Fróði - 17.01.1884, Blaðsíða 2

Fróði - 17.01.1884, Blaðsíða 2
121. bl. I E ó Ð 1. 1884 4 einir menn: petta skapar ekki nýtt líf í ▼orn hrörlega kirkjulíkama. Jeg kalla | þjóðkirkju, en ekki ríkiskirkju. "Yjer þurfum enga revólútíón að gera til þess j að losa af kirkju vorri ríkisböndin, þau falla smásaman af sjálfu sjer. En vjer þurfum annars við, vjer þurfum að læra að styðja hana og styrkja. lífga hana, treysta henni, heiðra hana og elska. þegar gárungar heimsins nú á dögum eru að hafa þessa helgu stofnun í fífl- skaparmálum, vita þeir ekki hvað þeir gera. þeim fer þá líkt, nema miður sje, og ungum manni, sem lastar hjúskapinn og kveðst aldrei skuli verða við konur kenndur, hann endar annaðhvort sem einmana ýlustrá, ellegar hann sættir sig við að fylgja flestra dæmi. (Niðurlag í næsta bl.). Akureyri 2. janúar Árið 1882 var eitthvert hið harð- asta, er verið hefir á íslandi á þessari öld; en árið 1883 aptur eitthvert hið bezta. Yeturinn í fyrra var mildur og frostalítill, en vorið var aptur fremur kalt og stormasamt fram að fardögum. I apríl og maí var óhagstæðust veðr- átta á árinu, og fórust þá tvö af þilju- skipum Eyfirðinga í hafi út. Með júní* mánuði byrjaði hin æskilegasta veðurátta, og hjelzt hún fram á vetur. Seinustu tvo mánuði ársins hefir veðuráttan verið mjög óstöðug, og óvanalega miklar rign- ingar og votviðratíð hjer norðanlands. Skepnuhöld voru góð í öllum sveitum næstliðið vor, og fjenaður í háu verði, eink- um sauðfje í haust. Fiskiafli var góður á Faxaflóa vetrarvertíðina í fyrra. Á Austfjörðum aflaðist vel fyrra hluta sum- ars. en lítið í haust. Hákarlsafli Ey- firðinga var með mesta móti en fiskiafli í minna lagi. Síldarfli brást mjög á Austfjörðum, en varð allmikill á Eyja- firði. Á þessu ári fóru margir hjeðan af landi til Ameríku, þar á meðal nokkr- ir dugandis bændur með fólk sitt. Gezk- 5 að er á að nokkuð á annað þúsund manna hafi flutt þangað. Atvinnu- skortur var í Ameríku í sumar, og var I því útlitið fyrir hið innflutta fólk allískyggilegt fyrst í stað, og frem-* ur illa aðbúð þóttist það hafa átt á leiðinni vestur. Efnahagur margra mun þetta ár hafa verið heldur þröngur vegna undanfarinna harðinda, en margir hafa þó fengið að góðum mun af gjafakorni því er hingað hefir verið sent. Sem við var að búast hafa ekki allir verið vel á- nægðir með hvernig gjafafje þessu hefir verið skipt af sýslunefndum og hrepps- nefndum; og er oss minnistæðast að Akureyrarmenn margir voru sáróánægðir með, að þeim var ekki skipt neinu af þeim 1000 hálftunnu kornpokum, er hing- að voru fluttir í sumar, og skipt var af sýslunefnd milli hinna smærri sveitar- fjelaga í Yaðlaþingi, svo að öll fengu nokkuð nema Akureyrarhær og Grímsey. Akureyrarmenn þóttust ekki hafa haft fleiri sólskinsdaga í fyrra sumar, enn nágrannar þeirra í hreppunum, og vera eins þurfandi fyrir gjafir góðvina vorra í Danmörku. Oánægjan varð svo mikil, er allir kornpokarnir voru á brott flutt- ir, að bæjarstjórnin varð að útvega 150 kr. úr legatssjóði og varð sjálf að leggja út aðrar 150 krónur handa þeim efna- minni hjer í bænum núna fyrir nýárið. Verður nú send bænarskrá til lands- höfðingja um að Akureyri fá af dönsku gjöfunum ekki síður enn aðrir, enda mæl- ir mikið með, að þetta sveitarfjelag verði ekki haft að olbogabarni. En þó nú mikið sje talað um bágindi og bjargar- skort, munu margir vera vongóðir um, að efnahagur bænda yfir höfuð verði fljótlega jafngóðurj og hann var fyrir harðærin síðustu, og eins og afleiðingar ársins í fyrra hafa verið tilfinnanlegar árið eptir, eins munu hinar [góðu afleiðingar næst- liðins árs bezt koma fram á þessu ári. BRÚ ÐK AUPS-VÍSUR, kveðnar 1881. 