Fróði - 19.12.1882, Blaðsíða 3
1882.
I R Ó Ð 1.
90. bl.
355
356
357
I
í
Gilsfirði nokkuð langt frá heimili mínu.
Fátækramálum er pannig hagað: peim
sem hjálpar purfa, er skipt niður á bæ-
ina á hverju hausti, og hefir hver bóndi
eptir efnahag sínum einn eða fleiri ó-
maga að sjá fyrir. Á peim bæ er jeg
var, voru tveir slíkir ómagar, annar var
gömul kona, sem var krypplingur, en
hinn var ung stúlka á aldur við mig.
Foreldrar pessarar stúlku höfðu mikla
ómegð. Faðirinn var hraustur og mik-
ilfenglegur, en konan var mesta óhemja.
Sökum pessa varð að sundra lieimilinu
og koma öllu saman fyrir. |>að, sem
faðirinn inn vann, sem ekki var alllítið,
pví að hann fjekkst við smíðar, gekk í
meðgjöf með börnunum. Stúlkan, sem
áður er getið, varð nokkurs konar fóst-
ursystir mín. Yið drukkum úr sama
bolla, borðuðum úr sömu skál, höfðum
föt úr sama efni, vorum bæði höfð til
alls konar vikavinnu, sóttum ýmist hest
út í haga eða kindur, eða við sóttum
vatn i lækinn, eða færðum fólkinu mat-
inn út á engi; í stuttu máli, við vorum
allt af á ferðinni fram og aptur eins og
vefaraskytta. Á veturna sátum við að tína
grös eða kváðumst á vísur og kvæði, og
eiga nú pegar nokkur peirra að koma-
út í fyrsta sinni i Clarendon prentsmiðj-
unni. Enginn á heimilinu ljet barnið
nokkru sinni finna, að pað væri hrepps-
ómagi. Mörgum árum síðar, pegar jeg
kom aptur til íslands, var stúlka pessi
orðin fullvaxin kona, gipt góðum manni
og í góðum efnnm. Og petta er, ef til
vill, betri tilhögun fyrir pjóðfjelag, sem
hefir sína einföldu siði, heldur enn hið
tígulegasta ómagahús, sem nokkru sinni
hefir verið reist.
En pað er einn ófögnuður á Islandi,
sem, ef til vill, er verri enn hungursneyð,
og sem jeg vil minnast á áður enn jeg
lvk máli mínu. í seinasta skipti er jeg
var í Kaupmannahöfn, fór pað engan
veginn dult meðal landa minna, að Is-
lendingar, sem höfðn komið til háskól-
ans og farið með sig á drykkjuskap eða
öðru, fóru venjulega heim til íslands,
pegar engin von var um, að peir næði
nokkurri framför. J>eir fóru svo á presta-
skólann í Iteykjavík og voru síðan prest-
vígðir og sendir út til hinna fátæku út-
kjálkasókna til pess að verða sálusorg-
arar manna. J>að má geta nærri hvern-
ig siðferðis-ástandið muni vera hjá fólki
á pessum afskekktu stöðum. par sem
slíkir menn eru hirðar safnaðanna. Mjer
kemur í hug orð eptir skáldið Henrik
Ibsen. I einu leikrita hans kemur upp
hungursneyðar-kvein við líkt tækifæri og
hjer, og höfuðmaðurinn í leiksögunni
lætur sem hann heyri pað ekki. Allir
í sögunni níða niður penna miskunnar-
lausa mann, er enga meðaumkun hefir
með peim, sem eru að deyja. Allt í
einu heyrir hann um virkilegt báginda-
tilfelli og pá kallar hann pegar: „Hjer
eru í sannleika bágindi", og með pví að
hætta sínu eigin lífi veitir hann hjálp pá
er parf. Gleðilegt væri, ef hinir góðu
ensku vinir vorir vildu fylgja dæmi pessa
manns hjá Ibsen. J>eir menn kunna
einmitt að verða til að útbýta hjálpar-
gjöfunum, sem vissulega munu verða
vesalir ölmusumiðlendur. Iteynum pví
að fá meiri vissu áður enn við stofnum
peim í svo mikla freistingu; pví eigi
bágindi sjer stað, pá eru pau ekki
meiri enn vjer íslendingar höfum lengi
vanizt, og hvað pá sögu snertir, að menn
og skepnur sjeu að deyja úr hungi, pá
trúi jeg ekki neinu slíku.
DALASÝSLU, 13. OKT.
fyrir Dalasýsluböa, og ef til vill ekki
mikið síður fyrir Strandasýslu og ílúna-
vatnssýslu, að sigling kæmist á inn á
Ilvammsfjörö, og hjer yrði reistur verzl-
unarstaöur, því þó að hinar síðar nefndu
sýslur hafi kaupfún nær sjer, þá getur
sigling þangað brugðist á vorin og
fram eptir öllu sumri vegna hafísa, en
hjer þarf ekki að óttast hafís eða þok-
ur, hvernig sem árar. Áður enn hjer
yrði löggiltur verzlunarstaður væri ef
til vill rjettast að fá stjórnina til að
ómaka herskip sitt, er hjer á að vera
landvörður á suinrin í staö hinna fornu
landvætta, — sem að líkindum eru
löngu dauðar — að mæla bæði inn-
siglingu og skipalægi á firðinum.
