Fróði - 22.08.1882, Síða 1

Fróði - 22.08.1882, Síða 1
81. blað- AKUREYRI, þRIÐJUDAGrlNN 22. ÁGÚST 1882. (Jm brádbyrgrðalogin. 1 „Fróða“, tölubl. 76., er „Aðfengin grein“ um bráðabyrgðalögin (16. febr. 1882), sem mjer virðist að ekki sje van- pörf að gjöra nokkrar athugasemdir við. Höfundurinn er hvað eptir annað að geta í vonirnar, hver pað sje, „sem hefir stuðlað að útgáfu þessara nýju bráðabyrgðalaga“. Reyndar má á sama standa, hver það er, en at því jeg vil ekkert pað gera, er jeg eigi vil gangast við, þá skal jeg láta hann vita, að jeg var hvatamaður þess; en það gerði jeg vegna þess, að mjer fjell illa, að landið skyldi líða fjártjón fyrir gáleysi mitt, og ann- ara, en á hinn bóginn sá jeg ekki, og sje ekki enn þá, nokkurn pólitiskan háska fyrir landið geta leitt af bráða- byrgðalögum þessum. Höf. segir: „að enginn hafi rjett á að segja“, að það „hafi eigi verið tilœtlan þingsins, að sá fiskur, sem veiddist frá 1. sept. til 30. des., skyldi vera laus við spítalagjald og útflutningsgjald“. Hann getur þó víst ekki sýnt nokkur- staðar í umræðunum um málið eitt ein- asta orð, er bendi til þess, að þingið rildi að s'ldarveiðin síðustu 4 mán. árs- ins væri alveg leyst undan gjaldi. það var einmitt tekið fram, að breytingin við stjórnarfrumvarpið, væri einungis gert til þess, að koma í veg fyrir að tvenn gjöld væru tekin af sama afla, en ekki var minnst á það, að tilgangurinn með breytinguna væri sá, að afnema gjald af síld eða annari veiði lítinn tíma árs, enda mundi hún þá ekki hafa orðið langlíf. J>að virðist líka stríða á móti heilbrigðri skynsemi, að þingið hafi ætlazt til, að síldarveiðarnar skyldu vera gjald- fríar fjóra mánuði ársins, einmitt með- an veiðin var mest, en heimta gjald af öllum öðrum aflaá sama tíma, og af síldinni bæði fyrir og ept- ir. Jeg er viss um, að hver og einn þing- rnaður er svo samvizkusamur, að svara þvi neitandi, ef hann væri spurður að, hvort hann með atkvæði sínu hefði ætlazt til að síldin væri leyst undan öllu gjaldi þennan litla tíma. Sannleik- urinn er: að hver einstakur þingmaður hefir ekki ætlað að leysa síldina undan gjaldi í íjóra mánuði, og þá um leið ekki heldur þingið í heild sinni, þó at- kvæði og úrslit yrðu því gagnstæð. 011- um getur yfirsjezt í daglegu lífi, og því skyldi þingið ekki geta verið sama breiskleika háð, einkum þegar jafnmikið er að gera eins og þar er stundum. fað er ekki til neins að breiða yfir það, að þingið hefir þurft að breyta lögum sem gerð voru næsta þing á undan, er sýnir að því getur skjátlast. Rjettast er að vera hreinskilinn og segja hverja sögu sem hún gengur, það er bezt fyrir höf. að fylgja þeirri reglu, og ekki láta sjer þykja minnkun að því, þó hann ef til vill sje þingmaður sjálfur. Samkvæmt 11. gr. Stjórnarskráar- innar hefir konungur leyfi til að gefa út bráðabyrgðalög milli þinga, þegar brýna nauðsyn ber til. í þessu máli hefir honum sýnzt vera brýn nauðsyn, fyrst lögin voru gefin út, en um þá nauðsyn eru misjafnar skoðanir; jeg álít að hjer hafi verið fullkomin nauðsyn. þegar ná- lægt 30,000 kr. af tekjum landsins voru í veði, en höf. álítur eigi að svo sje, hann er örlátari á fjenu enn jeg, en um þetta er ekki vert að þræta, báðir hafa jafnan rjett til að halda sinni skoðun í þessu efni; þing og þjóð verður síðar að skera úr hvort rjettara er. það er sjálfsagt, að væru einhver rjettindi lands- ins í hættu, ef lögin væru samþykkt, þá væri óefað rjett að vernda þessi rjett- indi, en sleppa fjenu; en jeg sje ekki þessa hættu. Bráðabyrgðalögin hafa gildi að eins f'yrir 4 mánuði, sem þegar eru liðnir, og fara ekki fram á nokkuð annað enn það, að lög þau, sem alþingi samdi 1872, og g i 11 hafa n æ s 11. 