Fróði - 25.10.1884, Side 3

Fróði - 25.10.1884, Side 3
1884. í B ó Ð 1. 139. bl. vonandi í því sniði, að það megi birta það á prenti. Jeg læt mjer því nægji hjer, jafnframt og jeg fyrsl og fremst votta mínar hjart- anlegar þakkir fyrir þá greiðvikni og alúð, er jeg hefi átt að mæta hjá öllum, — að biðja menn að afsaka, að jeg hefi ekki getað komið því við að finna alla þá, sem jeg veit til að þess hefðu óskað. Jeg bið þá að senda mjer sem fyrst fyrirspurnir sínar og þær skýringar, er þeir kynnu að geta f tje látið viðvikjandi laxveiði og öðru þar að lútandi, til Kaupmannahafnar; öðruvísi þarf ekki að skrifa utan á. Jeg skal ekki láta þá þurfa að bíða lengi eptir svari. Til fróðleiks þeim, sem hafa óskað vitneskju um tilraun þá til laxaklaks, er gerð verður nú á þessu ári, skal þess getið, að tilraun þessi verður gerð við Laxá í Kjós, hjá alþm. síra þork. Bjarna- syni á Reynivöllum, er leggur mikla alúð við það mál, og verður aðstoðarmaður minn hjá honum. Vona jeg. að þar, á Reynivöllum, geti mcnu fengið að siá hið fyrsta laxaklak af manna völdum á íslandi frá nóvember til marz-Ioka. Staddur í Beykjavík 20. sept. 1884. Arthur Feddersen. Hverjir eru nihilistar? (þýtt úr skozku blaði). Margir hafa miög mismunandi hug- myndir nm nihilista (gjöreyðendur), sumir eigi aðra enn þá að það sje hræðilegar verur sem elski morð, sprengiefni (Dyna- mit) og steinolíu. f>að er heldur enginn furða þótt hugmynd þeirra sje þannig löguð þvi álit flestra er byggt á skýrslum rússneskra embættismanna. Orðið „nihilist“ er myndað aflatnezka orðinu „nihil", sem þýðir «ekkert», svo á mjög vondri íslenzku vrði það „ekkert- isti“. En því er þeim gefið þetta nafn? spyrjum vjer. Hinn rússneski embættis- maður svarar: „þeir trúa engu, vilja gera allt að engu, og tilgangur þeirra er að eyðileggja lög, trú og siðsemi. þegar vjer heyrum þessa lýsingu hins rússneska embættismanns, og ef vjer trúum henni, er von að vjer fyrirlít- um nihilista, en R.ússland er undarlegt land og einkennilegt, land sem felur sig fyrir menntun og frelsi, felur sig í köst- ulum og varðhöldum. þjóðinni má skipta í tvo flokka, fangaverði og fanga, her- menn hennar og embættismenn eru fanga- verðirnir, hinn hluti þjóðarinnar eru fangar. það er engin þörf að sanna þetta, saga þjóðarinnar um viðskipti hennar við hinar stórþjóðirnar sanna það fullkomlega. Af bókum þeim, sem ferðamenn hafa ritað um ferðir sínar í keisaralandinu, og af greinum sem við og við koma út í út- lenzkum blöðum vifcvíkjandi rjettarhöldum sem haldin hafa verið yfir «nihiiistum», getum vjer fengið hugmynd um hverjir þessir „nihilistar“ eru. Vjer iesum að margir þeirra eru stúdentar, læknar, læri- 124 feður, hershöfðingjar, málarar, skáld og yfir höfuð menntaðir menn í ýmsum grein- um, ásamt konum þeirra og börnum. í stuttu máli hinir upplýstu og menntuðu eru faugamir, það sýnir oss strax að hjer er ekki allt með feldli. þetta er ekki sú stjett manna sem er likleg að framleiða uppreisnarmenn gegn lögum, andlegnm og verzlegnm. Sumir þeirra hafa verið svo vogaðir að rita keisaranum bænaskrá, og auð- mjúklegast beðið hann nm að veita þeim nýja stjórnarskrá eða dálítið af frelsi því sem þeir þekkja að eins að nafninu. Snmum hefir verið varpað i fangelsi fyrir að lesa bækur útlendra frelsismanna, öðrum fyrir að tala saman um stjórnar- málefni. Sumum fyrir að syrgja föður eða bróður sem sendur heðr verið í út- legð. Og þarna í ísköldu Siberíu, mega margar þúsundir þessara sakleysingja vaða snjóinn, umkryngdir af hermönnum og fangavnrðum, sem berja þá með svip- um og ógna með byssustingum. þús- undir menntaðra unglinga, pilta og stúlkna, þúsundir aldaðra, föðurlandsvina, þræla lífi sínu í dýblissum stjórnarinnar, salt- námunum , eða eyðimörkum Siberíu, gerðir að þrælum vegna þess að þeir elskuðu föðuriand sitt, vegna þess að frelsið var að brjótast um í huga þeirra og þeir þorðu að gera það