Fróði - 25.04.1883, Blaðsíða 3

Fróði - 25.04.1883, Blaðsíða 3
1883. F R Ó Ð 1. 102. bl. 139 hann og hjelt suður til Tour-borgar gerð- ist þar alræðismaður og þaut landshorna í milli á járnbrautum, kom upp mörgum herdeildum, útvegaði Frökkum 250 milíónir franka lán hjá enskum peningamönnum. Öllu varð að koma á fót að nýju og Gam- betta mátti svo að segja vaka nótt og nýtan dag til þess, að geta snúizt við öllu og átt þátt í öllu. Svo samdi stjórnin í París vopnahlje 28. jan. 1871, Gambetta gat ekki haft það fram er hann vildi, «að allir er sekir væru um 2. des. yrði bönnuð stjórnarstörf» og hvarf þá frá öllum málum um hríð, 6. febr. Síðan var Gambetta opt kosinn á þing af mörgum kjördæmum í einu og var jafnan skoðaður sem sjálfkjörinn for- ingi frelsismanna. í nóv. 1881 varð Gamb. ráðaneytis- forseti, en það var hann skamma stund, hann fjekk ekki komið fram upp á stungu sinni um iistakosningar, og sagði af sjer störfum eptir 70 daga, en allir bjuggust við að þess myndi ekki lengi að bíða að aptur yrði á hann kallað. Fyrir hjer um bil tveim mánuðum síð- an særði Gamb. sig eður særðist í hönd- ina af marghleypu. Gengu margar sögur um hversu það hefði atvikast, en ekkert er víst enn. Sumir kváðu sárið af kvennmannsvöld- um, en aðrir sögðu það slýs, og enn aðrir Rochefort, kváðu það vera kúluna frá ein- víginu sæla sem Marck Twain hefir frá sagt, sem nú eptir nokkur ár hefði hitt Gmbettu. Sár þetta var nú hjer um bil gróið, en þá braust út innvortismeinsemd nokkur er leiddi Gambettu til bana 44 ára að aldri 31. des. 1882. Gambetta Ijezt í húsi því, er Balzac skáld áður bjó, ídes Jordiesí Ville d’Avray, það er hálf stundarferð fráParís. Fregnin um andlát hans barzt því skjótt þangað. Urðu þar skjót umskipti, þar sem áður hafði verið hógværð. og gleði á strætum öllum á gamlárskvöld, varð nú allt í einu dauðahljótt, nema ein- staka gráthljóð gamalmenna kvað við kvein- andi. Frakkar fundu hvað þeir höfðu misst. það hefir opt verið sagt að Gambetta væri hefndarhugur Frakka til þjóðverja, íklæddur holdi og því elskuðu þeir hann svo mjög, hann var ekki það eitt, hann var frelsishugur þeirra hann var frelsari þeirra og það fann hver frakkneskur maður, og mundijafn- an, það fann hver frakkneskur maður þegar hann talaði, hann var hjarta og tunga þeirra Frakka sem nú lifa, hann talaði jafnan þau orð, sem láu á tungu þeirra og höfðu rót í hjartanu. Um fáa menn hafa verið eins mis- jnfnir dómar manna og þenna liðna for- ingja Frakkaþjóðar. Sumum þólti hann fara of ákaft að öllu, vera ávallt ofheitur, og sumum þótti hann aptur gætinn, meta og reikna of nákvæmt og hika of mikið. En hann var hvortveggja bráður og hik- andi eptir því sem við átti, hverju myndi hann hafa til leiðar komið hjá hinni hviku frönsku þjóð, og hann kramarasonurinn 140 hjá konungum álfu vorrar, ef hann hefði ekki átt ofsan, mælskuna og skynsemina til að skera úr, og ráða málslokum. Hann sagði sjálfur: „Sá sem ætlar sjer að stjórna Frakklandi verður að vera ákafur í orðum en varkár í verkum. Hann þekkti vel hæfileika sína, og kunni enn betur að beita þeim. Maður einn, sem sá Gambetta á yngri árum hans og heyrði hann halda ræðu og töfra og nísta alla með f-afli orða sinna lýsti honum á þessa leið: «það var eitt- hvað jötunborið við mann þann sem þá stikaði fram úr skugganum. Hann var hvorki hár nje vel vaxinn við sig, og sýndist þó bera höfuð yfir alla menn, er þar voru. Ilandleggirnir og höndurnar voru gildar og þrýstnar sem með þeim mætti mylja allan heiminn í smá mola, og herðarnar svo breiðar og þreknar sem gæti þær borið allan beiminn og þessar herðar bera höfuðbákn mikið, þar sem andlitið eins og í hverjum drætti með stór- um stöfum segir frá æskufjöri því og hraustleik sem hjer leikur í hverjum vöðva, þar er enn engin mörk munaðarlífs Par- ísar að sjá. Skeggið er svart og hefir auðsjáanlega verið lítill gaumur gefinn, ó- rakað, nefið hátt og mikið, augun stór og tindrandi, hárið svart og sítt“. Á seinni árum var GEmbetta mikið mein að þvf hve mjög hann fitnaði, lagði hann opt á sig föstur og sparlffi til að megrast, en það v?r Gambetta mjög í móti skapi; hann var sem flestir suðurfrakk- leudingar