Fróði - 04.05.1883, Blaðsíða 3
1883.
F B Ó Ð 1.
104. bl.
163
164
165
hinum dýrmæta sumartíma er eytt til
þess að kvelja skepnurnar með því að
rnjdlka tvennmn eöa þrennum mjöltum.
Ilver sá sem hefir reynt hungur, eða
gerir sjer ljósa hugmynd urn það, finn-
ur víst, hve óttalega Ijótt er að leika
sjer að þvf aö troða góðan mat undir
fótunum. En hugsunarlaus eða hirðu-
laus meðferð á skepnunum, sem vjer
þuríum aö lifa á, er þó þeim mun
verri, sem þær hafa tilfinningu, en mat-
urinn ekki. Oss gefst því miður smá-
saman kostur á að sjá, hve óttalegar
afleiðingar þetta hugsunarleysi hcfir f
för með sjer, og er langt frá, að enn
sjáist fyrir endann á því. Ogþvíget-
ur enginn neitað, að ill eða hugsunar-
lítil meðferð á skepnum er og hefir
verið hjer á landi uppspretta flestra
hörmunga í efnalegu tilliti, svo allir
sjá líklega, að á henni þarf að verða
breyting til batnaðar. Kæru landarl
gerið nú það heit íyrir Guði og sam-
vizkunni, 4Ö fara svo vel og skynsam-
lega, sem auðið er með þær skepnur,
sem yöur auðnast að hafa undir hönd-
um framvegis. Og þjer framfaravinir I
leitizt á allan hátt við að glæða þá
skoðun hjá þjóðinni, að skynsatnleg og
góö meöferð á skepnunum sje eitt hið
fyrsta skilyrði fyrir framför þjóðarinnar.
* * *
[*að rná svo heita, að kvikfjárrækt-
in sje hin eina atvinnugrein, sem Iand-
búnaðurinn á landi voru er byggðurá.
Jarðrækt kemur varla til mála neina
til styrktar kvikfjárræktinni. Menn afla
lítils meö jarðrækt, er beinlínis verði
haft til manneldis, eða til nokkuria
þarfa notað, annara enn fóðurs handa
fjenaðinum. Akuryrkja, og skógyrkja
eiga sjcr alls ekki stað og garðyrkja
lítillega, en grasrækt cða túna og engja-
rækt er hin eina grein jarðyrkjunnar,
er menn að nafninu hafa fyrir stafni,
af því hún styður kvikfjárræktina.
En þar sem nú kvikfjárræktin er
aðalatvinnuvegur sveitabóndans, og af-
rakstur hennar á því að uppfylla all-
ar hans nauðsynjar, þar sem eíni þurfa
til, þá er í sannleika full ástæöa til að
ætla, að hver bóndi reyni af öllum
mætti, að stunda kvikfjárræktina sem
bezt, og að gera sjer hana sein arðsam-
asta og óhultasta Þó bóndinn aldrei
hugsaði til að geta aflað sjer meira
heldur enn það sem hann hlýtur að
verja til fyrstu og brýnustu lífsþarfa,
það er að segja til fæðis og skjóls
handa sjer og þeiin, scm honum eru
áhangandi, þá hefir hann næga hvöt
til að hugsa og starfa eptir mætti til
þess að bæta þenna einka-atvinnuveg
sinn. Nauðsynlcgt fæði handa heiin-
ilinu kostar mikið árið í kring, og klæði
og húsaskjól kosta einnig töluvert.
t*etta vita allir, sem reikningslega
hafa gát á efnahag sínum, og ílesta
mun eitthvað dreyma til þess, þótt
ekki rcikni þeir. Og því meiri hvöt
lilýtur bóndinn þó að hafa til að stunda
vel atvinnuveg sinn, ef hann hefir hug-
ann svo hátt, að hann vilji reyna að
eignast dálítið fram yfir þetta til að
útvega fyrir það sjer eða sínum eitt-
hvað sein heyrir til menntunar eða
fegurðar.
Það vcrða fyrir þessar sakir trauð-
lega ritaðar bendingar og blaðagreinir
um þarfara efni enn um búnaðartr.ál
eður um kvikfjárræktina og það seni
að henni lýtur, því hún er það aðal
atriði, sú þungamiöja, í vorum íslenzka
búskap, sem aðrar greinir búnaðarins
snúast í kring um. í Fróöa var prent-
uð íyrir hjer uin bil ári ritgerð eptir
Ara Jónsson um innilegu búfjár á sumr-
um, og Ijetu margir hana sjer að kenn-
ingu verða næstliðið sumar. Þeir tóku
upp þá reglu, að láta ærnar liggja
inni í húsum á nóttum, og er hvergi
annars getið, enn að mönnum hafi gef-
izt sú rcgla vel, ærnar mjólkað fullt
eins vcl, ef eigi betur, og þrifizt að
holdunum til með bezta móti. Allt
virðist lúta að því, að eins og lands-
lagi og loptslagi hagar hjá oss, sje
það góð regla að haía allar skepnur,
sem heima viö eru á sumrin, í húsuin
á nóttuninni, að eins ef sjeð er um,
að hafa húsin hrein og loptgóö.
