Fróði - 10.11.1884, Blaðsíða 3

Fróði - 10.11.1884, Blaðsíða 3
1884. I R Ó Ð 1. 140. lb. 135 miklum erfiðleikum, tímalengd og kostn- aði. í öðrum þjettbyggðum og fólks- mörgum löndum, par sem auðvelt er jafnan að leita læknis, hefir pó pótt nauðsynlegt að gefa út læningabæ'kur handa alpýðu, en eptir pví sem hjer hag- ar til er pessi nauðsyn pó margfalt meiri. Höfundurinn getur pess við hvern pann sjúkdóm, sem ekki er nema lækn- ismeðfæri, að leita verði læknis svo flótt sem kostur er á, en segir nákæmlega fyrir, hvernig sjúklingnum eigi að hjúkra og hvað við hann að reyna, meðan lækn- ishjálpin ekki fæst. Við aðra sjúkdóma sem ekki eru eins hættulegir, kennir hann öll helztu ráð, er alpýðumenn geta átt kost á, sjerstaklega aðbúð og að- hlynning að hinum sjúka og svo hverja læknisdóma við skuli hafa. Telur hann allmargar innlendar lækningajurtir, sem opt má vera að reynist eins vel og út- lend læknismeðul við sumum kvillum, og getur um hvernig eigi að nota pær. J>á bendir hann og á helztu ráð, sem menn geta við haft til að reyna að lífga við menn, er drukknað hafa, orðið úti eða kafnað. Að sfðustu gefur hann góðan leiðarvísir um notkun algengustu með- ala og til að útvega sjer dálítið lyfja- safn til heimilisparfa eða húsapothek, sem hverju heimili í fjarlægð við lækni og lyfjabúð er mjög parflegt að eiga til pess að geta gripið til pegar pörf krefur. Höfundurinn talar í pessari bók lít- ið um barnasjúkdóma, og er pað fyrir pá sök, að hann hefir í hyggju að gefa út sjerstaka bók um meðferð og lækn- ingar barna, og munu margir óska pess, að bók um jafn nauðsynlegt efni frá hendi slíks manns, sem doktor Jónasen er, komi á prent sem allra fyrst verða má. Fyrst og síðast minnir höfnndurinn í pessari lækningabók sinni á pað: „sem menn aldrei ættu að gleyma, eigi hvað sízt pegar um sjúkdóm er að ræða, og pað er að sjá um. að hafa sem bezt andrúmslopt í húsum, að gæta allrar varúðar í mat og drykk og alls hreinlætis‘\ Lækningabók pessi er að stærð full- ar 30 arkir í stóru 8 b!. broti og vönd- uð að • pappír, prentun og öðrum frá- gangi. Verð hennar í kápu er að eins 3 kr.. sem er gjafverð á svo stórri bók og vel af hendi leystri. Framsetning efnisins er svo ljós og lipur sem verða má, og er pað eigi öllum gefið, að rita svo viðfeldið og auðskilið mál fyrir al- pýðu um slíkt efni. En dr. Jónassen hefir hjer sýnt, að hann hefir eigi síður máttinn enn viljann til að fræða alpýðu- menn- ættjarðar sinnar, og að gera pað efni, sem mörgum heilum og hraustum pykir fremur leiðinlegt að lesa um, skemmtilegt og fýsilegt. Dr. Jónassen á eigi að eins beztu pakkir heldur og hinn mesta heiðurskil- inn bæði fyrir pessa lækningabók og hina fyrri um eðli og heilbrigði mann- 136 legs líkama. Lækningabókin ætti að komast á hvert heimili í landinu, en bókin um eðli og heilbrigði mannlegs lík- ama ætti að vera í höndum hvers manns, hvort heldur hann er yngri eður eldri. |>að er gott að geta linað eða læknað sjúkdóm, pegar hann hefir heirasótt mann, en pó er meira vert, að geta varnað honum að koma. — „Betra er heilt enn vel gróið“. Sönglistin hjá Norðmönnum i fornöld. (Niöurl). Menn voru og vanir, að því er segir, að syngja á hörpu með kvæðuin. Hvernig harpa hefir verið byggð finnst eigi fullkomlega lýst. En stundum var hún allstór, og á einum stað segir þótt þaö sje reyndar í æfin- týrasögu, aö vaxin kona hafi getaö staðið í kassanum undir söngbotninum. Paö er líka sagt, aö harpslaginn liafi sett hanzka sjer á hendur, er hann vildi leiða fram öfluga tóna. Hafa hanzkar þessir vafalaust verið með inálmnögluin. Af strengjahljóðfærum er og tal- að um fiðlu í sögunuin og gígju. Með því að Snorri talar bæöi um fiðl- ara og gígjara undir eins, má ætla að Noröinenn hafi þegar á 13. öld gert greinarmun á þessuin nöfnum; en þau voru höfð jöfnum höndum í fornöld. Hafi þau þá með þeim táknaö tvö ólík hljóðfæri. Það er víst, að Norðmenn höfðu gígjn í lok 12. aldar; cn hvort þeir hafi þekkt hana í heiðni er óvfst. Að þvf er Snorri segir, er