Fróði - 25.04.1882, Blaðsíða 4
130
131
132
Kjósarsýslu hefir álitið, að engin laga-
skylda hvildi á sýslusjóði til að kaupa
embættisbækur handa hreppstiórunum,
því reglugjörð landshöfðingja lyrir hrepp-
stjóra væri engin lög lyrir sýslunefndir,
og úr sýslusjóði gæti eigi annað orðið
greitt en það, sem annaðtveggja er skip-
að rneð almennum landslögum, eður pað,
sem veitt er af fulltrúum sýslunnar,
sýslunefndinni, á löglegan hátt, með öðr-
um orðum, að enginn uema löggjafarvald
landsins og sýslunefndin hafi neítt fjár-
veitingarvald af sýslusjóði.
En hvorki landshöfðingi nje amtmað-
urinn sunnan og vestan eru á þessu
máli, þeir álíta bersýnilega, að lands-
höfðingi , og hver veit hvað margir
fleiri, geti lagt álögur á sýslusjóðina í
landinu. þetta sýnist mjer vera órjett
skoðun og háskaleg skoðun fyrir sjalf-
stæði og frelsi sveitarfjelaganna. þó eigi
sje í þessu einstaka tilfelli um mikið Ije
að ræða, þá er sannarlega um mjög inik-
ilsverða almenna grundvallareglu að ræða.
Ef iandshöfðingi hefir vald til að veita að
fornspurðri sýslunefnd fáa aura eða krón-
ur úr sýslusjóði, þá hlýttir hann að hafa
vald til að veita svo mikið fje sem hon-
um gott þykir, og Ijái sýslunefndirnar
fangstaðar á sjer i hinu smáa, þá mun
erfiðara siðar að afstýra stærri álögum.
sem landshöfðingi kynni síðar að leggja
á sýslusjóðina eptir geðþekkni.
I röksemdaleiðslu sinni fara þeir
landshöfðingi og amtmaður þannig að.
þeir segja : 1. Sveitastjórnarlög-
in geraráö fyrir, að lands-
höföingi gefi út reglugjörð
fyrir hreppstjóra. — það er
sannleikur. — 2. Ákvörðuu um
kostnað við embættisbækur
hreppstjóraá heima í s 1 i k r i
reglugjörð. — Má vera. — 3. Á-
k v ö r ð u n þ e s s i k e m u r e k k i i
bágavið neinar lagaákvarð-
a n i r. — Veil ályktuD. Sa hluti ákvörð-
unarinnar, að hreppstjórar fái bækur sín-
ar borgaðar, er óaðtinnaniegur, en hinn
hlutinn, að sá eða sá sjóður skuli greiða
borgunina, er ekki rjeltur nema því að
eius, aö sa, sem skipar fyrir um borgun-
ína, hafi ráð yfir því fje, sem hann vís-
ará. 4 þessi ákvörðunlands-
höfðingja hefir því fullt
lastagildi. — Röng ályktun. — ö.
þvimábeita þvingunarsekt-
umgegn sýslunefndunumtil
þess að fá þær til að hlýðnast
því, að borga embættisbækur
hreppstjóra úr sýslusjóði. —
Mundi eigi slíkt mega heita harðstjórn,
þegar allt er þannig i garðinn búið?
Einhver kynni að vilja til færa það
sem einskonar málbætur, að landshöfðingi
hali eigi haft neitt annað fje að vísa á
en sýslusjóðina; en það eru ónýtar við-
bárur. í staðinn fyrir að valdbjóða þetta
amtssjóðum, sýslusjóðum eða hreppsjóð-
um, sem landshöfðingi hefir ekkert vald
til að veíta fje úr, var honum bæði rjett
og hægt, annaðhvort að taka bókaverðið
úr landsjóði af fje því, sem ætlað er til
óvísra útgjalda, eða leggja íyrir alþingi
lagafrumvarp um þetta efni. IJreppstjóra-
reglugjörðiu er gefin út i apríi 1879, en
í júlí og ógúst sama ár var alþingi saman
komið, og svo í annað skipti næstliðið
sumar. Mier þykir sannarlega undarlegt.
að jeg ekki segi ískyggilegt, að þannig er
sneitt hjá að lara þa vegi, sem auðsjá-
anlega eru riettir, löglegir og sjállsagðir,
en sá vegurinn farinn, sem líklegastur er
til ills.
Reykjavílí 27. marz.
Veturinn hefir verið mjög umhleyp-
ingasamur, úrkoma af regni og snjó
fjarskaleg. Á sjó hefir ekki gefið við
Faxafióa nema að eins nokkrum sinn-
um síðan fyrir jól. Allvíða er orðið
mjög tæpt með hey og lítur jafnvel út
fyrir felli sumstaðar, eða að skepnur
gangi illa undan, ef peim verður jhaldið.
Ástandið er pví kvíðvænlegt, enda pótt
góður bati komi um sumarmálaleytið. —
Bæjarstjórnin hjer í íteykjavík hefir nú
ákvarðað, að láta byggja nýtt barnaskóla-
hús; á pað að vera steinhús tvíloptað og
standa par sem nú er gamla barnaskóla-
húsið, er rifið verður. Einnig hefir
hreppsnetndin í Seltjarnarneshreppi í á-
formi, að byggja í sumar nýtt barna-
skólahús, sem einnig á að vera af steini
og standa nálægt Mýrarhúsum á Val-
hússholtinu. Er par fagurt útsýni, og
pað sem ef til vill er enn meira í varið
er pað, að grjótið í veggina er par allt
við höndina, svo naumast parf að flytja
nokkurn stein lengra enn 10 íaðma.