Þetta sumar hefir verið sannkall-
aður reynslutími fyrir oss Vestfirðinga.
Það er slæm frjettavilla í ísafold þar
«em segir, að á Vesturlandi hafi gras-
vöxtur veriö betri enn f fyrra, og nýt-
ing hin bezta, þvf þó að ístökustöð-
um sunnan til í þessum fjórðungi kunni
að hafa verið vel sprottið, cða ekki
lakar enn í fyrra, þá er fjarstætt að
þefta eigi við um allt Vesfurland. Að
sönnu mun það hafa átt sjer stað víða,
að tún hafa ekki verið lakari og á
stöku stað jafn vel betri enn í fyrra,
en lijer var ckki farið að slá fyrri enn
í 15. og 16. viku sumars, og töður
voru víðast teknar inn um höfuðdag,
en sumstaöar ekki fyrri enn um rjettir,
þá Iítið skemmdar vegna kuldanna, en
injög illa þurrar, því töðuþerrir kom
aldrei á sumrinu, og nú er víðast þar
jeg til veit búið að rffa þær upp und-
an bruna. Utheyskapur á mýrlendi
hefir eigi mátt teljast annað enn sina
Aptur á móti er Ifkt farið með vall-
lendis heyskap sein um töðuna, nema
hvað heyskapurinn aö vöxtunuin er
ekki meiri enn frá helmingi til fjórða-
parts við það sem hann var í fyrra.
f*að iná teljast með nýungum, að
í sumar í ágústmánuði kom norskt
timburskip hingað inn á ílvammsfjörð
með viðarfarin nálægt 5000 króna
virði. Ljetu skipverjar vel af innsigl-
ingunni, dýpi nóg, en leiðin hcldur
þröng fyrir seglskip, nema valið væri
veður til að komast gegnum eyjasund-
in, en það má hæglega takast að bíða
byrjar, þar sem Stykkishóhnshöfn og
fleiri hafnir eru að utan verðu rjett við
eyjasundin og straumana. Fjörðurinn
fyrir innan, þegar kemur á móts viö
Staðarfell, má heita cin stór skipalega,
því þar kemur aldrei brimalda af hafi,
og akkerisbotn er fyrir þá reynil sem
á er orðin, og eptir því sem menn
þekkja til, víðast hvar eða nær alstað-
ar ágætur, mjúkur leirbotn. Fyrir
gufuskip, og það þó stór væru, segja
þeir sem vit hafa á að muni eflaust
vera ágæt innsigling og dýpi nægilegt.
Skipið ætlaði að dæmi Höskuldar Dala-
kollssonar og Ólafs Pá að leggjast í
Laxárós, en þótti of steinótt að fara
þar inn. Það er enginn efi á því, að
það mætti verða til roesía hagræðis
MÚLASÝSLU, 27. NÓV.
Heilsufar manna er nú bæri-
legt, en fyrir skömmu er út rokið vont
kvef, sem gekk hjer almennt í haust,
og lagðist mjög þungt á gamalmenni
og veikbrjóstaða menn. Mislingarnir
urðu vægir hjer á Austurlandi í sam-
anburði við þá í öðrum fjórðungum
landsins, og var það ekki nema á
stöku stað að þeir tefðu menn til muna
frá heyvinuu, enda var aliur þorri
manna ekki meðtækilegur fyrir þá, þar
eð þeir gengn hjer almennt fyrir 13
árum.
Veðrátta hefir verið ákaflega
úrfellasöm allt þetta ár, með höfuð-
degi hlýnaði að vísu veðrið, cn svo
| var sem rigningar þá ýkjust, er snjó-
| áfellum linti. Nú í viku hefir verið
j norðanveður frostlítið með niiklum snjó-
l burði, og orðið illt til jarðar fyrir
| sauöfje vegna fannfergju, er því útlit
hið ískyggiiegasta, þar sem ekki heyj-
aðist í sumar meir en tveir þriðjung-
ar, helmingur eða einn þriðjungur við
það sem gerist í meðalári, og þess
utan hafa heyin víðast hvar drepið til
stórskemmda í rigningunnm. Fiskiafli
hefir verið allgóður á Austfjörðum,
en síldarafli lítill, þó munu flestir hafa
sloppið skaðlausir. Sauðfje var með
rýrasta móti í haust, en verðlag á
kjöti og öðruin innlendum vörum gott.
A k u reyri, 15. des.
Af veðráttu er það að segja að frá
18.—26. f. m. fjell hjer mikill snjór, en
þó enn meiri austur um þingeyjarsýslu.
Fyrst í þessum mánuði hlánaði svo
snjórinn þjettist og varð að hjarni er frysti.
Frost hefir þó ekki verið mikið eðalangvar-
audi. Síðan áfellið gerði hefir víða verið
slæmt til jarðar, en ekki jarðlaust hjer í
Eyjafirði; minna er nú búið að gefa sauð-
fje og hestum enn f fyrra vetur um þetta
leiti, og yfir höfuð hefir veturinn mátt
heita góður sem af er.
Fiskiafli hefir verið góður á firð-
inum, og með bezta móti á innfirðinum.
— Iíornvörubyrgðir kaupmanna hjer eru
nú sagðar meiri enn opt hefir áður verið
á þessum tíma árs.