Fróði - 02.10.1883, Blaðsíða 2

Fróði - 02.10.1883, Blaðsíða 2
115. bl. F E Ó Ð 1. 1883. 292 293 294 selja áburö af jöröu, þann er henni megi aö notuin verða, nje farga hon- um á annan hátt. Eigi má hann held- ur láta burtu hey, sem hann hefir aíl- aö af jörðunni, nema því aö eins aö hann fái aptur jalngildi í heyi eða beit, eöa aö hann í harðindum hafi látið hcyið gegn ööru endurgjaldi eptir áskorun hreppsnefndar. Ef móti þessu er brotið, varðar það fitbyggingu, enda bæti hann landsdrottni skemmdir á jörðu. 14. gr. Ef reki fylgir jöröu, og er liann undanskilinn leiguliðanotum, þá skal leiguliði hirða við þann, er rekur, fyrir landsdrottin, og marka viðar- roarki hans. Skal hann gera þetta sem sjálfur hann ætti, og draga við tir flæðarmáli, svo eigi taki 6t aptur. Leiguliði skal eiga af fjöru þeirri áln- arlöng keíli og þaðan af smærri, ef eigi er öðruvísi um santiö, eða að fornu hefir viðgengizt á þeim reka. Nú rekur hval, og skal leiguliði festa hann þeim íestum og að öllu bjarga sem lög ákveða. Gera skal hann og þegar landsdrottni orð eöa umboös- manni hans. Rjett er leiguliöa að skera þegar hval, en ábyrgjast sbal hann landsdrottni allan þann hval, er hann sker. Um endurgjald til leiguliða fer sem lög ákveða. 15. gr. Skyldur er maöur að halda uppi hú^um þeim öllum, er þá voru, er hann kom til jarðar og jörðu fylgja, og ábyrgjast fyrning þeirra, svo skal hann og viðhalda Öörum nytsömum mannvirkjum, sem jörðu fylgja, svo sem túngörðutn, vörzlugörðum, matjurta- görðum, fjenaöarrjettum, heygörðum, stíflugörðum og hverju ööru, og endur- bæta þaö á ári hverju, svo aö nýtilegt sje, og aö byggja upp að nýju, ef fallið hefir. Abyrgjast skal leiguliði ir.ntæðukúgildi jarðar sinnar. aö á- vallt sjeu til og leigufær. Nú flytur leiguliði sig frá jörðu, eöa deyr, og ekkja hans bregður búi, og íkal hann eða bú hans skila Öllu, er jöiðu fylg- ir, fullgildu, eöa tneö fullu álagi. 16. gr. Ef skriða fellur á hús leigujarðar eða þau verða á annan háti fyrir skemmdum af vöidum náttúrunn- ar, svo sem af snjóflóði, valnsflóði eða jarðskjálfta, eða þau farast fyrir elds- voöa, sem leiguliða veröur eigi sök á gefin, þá skulu landsdrottinn og leigu- liöi, ef eigi er ööruvísi um samið, gera hús aptur í sameiningu. Landsdrott- inn leggi við til húsagerðar og smíðar, en leiguliði veggi alla og þök. Þó skal leiguliöi greiða landsdrottni álag á hús þau, er fórust, ef þau voru eigi fullgild eptir áliti úttektarmanna. 17. gr. Ef land jatðar spillist af vatnságangi, skriðum, sandfoki, eða öðru því, er leiguiiða verður eigi sök á gefin, þá geri hann land^drottni orð. eöa umboðstnanni hans, og er leiguliða heimilt að krefjast skoöunar á skemmd- unum. Nú má skemmdir bæta á einu ári, og bætir land<drottinn og leigu- liði þær að hefmingi íivor, þó svo aö Ieiguliði kosti eigi meiru til ennjafn- gildi hálfri landskuld hans. Veröi jörö fyrir meiri skemmdum, eöa þeim skemmdum, að hún rýrni til langframa, skal meta, hve miklum hluta landskuld- ar þaö nemi ár hvert utn ákveöinn tíma, og á þá leiguliði heimting á, að land- skuld sje sett niður um helming þess, er skemtndir eru metnar til ár hvert. 18. gr. Leiguliði skal ár hvert flytja út á tún og í garða allan þann áburð, er fellur til á leigujörð hans og vinna upp tún og engi, svo að hún sje í fullri rækt. Svo skal hann og nota hlunnindi hennar á þann hátt, að setn minnst spjöll verði að. Bregöi hann af þessu lengur en eitt ár í senn, missir hann ábúöarrjett sinn. 19 gr. Nú eru kveönar jarðabæt- ur á leiguliða eða sjerstök hiröing á áburöi, og greinir byggingarbrjef hverjar jarðabætur sjeu og hve miklar ár hvert, og hver hirðing áburöar, en leiguliði vimdir eigi slíkt, sem til skilið var, eitt ár í senn, og á landsdrottinn heimtingu á endurgjaldi fyrir jaröa- bæturnar, eptir óvilhallra manna mati, ef leiguliði vinnur þær eigi þegar Vinni leiguliði eigi jaröabætur, eöa hiröi eigi svo áburð, sem til var skilið fleiri ár en eitt í senn missir hann og ábúðarrjett sinn 20 gr. Nú vill Ieiguliði gera jaröa- bót sem cigi verður talin að eins til þess, að jörðin sje í góðri rækt og yfirhöfuð vel seti n, enda sje hún eigi akveðin í byggingarbrjefi hans, þá skal hann leita um þaö samkomulags við landsdiottinn, en nái