Fróði - 28.07.1884, Blaðsíða 3

Fróði - 28.07.1884, Blaðsíða 3
1884 í R 6 Ð 1. 135 bl. 175 176 177 Ábyrgðarfjelagið „Thnringia'1 í Erfurt, stofnsett 19. septbr. 1853 — höfuðstóll n í u m i 1 j ó n i r m a r k a — tekur menn í ábyrð fyrir líkamlegum slysum f ferðalögum á landi og sjó. Enginn er tekinn í ábyrgð yngri enn 20 ára eður eldri en 65 ára, eng- ínn er vantar einhvern lim, sjftr eða heyrir mjög ílla, á vanda fyrir öngviti, krampa eða þvf líkt. Þá er einhver sem gengið heíir í ábyrgö gegn meiðsl- um eður slysum á ferðalögum, óskar þess, getur hann fengið ábyrgöina til að gilda fyrir öll líkandeg slys, er orsakast ósjálfrátt, gegn því að svara auka gjaldi. Ábyrgðargjaldið er: gegn slys- um á feröalögum vanalcgast, fyrir hverjar 3000 kr., er ábyrgðin neinur. 3 kr. 00 aur. fyrir 1. ár 2 — 25 — — 6 mánuði 1 — 50 _ _ 3------- 0 — 75 — — 1------- 0 — 50 — — 15 daga 0 — 30 — — 8 — Gegn öllum öðrum slysum fer auka gjaldið eptir þeim starfa er maður hefir á hendi — miöað við hverjar 1000 kr. er ábyrgðin nemur, er það gjald fyrir eitt ár: Fyrir þá menn er fást mest við skrifstofustörf, svo sem margir embætt- ismenn veraldlegrar og andlegrar stjett- ar, kaupmenn, skrifarar, bóksalar. o. s. frv. . . , 1,50 þá er ferðast í verzlunar erindum eður öðrum, Iækna, umboðsmenn, svo og bændur eða verkstjóra er ekki ganga að almennri vinnu, Ijós- myndasiniði, lyísala og skraddara o. s. frv..........................2,00 • bakara, gullsmiði, hattara og skóara o. s. frv......................3,00 bændur eöa vinnumenn er sjálfir ganga að allri vinnu, laggara, bók- bindara, söðlasmiði, húsasmiði og verzlunarmenn o. s. frv. . . 4,00 Fjelagið borgar í skaðabætur alla upph æð ábyrg ðarinnar, þá er sá, sem er í ábyrgð, deyr strax eptir slys- ið eða áður en 6 vikur líða; einnig alla uppbæð ábyrgðarinnar eður til- svarandi árlegt gjald, þá er hann fyrir slysið missir bæði augun, báðar hendur eða fætur eða einhverjatvo af þessuin limum; en hálfa upphæðina eður tilsvarandi árlegt gjald ef maðurinn deyr af slysinu eptir 6 vikur en áður enn 6 mánuðir líða, eða ef hann við slysið missir hönd eða fót ellegar einn eða íleiri limir skaðast svo að þeir verða eigi að gagni og má álíta sem missta. Við önnur slys er ekki hafa jafn skaðlegar afleiðingar borgar fjelagið 1 krónu af hverju þúsundi, sein upphæð ábyrgðarinnar nemur, í skaðabætur, hvern dag þangað til viðkomandi getur farið að gegna störfum sínum, þó ei lengur en í þrjá mánuði og ekki yfir 40 kr. á dag. Þess skal getið, að ábyrgðar'rjef þau er gilda einnig fyrir ábyrgð gegn slysum á ferðum, eru þannig útbúin, að þau geta haft fullt gildi, þó sá er vill í ábyrgð ganga, útfylli þau sjálfur. með því móti að hann þá samstundis sendi upphæð hins árlega gjalds (eða fyrir styttii tíma) beinlínis til fjelagsins. Eyðublöð til þessara ábyrgðarbrjefa fást hjá hverjura umboðsmanni fjelags- ins, en hin önnur ábyrgðarbrjef er jaln- framt skulu gilda gegn öðrum slysum, en þeim er orsakast á ferðum, verða cinungis útgefin af sjálfum umboðs- mönnunum. þeir sem ósba nákvæmari upp- lýsinga, og inundu vilja fá slíka ábyrgö, sem að framan er um getið, geri svo vel að snúa sjer til aðal-umboðsmanns fjelagsins fyrir Danmörk og Noreg. W. Báhncke & Co. Kjöbenhavn K, Niels Juelsgade 3., eðnr til uinboðsmanns fjelagsins á íslandi, Gunnars Einarssonar á Akur- eyri. Frá Soregi. J>ess hefir áður verið getið í Fróða að rikisrjetturinn dæmdi Selmer ráðgjafa frá embætti. Flestir af meðráðgjöfum hans sættu sömu kjörum, en aðrir voru að eins sektaðir. Oscar konungur mynd- ar þá annað ráðaneyti og var Schnei- gaard forsprakki þess. Hann hafði ver- ið í hinu fyrra, en var sektaður af rík- isrjettinum fyrir frammistöðu