Fróði - 03.11.1883, Page 3

Fróði - 03.11.1883, Page 3
1883 I R Ó Ð 1. 118. bl. 331 ( væri leyst frá oki ríkisins, J)á mundu hvítasunnu tímar koma aptur eins og á þeim 'fyrstu öldtim kristninnar. En sú hefir orðið raunin að hvítasunnuandinn með hinum eldlegu tnngnm kemur ekkl fyrir það, þó að menn «gangi út“, að til þessa útheimtast ekki einungis vtri held- ur og innri skilyrði, sem ekki verða til- búin á hverjnm tíma sem er. þó að menn sjeu við staddir guðsþjónustu hinna frjálsu safnaða, þá verða menn ekki varir við neinar yfirnáttúrlegar náðargáfur þó menn heyri heilnæma og álakanlega ræðu. An þess að verða of nærgöngulir hinum frjálsu söfnuðum, þorum vjer að segja, að í þeim hefir eigi komið í ljós æðri andlegleiki, gruDdaðri og alvarlegri kristindómur en einnig má finna innan vebanda þjóðkirkn- anna, 'þótt það liggi í hlutarins eðli, að meðan fríkirkjurnar að eins hafa fáa með- limi, þá ber minna á veikleikanum og göll- unum en í þjóðkirkjunum þar sem allir eru 8aman. Hinn donatíski draumur um söfn- uð, sem sje með öllu hreinn og heilagur kemur aldrei fram». „Merkilegt vottorð um aðskilnað á kirkju og ríki gefur Thiersch í hinu ágæta riti er hann hefir samið um «hið kristna ríki». „Jeg var, segir hann, með æskufjöri gagntekinn af aðskilnaði á kirkju og ríki. Jeg hjelt mig sjá hann nálgast. Jeg vonaði að þegar kirkjan væri leyst frá ríkinu mundi gullöld hennar koma af sjálfu sjer. Jeg vonaði að hræsnin og skinhelgin í kristinni trú mundi hverfa, jeg vonaði að kristilegt líf mundi styrkjast og kristileg starfsemi fara vaxandi. Jeg kynnti mjer og dáðist að hinni kristnu fornöld fyrir daga Konstantíns. Jeg vonaði, að þegar kirkjan væri leyst frá ríkinu mundi hún verða eins og hún var á dögum písl- arvottanna, Jeg var þannig á sama sjón- armiði og Vinet.“ „Lífsreynsla mín, meiri rannsókn og meiri þroski hafa komið mjer i ráðsettari skilning“. Jeg held að þessi orð biskups Marten- sens sjeu Ijósari, heilnæmari og þyngri á metunum, enn allt það sem er í „Fróða“ um aðskilnað á ríki og kirkju, og jeg ætla að vona, að þetta sje unggæðisháttur höfundarins og að hann fái ráðsettari skilning á þessu eins og Thiersch, þegar hann eldist og þroskast og rannsakar betur. það er að öðru leyti fróðlegt að vita, hver árangurinn hefir orðið þegar kirkjan hefir skilið við rikið, eða fríkirkjur verið stofnaðar. Evg. Bercier, einn af þeim mestu kennimönnum varð hrifinn af kenn- ingu Vinets um frikirkjur og gerðist prest- ur fríkirkju í Parísarborg. Stóð það um nokkur ár. Eu þann 20. marz 1878 sótti hann um að verða með söfnuði sínum tekinn aptur inn i mótmælenda kirkjuna, eða hina almensu kirkju. Hefir hann í brjefi frá 23. apríl s. á, til E Daamerqve, ritstjóra Le Christianisme au XIX sðecle gert grein fyrir þessari aðferð sinni. Segir hann meðal annars, að hann hefði ekk, getað gert þetta fyrir fám árura, ea að 334 skilningur sinn hafi breytzt, svo að hann hafi gert það með þeim friði og fögn- u ð i, sem það veitir að g æ t a s k y I d- u n n a r. Hann segir, að þegar kirkjan sje laus við ríkið sje henni stofnað í hættu, ef hún leiðist ekki af þeim sanna anda og hann spyr hvar íallrikristn- inni er svo raikill andlegur þroski og svomikill eindrægnis. andi, að heill landslýður geti verið fríkirkja? Hann segir: «þ að er ljóst, að engin skipuleg og góð stjórn úttalar nokkru sinni aðskilnað á kirkju og ríki, f>jóð- veldismennirnir óttast aðskilnaðinn meira enn allt annað. Hver er sá hugsunar fræðingur, sem er svo óskelfdur og blind- aður, að hann biðji um slíkt og vilji stofna oss í slika hættu». Síðan vinnur hann að því að kirkjan geti orðið ein, frjáls og kristileg og hann segir: ekkert skal hindra mig frá að endurtaka með djúpri sann- færingu: «jeg trui á helga, almenna kirkju, jeg trúi á samljelag heilagra»». það er hollara að kynna sjer reynslu hinna beztu manna í slíknm einum enn fara eingöngu eptir lauslegnm ímyndunum sjálfs sín. Fólksflutningar til Bandaveldanna. A fjárhagsárinu, sem endaði 30. júní í sumar, höfðu flutt sig til Banda- veldanna í