Fróði - 10.09.1887, Blaðsíða 4

Fróði - 10.09.1887, Blaðsíða 4
að trúa pví, að tómur maður hafi tilbúið Kristindóminn. Og hverfi jeg frá h u g- s j ó n u n u m og snúi mjer að sö g- unni, pá segi jeg aptur: J>etta er ekki mannaverk. Jeg pekki B ú d d a hinn indverska. Indland pá og nú svarar til. Hugsjónir hafa eina útskýringu, hún er sagan, aldanna reynsla. Af peirra ávöxt- um skuluð pjer pekkja þær. Vor trú er hin eina, sem tólf menn boðuðu og ellefu peirra ljetu sitt líf fyrir, auk hins fyrsta og eina, sem dó á kross- inum á Golgata. F r j e 11 i r. Úr Eyjafirði 10. september. Sumarveðráttan hefir verið hagstæð, spruttu pví tún í betra lagi, en engi mið- ur. Heyskapur gengur vel fyrir hina hag- stæðu tíð. Skepnuhöld hjer í sýslu hafa í m»rg ár ekki orðið jafn bág og pau urðu í vor. Málnytupeningur er pví með iangfæsta móti, sem gerir kringumstæður hænda ásamt öðru erfiðar. Siglingar hingað hafa verið litlar með fram fyrir hafísinn setn jaínt og pjett hefir legið fyrir Norðurlandi, svo strandferðaskipin hafa komið seint og ó- reglulega, en kaupskipum legast vikum og mánuðum saman fyrir austan land. Afli hefir verið mjög mikill hjer innst á íirðinum í allt sumar. Fyrst aflaðist svo mikil spiksíld, að eigi var hægt að selja allt pað, sem á land var dregið fyr- ir 50—100 a. tunnuna, einnig var um tíma hlaðfiski af smárri ýsu og porski, og íyrir hálfum mánuði byrjaði mikill haf- síldarafli í lagnet. Norðmenn flestir eru hættir hjer við nótaúthald, þeir Tr. Gunn- arsson og E. Laxdal eru peir einu sem nú iáta reyna að fiska síld í nót. Góðíiski hefir um tíma verið í Hrísey. Hafsíld er um allan fjörðinn og fæst til beitu. Hákarliiveiðnr hafa mjög brugðizt fyrir hafísinn, flest skipin hafa hætt nú á miðjura engjaslætti, og fyrir pví lýsi er í mjög lágu verði, er hlutur flestra eigi meiri en fyrir útgerð. Búskapurínn og eínahagurinn er pví ekki glæsilegur hjer um sveitir fynr hin vondu skepnuhöld og par afleiðandi mikla rýrnun á öllu kaupstaðarinnleggi, síldar og fiskaflinn hafa að vísu firt rnenn sulti, en pað leynir sjer alls ekki að kring- umstæður íjölda manna eru mjög eríiðar. Mörgum þykir pvi ráðlegast að reyna að komast til Ameríku, ef þeir gætu, en ísa- íold kom svo með söguna eptir heim- flutta bóndanum og pá fór sumum ekki að lítast á blikuna, og hugsuðu sem svo, ef islenzkir bændur í Dakotafylki mótmæla ekki greinilega þessari sögu Sig- urðar bónda þá er eitthvað ekki með felldi. lírasilíufari hefir verið hjer á ferð i sumar, og ætlar aptur í haust. Hanu er eiuu af þeim 15 íslendingum, sem fóru til Brasilíu úr fingeyjarsýslu 1871. Mað- ur pessi er fremur sagnafár, segir hannpó að íslendingum iíði par vel; loptslag gott í pví hjeraði sem peir eru í. Sumur nokkuð heit en vetrar mjög mildir. Flest- ir geti lifað þar góðu lífi en fáir safnað auð, sökum pess að landbúnaður, iðnaður og samgöngur væri skammt á veg komið en náttúrugæðin sjálf ekki gull í hendinni. Leiðst hafði manni pessum lííið paríýrstu árin, og langað heim aptur. Maimalát. 5. f. m. drukknaði í Hvalíirði á leið frá Beykjavík Björn Blön- dal frá Breiðabólstað í Vatnsdal, sonur Benedikts umboðsmanns Blöndal í Hvammi, er Ijet sækja líkið suður og flytja land- veg norður i Húnavatnssýslu. 