Fróði - 04.05.1883, Blaðsíða 1

Fróði - 04.05.1883, Blaðsíða 1
IV. Ar. J04. blað. AKUBEYRI, FÖSTUDAGINN 4. MAÍ 1883, 157 158 159 Á í'jrsta suuiardag' 1SS3, Nú upprennur blóintími ársins í dag, Sem unað oss veitir og blómgar vorn bag. Nú upprennur, bræður! bin inndæla stund, Sem ötulum starfendum gull ber í mund. J.Ú vinur! sem elskar vort ættfeðraláð Og ótrauður helgar pví starf þitt og dáð, Á pessari stund skaltu preyta pittmagn, Fyrst práirðu’ af alkug að vinna pví ga gn. Sjá! Ijósið bins eilífa alföður gjöf Nú upplýkur blómanna frostprungnu gröf Og vekur pau belsvefni vetrarins af Og vermir pau ásthýrum blíðgeisla-staf. J>að hvetur oss enn til að efla vort starf, J>ví ávallt er nóg til sem viðreisnar parf, J>ví vjer erum frumstigi framfara á, Bn framförum meiri pó ættum að ná. |>að hlutverk er ítrast vort ættfeðraláð Að auðga og blómga með starfsemi’ og dáð. Sje framför og atorka einkunn hvers manns. Er alpjóðin fegursti blómi síns lands. Bjarni Jónsson. Um riki «ii' kirlijirog* aðskílnað þeirra. Eptir Benedikt Kristjánsson, þinginann Norðurþingeyinga. (Framh.) Sje nú svo, að ekki sje vöknuð í kristninni hjer á landi meðvit- und um pörf á trúarbótarlegri vakning, og öll skilyrði fyrir vexti og viðgangi safnaðarlífsins sje fyrir hendi; ef engin bönd hins veraldlega valds prengja að söfnuðinum, nje nauðungarlög, venjur og viðtektir ; ef trúarkenningin er ekki svipt hinum upprunalegu einkennum sínum og sáluhjálplega krapti með heilaspuna mann- legs hyggjuvits og einstrengingslegum, purrum og ávaxtalausum trúarlærdómum (objective Dogmer) ; ef kristin trú er ekki í skólanum,í söfnuðinum og á heim- ilunum pannig kennd, að kenningin sjálf íái valdið trúarhálfvelgju, ef ekki algérðri vantrú; ef stjórn saínaðanna og boðun orðsins, ef hin kirkjulegu embætti eru ekki skoðuð eins og boi'garalegur at- vinnuvegur og metorð; ef söfnuðurnir eru ekki í ófrjálsu ómaga ástandi, hugs- analausir og umhyggjulausir um málefni sín, og einstaklingarnir í söfnuðunum láta sjer uin hugað um trúarmálefni sín, um hugað um hið eina nauðauðsynlega —: pá er auðsætt að engin ástæða er til, að gera aðrar eins breytingar á stjórn og skipun kirkjunnar, sem aðskilnaður ríkis og kirkju er; pá liggur ekki ann- að fyrir enn að halda áfram sem horfir. En pað er álit mitt að pessu sje ekki að fagna, og ætla jeg að fullyrða megi, að sama sje álit almennings. ELvaða mál ætti pá að vera meira áhuga mál enn pað, að leita ráða við pessu kirkju- meini? Engar umbætur á stjórnarskip- un og lagasetningu geta verið nauðsyn- legri og meir varðandi, enn umbætur á stjórn kirkjunnar og lögum. En pótt jeg telji pað víst, að allir peir, sem láta sjer nokkuð annt um kristinndóminn, sem hinn eina og rjetta sáluhjálparveg; láta sjer annt um að gera sjer grein fyrir , hvað kristinndómur er, og skoða kristna kirkju annað og æðra enn holla og parfa ambátt ríkisins, sem geri pegn- ana pegnlega og spari lögregluvaldinu margt órnakið. J>ótt jeg telji pað víst, að allir peir játi, að í óvænlegt efni sje komið með kristinndóm vorn, — pá má engu að síður búast við peirri mótbáru frá sumum pessara manna, að söfnuð- urnir sje ekki búnir að ná