Fróði - 14.04.1882, Blaðsíða 4

Fróði - 14.04.1882, Blaðsíða 4
70. bl. F R Ó Ð 1. 1882. 118 og kvöldlestrana úr bibiíunni. Jeg hef látið ryöja salthús á hverju iaugardags- kvöldi, og er þar nóg rúm fyrir þús- undir manna. Einu sinni hlaut jeg aö prjedika undir berum himni, og ööru sinni f hálfreistu húsi; maöur má eigi vera hræddur viö súg. Margir Islend- ingar skilja norsku og koma því til messu. f gærmorgun lagöi jeg út af Matth. 5. 20., og f gærkveld las jeg kaíla úr kirkjusögunni. Eptir messu íjekk jeg alla útgeröareigendur hjer í liröinum til þess, að leggja allar deil- ur út af fyrirdrætti á síld í 5 manna gjörð, og kjósa málsaðilar 2 hvor, enn hinn 5. gjöröarmenn sjáliir; skulu þeir hafa lokiö gjöröinni á vetvangi áöur 2 sólir sjeu af himni, eptir aö málið er lagt í gjörð. Allir útgerðareigendur, er við voru, samþykktu þetta. íljer austanlands er í ár illur kurr í Islendingum til Norömanna, og valda því að líkindum þorskveiðarnar. Helzti atvinnuvegur Islendinga hjer eru þorsk- veiðar, og öfunda þeir því Norðmeun, er veiða betur, aí því þeir hafa betri veiðarfæri, og túlka þetta svo, aö þeir spilli veiöi fyrir sjer. Annars fær eng- inn leyfi til aö veiða hjer, nema hann hafi leyst íslenzkt borgarabrjef, og íylgir því aptur sú skuldbinding, aö hafa búsetu í landinu. Hinir norsku fiskiroenn lifa því hjer sannkölluðu „ný- bvggjara llfi“. Þegar síldarlaust er, fást þeir viö að höggva grjót, múra og byggja hús o. s. frv., og cr þann- ig eigi alllítiö starfaö hjer. Fyrir því íer allt fram með meiri reglu meöal íiskimanna en í noröurverum Noregs, þar sem þeir liggja í Jandi vikum sam- an aðgeröalausir, er þeir bíöa síldar- göngu, og taka þá til ymiskonar miöur Leppilegra úrræöa aö stytta sjer stund- ir. Hjer er unnið svo aö segja nótt sem dag, svo að hinar stuttu hvíldar- stundir eru hjartanlega velkomnar fiski- inönnum. faö má því heita furða, að hskimenn skuli þó hundruðum sarnan sækja messu fyrri hluta sunnudags. Auk annanna er það peningaskorturinn, sem stuðiar mjög svo aö reglubundnu lífi hjer. Veiðina stunda fjelög, er hafa hvert l'yrir sig útbúið fiskimenn sína; eru þeir flestir ráðnir upp á fasta mánaðarpeninga og lága premíu af veiðinni. Mánaðarlaunin hefja við- komendur á skrifstofunum, en premían ere igi útborguö fyr enn lieim er komið. Hjer eru því eigi teljandi peningar þeir, er menn hafa handa í milli, í saman- buröi viö það, sem er í myöurverum (Noregs), þar sem síldin er seld og borguð optlega þegar í staö, og fiski- mönnum goldin Iaun sín á staðnuin. Til söltunar eru notaðir margir Islendingar og hafa góð daglaun. Þaö væri óráð fyrir verzlunarmenn, að ætla sjer að byggja verzlun á viðskiptum við fiskiinenn hjer. Þetta kemur og heiir. við bókaverzlun mína. Jeg get iengið tækifæri til að gefa svo roargar bækur sem jeg vil, en selt get jegfáar. 119 Síldin er nú að ganga inn i fjörð- una og veröur fagnaö af hjarta. í firði þessum iiggja nú sem stendur 23 nætur, og á hverju kveldi kl. 4—5 róa fiskimenn aliir út, og úir þá og gróir af bátuin. Jeg sagöi fyrir skemmstu viö „uotabassa*: sÞiö eruð eins og rándýriu, er sofa um daga, en lara til veiða um nætur“. Nokkuð af síld veiöist nú á nóttu hverri, og reynd- ir veiöimenn segja, aö veiöilega ltti út. Islaud er fáskrúðugt til landsins, en auðugur sjór og firðir. Ilúsin eru flest byggð úr torfi og grjóti, og sökkt að iniklu i jórðu niður, til þess uuut sje aö standasl vetrarkuldanu. Kirkjuruar eru litlar og Ijelegar í fjörðum þessum, engir barnaskólar, og engir kennarar; samt sem áður kann nálega bver íslendiugur að lesa og skrifa, og fornsöguruar eru lesn- ar kappsamlegar bjer enn víöast i Noregi. þessarar upplýsingar afla þeir sjer á hin- um mörgu og löngu vetrarkvöldum, þar sem hver karlrnaður iiggur þá venjulega aðgerðalaus heima á fleti sínu, en kvenu- fólkið er að spinna, vefa, prjóna o. s. frv., einmitt hið forna heimilislíf norðurlanda- þjóða! þeir hafa margt fje og marga hesta, en fáar kýr. Áburð bera þeir eigi á jörðina, eins og vjer, til að fá gras, heldur þurka hann og hafa til eldsneytis. Landið er skóglaust með öllu, og mómýr- ar eru að eins á stöku stað. Ullina, sem er hin helzta vara þeirra, taka danskir verzlunarinenn í skiptum fyrir