sína. Sáu menn á þessu að konungur var enn ein- beittur í að lítilsvirða vilja þings og þjóðar, enda bjuggust vinstrimenn við hinu versta, — En ekki varð þessu ráða- neyti aldurinn að meini, eins og við mátti búast. Á þingi fór að bera á sundur- þykki miklu milli hægrimanna sjálfra, og konungur mun hafa farið að sjá að hann átti þar ótraust athvarf. Sagter líka að einn af hinum nýju ráðgjöfum hans hafi ráðið honum fastlega til að sættast við þir.gið og vinstrimenn í heild sinni. Snemma í júní kvaddi kon- ungur prófessor Broch, sem áður hefir verið ráðgjafi konungs og almennt er á- litinn frjálslyndur maður og bezti dreng- ur, til að mynda nýtt ráðaneyti, sem þingið gæti verið ánægt með: En allar tilraunir Brochs strönduðu á því að hann fjekk engan úr flokki klerka til að tak- ast á hendur umsjón kirkju og kennslu- mála og varð hann því að gefast upp. — |>á kemur konungi það fyrst í hug, sem hann hefði átt að vera búinn að fram- kvæma fyrir löngu síðan, — að kveðja Sverdrup, forseta þingsins, til að mynda nýtt ráðaneyti. Sv. tók þegar til ó- spilltra málanna og að fáeinum dögum liðnum leggur hann nöfn þeirra manna fyrir konung, er hann álítur bezt til kjörna. Hinn 26. júní útnefnir konung- ur hið nýja ráðaneyti og skipar Sverd- rup þar öndvegi, en hinu gefur hann fararleyfi. Hinir nýju ráðgjafar eru allir vinstrimenn og flestir þeirra þekktir af alþýðu fyrir hina beztu frammistöðu á þingi. Einn þeirra (Haugland) er bóndi. Hann er fjármálaráðgjafi. — |>að er eins og nærri má geta að nú er gleði mikil meðal alþýðumanna í Noregi en ólund og illur kur með hægrimönnum, sem heldur munu hafa fækkað ennfjölg- að við hina síðustu viðburði. Auglýsingar. Stúlkur þær, sem óska að fá inngöngu í kvennaskólann á Laugalandi næsta vetur verða að senda bónarbrjef um það til skólanefndarinnar. Kennsl* an byrjar 1. október og endar í miðjum maí. Námsmeyjar verða að leggja sjer til saumaefni, en sjálfar eiga þær vinnu sína. Borgun fyrir fæði, ljós, hita og þvottaefni er 70 aurar á dag. Skal helraingurinn greiddur við byrjun skóla- ársins, en hinn helmingurinn þá er það er hálfnað. J>ó þarf eigi að borga síð- ari helminginn fyrri enn um lok skóla- ársins, ef fram er lögð skrifleg ábyrgð frá áreiðanlegum manni fyrir því, að hann skuli þá verða borgaður. Akureyri 25. júlí 1884. í umboði kvennaskólanefndarinnar Ouðmnndur Hélgason. — Auglýsing frá „Goodtemplarsfje- laginu. 29. júnf stofnuðu þeir Ásgeir Sigurðsson frá Oddeyri og J. E. John- sen, norskur maður, fjelagsdeild á ísa- firði, er nefnist „Aurora nr. 2". Deild- arfulltrúi varð Sigurður Andrjesson, for- maður Halldór Halldórsson og skrifari Sigurður Pálsson, fjelagsmenn voru þar 18, og von um að þeir mundu fjölga. Jeg undirskrifaður kaupi í sumar fyrir sanngjarnt verð: útskornar trje- öskjur, gamla silíurbikara o. fl. gamla útgrafna, útskorna eða sjaldgæfa og vel smfðaða hluti, er innanlands hafa smíðaðir verið. Að eins þá lduti kaupi jeg sem líta vel út og eru ebki skemmdir eöa lítið. Björn Jónsson (prentari) 1 húsi Svb. trjesmiðs Ólafssonar hjer í bænum hefir tekið sjer aðsetur hatta gjörðamaður Anders Vigfússon, sem tek- ur alls konar gamla hatta til aðgerðar og gerir þá sem nýja eða kaupir þí með sanngjörnu verði. — Við bókaverzlun Frb. Steinsson- ar fæst blaðið “L e i f u r„ gefins til nærsveitamanna, mót því, að greiða 50aur. fyrir afhendingu og útsendingu. Rauðkúfóttur hestur aljárnaður markaður, hefir verið hálfanraánuð á Ilrísum í Svarfaðardal. Eig3ndi er beðinn að vitja hans. 21. júlí Jón Jónsson á Hrísuin Fjárinark Halldórs Jónssonar að Yztabæ í Hrísey tvfstýft aptan vinsfra, biti neðan. Brm. Halld. J.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.