Fróði - 19.03.1883, Blaðsíða 2

Fróði - 19.03.1883, Blaðsíða 2
98. bl. F B Ó D 1. 1883. 88 taka líkn, er eins stendur á og nú á sjer stað á íslandi með þeim ummælum, að ,,það sje læging fyrir menn“, ,,það spilli mönnum“, ,,það sje að koma landi á hrepp Norðurálfunnar“, o. s. frv., er að spila heimskan barbariskan gikk, hugsun- ar- tilfinningar- og menntunar-lausan! Kem jeg nú að því, er fyrr var frá horfið, að til þess, að líta rjett á þetta neyðarmál íslands verða menn að semja hugsunarhátt sinn eptir þeim grundvall- erreglum, er menntun mannkynsins hvílir á. það er kunnugra, enn frá þurfi segja, að villingar (sarages) tapa tölunni tíðast allra manna úr hungri. því framar sem þjóð stígur á vegi menntunarinnar, því fleíri ráða leitar hún, að fá skorður reist- ar gegn afleiðingum hallæra. Venjuleg- ast verða varnirnar þar í fólgnar, að hrökkva við hallærinu sem fyrst, áður enn það kemst í algleyming, því það er, eins og Hannes Finsson segir, svo rjett og satt, hundraðfalt ódýrara, enn þegar allt er komið í þurð og þrot. Hví ^snúast nú menntaðar þjóðir við hallærum á þenna hátt? Meðan þær eru á villings-stigi, láta þær hallæri og hungur ganga götu sína óhindruð, þangað til svo er orðífc fátt um, að fleira getur ekki drepizt. þetta er villingsins happatíð; þeir ept- ir lifandi auðgast að löndum og lausum aurum; þeir hjálpa hungrinu fram með miskunarlausri sjálfsku, og dyljaþess allt er þeir geta, logið og satt, að hallæri sje í landi, svo að ekki verði kom- ið í veginn fyrir eigingjarna hagsmuni þeirra. þetta leiðir af því, að þeir þekkja ekkert stjórnbundið þjóðlíf. þjóðlífi sínu eyða þeir í því að eta hver annan upp. Undir eins og hið vilta fjelag fer að renna saman í heild, með sameiginlegum hag, skyldum og ábyrgð, þá fær einstaklingur- inn þá þýðingu, er hann hafði eigi áður. í stað þess að vera agn fyrir græðgi ná- búans, verður hann nágrannans fjelagi og meðhjálp. þar sem áður voru andstæðir fjanda flokkar teymdir af öfundsömum og ágjörnum flokkshöfðingjum út í hverja róstuna á fætur annari, eru nú sveitarfje- lög i friðsamri samvinnu að alþjóðlegu augnamiði. þetta alþjóðlega augnamíð er fólgið í einu orði: framför. Fyrir hana lifa allar menntaðar þjóðir, og henn- ar fyrsti og síðasti skilmáli er efni, fj auður. En hallæri þýðir þurrð þessarra hluta, þýðir þjóðlega apturför um- leugri eða skemmri tíma. Allir stjórn- endur er stjórnarahyggju bera fyrir vel- ferð þjóðar sinnar láta sjer einkum annt umþað, er hallæri gengur í land, að snúast svo við því, að það hafi sem minnst og skammvinnust apturkipps-áhiif á framför þjóðarinnar. það eru þessar grundvallarreglur, sem vakað hafa fyrir þeim, er töldu sjer skylt að hlaupa undir bagga með íslandi i ár. það eru villingsins grundvallarregl- ur sem Guðbrandur og hass sinnar halda fram. En það, sem gerir hans mál enn Jjótara, er það, að hann veit ekkert um 89 ástandið á íslandi, og lendir svo í þeirri ósvífni að segja Englendingum, að jeg hafi logið upp neyð á Vesturlandi í vor til þess að vjela sig inn í að falsa út fje fyrir uppspunna eymd. Jeg ætla víst, að leit verði á níðingsbragði í sögu Islands, er jafnazt fái við Guðbrandar. En undir öll- um íslenzkum mótmælum gegn samskot- unum mun óhætt að segja ab liggi það, sem reyndar leynir sjer ekki, dónaleg öf- und mótmælenda — víft itiig' Cambridge 15. jan. 1883. Eir'ikur Magnússon. J ’o n Ólafsson um framburð á Ensku. í 170. tbl. „Skuldar11 tekst berra Jón Ólafsson á bendur að kenna oss Islendingum framburð enskra bókstafa og enskra orða. Margir Islendingar eru nú farnir að læra enska tungu; skiptir það því nokkru máb, bvort þeir læra svo að fram bera tungu þessa, að Bretar geti skilið þá og þeir Breta. Ef þessi framburður, sem Jón Ólafsson kennir, væri nokkuð líkur rjettum fram- burði, mundi eg eigi bafa hafið máls á þessari kenningu Jóns, og alls eigi fyr- ir þá sök, að hann befir í upphafi grein- ar sinnar liðkað tungu sína með þeim hrærigraut beimskunnar, vankunnátt- unnar, amböguskaparins og illkvittninn" ar, er fyllir