Fróði - 03.11.1883, Side 1

Fróði - 03.11.1883, Side 1
F r ó o i. IV. Ar. 118. blað. AKUREYRI, LAUGARDAGINN 3. NÓVEMBER 1883. 325 326 327 f>ess var getið á sínum tíma í Fróða, að samkoma hefði verið haldin í fyrra sumar suður á Spáni, þar sem menn frá ymsum löndum hittust til að ræða um fornsögu og fornleifar Ameríku. J>á var þess og getið, að næsti fundur ætti að verða í Kaupmannahöfn í sumar. þessi Hafnarfundur byrjaði nú 21. ágúst í há- tíðasal háskólans með allmikilli viðhöfn og var fjölmenni mikið saman kornið, konungur og drottning og margir aðrir af konungsættinni, og svo margt stórmenni úr Danmörku og af öðrum löndum. Ilöfðu yinsar landstjórnir, háskólar og vísindafjelög í Norðurálfu og Vesturheimi sent erindsreka til fundarins auk margra vísindamanna, sem komu ótilkvaddir. Fundurinn byrjaði með söng og hljóð- færaslætti. Síðan steig forseti fundarins, kaminerherra Worsaa, í ræðustólinn og flutti iangt erindi. Minntist hann pess, hve ákaflega merkilegur viðburður pað hefði verið, er Kolumbus faan Ameríku og hversu miklar afleiðingar þess væru orðnar nú í 400 ár. Hann kvað það sóma mikinn fyrir Danmörku að þessi fimmti samþjóðalundur, til að ræða um fornlræði Ameríku, væri haldinn þar í landi, endn hefði danskur maður, llafn prófessor, fyrstur inanna orðið til að fræða heitninn um það, að Ameríka liefði fundizt og þekkzt af Norðurlandabúum nokkrum öld- um fyrir daga Kolumbusar, þar sem Rafn hefði tínt saman allt, sem er að finna 1 íslenzkum sögum um þetta efni, og gefið það úí í bók sinni «Antiqvitates Ame- ricanæ», Danir ynnu og kappsamlega aö því að rannsaka fornmenjar á Grænlandi Sjerstaklega þakkaði forseti konungi fvrir umhyggju hans fyrir vísindunum, er með- al anuars mætti marka af því, að hann hefði gerzt verndari þessarar samkomu. Margar ræður og fyrirlestrar voru haldair á þessari samkomu þá daga sem liúu stóð, Voru flestar ræður íluttar á frakknesku og nokkrar á öðrum málurn hinna stóru þjóða. Meðal annara flutti landi vor herra háskólakennari Gisli Bryuj- ulfsson snjalla ræðn á franska tungu urn athuganir fornmauna norður í hafsbotnum og kunnngleik þeirra um haíið norður undir heimskauti. Hann leiddi gild rök að því, að norrænir inenn hefðu á 13. öld farið allt norður í Smiths-sund eða jalriyel lengra, það er að segja, komizt Viðlíka nálægt heimskautinu, sem menn hafa nú komizt á síðustu tímum. Græn- land byggðist, sem kunnugt er, frá ís- landi síðast á 10. öld, sagði ræðumaður- inn, og þær 11 skipshafnir, er fylgdu Eiriki rauða út, svo sem sagan greinir, urðu undirstaðan til austurbyggðarinnar syðst á vesturströnd Grænlands, en i peirri byggð voru siðar 12 sóknir, þar sem í vesturbyggðinni, er lá 30—40 míl- um norðar á sömu strönd, eigi voru nema 4 sóknir. það er kunnugt af islenzkum skýrslum frá þeim tímum, að hver stór- bóndi á Grænlandi gerði út skip til veiði- skapar á 11. 