bæði hún og fiðlan gamlar á Norðurlöndum. Hann segir, að Hugleikur Oppsalakonungur hafi haft við hirð sfna allskonar leik- ara, harpara, gígjara og fiðlara. Hann liíði þó nokkrum öldura fyrir daga Haraldar hárfagra. En samt getur verið að hann nefni hljóðfæri fornkon- unganna, eptir þeim nöfnum er tíðk- uðust á hans dögum. Merkilegt er það þó aö því er síðari frásöguna snertir, að íslenzkur höfðingi, Mörður, er lifði á síöari hluta 10. aldar og var fyr uppi enn Ölafur Skautkouungur, var að auknafni kallaðor G í g j a. Þaö bend- ir á aö gígjan hafi þekkst á Norður- löndum og er því eigi ólfklegt að hún hafi verið höfð við hirð Ólafs konungs. Hvergi er gígjum lýst. Organ og tvö önnur hljóðfæri, Sim- fon og Salterinn er mjög mikið talað um í Iliddarasögum og lygalegum æfmtýra- sögum frá 14. og 15. öld. Má af því ætla að þau hafi þekkst á Norðurlöndum. Að því er Organið snertir þá vita menn að það var haft þegar á 7. öld í Suður- Evrópu. En mjög var það ófullkomið pá. í byrjun 14. aldar var það bæði n«tað og búið til í Noregi. Simphonia hjet áMiðöldum nokk- urs konar blásturshljóðfæri og Ps a 1 te ri- um harpa eða handorgan. íljá sumum ’ sagnariturum kemur og fyrir orðið b u m b a. j «Voru bumbur barðar». f>að voru trumbur. 137 Söngur, harpa, gigja, pípa, organ, og trumba, er allt nefntí norskum æfin- týrum frá 14. og 15. öld er talað er um söng er tíðkaðist á hátíðum. Að þessi hljóðfærl eru öll nefnd til samans híýtur að vera komið af því, að þau hafi verið höfð á þeim tíma. Sagnaritararnir sjálfir hafa ef til vill, verið vitni að því við slík tækifæri. Af þvf, er segir f sögum má ætla að það hafi snemma tíðkast á Norðurlöndum að konungarnir og líklega höfðingjar að dæmi þeirra hafi látið syngja fyrir sjer, einkum er þeir sátu yfir borðum. Söngur og hörpusláttur var hvort- tveggja mikils metið af því að það stóð í svo nánu sambandi við skáldlistina og hörpusláttur þar að auki var hafður við Guðsþjónustugerðir. En þegar það er frá skilið, er svo að sjá, sem tigið fólk hafi eigi metið mikils annars konar söngva og hljóðfæraslátt. pvert á móti kemur það fyrir að Norðmenn í fornöld báru fyrirlitningu fyrir þeim, er það iðkuðu og kallaðir voru trúðar og leikarar. Gömlu Norðmenn dönsuðu eigi ept- ir hljóðfæraslætti eins og menn gera nú, heldur eptir vísnalögum er þeir sungu, sem dönsuðu. Vísurnar voru ymislegs efnis. Ymist voru það ástarvísur, man- söngsvísur eða háðvísur, stundum sögu- iegs efnis. þessar vísur voru kallaðar dansar. pað álti við, að þeir, er döns- uðu færu eptir efni þeirra. pá, er dans- að var eptir mansöngsvísum, sungu menn og konur á víxl. Ymsir ósiðir fylgdu dönsum þessum og voru kristnir klerkar þeim illa reiðir og gerðu mikið til að afnema þá. Eigi vita menn hvort þessir dansar voru tiðkaðir í heiðni. En líkindi eru til pess, því að í byrjun 12. aldar voru þeir i fullu gengi. Vikivaka-dansar eða söguljóðadansar hjeldust hjer fram á 18. öld. Flestir af þeim, er dönsuðu sungu að eins viðkvæðið. Nú er komin önnur öld. Uppi forna sönglist dagar. Já, vjer erum lengra komnir enn for- feður vorir. En þegar á allt er lítið, eru sönglegar framfarir vorar smáar og víða á því lægsta stigi, sem getur verið. Söngmenntun vor er eitt af því, er þarf mjög mikilla umbóta og eflingar við. Heima í sveitum vorum mun söngurinn vfða mega heyra undir það, er hljóðfræð- ingur vor einn ( fornöld kallaði «vitlaust hljóð», enn «listalegt hljóð« mun sjaldgæf- ara. Ur þessu leitast nú ymsir við að bæta, er unna söng og eiga þeir þakkir skilið. En sem eðlilegt er verður margt hjá þeim ónákvæmt og rangt, því að opt verða þeir að byggja trú sína á eigin rannsókn. En hvar eigaþeir að íá full- komna þekkingu í söng? A skólunum- Svo ætti að vera, en reynslan sýnir að «fulIkoinna þekkingin» á þar eigi ætíð heima. En til þess söngmenntunin geti fullkomnast og breiðst út um land, er nauð- syniegt að söngurinn sje rækilega kenndur í þeim skólum þar sem hann á að keuna.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.