útlenda vöru, þarfa eður óþarfa. Verðið kveða verzlunarmenn sjálör upp, nokkrum mán- uðum eptir að ullinni hefir verið veitt inóttaka og skipað út, með öðrum orðuin, þegar búið er að selja haua í Danmörku eður Englandi. Á þenna hátt þurfa kaup- menn eigi að óttast tap á verzlun sinni. Peningaverzlun innanlands er mjög lítil. Hjer í firðinum er ágætur prestur. Hann hefir verið 6 ár í Ameríku, og kom heim í fyrra, snauðari enn þegar hann fór, sagði íslendingur dag nokkurn, og var auðheyrt af þvi, að hann hafði eigi gott auga á Ameríku. Kirkjulífið er hjer dauft. Fáir fara til kirkju — hún rúmar að eins 40—50 manns, og f kirkjufjelaginu er ekkert gert. Margir prestar eru mjög falækir, en margir eru vel lærðir. Söfn- uður nokkur hjer um slóðir hafði haft sama prest í 40 ár, en hann dó f fyrra. Sonur hans, sem hafði siðustu árin þjón- að embættinu, sótti um brauðið. Hann var í miklu uppáhaldi hjá sóknarmönuum, en fjekk eigi brauðið. Sá er hreppti var í alla staði heiðvirður maður, og ekk- ert var út á hann að setja, en honum var tekið á einkennilegan hátt. Daginn sem hann kom var uppboð haldið á prest- setrinu eptir hinn látna, og var allur söfnuðurinn þar saman kominn. Tóku þeir sig þá til allir, og heilsuðu upp á nýja prestinn með því, að segja skilið við ríkiskirkjuna, að undanteknum 5 heimil- um í sókninni. Málið er nú í höndum alþingis*. 120 þó brjef þetta frá hinum norska manni sje ( sjálfu sjer eigi rujög merki- legt og innihaldi nokkrar missagnir í því, er að íslandi lýtur. þá er nauðsynlegt að gefa við og við gætur að því, sem útlend- ir menn skrifa um oss. Ritst. Akureyri 14. apríl. Sunnanpóstur kom í morgun, eptir 14 daga ferð frá Reykj,avík. Érá út- löndutn eru helztu frjettir: Veðurátta hin blíðasta í vetur á Norðurlöndum og í allri Norðurálfunni. Korn að falla í Danmörku, og fleiri(vörur,enda fjell korn, kaffi og sykur í _ Reykjavík, eptir að póstskip kom. íslenzkar vörur seldust tremur vel erlendis í vetur. — Sama ó- standið á Rússlandi; Nihilistar annars- vegar með hótanir og ósvífni. Lögreglu- stjórnin hinu megin með rannsóknir og málarekstur. Gyðingaofsóknir hafa og verið þar suður í landi. — Uppreist hefir orðið í Dalmatiu og Herzegovina móti Austurríkismönnum út úr því að Aust- urríkisstjórn hefir viljað láta íbúa þess- ara hjeraða greiða skatt til hers, en þeir hafa áður verið lausir við þess háttar á- lögur. — Gambetta, sem varð ráðaneyt- isforseti Erakka í haust, sagði af sjer í febrúar í vetur fyrir það, að hann kom eigi fram breytingum á kosningarlögum til þingsins. Freyeinet tók við. — Óeirðirnar engu minni í írum í vetur enn áður, og Englendingar í vandræðum með þá. — Samkomulagið á þingi Dana í vetur ekki betra enn í fyrra. Mest hefir verið deilt um það, að stjórnarsinnar vilja fá 60 milíónir króna til aðvíggirða Höfn, en bændavinir vilja eigi leggja einn eyrir til þess. — 8. des. varð það slys í Yínarborg, að eitt af hinum stærstu leikhúsnm þar, (Ringtheater) Hringleika- húsið, brann. Kom eldur upp rjett í því að byrja átti að leika, voru áhorf- endur allir inn komnir og í sæti seztir, sló felmstri miklu á fólk allt, þyrptust menn sem mest máttu til dyra, . en tróðust þar saman í eina bendu, og varð ekki út komu auðið. Ljezt þar fjöldi fólks. — Próf i l'ógvísi tóku tveir íslending- ar í Höfn í vetur, Jón Jensson með 1. einkunn, og Guðlaugur Guðmundsson með 2. einkunn. — Hof í Vopnafirði erveitt Jóni pró- fasti Jónssyni á Mosfelli í Grímsnesi. — Kaupskipið Ingiborg til Möllers og Laxdals liggur út á firði og kemst eigi inn hingað fyrir lagís. Auglýsingar. UPPBOÐSAUGLÝSING. Kunnugt gjörist, að miðvikudag þ. 10. maím. kl. 10. f. m. verður að Saurbæ i Eyjafirði haldið opinbert uppboð til að selja kýr, hross, sauðfjenað og ymislega búshluti. Skilmálar fyrir uppboði þessu verða auglýstir uppboðsdaginn. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu 11. apríl 1882. S. T h oraren s e n. Undirskrifaður kaupir flestar tegundir eggja, ef þau eru ný og óskemmd. Fyr- ir hvert VALSEGG borga jeg 4 krónur. Húsandir og gráandir n ý j a r verða keyptar með hæsta verði. Oddeyri 10. apríl 1882. J. V. Havsteen. Útgefandi og preutari: Björa Jónsson.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.