Fróði - 02.03.1883, Side 2

Fróði - 02.03.1883, Side 2
bl. 97. F R 6 D 1. 1883. 76 77 78 brotaár á 17. öld, 20 á 18. öld, og 24 á þeim hluta þessarar 19. aldar, sem liðinn er. Flestum lesenda vorra eru án efa kunnar margar ágætar ritgjörðir á ís- lenzku eptir penna unga vísindainann vorn, er flestar lúta að ymsum greinum náttúrufræðinnar. Eldgos pau, er menn hafa sögur af hjer á landi, hefir hann í stuttu máli talið í almanaki J>jóðvina- fjelagsins 1881, og í Andvara 1882 er eptir hann mjög fróðleg ritgjörð um jarðskjálfta. Nú hefir herra Th. í hók peirri, sem áður er nefnd, skýrt þetta mál í heild sinni rækilega á öðru helzta tungumáli Norðurlanda, svo bók- in er pess vegna aðgengileg fyrir Dani, Norðmenn og einnig Svía, par sem hún eigi hefði verið pað, ef hún hefði verið rituð á íslenzku. En herra |>. Th. hefir eigi að eins látið lenda við að fræða Norðurlandabúa um eldfjöll og jai’ðelda á landi voru með pessari bók sinni, heldur hefir hann jafnframt gefið út ágrip af henni á frönsku, sem er helzta höfuðmálí Norðurálfu, pví af dönskum bókum hafa eigi aðrarpjóðir hjerí álfunni, fyrir utan Norðurlönd, mikil not. |>etta franska ágrip: Apercu des érup- tions d e volcans et des.tremble- ments de terre qui ont eu lieu en Islande pendant les temps historiques, er prentað aptan við hina dönsku bók sem hjer ræðir um, og að líkindum einnig sjer í lagi. Með pví að skýra petta efni á tungumáli, sem allir heldri menn og vísindamenn í hin- um menntaða heimi verða að kunna, pá hefir höfundurinn gert jarðeldasögu lands vors kunna öllurn heimi. Tveim árum áður hafði herra |>, Th. gefið út á ensku, öðru höfuðmáli Norðurálfunn- ar, stutta skýrslu um sama efni: An account of volcanic eruptions and earth quakes wich have ta- kenplace in Iceland within histo- rical time s, í ensku tímariti, „Geo- logical Magazine“. Optar enn einu sinni hefir hann og ritað um ymislegt, er að pessu efni lýtur, í danskt tímarit, „Geo- grafisk Tidskrift". Hin danska bók, eða rjettara sagt. hin íslenzka bók á dönsku, sem hjer hefir verið minnzt á, fæst hjá herra bók- sala Friðbirni Steinssyni á Akureyri, Brjef frá eyfi/zkim embœttismanni 17. fébr Herra ritstjóri! í síðasta blaði yðar hafið pjer ntað grein er finnur að ymislegum að- gjörðum póststjórnarinnar, sjer í lagi með tilliti til póstsendinga og meðferð- arinnar á peim. f>að getur nú vel ver- ið Qg er enda sjálfsagt að margt er á- bótavant í pessu tilliti, en úr pví pjer á aOUáð borð fóruð að minnast á petta máil^ var full ástæða til að minnast á aðra verulega galla, sem eru við stjórn póstmálefna vorra. |>að vita allir, og ekki sizt ætti póststjórnin að vita pað, að ætlunarverk pósta er ekki einungis að koma brjefum og sendingum vel til skila, heldur einn- ig svo fljótt sem kostur er á. f>etta atriði virðist póststjórnin ekki ætíð að hafa nógu hugfast, par sem póstarnir vanalega eru látnir bíða 8—10 daga í Reykjavík eptir að póstskipið er komið, pg stundum ef til vill lengur. Hvaða ástæðu póststjórnin getur haft til pessa get jeg ekki vitað, nema ef vera skyldu einhverjar leifar af skoðunum einveldis- tímans, sem sje, að póstarnir sjeu til vegna embættismannanna, og að lands- höfðinginn pyrfti að láta póstana bíða til pess að geta afgreitt norður og vest- ur brjef pau, er hann með póstskipinu hefir fengið utan úr Danmörku, og pað pvi saki ekkert pó allur almenningur vikum samaa purfi að bíða eptir brjef- um sínum. í öllum siðuðum löndum eru póstsendingar, hvort sem eru brjef eða bögglar, ekki látnar bíða eina ein- ustu klukkustund, heldur strax sent á- leiðis, og póststjórnin ætti pvi hið allra bráðasta að breyta pessari tilhögun, ekki einungis af pví að hún er skömm fyrir hana og landið, heldur einkum af pvi pað er breyting sem almenningur hefir fulla heimtingu á. — Jeg vil enn fremur lauslega benda á hvaða tímatöf pað verður að vera fyrir póstsendingar, að sami maðurinn með