11. f. m. andaðist í Beykjavik Bryn- jólfur Oddsson bókbindari, var haun mörg- um að góðu kunuur. Emhættisprófi á prestaskólanum luku 24. p. m.: Jón Steingrímsson I. einkunn 50 stig. Jón Arason I. 49 — Olafur Petersen I. 49 — Eiuar Eriðgeirsson I. 45 — Ólafur Magnússon I. 45 — Magnús Björnsson I. 43 — Arni Bjarnarson II. 41 — Gísli Einarsson II. 39 — |>órður Ólafsson 11. 39 — Jón B. Straumfjörð II. 23 — Sá síðast taldi hafði fengið leyfi til að ganga undir prófið, þó hann haíi ekki lokið námi sínu við latínuskólann. — 2. þ. m. lá hafísinn fyrír öllu Austurlandi. I gær komu ínn 4 hákarla- skip, þau síðustu er úti voru, sögðu pau að hafísinn hefði legið upp undir Grimsey. L a u r a kom hingað 5. p. m. og fór aptur pann 6. Með henni tók sjer far til Kaupmannah. sýslum S. Thorarenseu. — I gær var norðau ofviðri og stór- rigning, og snjóaði ofau undir bæi. — Eyrir pví að herra Páll Jónsson rit- stjóri Norðurljóssins hefir farið þess á leit við mig með sáttasemjurum að taka aptur ummæli í Fróða,] sem ærumeiðandi pættu fyrir sig, heíir mjer pótt skilt að setja hjer eptirfylgjandi yíirlýsing, enda tók jeg uuiræddar greinar ekki i blaðið til að ærumeiða herra Pál, heldur sem varn- ar greinar frá ntstjórn Eróða gegn árásum Norðurljóssins, eins og allir hljóta að geta sjeð, sem bæði blöðin&lesa. Y F I R;L Ý S I N G. —o— Hér með lýsi eg þvi yfir — Björn Jónsson prentarí Fróða — að eg aptur kalla, sem á- byrgðarmaður Eróða, þau ummæli um ritstjóra Pál Jónsson í tveimur nafnlausum greinum í 29. og 30. tölubL 7. árg. og 1. tbl. 8. árg. Próða, sem kunna að þykja eða eru ærumeiðandi, og lýsi eg yfir því, að það var ei tilgangur minn að ærumeiða eða vanvirða nefndan Pál með því að prenta greinar þessar. Akureyri 12. ágúst 1887. Björn Jónsson. Auglýsingar. — Kunnugt gjörist, að fimmtu- dag þann 15. sept. þ. á. ki. 11. f. m. verður eptir beiðni 0. Houskens í húsi hans á Oddeyri selt við opinbert uppboð: síldarnet úr bómull oghampi, fiskilínur og taumar, hákallasóknir, 4“ hákallastjórafæri, og dregg og forhlaup- arar, 90 fóm 41/2“ trossa með blökk- uui, kaggar, dregg, plankar, borð, hús- búnaður og þesskonar. Einnig verður seld sköitan «Silden>> með seglum og öðru tilheyrandi og 2 fiskibátar með seglum og árum m. m. — Skilmálar fyrir uppboðinu auglýsast uppboðs- daginn. Bæjarfógetinn á Akureyri 19. ágúst 1887. S. Thorarensen. Kvennaskólinn áLaugalandií Eyjafirði. þeir sem vilja koma efnilegum yng- stúlkum á þennan kvennaskóla næstkom- andi vetur (1. okt. til 14. maí), eru beðn- ir að snúa sjer til mín undirskrifaðrar forstöðukonu skólans s e m f y r s t. þ>ess skal getið, að í fjárlagafrv. fyrir árin 1888 og 89, er kvennaskólum áætlað- ur dálítill styrkur, fram yfir það er áður verið hefir, er veitast skal fátækum og efnilegum námsmeyjum. Heimilt er námsmeyjum a ð f æ ð a sig sjálíar á skólanum, og skal jeg vera þeim hjálpleg með pað. Laugalandi í Eyjafirði pann 20. ág. 1887. Valtjtrður porsteinsdóttir. Vesturfarar sem vilja fara með „ Thyra“ nœst, geta fengið fafbrjef hjá mjer, gyld alla leið til Wmnipeg fyrir 125 krónur og til New- York Jyrir 80 kr. Akureyri 7. september 1887. Jalcob Gíslason. Hör með leyfi eg mér að tilkynna peim, sem brúka mitt alþekkta export- kaffi. Eldgamia Isafold að hvert :/2 punds stykki mun eptir- leiðis verða auðkent með pví skrásetta vörumerki, sem hér stendur fyrir ofan. Yirðingarjgllst. Ludvig flavíd. . Hamborg. Útgefandi: Fjekig i Egjafir’Öi. Ábyrgðarmaður og prentari : B. Jónsson.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.