Hjer hefir venju íremur verið mikið
um skemmtanir í vetur, bæði sjónleiki og
söng , sem að nokkru leyti má lesa í
blöðunum hjeðan, en pau hafa pó ekki
getið pess, sð söngfjelagið „Harpa“ söng
hjer 4 kveld hvert eptir annað á „Hotel
Alexandra". Buðu peir fjelagar bæjar-
mönnum og ymsum aðkomandi par til
sín, og mun nálægt 150 manns hafa ver-
ið par livert kveldið og notið ókeypis
pessarar ágætu skemmtunar. Söngnum
stýrði herra Jónas Helgason, formaður
og kennari fjelagsins. Voru par sungin
alls 20 lög hvert kveldið, öll hin feg-
urstu og eptir fræga höfunda. Söngur-
inn byrjaði kl. 8 og endaði kl. 10'A. Var
petta hin bezta skemmtun og sögðu
menn, sem gott vit höfðu á, að betri söng-
ur hefði eigi heyrzt á pessu landi.
ÆTTJARÐARÁSTIN.
Elska, vinur, ættjörð þína
Æ, og vertu henni trúr,
Gæfan mun þá glatt þjer skína
Gegnum hverja þrautaskúr.
Ættarlandsins ástin hvetnr
Andann nýtra starfa tii;
I því hjarta’ er ís og vetur,
Er ei hennar vermist yl.
Hver, sem land sitt elskar eigi,
Ei sjer kýs að vinna því,
Og að liðnum æfidegi
Osæmdur leggst foldu í,
Ná hans grætur enginn yfir,
Enginn hróður minnist hans.
Virðing hins og hróður lifir,
Ileill er jók síns ættarlands.
i. n.
GUÐLEYSI GAMBETTU.
(Luthersk Kirketid. nr. 15, bls. 143—144).
Garnbetta hefir eigi alls fyrir löngu
haldið ræðu, þar sem hann kallar kennslu
í trúarbrögðum gróðrarstíu heimsku, trú-
arofsa, kæringarleysis fyrir ættjörðu og
siðleysis. «þar sem verzleg kennsla legg-
ur sig fram um, að uppala menntaða,
kostgæfna og umburðarlynda borgara, legg-
ur trúarbragðakennslan kapp á það eitt,
að búa til lata, fávísa og ofstækisfulla
munka. það er að eins ein trú fyrir
lýðveldið, s ky n s e m i s tr ú i n. Hið
æðsta ætlunarverk vort er í því fólgið, að
glæða skilningsgáfuna eða mannvitið hjá
hverjnm manni. það er vor trú, mennt-
unarinnar trú. IJ i ð háleita orð trú
(Religion) þýðir í rauninni ekkert
annað enn band það, er tengir
mann við mann, og kemur því tilleið-
ar, að hver maður heilsar sfnum eigin
verðleika í verðleika hins, og grundvallar
rjettinn á sameiginlegri virðingu fyrir
frelsinu*.
Prófessor Paul Bert, er hjelt ræðu
næst eptir Gambettu, — og sem Gam-
betta hafði gefið í skyn að hann mundi
taka sjer að kirkju- og kennslumálaráð-
gjafa — mælti meðal annars: «Mannfje-
iagið nálgast hinar siðferðislegu framfarir
að sama skapi og það fjarlægist trúna».
Af þessu sjá menn, að það er eigi
að eins kaþólskan, sem Gambetta vill
rífa niður, — sem þó blað hans «Stefna
heimsins» lætur í veðri vaka. Hann vilt
eigi heyra nefnda neina trú á Guð, þar
sem hann gerir trúna að eins að bandi,
er tengir mann við mann. flann neitar
allri opinberun, þar sem skynsemistrúin
ein á að vera trú lýðveldisins. Á líkan
hátt hugsuðti Frakkar í stjórnarbyltingunni
fyrir aldamótin, þegar þeirsettu skynsem-
isgyðjuna á altarið.
■þ 22. p. m. ljezt hjer í bænum Olaf-
ur Sigurðsson, söðlasmiður, 56 ára
gamall. Hafði hann búið hjor um
25 ár og ávallt verið með hinum
uppbyggilegustu borgurum. Hann var
vel að sjer í iðn sinni og var pví mjög
sótt eptir smíðutn hans. Hann var hið
mesta ljúfmenni, og fiestum mönnum vin-
sælli. Hann var mesti ráðdeildar og
reglumaður og pví allvel fjáður, og hjálp-
samur var hann við aðra. Hann var
alla æfi ókvæntur.
Augiýsingar.
— þeir, sem hjer eptir fá meðul hjá
mjer, verða að borga þau í peningum út
í hönd. Glæsibæ, 19 —4.—82.
Árni Jónsson.
— Kunnugt gjörist: að miðvikudaginn
þ. 3. maímánaðar kl. 10 f. m. og næsta
dag á eptir verður á Akureyri haldið op-
inbert uppboð til að selja: borð, stóla,
«sopha», skápa, rúmstæði, rúmföt, kistur,
koffort, kassa, smíðatól, leirtau, kaffimask-
ínur og könnur úr eir og látúni, potta,
tunnur, kristalsflöskur og glös, fallegar
veggjamyndir og stóra spegla, bækur og
margt fleira, tilheyrandi kaupmanni J. G.
Havsteen.
Skilmálar fyrir uppboði þessu verða
auglýstir uppboðsdaginn.
Skrifstofu bæjarfógeta
á Akureyri, 18. apríl 1882.
S. Thorarensen.
Ótgefaadi og preutari: Björn Jínsson.