Fróði - 13.12.1883, Page 2
120. bl.
F R Ó Ð 1.
1883.
352
að þeir sera vildu lesa með sjálfum sjer
eitthvert „gott orð“ sem kallað er, tækju
jafnaðarlega annaðhvort hugvekjur eða
prjedikanir, en miklu siður biflíu eða N.
T.; hefði jeg opt hugsað um það, að
rjettara vaeri að hafa til húslestra að
minnsta kosti stundum kafla úr ritning-
unni, því að þegar menn vendust eldrei
öðru en að fylgja án eiginnar áreynslu
þræðinum í annarlegri útlistun guðs orðs,
gæti jeg hugsað mjer að þeim yrði ó-
tamara að lesa það sjálft og hugsa um
það sjálfir, og að hinn alkunni skortur á
lestri biflíunnar hjer á landi stæði að
einhverju leyti í sambandi við þetta; en
jeg tók það fram að þessi hugarburður
minn gæi.i vel verið rangur, og mjer dytti
ekki í hug að halda honum fram.
Út af þessu er nú búið til, að jeg
innprenti mönnum að húslestrar sjeu
þýðingarlausir, ef eigi siðum spillandi.
Jeg skal að endingu geta þess, að jeg
ætla að lögsækja ritstjóra Suðra fyrir
þetta logna illmæli, sem um mig hefir
staðið í blaði hans, og hefi í því efni
snúið mjer til lögfræðiskandidats Jóannes-
ar Ólafssonar í Reykjavík.
li’rjeltír sítleudar.
eptir
Bertel E. Ó. Þorleifsson.
Kaupmannahöfn 1. okt. 1883.
Tíðarfar hefir hjer f Danmnrko
verið síðan í byrjun septembermán.
heldur kuldasarnt og með rigningum.
Uppskera hefir orðið í meðallagi. Hjer
hefir verið heldur dátt og kátt á hjalla
við hirð konungs þessa dagana, þar
sem öll börn hans og barnabörn hafa
dvalið hjá honum í konungshöllinni
Fredensborg. Tengdasonur hans, Alex-
ander III Rússakeisari hefir dvalið hjá
honum langan tíma og hvað þykja svo
friðsamt hjer og Danir svo konung-
hollir, að honum hrollir hugur við að
snúa heim aptur, og dregur það sem
lengst, þykir ef til vill tvísýnt hvort
nihilistar muni taka sjer með báðum
höndum. Rrinzinn af Wales er ný
kominn hingað og ætlar að dvelja hjer
nokkra daga. í*að hefir lengi verið
búizt við honum á hvcrjum degi, en
hann átti svo annríkt suður á Þýzka-
landi, að veiða dýr og fugla og skemmta
sjer við baðstaði, að ckki varð af fyr
enn nú. Rússakeisari kom hingað á
lystiskipi sínu, það er stærra cnn hvert
herskip er heim til íslands fer, og
9steint fyrir ofan sjó“, og greypt gulli
og silfri. Æðardún í öllum sessum og
setum og silki utan um. Ekki sjást
þar aðrir málmar á búsgögnum og
innan stokks enn gull ogsilfur og ætlað
vel fyrir sliti, enda þurfa Rússar ekki
að horfa í skildinginn, þeir berja hann
út úr bændunum, eins og Sigurð-
ur slagbelgur forðum smjörið úr þúf-
unni. Eins og nærri má geta hefir
ekki gengið lftið á fyrir fólkinu að fá
að sjá keisarann, það hefir farið í
353
þyrpingum, svo börnum og lasburöa
mönnum hefir haldið viö meiðingum,
og stórskotalið og lögregluþjónar ríð-
andi Iiafa orðið aö ryðja vögnunm
braut gegnum mannþröngina, og farið
engu vægilegar að enn tröllskessurnar
hans Gröndals forðum. Fað er von
menn langi til að sjá manninn, það
má heyra og sjá það á þeim, að
þeir hugsa sem svo: „það cr ekki
sagt að jeg sjái hann aptur“. Annars
er Alexander keisari, drottinn rjetttrú-
aðra Rússa, rjett eins og fólk er flest,
hár maður og föngulegur, þrckinn, höíð-
inglegur og góðmanrilegur, með mikið
skegg og mjúkt, glóbjart, sem blaktir
niður á bringu, augun blá og hreint
ekki harðsrjóraleg, andlitið breitt og
litkað vel, neíið stutt og fremur flat-
vaxið, flentar nasaholurnar, svo sem
títt, er á slafneskum mönnum, ennið
hátt og hárið mikið. fað eru ósköpin
öll af púðri sein kveikt hefir verið í
þessa dagana, því að allt af ríða stór-
skot ef keisarinn býður konunginum og
ættfólki hans að taka sjer bita úti á
skipi sínu, þegar það bregður sjer
hirigað í kaupstaðinn, og það gerir
það ósjaldan, en keisarinn er eins og
konan sem stendur uin í vfsunni, að
hún var „rausnarleg“ og „gat ljeð eitt
rúmhæli“. Ekki er heldur lítið um
Ijósaganginn, ef konungur er hjer meö
hersinguna á kvöldin, t. d. bregður sjer
í leikhúsið, eins og um daginn, þá var
reiknað út að brennt hefði verið upp
kertum og öðru ljósefni til óþarfa íyrir
50,000 kr. það kveld hjer í Ilöfn.
