Fróði - 17.04.1883, Blaðsíða 2

Fróði - 17.04.1883, Blaðsíða 2
101. bl. I R Ó Ð 1. 1883. 124 búnaðarlaganefndinni sælu 1876, frumv. stjórnarinnar sem lagt var fyrir alþingi 1879, frumvarp efri deildarinnar frá sama þingi, og loksins frumvarp neðri deildar- innar frá seinasta þingi. En þrátt fyrir allan þenna frumvarpasæg, er málið ekki hálfrætt, ekki hálf undir búið. Að visu skal jeg fúslega viðtirkenna, að efrideild- in 1879 undir bjó þá 3 kapítula frum varpsins, er hún tók til meðferðar, svo rækilega, sem hún haf&i föng á, en það er að eins lítill hluti alls frumvarpsins. Hinir ir 10 kapítular þess mega heita alveg ó- ræddir, því jeg tel ekki að miklu þær umræður, sem urðu um málið í neðri deildinni á seinasta þingi. Meðferð þessa máls á seinasta þingi 8ýnir Ijósast, hve hæpið og árangurslaust það er, að taka siíkt stórmál fyrir á þinginu, eins og nú hagar til. Nefndin, sem hafði málið til meðferðar, gerði sitt bezta til að undir- búa það, svo sem hún hafði framast föng á, en umræðurnar um málið sýna Ijós- ast, hve ánægðir sumir þingmenn voru yfir meðferð nefndarinnar á því. Nefnd- arálitið kom fyrst til umræðu 5. ágúst, og var haldið áfram næstu daga, en svo und- arlega brá við, að umræðurnar um þetta stórmál urðu minni og ómerkilegri enn um hin allra auðvirðilegustu mál , sem fyrir komu á þinginu þingmenn þrátt- uðu og jafnkýttu hver öðrum um ymsar formspurningar, og sumir vildu vísa mál- inu aptur lil nefndarinnar. Um efni máls- ins var nálega ekkert rætt. íþetta verður naumast álitið sem vottur um áhugaleysi þingmanna á málinu, heldur hitt, að það lá í augum uppi, að þingið hafði ekki tíma til að sinna málinu að nokkru ráði, enda var það stór heppni, að málinu var ekki ráðið til lykta á þinginu, því að mínu áliti var lítið unnið við að fá frum- varp neðrideildarinnar sem lög, og í sumu tilliti álít jeg það lakara enn þhð, sem vjer höfum nú. það er annars álit mitt, að oss liggi á mörgu fremur enn nýium landbúnaðar- logum. Að minnsta kosti getum vjer fyrst um sinn komizt af án þeirra. Vjer höfurn Jónsbók og ymsar rjettarbætur, sem vel má bjargast við, og svo rjettar- venjurnar, sem smámsaman hafa mynd- azt, og sem geta verib allt eins góðar og gildar eins og konungleg lög. Af um- ræðunum um þettu mál, bæði á þingi og utariþings, hefi jeg ssnnfærzt um tvennt 1. Að vjer erum naumast vaxnir því, að semja handa oss góð og hagfelld land- búnaðarlög, aHra sízt í þá stefnu, sem fylgt hefir verið, að þau taki út yfir allt það, er að búnaði lítur til lands og sjáv- ar. 2. Að það er, að mjer virðist mjög hæpið, hvort ein og sömu landbúnaðar- lög geta nokkru sinni átt við lijer á landi. Jeg þykist hafa tekið eptir þvi, að skoð- anir manna á þeim hlutum ern mjög ó- líkar og mismunandi. það er eins og sjerstakar rjettarvenjur hafi myndazt í vmsum hjeruðum landsins og fest rætur í meðvitund almennings, sem að vísu 125 geta átt þar vel við , en ekki annars- staðar. Er að ætlan minni varúðarvert, að breyta þeim rjettarvenjum, eða upphefja iær og setja annað nýtt i staðinn. En sje mönnum engu að síður annt um, að fá fyrr enn síðar breyting og umbót á )eim ákvörðunum, sem nú gilda um bún- aðarmálefni, hefir mjer hugkæmst spón- ný tillaga þar að lútandi. Hún er þann- ig vaxin, að nefnd manna sje skipub að nýju til að uudir búa málið, og að henni sje boðið að tína upp aðalákvarðanirnar úr frumvörpum þeim, sem fyrir liggja, sem og að bæta við þeim ákvörðunum er vanta, og semja úr þessum upptíningi stutt og laggott frumvarp, er á sínum tima verði allsherjar lög vor í búnaðar- málefniim. En þar hjá ætlast jeg til, að sýslunefndum og amtsráðum sje veitt lög- heimiid til, að setja búnaðarsamþyhktir eða reglugjörðir fyrir hvert einstákt hjer- að landsins, og að þar í sjeu upp tekn- ar allar hinar nakvæmari ákvnrðanir um búnaðarinálefni, eptir því sern við á i hverju byggðarlagi. Jeg álít þannig lag- aða lagasetningu heppilega og hagfellda, enda er þegar gerð byrjnn til að innleiða hana hjer hjá oss, þar sem tilskipun um sveitastjórn, 4. maí 1872, veitir hrepps- nefndurn heimild til að setja reglugjörðir um fjallskil, og lög 14. des. 1877, veita sýslunefndum sömu lögheimild, með til- liti til fiskiveiða. það skyldi gleðja mig, vildu