11 ár, skuli hafa s am a gildiog á ð u r, ý j 'o r u m mán. lengur enn lögin frá 4 nóv. f. á. ákveða. Innihald laganna getur því ekki verið skaðlegt fyrir landið í heild sinni, og ekki heldur fyrir hvern einstakan, fremur enn hver önnur ný lög, sem annaðhvort auka skatta eða ákveða ný gjöld, en hvort breytincin er gerð á fjögra mánaða eða fjögra ára fresti sýnist mjer að vera jafnmikill rjettarmissir fyrir viðkom- endur. Að bráðabyrgðarlögin 16. febrúar geti orðið orsök tíl þess, að önnur ó- þörf eða landinu skaðleg bráðabyrgðalög verði gefin út, er svo hlægileg og lítils- verð ástæða, að jeg vil eyða sem fæstum orðum þar um. J>essi bráðabyrgðalög eru ekki þau fyrstu sem komið hafa, því síðan 1875 hafa þrjú önnur verið út gefin, lög 21. febr. 1877, 21. febr. 1879 og 24. apríl s. á.; líklega kemur það þó engum til hugar, að þessi eldri bráðabyrgðalög hafi fætt af sjer þessi yngstu lög, eða að þau hafi til orðið af þeirri aðalástæðu, að önnur bráðabyrgða- lög voru komin á undan; en svo ætti það þó að vera, eptir þeirra hugsun, sem álíta að optnefnd bráðabyrgðalög verði hvöt og orsök til útgáfu annara bráðabyrgðarlaga síðar. Konungur hefir vald eptir stjórnar- skránni til að gefa út bráðabyrgðalög, og það vald notar hann sjálfsagt þegar hann vill og honum þykir nauðsyn til- bera, hvorki síður nje frekar fyrir það hvort þessi efnislitlu bráðabyrgðalög verði samþykkt eða ekki. Getur nokkrum komið til hugar, að konungur þori ekki að gefa út bráðabyrgðalög innan þeirra takmarka sem stjórnarskráin leyfir, ef hann vill fá einhverju framgengt milli þinga? Og er það ekki öllum ljóst, að hættan er þá ekki svo mikil hvað snert- ir þau lög, sem gilda eiga fyrir lengri tíma því það er jafnan á þingsins valdi að samþykkja þau ekki, þegar það á- lítur þau eigi á nægum rökum byggð, ónauðsynleg eður skaðleg. þ>að er álit margra að þinginusje óvirð- ing að því að staðfesta bráðabyrgðalögin ; en jeg sje ekki að svo sje. Konungur sem hefur annan helming löggjafarvaldsins samþykkti lögin 4. nóv. 1881, svo þá má segja, að eigi hafi verið minni niður- læging fyrir Hans Hátign og fyrir ráð- gjafann en það er fyrir alþingi að nefnd- um lögum var breytt eptir þrjá mánuði; ef menn á annað borð vilja kalla niður- læging í því fyrir einstakan mann, eða hið opinbera, að leiðrjetta sem fyrst, það sem liefir yfirsjest. Jeg fyrir rnitt leyti álít niðurlægingu í því að láta sjer yfirsjást, en enga í þvi, að leiðrjetta það sem afiaga hefur farið. Hver er munur á, hvað virðing manns eða þings snertir, að breyta lögum eptir 3 mán. eða 24 mán.? — pað hefir opt komið fyrir eins og áður er sagt, að alþing hefir þurft að breyta spónnýjum lögum, og ekki þótt nein niðurlæging í því. (Niðurlag). (íin liallæri eptir Alexander Bjarnason. í 14. bindi Lærdómslistafjelagsrit- anna er löng ritgjörð eptir Hannes bisk-

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.