hann eigi sam- komulagi við hannj þá er rjett, að hann íai óvilhalla menn á sinn kostn- að til aö mcta. hvort þeir ætla var- anleg not ro.oni verða aö jaröabótinni og tilvinnandi að gera hana, og skulu þeir jafnframt gcra nákvæma áætlun um kO'tnaðinn við jarðabótina og hversu mikiö eptirgjald eptir jörðina megi ha'kka íyrir hana til frambúðar. Landsdrottni skal bjóöa, aö vera við mat þetta. I.eiguliði skal þá bjóða, að landsdrottinn láti gera jarðabótina og borga jafnframt hálfan kostnaðinn 'ið matiö, en að leiguliði skuli svo halda henni við og greiða þá hækkun á eptirgjaldinu, sem metin var. Vilji landsdrottinn það eigi, þá er rjett að leiguliði geri jaröabótina á sinn kostn- að. Við úttekt jarðarinnar, er leigu- liði fer frá henni, skal þá me+a, hversu mikið jöröin inegi hækka aÖ varanlegu eptirgjaldi fyrir jarðabótina, og hvern kostnað hafi þurfl til að gera hana, enda sje hún í góðu standi eða fullt álag gert á hana. Kostnaðinn skal frafarandi þá fá endurgoldinn, en þó eigi með hærri upphæð en þeirri, setn er 12 sinnum hærri en hækkun eptirgjaldsins. 21. gr. Nú vill landsdrottinn gera jarðabót á jörð, sem er í fastri byggingu, og getur hann þá um það leitað samkomu- lags við leiguliða, en nái hann þvf eigi, þá er rjett, að hann láti gera jarðabótina eigi að síður, en bæti honum fullum bót- um það, sem verkið kann að spilla leigu- liðanotum bans, og er jarðabótinni er lokið, þá getur hann látið óvilhalla menn skoða hana og meta, hversu mikið jörðin megi hækka að eptirgjaldi fyrir jarðabót- ina; jarðabótina getur hann því næst af- hent leiguliða og ber honum upp frá þvi að halda henni vel við, og svara henn ásamt jörðunni í góðu standi eða með fullu álagi; enn fremur ber honum að gjalda árlega þá hækkun á eptirgjaldinu, sem metin var fyrir jarðabótina. 22 gr. Ef leiguliði situr illa leigujörð sína, svo að tún og engi fara í órækt, eða bún á annan hátt bíður varanlegar skemmdir af hans völdum, inrstæðukúgildi falla og hús hrörna um skör fram, og því um líkt, hefir hann fyrirgert ábúðar- rjetti sínum, nema hann lofi að bæta úr því næsta ár, og setji tryggingu fyrir. Rjett er að landsdrottinn láti gera skoð- un á jörðunni, hvort er leiguliði fer frá henni eða ekki, og meta til verðs skemmdir pær, er á henni hafa orðið fyrir þessar sakir, og bæti leiguliði þær að fullu. 23. gr. Er meta skal skemmdir eptir 17. gr., jarðabætur eða jarðaníðslu, skulu úttektarmenn það gera. Landsdrottinn og leiguliði borgi skoðunargerð að helm- ingi hvor, nema þegar svo á stendur, er segir í 22 grein ; borgar þá leiguliði einn skoðunargerð, ef hún verður á móti hon- um, en landsdrottinn ella. 24. gr. Leiguliði skal greiða alla þá skatta og skyldur, sem á leigujörðu hans liggja, og halda uppi öilum lögskilum af henni, landsdrottni kostnaðarlaust að öllu. Eindagi á kúgildaleigum er fyrir Mikaels- messu ár hvert, en á landskuld fyrir hvers árs fardaga. Nú greiðir eigi leigu- liði jarðargjöld á næsta misseri eptir ein- daga, og hefir hann fyrirgert ábúðarrjetti sínum í næstu fardögum, þótt honum sje eigi byggt út af jörðinni. 25. gr. Skyldur er leiguliði, þótt eigi sje til skilið, að færa ieigur og landskuld á heimili landsdrottins ókeypis, ef eigi er fjær, en þingmannaleið nemi, ella hafl landsdrottinn umboðsmann, er eigi búi fjær og taki við jarðargjöldum. 26. gr. þá er landsdrottinn vill neyta rjettar síns að byggja leiguliða út af jörðu sinni, áður en byggingartíminn er á enda, skal haun það gert hafa fyrir jól ; en leiguliði skal af jörðu fara í næstu far- dögum á eptir. Útbygging skal brjefleg vera og við votta, enda sje svo skýrt að kveðið í henni, að leiguliði hafi að vísu að ganga, að hann eigi af jörðu að fara. 27. gr. Nú vill maður flytja sig af leigujörð sinni áður en ábúðartími hans er liðinn, og skal hann hafa sagt jörðu lausri fyrir jól. Skal hann segja lands- drottni eða umboðsraanni hans upp leigu- mála brjeflega og við votta 28. gr. Ef leiguliði segir eigi lausri leigujörð sinni eptir lögutn, en flytur sig af henni, geldur hann landsdrottni leigur uæsta ár og landskuld. Má landsdrottinn nýta sjer jörð sem hann vill, eða byggja óðrum. Nú hefir leiguliði sagt jörðu lausri

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.