eldheitur og ákafur í nautnum og sællífur er hann mátti því við koma. Gamöetta varð aldrei ríkur maður og lætur litið fje eptir sig; hann var óspar á fje er hann átti. Mest fje hafði hann frá blaðinu République francaise, er hann með vinum sínum stofnaði 5, nóv. 1871. Gambetta átti marga vini og einlæga, sem unnu honum hugásturn, svo sem Paul Bert Spuller og fl., og með honum og undir forustu hans unnu að þvt að koma ættjörð sinni upp, ala hana upp svo að hún á sínum tíma gæti staðið öðrum þjóðum (t d. þjóðverjalandi) á sporði. Margt hefir verið rætt um hversu fara muni nú þegar Gamhetta er látinn. Vinir hans hafa lýst yfir að þeir muni halda hans skoðunum fram, en sem spá því að samkomulag þeirra í milli muni ekki ná mikið lengra enn þar til rooldir Gambetta eru komnar í jörðina. það var þegar ályktað að grafa hann á ríkiskostnað Var útför hans gerð vegleg mjög, og fylgdi allt Frakkland það er vetlingi gat valdið, komu sendimenn úr öllum áttum meðan lík Gamb. lá á sýnisbekk, og sam- hryggingarbrjef þúsundum saman til Grevy forseta. Gambetta var í gær kl 10. f. m. grafinn í Nizza þar sem ættmenn hans eru grafnir, þvf svo vildi faðir hans vera láta, og hann hafði í sumar er móðir hans dó, sjálfur mælzt til að fá legstað við hlið hennar. Frakkland eitt grætur ekki Gambetta, heldur allir frelsismenn um víða veröld, 141 er sjá þar hniginn að moldu í sem mest- um blóma einmitt þann mann, er þeir væntu sjer mest af. Eptir lát Gambetta er næst að minn- ast á lát hershöfðingja Chanzy; hann varð bráðkvaddur, er hann heyrði dauðafregn Gambetta. Frakkar sögðu að þar væri sverð sitt til hefndanna, er Chanzy var, þar sem Gambetta var hefndarhugurinn. Chanzy var aðalherstjóri í landvörninni 1870, síðan aðalstjóri í Algier og sendi- herra í Pjetursborg. Ekki gengur saman með Englum og Frökkum um aðgerðir Engla á Egiptalandi. Er nú úti um allar samn- ingatilraunir, en þó vinfengi hið bezta með báðum. Lord Grannville hefir lýst þvf yfir í heyranda hljóði, að Englending- ar taki að sjer að sjá um að Suezskurð- ur verði öllum Evrópu mönnum frjáls gegnum ferðar og að allt fari með friði og góðum háttum á Egiptalandi. Lætur hann þess þar getið að ekki muni leitað tillaga annara rikja um það, hversu með skuli fara málum á Egiptalandi framvegis. Gerast nú Englendingar nokkuð berir í orðum. Sir Charles Dirke varð 28. des. innanríkisráðgjafi Englendinga. Hann er nú 37 ára, en 23 ára varð hann þingmað- ur, þótti þá frjálslyndur mjög og var jafn vel talinn lýðveldismaður. Hugsa margir gott til hans ráðaneytis. Gladstone varð 24. des. 74 ára að aldri. Varði hann nokkurri stund af þeim degi til að höggva brenni sem vandi hans er til, en ofkældi sig, og hefir síðan þjáðzt af svefnleysi, en er nú talinn á batavegi. Á Egiptalandi fer allt fram með feldi, Khedivinn hefir nýlega 9. jan. kvatt til nefnd manna til að gera um hverjar skaðabætur skuli greiða þeim, er fyrir tjóni hafa orðið við upp- reistina, skulu í nefud þeirri sitja: frá Egiptalandi 2 nfl formaður og varaform., frá Englandi, Frakklandi, Ítalíu, Austurríki, þýzkal., Rússl., Bandaríkjum 1 frá hverju, enn Spánn, Portúgal, Holland, Belgía, Svíþjóð, Danmörk skulu senda einn í sarn- einingu. Khedivinn hefir sett af nokkra i embætti-menn, sem þátt höfðu tekið í upp- reisninni en þeim hershötðingjum sem ekki höfðu orðið berir að landraðurn er leyft að halda embætti og eignum. Arabi pascka unir vel útlegðardóm síuurn og hefir skrif- að Englendingum þakklætisbrjef. Kveður hann þá óþoklega af mannúð og nauðsyn muni gera þær breytingar á stjórn Egipta, sem hann hafi haft í huga, og ekki langt um líða. Englar eiga nú fullt í fangi að flytja Cetewayo, ZuluJtonunginn gamla til hans fyrri stöðva. Var hann á ensku hcrskipi 5. jan fiuttur frá Capborg og norður til Ulundi, og þaðan fengið frítt föruneyti, gangandi og ríðandi hermenn til heim- fylgdar og til að setja hanrr inn á staðinn. þó fær hann ekki aptur allt riki það er hann áður hafði, þegar Cetewayo var unn- inn og í höpt færður, skipti sir Garnet Wolseley ríki hans milli 13 landshöfðingja, 4 þeirra eru nú rneð öllu ólusir á að lúta

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.