Norður-Ameríku 599,114 manns til þess að taka sjer þar bólfestu, það er 8—9 siunum fleiri heldur enn allir íslendingar eru. þ>essi fólkstraum- ur inn í landið var þó talsvert minni heldur enn næsta fjárhagsár á ur.dan, eður frá 1. júlí 1881 td 30. júni 1882, því það árið fluttu sig til landsins 788,992, eður nálægt 11 sinnum fleiri menn, held- ur enn þó hvert mannsbarn af Islandt hefði farið þaugað. J>egar athugaðar eru töluskýrslur um vesturfarir í næst- liðin 50 ár, þá sýnir það sig, að þær hafa verið mjög misjafnar eptir því sem í hvert skipti hefir hagað til bæði í Norðurálfu og Yesturheimi. Eiukum þverraði straumurinn mjög þau árin sem innanlands óeirðirnar gengu í Banda- veldunum, því þá fluttu sig þangað hjer um bil þreíalt færri á ári enn verið hafði nokkra hríð á undan. A síðastliðinm hálfri öld hafa verið þrjú tímabil, þegar vesturfarirnar hafa verið mestar. Eyrsta tímabilið nær yfir árin 1847—1854, þá fluttu sig inn í landið að jafnaðartali 334,506 manns á ári. Um þessar mundir var hungursneyð mikil á írlandi, stjórn- arbyltingar á Ungverjalandi, Frakklandi og þýzkalandi, og í fieiri löndum komst margt á ringulreið. En þá voru Banda- veldin á sama tíma í miklum uppgangi, þá lögðu þau undir sig Texas, Nýja- Mexikó og Kalíforníu, þar sem gullnám- urnar fundust þá einnig. Eptir 1854 fækkuðu innflytjendur ár frá ári, enda var þá apturkippur í atvinnuvegum lands- ins, og svo hófst styrjöldin eða borgara- stríðið. Árið 1861 voru innflytjendur að 335 eins 89,724 og árið eptir jafnvel nokkru færri, en eptir það fóru þeir aptur að fjölga ár frá ári, svo 1865, þegar óeirð- unum linnti urðu þeir 247,453 Annað tímabilið þegar vesturfarir voru miklar nær yfir árin 1867—1873, og þessi ár komu að jafnaðartali inn S landið 402,975 menn á ári. Á þessu tímabili tóku Bandaveldin stórfje að láni erlend- is, peningaveltan var mikil innanlands og vinnulaun há. Erá 1873, þegar inn- flytjendur voru 459,803, fóru þeir aptur fækkandi til 1878, svo þá urðu þeir eigi fleiri enn 138,469, enda var hnignun í atvinnuvegunum á þessum árum. En svo fjölguðu innflytjendur óðum ár frá ári og komust síðast á þessu þriðja tíma- bili 1882 upp í 788,9 )2, sem fyr segir. Nú lítur út sem tala þeirra muni næsta ár fara fækkandi aptur. Tafla sú, sem hjer kemur á eptir, sýnir fólkstal í Bandaveldunum tiunda hvert ár og hve mikið hún hefir aukizt beinlínis af innflytjendum á hverjum 10 árum. Ar. Manntal. Innflytjendur. 10 ár á undan 1830 12,866,030 .... 1840 17,069,463 599,125 1850 23,191,876 1,653.274 1860 31,443,321 2,639,556 U70 38,558.371 2,281,142 1880 50,152,866 2,812.191. Úr brjefi, úr Fljótsdalshjeraði 14. okt. Mánudagskvöldið 8. þ. m., var jeg staddur á Eiðum : sá jeg þá og fleiri eld á tveim stööurr. í stefnu til Snæ- fells, vestanhallt, og virtist eystri eld- urinn rneiri. Lopt var þvkkt og var því eigi hægt aö glöggva skýmekkina írá gýgunum, enda mun líklegt að þeir liafi legið bakvið skýbólstrana á vestur- himninum, því að engar eldingar sáust út frá eldvörpunum. Morguninn eptir var heiðrfkt innan yfir og sáust þá glöggt skýmekkirnir á sama stað og eldarnir sáust kvöldið fyrir, en af því að eigi sjer til fjalla írá Eiðum, var heldur eigi liægt að iniða stefnuna vel nákvæmllega; þó tel jeg vf.st að eystri eldurinn hafi eigi verið vestar enn um Snæfell, en vestri eldurinn aptur aust- anhallt við Kverkfjöll. Ræður þannig að lfkindum, að f vetur hafi eldur verið uppi á tveim stöðum í Vatna- jökli, þessum sömu og nú sást hann á, annar suður af Kverkljöllum, en hinn nokkru austar, því að hlöðin deildi á um áttirnar. er eldurinn sást f. Ileima- menn á Eiðuin kváðust og hala sjeð eldana f sama stað 2 döguin áður; þá varð og líka vart öskufalls f Seyðis- firði. Ilausílíðin er hin hagstæðasta, sunnan og vestanbffður til skiptis, og lopthiti fjarskamikill af og til, svo sera þann 5. og 6. þ. m. + 14° R. að næturlagi. Aí)i er nær þvi enginn nema á Vopnafirði talsverður Afrjett- atfje í vænnalagi og verðlag heldur

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.