þingmenu vorir hugieiða vaudlega þessa tillngu mína, áður enn þeir að nýju leggja út í það, að basla upp á land- búnaðarlagamálið, eins og það liggur nú fyrir. Annað stórmálið, sem vjer höf- um á samvizkunni, er stjórnarskrá vor. Jeg geng að því sem vfsu, að sumir ístötmlitlir menn muni fá hjartslátt, þegar minnzt er á breytingar á stjórnarskránni, því það er eins og þeir álíti hana þann helgidóm, er vjer syndugir menn megum ekki snerta á rneð vorum saurugu fmgr- um, en þetta er heldur hjegómaskapur. Stjórnarskráin er engu helgari nje merk- ari, enn hver önnur lög, sem vjer höf- um, og þurfi að breyta henni, er ein- sætt að gera það, hvenær sem því verður við komið. þetta gera aðrar þjóðir, sem eru oss svo langtum fremri í stjórnvis- induin sem öðru. þarf eigi lengra að leita vitnanna enn til samþegna vorra, Dana. þeir hafa breytt stjórnarlögum sínum optar enn einu sinni, og eru þau þó ekki nema rúmlega 30 ára gömnl það geti að vísu verið skiptar skoðanir um það, að hverju leyti stjórnarskráin þarf umbóta og breytinga við, en allir hljóta að vera á einu máli uro það, að Jiún ekJci Jullnœgi tilgangi sínum nje þörfum og Jcröfum þessara tíma. Jeg vil leyfa mjer at benda að eins á tvo ann- marka á sfjórnartilhöguninni hjá oss, sem eiga rót sína í stjórnarskránni, og sem vjer þreifum á daglega. Annar annmark- ínn er sá, sem jeg hef bent á hjer að íraman, að þingsetutíminn er fast álcveð- 126 inn í stjórnarskránni, sem sje 6 vikur annaðhvert ár, hvernig sem á stendur, og hvað mikið sem hlaðið er á þingið af störfum. Úr þessum annmarka hefir að vísu verið bætt að nokkru að undanförnu með því, að konungs leyfi hefir veri feng- ið fyrir þvi, að lengja þingtfmann um 14 daga í hvert skipti, en það er ekki nóg. Iteynslan hefir Ijóslega sýnt og sannað, hvað óhappalegt og skaðlegt það er, að binda höndurnar á þingmönnum með’tak- mörkuðum þingtíma. Afleiðingarnar af slíku hafa því miður v«rib anðsæar og áþreifanlegar, þær, að þingmenn hafa flaustrað málunum af í einhverju ofboði, og hafa því lögin, sem þingið hefir sam- ið, orðið miður úr garði gerð enn æskj- anda væri. Rjettast hygg jeg væri, úr því sein ráða er, að láta þingraenn sjálf- ráða, hvað lengi þeir sitja á þingi í hvert skipti. þarf eigi að bera kviðboga fyrir því, að þeir mundu misbrúka slíkt frelsi, því fæstum þingmönnum mun þykja set- an í Reykjavík svo skemmtileg eða arð- söm, að það freisti þeirra til að lengja þingið um skör fram. Annar annmarkinn, sem jeg skal leyfa mjer að vekja athygli manna á, er s k i p t i n g h i n n a æðstustjórn- arvalda landsin milli hinnar innlendu og erlendu stjórna, eða lands- höfðingjans og hins svo ncínda ís- lenzka ráðgjafa. Abyrgðarleysi lands- höfðingjans er nú siik sjer; það er svo fráleitt og óháppasælt sem allir vita; en hitt skiptir eigi minna, hvað vald hans er takmarkað. og hve litlu hann fær að ráða f raun og veru. Landsh. hefir æðsta úrskurðarvald í sveitamál- um, og stiiku ómerkilegum málutn öðr- um. Hann veitir nokkrar undanþág- ur og leyfi, sem áður heyrðu undir stjórnarráðin dönsku, og þar ineð er búið Allt annað heyrir undir ráð- gjafann, og landsh. verður að leita til hans, nálega um hvert smáatriði, sem lyrir kemur f stjórn Iandsins. Jþetta er það stjórnfrelsi, sem vjer höfum öðlast með stjórnarskránni. í fjárhags- legu tilliti erum vjer engu betur farn- ir enn inaður, sem hefir verið sviptur ijárráðum , og settur undir fjárstjórn anuars manns. Vjer höfum safnað ærnu fje í viðlagasjóð, en vjer höfum engin ráð yfir því, og ekkert atkvæði um, hvernig með það er farið. Ráðg. hefir meir enn helming sjóðsins í sín- um vörzluin, og fjeð ávaxtast í Dan- mörku, þrátt fyrir það, þó oss dauð- liggi á fje, og peningaleysi sje eitt af vorum aðalþjóðineinum. Nngið vill selja fáein kot, sem landsjóðnum til- heyra, og sýnir með rökum, að salan er landsjóðnuin í hag, en ráðgjafinn segir neil þið hafið ekki vit á þess konar hlutuin, það er jeg sem á að ráða, og sje hvað ykkur er fyiir beztu, betur enn þið. í’annig er stjórnar- ástandið hjá oss í raun rjettri, og hver getur verið ánægður með það, eða ró- legur yfir því ? jEnginn sein nokkurn áhuga hefir á íramlör og velmegun

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.