Fróði - 25.06.1884, Page 3
1884.
F R Ó Ð 1.
133. bl.
151
ust, þótti það tilvinnaudi til að reyoa að
uppræta þetta fár í byrjun rneð niður-
skurði meðan íleiri kindur væru eigi sýkt-
ar. Jafnframt var fyrirskipað að menn
hefðu fje sitt í gæzlu og fjárrekstrar
bannaðir um til tekin svæði. Skoðanir
skyldu framfara með 14 daga millibili
og baða fje um leið og það færi úr ullu.
Sildarveiöar Norðmanna;
Hin langa og rækilega umkvörtun, sem
send var í vetur til stjórnarinnar og yfir-
valdanna frá sveitastjórnum báðum
megin Eyjafjarðar um ólöglega veiði
Norðmanna. heflr verið tekin upp í hið
danska blað «Nationaltidende» 2l. apríl í
vor og er þar við bætt eptirfylgjandi at-
hugasemdum ritstjórnarinnar:
|>að er enginn efi á því, að veiði Norð-
manna við ísland er að mestum hlut
með öllu ólögleg, og ætli því eigi að
þola hana. Um það, að veiðin sje ólög-
leg, geta ekki einu sinni þeir Islendingar
sem mestan hag hafa af henni, verið á
tveim áttum. Arið 1882 kærði Trolle
premierlieutenant hina ólögmætu veiði
Norðmanna, við ísland fyrir stjórninni.
|>á brýndi stjórnin það fyrir embættis-
mönnum á íslandi, að þeir gættu þess,
að fiskiveiðalögin íslensku væru eigi fótum
troðin af Norðmönnum, svo að það er
Islendingum sjálfum að kenna, að eigi
er enn komið lag á þetta. í þessum
fyrirmælum frá stjórninni var það brýnt
fyrir embættismönnunum, að gæta þess
að fiskiveiðalögin væru ekki brotin, svo
sem áður er sagt, og sjerstaklega skyldu
þeir gæta þess vel, að eigi væri
fariðí kring um ákvarðanirner
um fastan bústað í landinu. þess
var og getið, að eigi mætti leyfa neinu
fjelagi, nefndu^eða ónefndu, að veiða í
landbelgi við Island, ef líkindi væru til,
að útlendingar ættu hlut að því.
Reyndar kvörtuðu þeir, sem mestan
hagnað böfðu af síldarveiði Norðmanna
við ísland, um vandlætingasemi stjórnar-
innar í þessu efni, en þó sáu það vísl
flestir, að það var landinu til gagns,
að rjettinda þess væri gætt. þessi kvört-
un um ólöglega veiði Norðmanna við ís-
land, er nú kemur í blaðinu, er þannig
upp komin, að nú sjá sjómennirnir
íslenzku, að hag þeirra er hætta
búin, þar sem þeir f fyrstu litu að eins
á þær 100,000 krónur, sem Norbmenn
guldu til landsins af síldinni, og hjeldu
því, að veiöin væri mikil autsuppspretta
fyrir landið.
Menn sjá nú, að síldarveiði Norð-
manna spillir mjög allri veiði landsmanna,
og það miklu meira enn nokkur ætlaði.
því er það, að Islendingar, er í ein
íimm eða sex ár hafa hjálpað Norðmönn-
um til að brjóta fiskiveiðalögin, segja nú
allri vináttu slitið við þá og krefjastþess
af stjórninni, að hún verndi þann rjett
þeirra, er þeir sjálfir hafa fótum troðið,
meðan þeir hjeldu að það væri þeim til
hags.
Vjer hörmum það, að eigi var tekið
duglega í taumana árið 1882, en verðum
og að játa, að svo má eigi lengur standa,
sem nú er. Frakkar hafa nú gerzt
keppinautar vorir á fiskimarkaðinum
spanska, og ef þeir færu eins að, eins og
Norðmenn, en til þess hafa þeir
eins mikinn rjett, þá væri það mjög
hættulegt fyrir fiskiveiði íslendinga, því
að franska stjórnin styður svo fiskiveiðar
og fiskiverzlun þarlendra með verðlaunum,
að ómögulegt væri að keppa við I'rakka, ef
þeir fengju aðsetur á íslandi og gætu
þurkað fiskinn á landi.
Vjer erum samt alveg sanníærðir
152
um það, að íslenzku yfirvöldin geta ekki
gætt landeignarrjettinda íslands gegn
Norðmönnum (má vera að það hefði tek-
izt árið 1882), og að það sje því nauð-l
synlegt, að foringi danska herskipsins
y'rði sjálfstæðu r 1 ö g r e. g I u s tj ó r i
á sjónum, í landhelgi við ísland, o?
og fengi fullt vald til þess, að haga sjer
eptir því honum sýndist við þurfa. En
til þess, að slík lögreglustjórn gæti orðið
að gagni, yrði að hafa fallbyssubát, eins
og Frakkar hafa, við austurströnd lands-
ins, en stærra herskip við vesturströnd-
ina og norðurströndina, Hið stærra her-
skipið gæti verið við Eyjafjörð og á frá
þvi seinast í júlí, vegna síldarveiða Norð-
manna að vera þar.
Vjer þurfum eigf að benda á það,
hve fjarska mikill hagur það væri fyrir
fiskiveiðarnar, ef skipið væri staðfastara
við Norðurlandi’ð og Vesturlandið, og
gætu því gert verklegar og vísindalegar
rannsóknir og mælt út fiskimið við hina
fiskauðgu strönd. Oss virðist, að haf-
mæiingar ætti að taka fram yör fjarð-
mælingar, bæði vegna fiskiveiðanna, og
lögreglunnar, því að skipin gera meira
gagn með því að liggja úti, enn inn á
fjörðum.