opinbert. Hinir eÍL'inlegu, rjettnefndu „nihilist- ar“, sem elska „dynamit" og morð eru til á Rússlandi, en sem betur fer er tala þeirra lítil. Meiri hluti þeirra sem dæmdir eru sem «nihilistar» eru í alls engu meiri „nihilistar11 enn Torymannaflokkur- inn á Englandi. Eptir á að hyggja ernafnið «nihilist» rjettnefni þeirra, því keisarinn er allt, embættismennirnir allt, og sá sem er á móti þeirn er á móti öllu og er «nihi!ist». Sönglislin hjá Norðmönnmn í fornöitl. Gömlu sögurnar segja frá þvf, að söngur og hljóðíærasláttur hafi verið eitt af sketnmtunum forfeðra og frænda vorra f Noregi. En ófullkomin tnunu hljóöfæri þeirra hafa verið, að sínu leyti eins og söngurinn er ófullkotnitin hjá oss enn í dag. En þrátt fyrir það er eigi annars getið, enn þeim hafi þótt tað hin bezta skemmtun. Eigi vita menn mrð vissu hvort fornu skáidin hafi flutt kvæði sín með söng eða tal- að þau fram. En líkast þykir að þau hafi flutt þau með nokkur.skonar hálf- söng. f*að má íullyrða að galdraljóð hafa verið sungin. þótt eigi kunni menn þau lög nú. Þaö er gömul sögn. að gömlu Bretarnir í Wales og Com- wallis á Englandi, sem nú eru kallaðir íeltar, hafi Iært margraddaðan söng af Norðmönnfim rnjög snetnma á öldum. iendir það á að sönglistin hafi verið á fullkomnara stigi þá hjá þeim enn seinna. En allt utn það stóðu þeir þó að því mjög að baki hinna suðrænu 125 Evrópuþjóðum. Víða segir frá því f sögum, að söngur sá er haföur var við guðsþjónustu í fyrstu kristni hafi haft inndæl og öflug áhrif á hina heiðnu Norðmenn. f*óttust þeir eigi hafa áð- ur heyrt jafníagran og áhrifa mikinn söng. Ekki hefir þó þessi söngur getað verið neinu Orfers-hörpu hljóm- ur, þar eð útlendir klerkar og kenni- menn áttu örðugt með að hafa ágæta söiigmenn með sjer á kristniboðsferð- um sínum. Sönglistin tók alltaf meiri og meiri framförunt tneð inn- leiðslu kristninnar. Prestarnir sungu sætt og söngvarar þeirra gjörðu guðs- þjónustuna dýrðlogri og áhrifa meiri. flcfir það efa laust stutt ntjög að blómgun og útbreiðslu kristninnar. Heiðnir tnenn söfnuðust saman til að heyra sönginn, er ljet svo vel í eyrum þeirra. Hugðu þeir vænt ráð, að taka við hinum nýja sið, er slík unun fylgdi. Heiðnu goöin þekktu cngan söng, er jafnast gæti við það. Heim- dallur söng reyndar furðu mikið ; en taktlaust var það og óheyrilegt, setn hann söng. Blásturshljóðfæri voru elzt hjá Norðmönnum. Lúður er eldgamalt hljóðfæri, er haft var f hernaði. Með lúðri var fólk kvatt til þinga. Trje- lúðrar sem enn koma fyrir hjá alþýðu manna eru sannarlega elztu og ein- földustu mvndir þeirra. Seinna voru bláslurshljóðfæri t. d. trumbur kallaðar því nafni, sem úr málmi voru gerð. Horn eru eldgömul hljóðfæri. Getið er um Gjallarhorn Ileitndals í Eddu. Ilann átti að blása í það svo heyröist utn heitna alla. Nú er hann hættur því. Ilorn voru og kölluð Júðr- ar. Er svo að sjá, að það nafn hafi verið haft um öll blásturshljóðfæri er höfðu sterka og djúpa tóna, og höfð voru í hernaði Pípa mnn og vera mjög gömul. Öll hlásturshljóðfæri er höfðu vcika og þýða tóna voru kölluð því nafni. Hvergi er þess getið, að götnlu Norð- menn hafi haft hljóðpfpur í hcrnaði. I sögurn nýrri aldar er hún opt nefnd. Var hún þá höfð með öðrum hljóðfær- um í dýrðlegutn veizlum og við hátíð- leg tækifæri. Harpa. Af strengjahljóðfærum er harpan elzt. Ilún þótti gömlu Norð- mönnum inndælust allra hljóðfæra. I Eddukvæðntn er talað um hana á nokkr- utn stöðutn. Iíögnvaldur Orkneyjajarl, sem íæddur var og upp alinn í Noregi á fyrra helmingi 12. aldar telur harp- shítt eitt af listuin þeitn er honutn Ijetu bezt. (Framh.) Akureyri, 15. okt. 16. f- m. kom hingað gufuskipið „Cregforth“. Keypti «Gránufjelag» eða kaupmaður Slimon 653 sauði og nokkra hesta og scndu með skipinu 31.f. m. Tr. Gunarsson kaupstjórí fór hjeðan með „Thyru“ 9. þ. m. Gufuskipið aMinsk* kom

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.