peim proska, að óhætt sje að veita peim sjálfsforræði, að peim sje ætlandi að hafa í höndum stjórn safnaðarmálefna og yfirstjórn kirkj- unnar. J>etta er nú auðsjáanlega ekki annað enn hið gamla viðkvæði, sem allt- af kvað við, pegar ræða var um stjórn- arbót hjer á landi, og sjálfsforræði vort fslendinga, og parf pví ekki öðru að svara pessari mótbáru, enn benda til reynslu peirrar, sem á er orðin í pví máli, eptir pað að stjórnarbótin komst á. Og skal pess getið, að fleiri hinna vitrari og betri manna álíta, að óhætt hefði verið að stíga feti framar enn gert hefir verið í stjórnarskrá vorri. Að öðru leyti má virða mótbáru pessa svo, sem hún sje áfeilisdómur yfir tilhögun peirri, sem verið hefir á landi voru í skipun kirkjumálefna frá miðri 16. öld, er Lút- hers trú var hjer valdboðin, og konungs- valdið hreif til sín yfirráð kirkjunnar. Hafi kristnin hjer á landi ekki getað náð peim proska, að hún nú sje orðiu fær um að skríða úr kögrinum, pó að pjóðfjelagið hafi sýnt, svo ekki verði í móti haft, að pað sje vaxið pví, að hafa sjálft forræði mála sinna —: pá hlýtur eitthvað meira enn minna að vera bogið við kirkjustjórn vora, og pá get jeg ekki sjcð pann tíma nálægan, að söfnuðurinn nái pessum proska, ef öllu skal halda í pví horfi sem nú er. J>á hefir og læðst fram sú mótbára, á móti pví að kirkjan fái sjálf að ráða öllum málum sínum, að veraldlegir drottnar væri æðstu biskupar og yfirráðendur mál- efna kirkjunnar, eptir kirkjurjetti hinnar lúthersku kirkju. J>að er að vísu satt, að margir hinir evangelisku mótmæl- enda söfnuðir slepptu við veraldlega drottna sína löggjafarvaldinu, að pví er til kirkjustjórnarinnar hið ytra kom; kirkjan varð ríkiskirkja. En að slíkt hafi verið beinlínis í anda siðabótarinn- ar, og að slíkt fyrirkomulag eigi pví að haldast um aldur og æfi í hinni lút- hersku kirkju, pað er ekki par með sagt, og enn síður hitt, að pað sje í anda og eðli hinnar kristilegu trúar sem mestu og einu varðar. Lúther, og hin- ir aðrir siðbótarmenn höfðu pað eitt fyrir stafni, að hnekkja villu og spillingu hinn- ar kathólsku kirkju, að hreinsa kristn- ina og setja liana í nýtt, lifandi sam- band við Guðs orð og hina postullegu ; kirkju. J>eir voru menn, og allt gátu ! peir pví ekki gert, heldur að eins hið nauðsynlegasta. Á peirri byltingaöld, pegar villan og ofbeldið æddi, áttu peir | ekki kost á öðru, enn að selja veraldar- valdinu hina ytri kirkjuskipun í hendur, en fá á móti vernd pess fyrir vopnum ' kathólskra höfðingja. Ástand peirra tíma, en ekki andi siðabótarinnar, er orsök ' sameiningar ríkisins og hinnar lúthersku . kirkju, og ætti pá ekki afleiðingin að hverfa með orsökinni, í pessu máli sem öðru ? J>egar kristnir söfnuð- jir voru ofsóktir af heiðnu valdi, hjeldu peir opt og tíðum helgisamkomur sínar og guðspjónustu í hellum og á eyðistöð- uni, Ættu pá kristnir söfnuðir, sem njéta friðar og griða, fyrir pá sök, að halda helgisamkoinur sínar 'á slíkum stöðum, og engar kirkjur hafa? Eptir svari pessarar spurningar fer svarið upp á hina: Á kirkjustjórn hinnar lúthersku kirkju um aldur og ævi, að vera í höndum

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.