Herra ritstjóri!
Samkvæmt prentfrelsislögunum, bið
jeg yður að taka sem fyrst í yðar heiðr-
aða blað eptirfylgandi svar til þ. þórar-
inssonar.
I 123. tölublaði Fróða hafið þjer
herra f>. þórarinsson, reynt að sýna les-
endum blaðsins yfirburði menntunar yðar,
með því að titla mig sem menntunarlaus-
an, ókurteysan, dæmalaust ósvífinn
m. fl. Reyndar sjezt ekki vel hvort þetta
nær eingöngu til mín eða Skaptfellinga
yfir höfuð. En jeg bið yður að gæta að
því, að jeg var að svara öðrum manni í
Fróða, sem með vorkunnarleysi og yms-
um óvirðandi orðum hallaði óverðskuldað
á Skaptfellinga, eða þó heldur alla Sunn-
lendinga yfir höfuð; og þar sem jeg
nefndi þær 2700kr var ekki til að álasa
yður eða hinni heiðruðu skiptanefnd,
hcldur tll að benda brjefshöfundi þeim
sem jeg átti orðastað við á, að til voru
menn i sjálfs hans sýslu og ekki langt
frá honum, sem álitust þurfa meiri hjálp
enn í það sinn fengu Skaptfellingar, því
það barst hingað í lausum frjettum að
sumir í skiptanefndinni hefði þá hlotið
um 100 kr. í hlut, og mun enginn Skapt-
fellingur hafa hlotið svo mikið í einu af
gjöfum. Jeg stend við það að hefðu
Múlasýslumenn verið aflögu færir yfir
höfuð, var þeim leyfilegt að hjálpa
Skaptfellingum með hverju móti sem þeir
gátu. Að öðru leiti eru hin óvirðandi
orð til mín ekki reiðiefni fyrir mig; þau
auglýsa helzt menntun og lítillæti yðar.
En yður hefur líka orðið á að fara skammt
á vaðið, og ekki leiða í Ijós sannleikann
nema til hálfs, nefnil. þjer hafið en ekki
auglýst almenningi hjer, það brjef sem
herra Eiríkur Magnússon skrifaði Skapt-
fellingum um leið og hann til sagði
þeim hina nauðsynlegu, og afhonumsem
öðrum velviljuðu korngjöf. Sje þar tekið
fram með skýlausum orðum, að Skapt"
153
fellingar hafi ekkert tilkall átt i peninga-
gjöfinni gætum vjer álitið yður fara
drengilegar að. Hjer með er ekki sagt
að E. M. hafi ódrengilega farið, þó þetta
hafi máske gleymst; það var ekki eins
og hann hefði lofað, og svo ekki efnt.
Að leita upp skýrslur í ísafold, tel jeg
mjer óviðkomandi. Jeg held líka miður
eigi við að halda þessu máli fram lengra.
21. marz 1884
Skaptfellingur.
VOBVÍSUR.
Suðrœna vinda frá suðrænum geimi
Sólblíðir vordagar flytja með sjer.
Norrœnar jurtir í norrænum heimi
Nú Jara’ að blómgast er veturinn þver.
Vindarnir anda og ísarnir þána
íslöqðu, fjarlægu hæðirnar blána.
Ótt ýalla tárin af eykonu brá,
Iðandi steypast þau niður í sjá.
pað eru feginstár frostkaldrar móður,
Fellir hún þau hverja vorblíða stund:
Fossmður er hennar fagnaðar óður,
Flytja hann hlíðarnar niður að grund.
Hreystin hin forna og frelsið hið nýja
Fossh'órpu hennar með goðmagni knýja.
Hreystin er eldfórn en allt af þó ný
Aflinu’ og frelsinu lifir liún í.
Fegri má eykonan fífil sinn muna,
Fegurra skein hennar gulláldar vor.
Hrörnun og snauðleika illt er að una
Öllum, sem vita sín fegurri spor.
pó er í vor hennar fifi.il mjög fagur,
Frjósœll oq blíður og inndæll hver dagur ;
Blóm liennar eru svo fógur sem fyr.
Fjöllin þau sömu, þau standa enn lcyr.
Bjarni Jónsson
VEÐUR
í maímánuði:
Hitamælir (Celsius). Mestur biti hinn
25. -f- 19,50 stig.
Minnstur hiti hinn 13. -1- 4,00.
Meðaltal allan mánuðinn -f- 4,88.
Loptþyngdarmælir (Enskir þumlungar).
Hæstur hinn 28. 30,40.
Lægstur — 1. 29,06.
Meðaltal allan mánuðinn 29,95.
Áttir: NA. 19 dagar. A. 1 d. SA. 5
d. S. 4 d. SV. 2 d.
Vindur: Hvassir dagar 7. Hæglætis-
dagar 14. Logndagar 10.
Lrkoma: Snjór 8 d. Rigning 2 d. Úr-
komulausir d. 21.
Lopt: Heiðríkir dagar 2. þykkviðri
meira eða minna 29 d.
Sól: Sólar dagar 16. Sólarlausir dag-
ar 15.
Möðruvöllum í Hörgárdal 31. maí 1884.
Jón A. Hjaltalin.
EMBÆTT A VEITIN GAR.
Landshöfðingjaembættið veitt 7.
maí Bergi Thorberg.