Mörgum fátækum krakka hefði mátt
gefa flík fyrir þá skildinga.
Hægrimenn hjer fundu upp á þvf
þjóðráði um daginn, að taka lögreglu-
liö á mála hjá borgarstjórninni í Kaup-
mannahöfn til þess að styrkja sig að
málum, er þeir hjeldu fundu sína.
Þetta varð til þess, að slóst f bardaga
fyrir skömmu sfðan með mönnum suð-
ur f Jyderup á Sjálandi, þar sem
hægri og vinstrimcnn hjeldu fund sama
daginn, gengu Iögreglumenn þarvcl fram
og börðu vinstrimenn með bareflum
sumir, og er getið margra afreksverka
í blöðunum, svo sem að þeir hand-
leggsbrutu og hálfrotuðu menn, en mis-
jalnt mælist það þó fyrir, að minnsta
kosti hefir verið settur rannsóknardómari
til að kanna málið, og vita hver hati
valdið upptökum hægri eða vinstrimenn;
hvorirtveggju þykjast náttúrlega barðir
saklausir.
UM BtíNAÐAR-STYRKINN.
Suðri sagði í vor, að fje þvf er
alþingi veitti til eflingar búnaði væri
næstum þvi eins og „fleygt f sjóinn“.
Og þetta satna var tekið upp aptur á
alþingi í sumar, og því þá einkum
beint að vissum sýslum; þar á meðal
Árnessýslu. Retta hefir að Iíkindum
verið sprottið af því, að skýrslur
hefir vantað, um notkun fjársins. það
er nú við að búast að misjafnt geti
354
veriö álit manna um það, hvort ekki
hefði mátt verja fjenu betur enn gert
hefir verið En engin ástæða er til
að efast um, að sýslunefndirnar hali
haft áhuga á að verja fjenu sem bezt
og gagnvænlegast. Víst má fullyrða,
að svo var hjer f Árnessýslu, hjer hefir
fjenu verið varið alveg ólíkt því, að
þvf væri „fleygt í sjóinn“. Það mundi
sjást ef nákvæmlega væri frá skýrt.
Nokkru af fjenu cr varið til að efla
vatnsveitingar úr Hróarsholtslæk, scm
kosta mikið, en geta orðið mörgum til
mikilla nota.
Nokkru hefir veriö varið til að
láta búfræðíng athuga hvort tiltækilegt
muni að nota Þjórsá til áveitinga. Er
ekki ámælisvert þó enn sje ekki byrjað
á því fyrirtæki. Áður þarf vandlega
að skoða, bæði hvort fyrirtækið er
framkvæmanlegt, með þeim efnum sem
gera má ráð fyrir að menn hafi ráð á,
og líka hvort það muni borga sig f
raun og veru; því að höfuðskurðurinn,
sein að áætlun, mundi kosta allt að
20,000 kr. er án efa margfallt minna
en allir hinir löngu og margkvísluðu
skurðir, sem þurfa að leiða vatnið frá
honum, um allt það víðlendi sem það
getur farið yfir; fyrir utan allar þær
vegagerðir og brúargerðir setn vatns-
flóöið mundi gera óumflýjanlagar víös-
vegar um allt það svæði. Hjer með
er þó ekki sagt, að fyrirtækinu sje
sleppt að fullu og öllu. Nokkru hefir
verið variö til að kaupa jarðyrkjuverk-
færi í hvern hrepp sýslunnar. Bau
cru raunar ekki komin enn, en odd-
vitinn, sem fyrir kaupinu stendur, mun
sjá um að þau komi sem fyrst. Iljer
eru ekki svo fáir bændur sem hafa
gott vit á jaröabótum og öðrum bún-
aðarbótum, og sem því eiga skilið aö
fá styrk, og þurfa þess við, til að koma
fyrirtækjum sínum fljótt og vel fram.
Nú er, að undirlagi sýslunefndar-
innar, kosin búnaðarnefnd f hverjum
hrejipi, sem á að leggja ráð á hverj-
um styrk skuli veita og hvernig hann
skuli nota Er vonandi að þær, á sín-
um tíma, gefi greinilegar skýrslur um,
hvað framkvæmt verður. — Um eitt
atriði, sem hjer varðar ekki svo litlu,
eru deildar méinir/gar, nfl. hvort veita
skuli styrk fyrir fram, eöa verðlaun
eptir á. Með hvorutveggja mælir mik-
ið. í>að er ómissandi að fá styrkinn
í tfma; en svo þarf líka tryggingu
fyiir því, að honum verði vel varið.
Mundi ekki einna heppilegast að veita
styrkinn f fyrstu sem lán til hins á-
kveðna fyrirtækis, þannig að lánið end-
urborgist ekki ef fyrirtækið er vel af
hendi Ieyst innan ákveðins tfma, sem
heldur má ekki vera of naumur. Um
þetta þarfa að setja tryggar, en þó að-
gengilegar, reglur. Br. J.
Bókafregn.
1 sumar kom út í Kristjaniu norsk
þýðing af Lýsing íslands eptir Jorvald
Thoroddsen, og er þýðingin samin af