þar rúm í höfði Jóns er menn og dýr hafa heila. Eg hefi ver- ið fjögur ár í Lundúnum, en þar befir Jón aldrei komið; og niu ár hefi eg verið í Edinburgh, og þar hefir Jón verið að eins fáa daga. Eg hefi heyrt tala bæði menntaða menn og líttmennt- aða, og veit, bvernig þeir kveða að hljóðun orða sinna. En það veit Jón ekki, ef bann segir eigi ver en hann veit í þessari grein sinni. Eyrir því á- lít eg mér skylt að mótmæla kenn- ingu bans. Eyrst segir Jón, að Englendingar kalli hljóðstafinn a ekki með því nafni, sem heyrist i íslenzka bljóðstafn- um e. J>etta er alveg ósatt. Svo segir Jón, að bera eigi fram a eins og tví- hljóðann ai, það er eins og ei í Is- lenzku. J>enna framburð hefi eg heyrt á Englandi hjá lítt menntuðum og ó- menntuðum mönnum. Eg hafði einu sinni írska vinnukonu, sem var ólæs og óskrifandi, og hún bar a fram eins og Jón Ólafsson. J>essi framhurður er al- veg eins og ef einhver segði, að bera ætti fram íslenzka orðið vit, eins og það væri skrifað vfit. Jón segir, að rétt sje að tákna cz-hljóð með e. Hvar sáuð þér slíka hljóðtáknun í Islenzku, landar góðir? Eg hefi spurt alla pilta hjer á skólanum og ymsa aðra menn út í frá , hvern mun þeir gerði á e og e, en þeir kváðust annaðhvort ekki vita neinn mun á þeim, eða þeir vissi eigi, hvernig ætti að bera fram e. J>etta er 90 nú að gera gys að löndum sínum, svo sem aldrei hefðu þeir lært að stafa. En vorkun er Jóni, því að aldrei hefir hann sjálfur lært þýðing stafanna, enda hefir honum jafnan lítt látið lærdómurinn. Um framburðinn á sh er það að segja, að allir þeir, sem eg hefi kennt hafa getað komið fram 7z-hljóðinu á ept- ir s-inu, enda láta íslendingai: í ljósi hið enska s7i-hljóð, er þeir reka kind- ur. J>egar eg kom til London, var eg mest apaður fyrir það, að eg bar s7i fram eins og sj í íslenzku. Eg get . ekki gjört að því, þótt Jón Ólafsson hafi haft skarn í öðru eyra en heimsku í hinu, þegar hann hefir heyrt þessi hljóð. Joðið er rétt kallað dslie og ká- ið ke, en eigi svo sem Jón segir. Hann segir, að nafn enska stafsins 7, eigi að bera fram él. J>essi hljóðtáknun er eigi fremur til í Islenzku en e. Orðið hate segir Jón að eigi að bera fram heit\ jú^, á dónamáli. en ekki á menntaðra manna máli. En eptir því, sem Jón segir , á að bera paper fram þannig: Ber fyrsta atkvæðið fram eins og ensk- ur dóni; lát þér síðan svelgjast á ( — það mun vera þýðingin í þsssari kommu ofan línu —); kom svo út errinu einu sér sem bezt þú getur. Hvað vill Jón vera að tala um skozkan og enskan framburð? hann þekkir hvorigan. Hitt er mér kunnugt, að mikill munur er á enskum framburði í Ameríku og á Eng* landi, og þá eigi sízt á því, hvernig menntaðir menn og ómenntaðir tala þar. Hafa það sagt mér skilvísir menn frá Ameríku, að Jón hafi mest mök haft við hina síðari. Að því er snertir hið hljóðlausa e, þá væri jafnrangt að telja þann staf með hljóðstöfum, sem ekkert hljóð hefir, og að telja Jón Ólafsson með málfræðingum, þar sem hann kann ekkert mál. Samhljóð hefir stafur þessi heldur eigi, og má því eigi kalla hann samhljóða. Vill ekki Jón kalla hann endarit, og heita hann eptir endaritan- um sínum, sem hann (Jón Ólafsson) bjó til hér um árið? Svo fer nú Jón að kenna, hvernig eigi að tákna enskan framburð með ís- lenzkum bókstöfum. Eramburð á setn- ingunni: „I would rather belong to the Danish nation", segir hann, að eigi að tákna svo með íslenzkura stöfum: Æ wúdd raððör bílo’ng tú ðí deínisj neísjen. Orðin eru 8 og vitleysurnar 10, svo sem sjá má á stöfum þeim, sem eg hefi auðkennt. Hvar finnið þér í íslenzku stafinn w? Alls hvergi; og ís- lenzkur maður, sem ekkert hefir lært í öðrum málum, þekkir alls eigi þenna staf. J>á kemur nú aptur þessi konima ofan línu. Hvert hljóð á hún að tákna á íslenzku máli? Er það gómskelling Zullimanna, eða er það eitthvert nýtt hljóð, sem Jón fann í Alaska? Hvar er það orð eða atkvæði í almæltri íslenzku, sem nú byrjar með eði? Hvergi. Fyrir framan samhljóðanda hefir greinirinn al-

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.