Fróði - 25.06.1884, Síða 2

Fróði - 25.06.1884, Síða 2
132. bl. I B ó Ð 1. 1884. 148 149 150 sem að rjettu lagi getur Iegið í því, er almennt er kallað að „viðurkenna (erkjende)9 frísöfnuði eða frávíkjendui; þessa viðurkenningu getur hið opin- bera hvorki gefið nje tekið, svo lengi sem stjórnarskráin er óbreytt; með henni er sjerhver frísöfnuður þegar viðurkenndur í þessum skilningi, nl. að hann haldi Óskertum ollum borg- aralegum rjettindum, og þá eins þeirn, sem við kirkjulegar athafnir kunna að vera bundin. í’að sem að rjettu lagi hlýtur að liggja f að 8viðurkenna“ einn frísöfnuð eða íleiri, er það, að hið opinbera kannist við að það viti af söfnuðinum eða söfnuðunum ; og þetta gerir það rneð því, að gera ymsar nauðsynlegar lagaákvarðanir uro sam- band hans eða þeirra við hið opinbera ef slíkar Iagaákvarðanir eru ekki áður til, með þvf að ákveða t. a. m. hvern- ig frávíkjanda hjónaband skuli stofn- ast, en alls ekki með að ákveða, að prestar frávíkjenda geti framið hinar eiginlegu kirkjulegu athafnir með borg aralegri þýðingu ; það þarf ekki að á- kveða, því síjórnarskráin er húin að því, og það stendur stöðugt svo lengi sem hún stendur. Þá er einungis eptir að athuga þá skoðun, að frtsöfnuðir geti ekk neytt þessa stjórnarskráarlega rjettar síns, fyr enn buið sje að ákveða með lögum þetta ymislega viðvíkjandi sam- bandi þeirra við hið opinbera. það væri undarlegt I Á þá Iöggj^fíjfíaídid að geta svo árum skiptjftvipt frísöfn- uði þeim rjetti,^ís(j(5rnarskráin veiiir þeim, án^ jMfss að breyta henni, cin- ungis^f^eð þvf að láta vera að gera ?ssar lagaákvarðanir ? Nei, úr því enginn efi er á því, að Jöggjafarvald- ið er skyldugt til að gera þessar ákvarðanir (eða viðurkenna söfnuðina), þá getur stjórnin gert þær ráðstafanir til bráðabyrgða sem nauðsynlegar virð- ast, og þó hún geri það ekki, þá geta hinir frávíkjandi söfnuðir eigi misst rjett sinn fyrir því. Frá þeim degi að frísöínuður hefir tilkynnt hinu op- inbera, að hann sje genginn úr þjóð- kirkjunni, þá á hannskýlausan rjett á að njóta f fullum mæli þess trúarbragðafrelsis með ó- skertum borgaralegum rjettind- uro, sem stjórnarskráin ákveð- ur, og hið opinbera er beinlín- is skyldugt a ð endurgjalda söfnuðinum, ef hannverðurfyr- ir nokkrum hallafyrirþað, að hin svokallaða viðurkenning kemur ekki strax. Að banna frávíkjendum leg í sóknarkirkjugarðinum er gagnstætt gild- andi lögum, því að eptir kristnarjetti Árna biskups á hver kristinn maður löglegan gröpt þar sem hann andast í kirkjusókn ; og að meina þeim að láta sinn eiginn prest kasta þar moldum á lík þeirra, er að minnsta kosti órnann- úðlegt og ekki annað enn óþarfa ertni. I hinum norsku frávíkjendalögum er ekki ákveðið, heldur gengið út frá því sem sjálfsögðu, að frá- víkjendur megi nota sóknarkirkjugarð- inn* ; og á Eriglandi máttu þeir það mig, einungis með þeim skilmála (sem þótti ómnnnúðlegur) að brúka sömu siði við greptrunina eins og rík- iskirkjan*. .leg veit ekki, hvort frá- víkjendur í Reyðarfirði hafa ætlað sjer að fara fram á að fá að nota Iiólma- kirkjugarð,• og er nær að halda að þeir hafi heldur ætlað sjer að gera sjer grafreit annarsstaðar ; en þetta bann kirkjuvaldsins, ef til kæmi, sýnir anda, sem mildast talað er öld þessari ó- samboðinn. Amtmaðurinn á Akureyri hefir góðfúslega gefið oss upplýsingar þær er byggð er á eptirfylgjandi §kýrsia um fjárkláðan í Múlasýslu og Ping- eyjarsýslu. Á næstliðnu hausti fór að votta fyrir kláða á fje Guttorms bónda Jóns- sonar á Eyjaseli í Jökulsárhlíð. Eng- um datt í hug að það væri annað enn hættulaus óþrifakláði og var því eigi hirt um að varna útbreiðslu hans. Eptir hinar miklu rigningar er gengu í byrjun jólaföstu fór veiki þessi að magnast að mun og rjett fyrir jólin kom í Ijós, að 3 kindur höfðu sýkst á Hniíbjörgum, næsta bæ við Eyjasel ÍÍreppstjóri^.og 3 hreppsnefndarmenn tóku sig þá fram um að skoða fjeð, og síðar kvöddu þeir til með sjer JÞorvarð læknir Kerúlf. þeir sáu nú með berum augum