Fróði - 26.05.1887, Side 1
r o
m
I.
YIII. AR.
1. l)lað.
Oddeyri, fimmtudaginn 26. mai
188:.
Beinir skattar og óbeinir.
Sagt er, að sú skoðun sje að ryðja sjer til rúms
lijá oss, að rjettast sje að afnema alla beina skatta en
innleiða aptur óbeina. Yjer vitum að visu eigi, hvort
petta er rjett bermt eða ranghermt. En hvort
sem heldur er, pá ætlum vjer, að petta mál sje ekki
svo vel skoðað irá báðum hliðum, að af veiti að skoða
pað nokkuð ejör en hingað til heiir verið gjört. Vjer
ætlum og, að það mál bafi of litinn undirbúning enn
sem komið er, til pess að ráðlegt sje að ráða því til
lykta á næsta pingi. Hinsvegar getur pað eigi verið
nema til bóta, að það sje tekið þar til meðferðar;
gæti það, ef til vil), vakið menn til að hugsa svo
um málið, og láta í ljósi álit sitt um það, að pað
mætti leiðast til lykta á næsta þingi þar á eptir.
Hjer um bi! helmingurinn af landstekjum vor-
um (400,000 kr.) er fólginn i beinum og óbeinum
sköttum. Hjer er talað um ijárlaga tímabilið eða
2 ár. Hinir beinu skattar eru einn fjórði hluti
(100,000 kr.) þessa helmings, en óbeinu skattarnir eru
þrir fjórðu hlntar (300,000 kr.). Nú er sagt, að menn
vili af nema beinu skattana og auka jafumikið hina
óbeÍDU. Hinum beinu sköttum er talið tvennt til ó-
gildis; fyrst það, að þeir sje órjettlátir, það er komi
ójafnt niður á gjaldendur; í öðru lagi er þeim talið
það til ógildis, að þeir veki svo mikla óánægju með.
al gjaldenda. Vjer viljum hvorigum ókostinum neita.
J>að er alveg rjett, að gjaldendura er mjögmisjafnlega
þungbært uð gjalda hina beinu skatta. Eátæklingurinn
á engan veginn eins hægt með að gjaUla alin af
hundraði eins og hinn efnaði.
En vjer ætlum, að þettasje ekkert sjerlegt einkenni
beinna skatta. Obeinir skattar verða einnig þungbærari
hinum efnalitlu en hinum efnuðu. Efnalitlum manni
verður tiltölulega þungbærara að gjalda toll af 10
pundum af kaffi en hinum efnaðra af 100 pundum.
Vjer erum liraddir um, að það sje eitt af þvi, sem
mannlegu viti er ómögulegt, að finna þá skattagrein,
er leggst með fullum jöfnuði á alla eins. Menn skyldi
ætla, að sú skattaálaga yrði jöfnuði næst, þegar skatt-
urinn er lagður á eptir „efnum og ástæðum11. En i
reyndinni muu sú skattaálaga gefa litið betri jöfnuð
en aðrar; að minnsta kosti sýnast menn ekki að vera
ánægðari mtð jölnuðinu í sveitarútsvörunum en i öðr-
um sköttum. |>etta er og heldur eigi undarlegt, því
að mannlegt vit er ekki fremur fært um i þessum
efnum en öðrum að taka alla hluti til greina sem
taka þari. Vjer erum því liræddir um, að vjer get.
um eigi um flúið nokkurn ójöfnuð í skatta álögunni,
þótt vjer sleppum hinum beinu sköttum
Hinn ókostuiinn, að hinir beinu skattar veki
óánægju meðal gjaldenda, er að vísu mjög alvarlegur.
En þó ætlum vjer, að of mikið megi úr bonum
gjöra. I>að er að vísu illt, ef menn eru óánægðir með
að gjalda það fje, sera alveg er nauðsynlegt til lands
þarfa; en sjo þeir óánægðir með það fyrir þá sök, að
þeim þyki fjenu alls ekki varið í lands þarfir, eða illa
varið, svo sem til ofmikils alþingiskostnaðar, ofmikils
ferðakostnaðar alþingisraanna, óþarfra styrkveitinga,
ónýtra skóla, hallætislána, óþarfra embætta eða
einhvers þess konar, þá teljura vjer það fremur hag
en óhag, að landsmenn sje óánægðir með skattinn, eins
og vjt r skulum síðar sýna.
Hinum óbeinu sköttum er talið það til gildis, að
gjaldendur finni lítið til að gjalda þá. Vjer viljum
engan veginn mótmæla þvi, að þetta sje mikilsvert,
og oinn hinn mosti fjárfræðingur hefir sagt, að megin-
atriðið við allar skattaálögur sje, „að rýa svo rolluna
að hún jarmi ekki“. En ef vjer skoðum vandlega, er
það þá svo mikill hagur, að fje sje tekið af mönnum,
án þess þeir viti af? Mundum vjer vilja ráða hjú til
vor með þeiin skilmálum, að vjer gylduru þeim ekki
kaup, en þau mætti hnupla frá oss svo miklu sem
rúralega svaraði kaupinu? Vjer ætlum ekki; og vjer
ætlura, að það yrði hvorki húsbændum nje bjúum til
siðbóta. Ef stjórn og þing taka af oss fje, án þess
vjer vitum af, þá verður hin eðlilega afleiðing af því
sú, að vjer hugsum lítið eða alls ekki um, hvernig fje
þessu er varið. J>etta teljum vjer mjög mikinn ókost,
og það svo mikinn, að oss þykja óbeinir skattar litt
hafandi. Flestura kemur saman um það, að almenn-
ingur hjá oss hafi oflítinn áhuga á landsmálum. Fyrir
þvi ætlum vjer óhollt landsmönnum hvaðeina það, sem
dregur úr þessum áhuga. En ekkert getur betur mið-
að til að deyfa þennan áhuga, en að menn gleymi
því, að það auki eða ljetti byrðar þeirra að nokkru,
hvernig sem farið er með landsfje; eður að þeir skoði
landsjóðinn eins og einhverja óuppausanlega auðsupp-
sprettu, er fyllist allt af jafnóðum úr einhverjum ó-
kunuum farvegum. Afleiðingin af þessu verður sú,
að þÍDg og stjórn eru skoðuð eins og illgjarn töfra-
maður, sem hiudrar þessa auðsuppsprettu frá að renna
til hvers, sem hafa vill. — Vjer þykjumst vissir ura,
að gjaldendur mundu eigi verða eins fljótir á sjer og
þeir eru nú að láta tala sig til að samþykkja ýmsa'n
óskynsamlegan útaustur á landsfje, ef þeir vissi og
fyndi til, að þetta fjekæmi úr þeirra vasa oggæti ekki
komið annarsstaðar frá. Hinsvegar mundu og gjaldendur
ekki verða eins heimtufrekir við þing og stjórnmeð fjár-
styrk til allra upphugsanlegra hluta, ef þeir vissi, að
þetta væri tekið frá sjálfum þeim.
Vjer gætum vel skilið það um ráðríka stjórn, að
henni þætti bið heppilegasta meðal tilaðnásem mestu
fje undiv sig, ánþess að gjaldendur taki eptir þvi
eða skipti sjer af, hvernig pvi er varið, að koma sem