12. og 13. öld langt norð- ur fyrir alla byggð. þar höfðu þeir ver- stöðvar og veiddu hvali, rostunga og seli. í þessum uorðurförum sínum í 3 aldir höfðu hinir gömlu noriænu Grænlending- ar bezta tækifæri til að kynnast því, hvern- ig ísum hagaði norðar þar, og þá gátu þeir sætt lagi til að fara sem lengst norð- ur, þegar tækifæri bauðst til þess þeir voru sem skilgetuir synir hinna fornu víkinga djarfir menn og gefnir fyrir að kynna sjer ókunn lönd og staði. það eru sjerstaklega 2 veiðistöðvar sern talað er um í hmum fornu sögnum, «Greipar», sem líklegast hafa verið lengst norður á hinni óbyggðu austurströnd, en eigi á vesturströndinni, því þar var hin enn þá orðlagðari «Norðurseta», án efa fyrir norð- an Bjarney, eða Diskoeyna, sem nú er kölluð, líklega einhversstaðar í Belville- fióanum. Um Norðursetu kvað fornskáld- ið Sveinn Norðursetudrápu, og eru brot af henni eða kaflar tii eun í dag. 1 ein- um þessum drápukafla lýsi' skáldið útlit- inu á þessum stað, stormunum, frostinu og stórsjónum. En þá norðar var «Króks- fjarðarheiði», víst við mynuið á Smiths- sundi, sem fornmenn virðust að hafa kall- að «Króksfjörð», enda er sundið krókótt það var frá þessum stað sem hafin var uorðurföriu sumarið 1266, eu um ferð þessa er greinileg skýrsla i íslenzkum handritum eptir brjefi frá Halldóri presti á Græulandi, og er brjefið skrifað 1271, eður 6 árum síðar enn ferðin var gerð. þar segir, að norðurfarar þessir hafi siglt út frá Króksfjarðarheiði; eu er þeir ætl- uðu að hverfa aptur, fengu þeir sunnan storm mikinn móti sjer með þoku og dimmu, svo þeir urðu að láta reka fyrir veðriuu svo langt, að þegar þeir fengu leiði suður aptur, var þriggja daga sigling til Króksfjarðarheiðar. þar sem þeir komu lengst norður var flói mikill, og þegar veðrið birti sáu þeir margar eyjar. og var þar mikið af selum og rostungum, og birnir svo margir, að varla þótti fært að ganga á land. Af frásögn þessari er það auðsætt, að hinir fornu Grænlending- ar, sem stunduðu hvalaveiðar og selveið- ar, hafa á siðara hlut 13. aldar siglt norð- ur í Smiths-sund og flóa þann, sem er norðarlega í því, eður jafuvel lengra norð- ur, þar sem þeir þurftu 3 daga til að sigla suður aptur. þeir hafa ef til vill farið norður um Kennedy og Uobbeson- sundið, á sömu slóðir sem dr Kane frá Veslurheimi komst árin 1853—54, þar sem hann þóttist finna öll kennimerki til þess, að fslaust haf væri fyrir norðan. Herra Gísli gat þess, að þó hann fyrir 12 árum hefði haldið fyrirlestur um þetta sama efni í hinu konunglega nor- ræna fornritafjelagi, þá hefði hann við þetta tækifæri eigi viljað láta hjá líða að minnast á þetta merkilega atriði. Hann skýrskotaði að öðru leyti til þess, er hann hefði þá sagt um málefni þetta og til hins forna brjefs, sem áður var nefnt, og sem í vissu tilliti mætti álita sem síðustu kveðju frá hinum gömlu norðurförum til hins menntaða heims, áður enn verzlun- areinokun hinna norsku kununga drap úr mönnum þessum fornao dug og kjark, og stuðlaði til þess meðal annars að hin gamla norræna nýlenda á Grænlandi dó algjörlega út af eða leið undir lok. Ræð- una endaði hann með því að hafa yfir vísu á íslenzku úr Norímrsetudrápu, því hann kvaðst geta ímyndað sjer að fund- armönnum þætti gaman að heyra mál hinna fornu nærrænu sjógarpa, eins og þeir töluðu það fyrir 900 árum þegar þeir fyrstir manna fundu Grænland og meginland Ameríku. Að ræðu þessari var gerður góður rómur, og fundarmönnum þótti auðsjáan- lega vænt um þetta sýnishorn af norrænu eða íslenzku skáldamáli, sem þeim var boðið. I««8* samþykkt á alþingi sumarið 1883. VII. L Ö G uin kosningu prcsta. 1. gr. þegar brauð losnar skuiu allir sóknarmenn í því prcstakalli, þeir er haía óflekkað manusrð og gjalda til prests og kirkju, kjósa sjer piest af ' eitn, sein utn brauðið sækja og hafa

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.