sömu hestana fer alla leiðina frá Reykjavík til Akur- ureyrar, og er svo sem auðvitað, að bæði menn og hestar gefast upp í slíkri leið, og ekki geta farið eins hart sein- asta daginn eins og hinn fyrsta, eða pósturinn farið eins langar dagleiðið 10 eða 12 daga eins og hann gæti farið 1 eða 2 daga. |>etta fyrirkomulag pyrfti pví líka að breytast sem fyrst enda pó það kunni að hafa nokkurn kostnaðar- auka í för með sjer, enda hafa líka póst- armr sem hingað til hafa farið alla leið- ina til Reykjavíkur gefizt misjafnlega og fljótt orðið preyttir. í 83. bl. „Fróða“ 1882, stendur grein eptir kaupstjóra Tryggva Gunn- arsson, með yfirskript: „heimilisíesta og sannleiksást“. Grein þessa ritar hann ót úr blaðadeiluin, sem hafa ver- ið milli Jóns Ólafssonar ritstjóra Skuld- ar, og hans. Eg þarf hvorki að geta um, bvort það málefni er, sem þeir hafa deilt um, nje hvort innihald áð- urnefndrar greinar sje; hvorttveggja mun nú flestum kunnugt. Að eins skal jeg geta þess að greinin hefir enga þýðingu fyrir máletnið, en ber að eins vott um, að höfundurinn hefir verið í hálf illu skapi, er hann reit hana. Sá óhróður, sem bann ber ritstjóra „Skuldar“ á brýn í grein siniii, virðist íullnógur. En svo er^ið sjá af „Skuld“, að Tryggvi hafi þó ekki látið sjer það nægja. í*ar standa kaflar úr brjefi sern hann hefir sent ritstjóranum auk- reitis, eins og til uppfyllingar. Jeg skil ekki hvernig á því stendur, að svo skynsamur og gætinn maður sem Tryggvi er álitinn, og setn hann líka er, skyldi láta slík brjef frá sjer fara. I því lætur hann í veðri vaka, að hann ætli sjer framvegis að segja smápistla af lífi ritstjórans, bæði utanlands og innan, bæði sem egtamanns og setn fyrirmyndar ungra manna, o. s. írv., Kaupstjórinn ætti þó að vita að þeir munu margir er hafa kynst ritstjóranum, og geta af eiginni reynslu dæmt um kosti hans og bresti, enda munu þeir færri er álíta sögur hans og dóma ó- vilhalla í þessu efni. Jeg, sem þetta rita, þekkti ritstjóra „Skuldar* eða rjettara sagt líf hans, injög vel meðan hann dvaldi á Eskifirði. Bæði var jeg hjá honum og þar fyrir utan kynntist jeg houum líka. Eptir þeirri kynningu sem jeg hefi af honum haft, get jeg ekki annað dæmt, enn hann sje fögur fyrirmynd ungra manna, ein- arður, frjálslyndur og hvetjandi til mennta og framfara. Sem heimilis- faðir og eiginmaður breytti hann ó- lastanlega. í*6tt hann væri fátækur, var hann þó örlyndur og hjálpfús, og íyrir unga námsmenn var til einskis eins gott að leita og til hans. I stuttu máli: moðan hann var eystra, var hann ávallt forvígismaður frelsisins og frainfaranna; og mjer er næst að halda að Tryggvi sjálfur hafi haft hina sömu skoðun á honum þá, sem jeghefi, þótt nú sje annað orðið ofan á. Jeg vona að þeir, sein þekktu ritstjóra„ Skuldar8 meðan hann var eystra, muni vera mjer samdóma. Þessar fáu línur eru eigi ritaðar af illum hug til hr. Tryggva eða til þess að kasta skugga á hann, heldur af því, að mjer þykir sárleið- inlegt að sjá ættjarðar- frelsis og fram- fara-vin, sem jeg álít að hann sje, vera að bisa við að reisa greinju sinni minnisinerki með öðrum eins óhroða og greinin og brjefið hans eru, í stað þess að gera ættjörð sinni eitthvað til gagns eða sóina, sein hann er svo vel fær um. Ungur Austfirðingur. jFrjettir ad austan. Xlr brjefi úr Breiödal 8. janúar. — — Iíafísinn, sem kom hjer um sumarmálin í vor sem leið og fyllti þá þegar alla firði og víkur, fór ekki algjörlega frá fyrri enn í júnímánaðar- lok. Fór þá skömmu þar á eptir að aflast og varð aflinn í ineðallagi og suinstaðar í bezta lagi, svo sein við Berufjörð. Gras spratt mjög seintí sumar, en varð allt að því í meðallagi. Hey- skapur varð eptir öllum vonum víðast hvar hjer í sveit, þegar litið er til þess, hve seint spratt og til ótíðarinn- ar og óþurkanna sem gengu inestallan heyskapartímann. Að vöxtum mun

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.