Ilvað þeirri mjaltareglu við víkur,
sem hjer ræðir um í greininni á und-
an, þá er hún enn eigi reynd til hlít-
ar af nægilega mörgum hjer um uá-
iægar sveitir, svo skýrskotað verði til
almennrar reynslu. En reynsla og
eptirtekt síra Guðmundar Einarssonar í
þessu efni, sem í mörgum öðruin búnað-
arefnum, er eflaust svo þung á metun-
um sein reynsla og eptirtekt margra
annara til samans. Jþað inun þvf ó-
hætt að reyna — eða að minnsta kosti
ekki vera hundrað f hættunni þó reynd
sje — mjalta aðferð þessi, og á hún
sjer í lagi vel við, þar sem ær eru
látnar liggja inni í húsuin á nóttunni
milii mjalta, eður sama meðferð höfð
á ánum sem á kúnum. En það er,
sem margir vita, ekki ýkjalangt síðan
tnenn tóku upp, að láta kýr liggja
inni að sumarlaginu, því lengi vcl trúðu
menn því eigi, að þær mjólkuðu þá
svo vel, sem ef þær væru látnar liggja
úti.
Frjeitir innlleiidar.
Úr brjefi úrReykjavík 25. marz.
Veðurátta hefir verið í vetur einhver
hin bezta er menn muna, einkum til
landsins. þessi vetur stendur í engu að
baki hinum beztu, er jeg man hjer, 1846—
47 og 1855—56. Báðir þeir munu hafa
verið hlýrri, með meiri þiðum, mörum og
úrkomu heldur enn þessi, sem hjer syðra
hefir hann ekki verið kaldur eða storma-
samur, optast með hreinni austanátt, en hit-
inn sjaldan mikið yfir frostmark og einnig
sjaldan undir. Sveitamenn hafa því ekki
þurft að taka mjög mikið til heyjanna,
enda eru þau rýr og talsvert skemmdhjá
allflestum. Af því er kvartað mjög um
málnytubrest, en grunur minn er sá, að
hann að minnsta kosti meðfram orsakist
if því, að kýr eins og aðrar skepnur
gengu svo illa fram í vor hjá allmörgum.
Sagt er að landshöfðinginn muni
koma með næstu póstskipsferð og sitja á
þingi f sumar. Verður það liklega í síð-
asta skipti, þar hann mun alráðin f að
sækja um embætti erlendis.
Af atjórnmálum vorum frjettist ekk-
ert, en jeg þykist vita, að auk landbún-
aðarmálsins muni fiskiveiðamálið verða
hið vandamesta. Jeg vil fyrir mitt leyti
óska að það megi heppnast að halda því
föstu, að enginn nema Islendingar einir
megi veiða í landhelgi vorri, og ef atvik
liggja til, að undanþágur verði að gera.
þó vildi jeg helzt kjósa, að þær yrðuekki
gerðar nema um einhvern ákveðinn tíma,
en ekki um aldur og æfi. Ef útlendingar,
þ. e. aðrir enn íslendingar, vilja reka
hjer atvinnu, vorkenni jeg þeim ekki að
taka sjer hjer fastan bústað. þeir verða
aldrei fleiri enn svo, að oss má takast að
gera þá að íslendingum, og f því treysti
jeg þjóðernisást vorri. Vjer verðum að
standa fastir fyrir, og ekkert hliðra svo
til við neinn, að það skerði rjett vorn,
hver sem svo á hlut að máli,
Arnessýslu 2 5. febr.
Um miðsvetrarleytið breyttist tfð~
arfariö. Gerði íyrst mikla snjóa og
síðan umhleypinga, þó meiri snjó enn
regn, en írost optast lítið, hefir það
haldizt til þessa. Illt hefir verið að
ferðast vegna ófærðar og hrakviðra.
Urðu sumir naumt fyrir að sækja gjafa-
korn það, er þeir fengu, og tepptust
lengi; komust þó um síðir. — það var
mishermt í síðustu frjettagrein hjeðan,
aö þessi sýsla heíði fengið 60 tunnur
gjafakorns, þær voru 100. Þess hefði
og átt að geta, að það var að undir-
lagi landshöfðingja, að sýslunefndin bjó
til yfirlit yfir skaða sýslunnar aí fjen-
aðarmissinum næstliðið vor. Hann hefir
án efa viljað sjá hvern hlut sýslan
ætti aö fá af gjaíafje þvf, sem til bú-
peningskaupa er ætlað. Nefndinni
taldist svo til, að skaðinn mundi nema
í hið minnsta 180,000 kr., og óskaði
styiks til að bæta upp svo sem tíunda
hluta hans, en bað þar hjá um 150
tunnur korns til að afstýra fyrirsjáan-
legu haiðrjetti f vetur. Þessu var neit-
að, en boðið fram 3000 kr. lán til
kornkaupa. Hefir oddviti nú sent um-
burðarbrjef til allra sýslunefndartnanna,
og falið þeim að bera sig saman við
sveitunga sína um þetta. Hvað sem
menn ráöa af um það, þá má sjá í
hendi sjer, að slík lántaka afstýrir ekki
harðrjetti fyr enn nokkuð seint. Nú
er komið fram á góu og óveðra tíð;
munu þau iundahöld og skriftir fram
og aptur, sem þurla uiun þessu til
undirbúnings, taka langan tíma. Munu
margir verða lítt staddir, ef ckki fæst
björg frá sjó áður enn slíkt getur kom-
izt í kring. En ef hún fæst áður langt
líður, þá er óskanda að menn leggi
sem harðast á sig, það sem eptir er
til vorsins, til að fresta lántökunni,