Fróði - 17.01.1884, Síða 3

Fróði - 17.01.1884, Síða 3
1884. í B Ó t) 1. 121. bi. 7 8 9 í Parísarborg er nýlega dáinn maÖDr uuj sjötagt, sem í 50 ár hafði verið drykkjumaður mikill, en þó svo mikill reglumaður, að hann hafði skrif- að samvizkusamlega upp hvað hann hafði drukkið daglega. A undan hverri máltíð þrisvar á dag hafði hann jafn- an drukkið 2 glös af „absint“ til að örva matarlistina, og svo hafði hann daglega sopiö 4 potta af víni og 12 staup aí koníaki. Þegar talið er saman það sem hann hafði drukkið um dagana, verða það 73,000 pottar (á sjöunda hundrað tunnur) af víni, 109.500 glös af absint (góðar 90 tunnur) og 2 í 9,000 koníaks-staup (liklega um 100 tunnur). M a n n s 1 á t. lð.dag næstliðins nóvembermán- aðar dó Einar Jónsson, (bróðir Pjeturs Jónssonar fyrruin prests að Valþjófsstað ogþeirra systkina), sjálfs- eignarbóndi á Skeggjastöðum í Fellum; hann var á áttræðisaldri. Fám dög- um áður en hann Ijezt var hann, sem venja hans var til, að ganga við fje sitt og hirða um það í norðan kafalds- byl, en nóttina eptir kenndi hann verkjar öðrumegin f brjósti, er brátt snerist f taksótt, og leiddi hann til bana, hafði hann opt legið í þessari sömu veiki undanfarin ár, og þvf orð- inn nokkuð brjóstveikur. Hann var meö efnuðustu bændum og byrjaði þó búskap blásnauður. „Svo vildi jeg vera skapi farinn sem Kári“ sagði FIosi Þórðarson. Slíkt hefi jeg heyrt margan mæla um þenna mann, og meiri starfsmann hefi jeg aldrei þekkt. Hann var hár maður, um 3 álnir, karlinannlegur og fríður sýnum og að öllu vel á sig kominn. Hann mun hafa verið síðasti bóndi í „fornum sið“ hjer á Austurlandi. Mannúðar hans og drengskapar mega allir sakna, og ekki sízt munaðarleys- ingjarnir. Ef slíkir værum vjer allir, þá væri veh P. Auglýsingar. Til vesturfara. Anchor-gufuskipafjelagið í Glas- gow á Skotlandi, sem tekur að sjer að flytja vesturfara frá Islandi til Ame- rfku næsta sumar hefir sett mig und- irskrifaðan fyrir aðalumboðsmann sinn á íslandi, en til hægðarauka fyrir þá | menn á Noröurlandi er vilja nota þessa ágætu „línu“ hefi jeg fengið Björn Jóns- son prentara á Akureyri til að vera umboðsmann minn norðanlands. I’eir sem eiga hægra með að ná til hans en mín geta því samið við hann um flutning hjeðan af landi til Vestur- heims. Reykjavfk, 30. nóv. 1883. Sigm. Guðmundsson. (prentsmiðjueigandi). Þeir er kynnu að vilja taka ó- maga frá næstu fardögum af Akur- eyrarbæ, geri svo vel að suúa sjcr til bæjarstjórnarionar fyrir 1. apríl næst- komandi með til boð sitt. Akureyri 14. jan. 1884. J. V Havsteen. Rriðjudaginn, 4. dag marzmán. verður aðalfundur hins eyfirzka Ábyrgð- arfjelags haldinn á Akureyri. Fund- urinn byrjar kl. 12 á hádegi. Fjelagsstjórnin. Miðvikudaginn 27. dag febrúarinán. aðar á hádegi, verður á Akureyri haldinn aðalfundur, síldarveiðafjelags- ins „Eyfirðings". Fjelagsmenn eru beðnir að sækja fund þennan vel. Akureyri 12. janúar 1884. Eggert Laxdal Sföan f sumar hefir verið skilinn eptir á veitingahúsi L. Jensens á Akur- eyri, strigapoki með tóbaki í og bold- angspartur og 1 vínflaska. Eigendur þessara muna eru beðnir að vitja þeirra sem fyrst, og borga auglýsing þessa. Seldar óskila kindur f Hrafna- gilshrepp haustið 1883. 