maur á kindum þeim er kláðinn var orðinn mjög magnaður á, en á þeim er að eins hölðu kláðavott sást liann ekki og eigi í sjónauka. Læknirinn rjeði til að öllu hinu veika fje yrði þegar lógað og hinu heilbrigða fje er verið hafði í sanra húsi, sömuleiðis hinum sjúku kindum á Ilnitbjörgum og að allar gærur væru brendar. Hið heilbrigða fje sem var í öðrum húsum en hafði gengið sarnan við veika fjeð á daginn, vildi hann láta liía 4— 6 vikur strang- lega aðskilið frá fje af öðrurn bæjum og síðan skoðað, ef þá kæmi fram veiki skyldi allt fje skorið á báðum bæjunum, en reynist fjeð heilbrigt þá einungis baða til tryggingar. 8. jan. var sýslumanni send skýrsla urn þetta, *) § 13. Yille Dissenfcre ikke be- nytte de af Statskirken indrettede Kirkegaarde .... **) Dissenters might not be buried in the parich graveyard according to forrns which they tiiemselves approved; the service of the church of England must be read over them ere they were suffered to be laid in grotind wich was the coramon inheritance of ail thc parisoners. The 19th Oentury by Robert Mackenzie. og samþykkti hann þegar þessar til- lögur læknísins, þó þannig að einung- is hinu sjúka fjc yrði lógað, hann sendi þegar baðlyf svo baðanir yrðu framkvæmdar. Frá þessu skýrði hann amtmanni í brjeíi 29. jan. f brjefi 20 íebrúar samþykkti amtrnaðurinn þessar aðgjnrðir Iögreglustjórans og fól hon- um að annast um lramkvæmd þeirra. Hann skoraði á sýslumanninn í Norð- urmúlasýslu og einnig aðra tsýslumenn í amtinu að brýna fyrir hreppstjórum að gæta þess vandlega, sem þeim er gert að skyldu í 29. gr. í hreppstjóra reglugj. og skaut því til þeirra að leiða athygli hreppstjóra [og [hrepps- nefnda að því, að nauðsynlegt væri að fje yrði almennt skoðað af til- kvöddum mönnum í fyrra hluta apríl- nránaðar, þar öll ástæða væri til að halda, að hin vætusanra ótíð fyrra hluta vetrarins hefði gert góða hirð- ing á fjc öröuga og komið því til leiðar að óþrif á sauðfje magnist svo að þau yrðu aö hættulegum og næm- um kláða. 1 brjefi 21. marz skýrði sýslumaðuritm í Norðurmúlasýslu frá að Guttormur «inn ábúandi af þremur á Eyjaseli liafi ótilkvaddur skorið allt sauðfje sitt og allt fóðurfje er hjá honum var. Þetta gerði hann vegna þess að hann heyrði óánægju úr öll- um sveitum yfir þvf að hann skæri ekki. Ilann áleit því ábyrgðarminnst fyrir sig að skera allt fjeð, svo hann yrði þess ekki ollandi að kláðinn út- breiddist frá sjer meir enn komið var, enda fannst nú enginn kláði f Eyjaseli eða Ilnitbjörgum er þar var nákvæm- lega skoðaö 26. og 27. febr. 25. marz skoðaði sýslum. og læknir enn fjcð á Eyjaseli og á Ilnitbjörgum og fundu engan kláöavott og 15. apríl var það baðað. í apríl fór fram skoðun í öll— um hreppum Norðurmúlasýslu og varð hvergi vart við kláða, en víða var kvartað um að erfitt hefði verið að verja fje lús og óþrifum vegna vot- viðranna. 1 þrem næstu hreppum Suðurmúlasýslu var fje skoðað og fannst eigi kláði Alls voru skornar 102 kindur á fyrrnefndum tveim bæjum, af þeim voru 30 með sjáanlegum kláða. í tveimur hreppum f þingeyjarsýslu hefir fundist kláði. Mest á Geiteyjarströnd við Mývatn og voru þar skornar 20 kind- ur. í Llelgastaðahrepp fundust á 9 bæj- nm 10 eða 12 kláðakindur er allar voru skornar nema 1 gemlingur með sjáan- legum maurakláða var fluttur út á Húsa- vík, var hann látinn vera þar saman við heilbrigðan gemling til reynslu. Síðustu fregnir segja að kláðagemlingurinn sje á batavegi og hafi þó engar lækningar verið við hann hafðar, en hinn alheill sem fyr. Við hina síðustu skoðun í þessum hreppum hefir enginn kláði fund- ist. í Hálshrepp fannst óþrifakláði á 4 eða 5 bæjum en i honum sá læknir hvorki maur nje hrúður heldur að eins færilús og fellilús. Úr Ilúnavatnssýslu hafa kornið munn- legar fregnir um kláða og að verið væri að lækna hann. Ráðstafanir yfirvaldsins í Helgastaða- og Skútustaðahrepp hafa verið þær að lóga þeim kindum er með kláða fund-

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.