1. Erelsi — það er fagurt orð frelsið elska lýðir, frelsi! hljómar hátt um storð, hetjur frelsi prýðir; en þó virðast ymsir menn ei til frelsis bornir, halda þeim í hlekkjum enn hleypidómar fornir. 2. Andi frjáls — þess óskum vjer íslands bændúr leiði, fram tii dáðar drengur hver, Drottinn veginn greiði; land vort blómgist, lifi þjóð leyst úr vanans dróma, verði menntuð, frjáls og fróð( forðist hleypidóma. 3. Brúðhjónanna bíður skál, bergjum nú á henni; lifi trygðin, laus við tál, loginn ástar brenni. Allir tökum eins til máls, óskir flytjum góðar; lifi bœnda-fiohhur frjáls r fœtur Islands-þjóðar. Jón Jónsson í Bjarnanesi. Hitt oíí þetta. Khaninn eða konungurinn f Beiuds- chistan hefir nýlega gefið út tilskipun, er býður, að hver sú gipt kona f ríki hans, sem reynist ótrú bónda sínum, skuli verða seld við opinbert uppboð. Verðið sem fæst fvrir hana rennur í ríkissjóð, eður, sem er hið sama, í vasa kongs. Kunnugir rnenn álíta, að kongur muni íá stórmiklar tekjur af þessum gjaldstofni. Annars hefir kong- ur áskilið sjer rjett til að eignast sjálfur uppboðs laust hverja slíka ó- trúa konu er honum þóknaðist, annað hvort til að gefa einhverjum sfnum trúum þjóni, eða til eigin þarfa heima hjá sjer í kvennabúri sínu. Bellman sá og heyrði á veitingahúsum og öðrum skemmtistöðum, því lýsti hann fyrir vinum sínum með ljóðum og tónum. Stundum sat hann þá alllengi þegjandi og næstum blundandi, unz „andinn kom yfir hann“; en þá söng hann hálfar nætur, ymist það. er honum þá datt í hug, eða það, er hann hafði áður hugsað og kastað upp í einrúmi. Hvort það, sem hann söng, gleymdist eða geymd- ist, það lá honum í Ijettu rúmi; hann söng af því hann hafði löngun til þess. En vinum hans heppnaðist að rita upp ymislegt af því, sem þeir heyrðu hann optast syngja, og bráðum fóru að breið- ast út á lausum blöðum „bellmanskar vísur“ með nöfnunum „Epistlar af Ered- man''', „Sángar af Fredmann11. J>að er jafnvel sagt, að út hafi komið ofurlítið safn af kvæðum eptir Bellman í hol- e :skri þýðingu, löngu áður enn honum sjálfum datt í hug að safna þeim. — Orðstír Bellmans jók allt af tölu til- heyrenda hans, og, svo ógeðfelt sem honum var það, hlaut hann opt að syngja eptir beiðni fyrir ókunnuga; en væri þeir of nærgöngulir, þá var hann vís til að taka þá sjálfa til yrkisefnis. Gúst- av III. kunni manna bezt að meta Bellman; enda lýsa margar tækifæris- vísur Bellmans jafnt konunghylli sem ættjarðarást. Allopt var Belman kall- aður til hirðarinnar til að yrkja og syngja, og átti hann þá stundum að taka yrkisefnið meðal hirðmanna; þann- ig vísaði Gústav konungur honum einu sinni á tvo greifa mjög ólíka að eðli, sem hann málaði þegar með söng og hljóðfæraleik; varð að því hin bezta skemmtun. Árið 1775 fjekk Bellman embætti með góSum launum, en þjónaði því aldrei, heldur keipti það af öðrum fyrir helm- ing launanna. Tveim árum siðar giptist hann og hafði eptir það að sjá fyrir konu og börnum. ítit hans urðu hon- um aldrei mikil fjeþúfa, enda gaf hann ekki mikið út, en hann vandaði mjög útgáfur sínar og gerði gjarna breytingar í nýjum útgáfum. það var einkum ept- ir 1780, að Bellman fór að gefa út rit sín, svo sem: „Zionz höytid“, „Bacchi tempel“, F’redmans epistlar (1790), Fred- mans sángar (1791) o. fl. Sum rit Bell- mans voru ekki gefin út, fyr en eptir að hann var dáinn. Bellman dó 11. febrúar 1795 af brjóstveiki, 55 ára gamall. Hin síðustu ár þjáðist hann af vaxandi lasleika ; vin- ir hans fækkuðu; Gústav III, dó og olli það honum mikillar hryggðar. Hann orti sjaldan, nema við sjerstök tækifæri. Hið síðasta, sem hann gaf út, var þýðing af

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.