1 Hvítur lambhrútur ómarkaður með svartan blett á vinstra eyra. 2 Hvítur geldingur með skemmt mark sem ekkert er hægt að gera úr. 3 Hvít gimbur mark stýft fjöður fr. h. sýlt í stúf vinstra. Hver sein gefur sannað eignar rjett sinn á lömbum þessum, má vitja andvirðis þeirra að frá dregnum kostn- aði, til undirskrifaðs. Stokkahlöðum 4. des. 1883. Svb. Þorsteinsson. Ágætur beituselur á 40 aura pundiö fæst á Akureyri, hjá Eggert Laxdal. Óauglýstar gjafir og áheit til hinnar nýbyggöu steinkirkju að Lunda- brekku: 1878 Kr. aur. Gjöf frá Stefáni sýslum. Thor- arensen á Akureyri . 20, 00 — — Jóhannesi barnaskóla- kennara Ilalldórsen sst. 2, 00 — — L. Jensen veitinga- manni samast............ 6, 00 — — E. Möller verzlunar- stjóra samast...........10, 00 — — Ólafi söðlasmið Sigurö- syni samast............. 4, 00 — — Jónasi bónda Jónssyni á Lundabrekku ... 5, 00 — — Bóthildi Hansdóttur á Geirastöðum............. 1, 00 — — Ingjaldi Dbrm. Jóns- syni á Mýri.............20, 00 188 1 Áheit frá fslendingi í Vestur- heimi...................20, 00 dæmisögum Gfallerts. — Enn skömmu áður enn hann lagðist banaleguna, safn- aði hann til sín vinum sínum og kvaddi pá hinsta sinni sönglegri kveðju, sem hann lagði í helztu geisla sinnar skáld- legu andagiptar, til þess, sem hann sagði, að láta þá enn einu sinni heyra Bellman. Hann söng þá heila nótt eins og andinn inngaf um unaðsemdir lífs síns, hrósaði mildi konungsins og þakkaði forsjóninni, sem hafði látið hann fæðast meðal göf- ugrar þjóðar í fögru landi. Seinast kvaddi hann hvern einstakan tilheyranda sinna með sjerstakri setning og tónum, er lýstu eðli mannsins og sambandi hans og skáldsins. í dögun beiddu vin- irnir Bellman gráta.ndi, að hlífa sínu veika brjósti, en hann svaraði þeim: „Látum oss deyja sem vjer höfum lifað — syngjandi“ —, tæmdi glasið og lauk við sönginn. Eptir það söng hann ekki. Einn af vinum hans, myndasmiðurinn Sergell gróf mynd Bellmans á minnis- pening á leiði hans. Nokkra stund ept- ir lát Bellmans misskildu menn hann eða gleymdu honum ; en með vaknandi þjóðernistilfinningu lærðist mönnum að að meta hann rjettar. Söngvar hans endurlifnuðu, og sá dagur, er konungur og þjóð reistu hina risavöxnu brjóstmynd bans í dýragarðinum við Stokkhólm (1829, 26. júlí), hefir síðan verið árlegur hátíðisdagur. Bellman var hár maður vexti og grannvaxinn, fríður sýnum en nokkuð föl- ur og magurleitur á síðari árum. Skraut- maður var hann og fylgdi vel tízkunni. Hann var góðlyndur og friðsamur, auðveld- ursem barn, gjafmildur og tilfinninganæm- ur, glaðlyndur var hann, en bjó þó jafnan yfir djúpri ogall-sorglegri lífsskoð- un, og má glöggt finna það á kvæðum hans. Eiginlegur drykkumaður var hann ekki; hann drakk aldrei annað enn góð vín og var sjaldan ölvaður. — Hann ritaði snotra rithönd og fjörugt mál — stundum afbragðs-fagurt —. Hann söng og ljek á hljóðfæri allra manna bezt. og fylgði tónunum með fögrum og hrífandi líkamshreyfingum (mimik). Hann kunni þá undra-list, að herma eptir hverskonar hljóðfærahljóraa, málýzkur, málróma og önnur hljóð náttúrunnar; þannig ljet hann menn þykjast heyra viðkvæði (millispil) á flautu, horn, „vio- lincell11 og trumbh; eða hann sat í ein- hverjum afkima og Ijet heyrast sem margir menn töluðu hver ofan í annan o. s. frv. Sem skáld var hann eiginlega náttúruskáld ; en þó hann tæki til yrk- isefnis ómenntaða drykkjumenn og danz- konur, þá lýsti hann því að eins í fai’i þeirra, er samþýðst gat hinum fegurðar-

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.