi er
hvítt skaut á höfðinu, það erþríhyint
traf úr smágjörvu líni, sem vafið er
um ho/uðið þannig, að það gengur í
boga írá enninu aptur yfir höfuðið og
íellur yfir heröarnar í laglegum bárum.
Svo haia konur silfurbelti um mittið
og kingu á bringu, það er silfurskjöld-
ur skálmyndaður með mörgum hnöpp-
um. Á fötunum eru ymsir glaesilegir
litir.
I gestrisni jafnast Norðmenn varla
við Islendinga, þegar á allt er litið,
enda er örðugra að sýna gestrisni þar
sem þjettbýlt er og umíerð inikil. ís-
Kndingur, sem ferðast um f Noregi,
þarf þó varla að kvíða því, að hann
fái ekki allstaðar góðar viðtökur, því
Norðmenn bera hlýjan hug til íslend-
inga. þó maður komi einhvers stað-
ar og fái gistingu, en þurlega tekið
móti manni, og enginn heiinamanna
tali orð við mann langa hríð, þá má
eiga það vfst, að ef þeir fá þá að
vita, að gesturinn sje Islendingur,
vakna þeir við og verða hinir alúð-
legustu og viðkynnilegustu.
það er mjög skemmtilegt fyrir
Islending, sem kunnugur er fornsögun-
um, að íerðast um Noreg og skoða
hinar gömlu stöðvar forfeöra vorra,
koma í sveitirnar og jafnvel á bæina,
þar sem landnámsmenn Islands og
yrnsir frægir höíðingjar norskir áttu
fyrrum heiina, fara hinar sörnu leiðir
á landi og sjó, sein sögurnar geta urn,
að þeir hafi fariö o. s. frv. það er
þá eins og maður lifi upp þeirra lífi.
Mörg háttsemi fornmanna hefir líka
haldizt óbreytt eða lítið breytt í sveit-
TÁB, OG VON.
Mitt líf er enn sem lokuð rós,
Sem lauga húmtár skær,
Og þráir ylblítt árdagsljós,
Sem eytt þeim tárum fær.
Senn vona’ eg Ijómi ljósið mjer,
Sem lengst mín þreyði önd,
það nemur tárin burt, sem ber
Eg böls á dimmri strönd.
i. n.
Maður er nefndur Lárus Jóhanns-
son, uppalinn í fíúnavatnssýslu. Ung-
ur að aldri gerðist hann sjómaður.og
fór í siglingar Janda í milli. Ilefir hann
verið 8 ár í förum og bafst við í Ame-
ríku tímum saman. 1 haust kom hann
aptur til Islands. Kom hann inn á lsa-
fjörð. Stefndi hann þegar sainan fólki
og hjclt ræður fyrir því uin kristna trú,
guðrækni og góða hegðun. Eptir að
bafa prjedikað fyrir ísfirðingum tvis-
! var eða þrisvar, fór hann austur í Húna-
vatnssýslu og talaði þar fyrir fólki
bæði í kirkjum og á íleiri stöðum. þá
fór hann yfir Skagafjörð, oían í Ól-
afsíjörð og inn í Eyjafjörð, allt fram
að Muukaþverá, kirkju frá kirkju, og
hjelt daglega ræður. Á Akureyri dvaldi
hann 8 daga, og á hverjum degi hafði
hann sálmalestur og sálmasöng í kirkj-
unni, las þar langa pistla úr biblíunni,
hjelt kristilegar fortölur og bænagjörð-
ir. I kvennaskólanum hjelt hann ræð-
ur og eina í Möðruvallaskólanum. Nú |
ætlar hann til Keykjavíkur og þaðan
96
tii Ameríku í vor, en sjálfsagt mun
hann áður flytja ræður fyrir Reykvík-
ingum. 1 Ameríku befir maður þessi
verið f kirkjufjelagi, þar sem tíðkast
að alþýðumenn prjediki sein prestur
og áminni aðra, þegar þeir finna sig
færa um það, og bafa hvöt til þess,
og hcfir haun nú viljað gefa lönduin
sínum sýnishorn af sííku trúarlífi.
A u g I ý s i n g.
Af því fje, sem í fjárlögunum fyrir
árin 1882—83. 10. gr. 4. er veitt til efl-
ingar búnaði, mun eptir því, sem venja
hefir verið hingað til 4000 kr., hvort árið
falla til Norður- og Austuramtsins, þannig,
að landshöfðinginn samkvæmt fyrirmælum
fjárlaganna útbýtir þessari upphæð eptir
tillögum amtsráðsins, að hálfu eða 2000
kr. milli búnaðarfjelaga og búnaðarsjóða.
Á fundi sínum 7. þ m. befir amtsráðið
ályktað, að fylgja á þessu yfirstandanda
ári hinni sömu grundvallarreglu sem á
árinu 1881, að hvert þeirra búnaðarfje-
laga, sem hjer eru í amtinu, fái eptir
því meiri eður minni styrk, sera fjelagið
framkvæmir á árinu meir eða minna af
þarílegum og varanlegum jarðabótum, og
auglýsa í blöðunum fyrir fram þær regl-
ur, sem amtsráðið mun byggja tillögur
sínar á um útbýting styrktarfjárins, og
eru þær fyrir þetfa yfirstandanda ár eins
og hjer skal sagt:
1. Eigi skulu aðrar jarðabætur taldar í
skýrslunum, er fylgja bónarbrjefum fje-
laganna um styrk af þeirri fjárveiting,
sem nefnd var, en þær einar, er fje-
lagsmenn vinna sem fjelagsmenn, og
því eigi þær, er þeir vinna utanfjelags,
svo sem áskyldar jarðabætur leiguliða
í byggingarbrjefum þeirra o. s. frv.
2. Nákvæmlega skal lýst jarðabótinni,
bæði hvernig hún sje og hvernig henni
sje háttað, svo sem hvað háir og breið-
ir garðar, brýr, girðingar sjeu að meðal
tali, eða skurðir djúpir og breiðir; úr
hveriu efni girðingarog brýr sjeu byggð-
ar, hvernig sljettað sje t. d., hvort
með plóg eður spaða, hvort undir sje
borib grasrótina o. s. frv.; hve margar
dagsláttur eða ferfaðmar sjeu gerðir
að flóðengi með þeim eður þeim flót)-
görðum o. s. frv.
Metið skal, hve mörg gild dagsverk
jarðabótin sje, og sem sönnun um
áreiðanlegleik dagsverkatölunnar skal
íylgja með vottorð frá hreppsnefndar-
oddvita eða tveimur valinkunnum
mönnum.
4. Skýrslur þessar ásamt bónarbrjefum
fjelagsstjórnanna skulu komnar til for-
seta amtsráðsins fyrir 10 sept. næst-
komanda.
Skriístofu Norður- og Austuramtsins 10.
marz 1882.
J. Havsteen
settur.
um Noregs til þessa dags, og ergain-
an að athuga slíkt.
Utgel'andi og prentari: Björu Jónsson,