Suðri - 06.01.1883, Blaðsíða 4
4
Næsta blao kemur út laugardaginn 20. J>. m.
ódrengskapur, að gera nokkuð á liluta
hans.
Hitt kom opt fyrir, að hann væri
tekinn til þess að koma sáttum eða
stundarfriði á milli götustrákanna og
hinna vatnskallanna og vatnskelling-
anna, og þó hann hefði enga amt-
mannsskipun til þessa starfa, varð hon-
um þó meira ágengt, en fiestum sátta-
nefndarmönnum mundi hafa orðið.
Svo bar það til einn góðan veður-
dag eptir nýjárið, að Hans kom ekki
með vatnið. Yinnukonurnar urðu að
sækja vatnið þann daginn, þó þær
væru ekki viljugar á það. Engum kom
til hugar að fara heim til Hans. Hann
var vanur að skila sér aptur kallinn,
undir eins og hann varð rólfær, þegar
svo bar undir að hann dag og dag
varð lasinn og gat ekki gegnt störfum
sínum. pað datt kannske engurn í
hug, að Hans Vöggur væri meðal þeirra,
sem fyrirheitið er geíið um: «Sjúkur
var eg og þér vitjuðuð mín.» Hans
var undantekning. J>að þurfti ekki að
vitja um Hans, hann var vanur að skila
sér.
En þegar hann kom ekki í 3 daga,
var næturvörðurinn sendur upp í kof-
ann hjá Seli, sem Hans svaf í einsam-
all. Næturvörðurinn kom aptur og
sagði að Hans væri — dauður.
fessi fregn flaug um allan bæinn
og það var ekki talað um annað en
Hans og dauða hans. Allir fundu hon-
um eitthvað til hóls. Hann var ein-
stök fyrirmynd allra vatnskalfa, dyggur
og iðjusamur og eptir því þakklátur
fyrir allt, sem honum var gott gert.
Og allar ræður manna enduðu með
því, að það mundi verða langt þangað
til annar eins vatnskall fengist. líon-
urnar í húsum þeim, sem Hans bar
vatn til — og meðal þeirra voru bæði
frúr og maddömur — létu olíulampa
loga í kofanum hjá Hans, meðan hann
stóð uppi og oin frúin gaf sálmabók
til þess að leggja á brjóstið á honum.
l>ar lá Hans á börunum í kofan-
um sínum og um allan kofann ljómaði
slík birta frá olíufampanum, að Hans
mundi hafa vaknað frá dauðum af
undrun, ef hann hefði mátt. I líliuu
hafði hann aldrei átt slíku ljósi að
fagna. Og á brjósti bans lá sálma-
bókin logagyllta; Jifandi hefði enginn
látið hann snerta svo fallega bók. Nú
var Hans orðinn hreinn og fínn —
hann var dauður.
Hans lét ekki mikið eptir sig af
þessa heims gæðum og það urðu mestu
vandræði með útförina. Menn fóru
að tala um samskot, en úr því varð
þó ekkert; enginn vildi byrja. Madda-
ma Sigríður sagði að það væri ætíð loið-
inlegt að byrja við slík tækifæri, það
væri eins og menn vildu trana sér
fram með góðverkin sín; hún fyrir sitt
leyti sagðist helzt vilja gera góðverk
sín svo, að «hin vinstri sæi ekki það
sem hin hægri gerði». Og vinkonur
hennar, sem hún talaði um þetta við,
sögðust hugsa alveg eins og hún í
þessu efni.
Svo átti þá að grafa Hans á
kostnað sveitarsjóðsins. Menn sögðu,
að það væri líka í raun og veru eðli-
legast, og. þar við sat.
En svo fundust peningar í kistii
Hans kallsins, og þó þeir væru ekki
stórfé, þá voru þeir þó nægir til þoss
að gera útför hans heiðarlega og
sómasamlega.
Seinna trúði maddama Anna vin-
konum síuura fyrir því, að hún hefði
haft peningana til útfararinnar til taks,
en hefði að eins viljað láta «þá» kom-
ast í dálítil vandræði, til þess svo allt
í einu að reka á þá stampinn með
pcningunum. Húu bætti því við, að
til þess hefði aldrei komið, fyrst pen-
ingarnir hefðu tundizt hjá Hans. En
vinkonur hennar sögðu hver eptiraðra
um leið og þær tæmdu þriðja kaffi-
bollann hjá henni, að það væri nátt-
úrlega alveg ið sama, sem hún hefði
gcrt það, og henni gat ekki betur
fundizt sjálfri, en það væri nokkuð til
í því. Maddama Sigríður, sem var
ein af vinkonum hennar, sagði reynd-
ar seiuna, að það væri engin tilhæfa
í því, að bún hefði ætlað fé til greptr-
unar Hans, og af því mad. Anna trétti
það, daginn eptir, að mad. Sigríður
hafði sagt það, þá urðu þau ummæli
orsök þess, að þær drukku ekki kaffi
hvor hjá annari í hálft annað ár.
Svo var Hans þá grafinn á sinn
eigin kostnað. Jarðarförin var fjöl-
menn ; honum fylgdu nær því allar frúr
og maddömur í húsunum, sem hann
hafði borið vatn til. Mörg kona vikn-
aði, er hún minntist álúta kallsins
með bognu handleggina. Og það var
ekki trútt um, að tár rynnu yfir mold-
um hans. Og þó sú tiltinning hjartans,
or vekur tárin, sé eigi ætíð svo sierk,
að hún nái að hreiía hendurnar til
fjárframlaga, þá eru þó tarin ávallt
talin vottur viðkvæmni og blíðu, vott-
ur þess, að mennirnir séu í raun og
veru góðir, þrátt fyrir allt, sem skrif-
að er og talað móti því.
l>egar kom fram á vorið trúði frú
Guðlaug einni vinkouu sinni fyrir því,
að hún ætlaði sér að leggja krans á
leiði Hans Vöggs, vatnskallsins síns
sáluga. Daginn eptir var það altalað
um allan bæinn, að frú Guölaug hefði
lagt tvo kransa á leiði Hans Vöggs.
Mönnum þótti það mjög sennilegt; það
var alkunnugt, hvað hún frú Guðlaug
var hjartagóð og raungóð og menn
mundu nú eptir mörgum sögum um
örlæti hennar og góðmennsku við fá-
tæklinga.
En enginn fór upp í kirkjugarð, til
þess að gá að, hvort nokkur krans væri
kominn á leiðið hans Vöggs.
Sjúkrahúsið í Iíeykjavík.
Vér höfum heyrt sagt, að gjald-
greiðendur til sjúkrahússins hafi haldið
fund með sér að kvöldi 2. þ. m. til
þess að ræða sjúkrahússbyggingu. Kom
mönnum saman um, eptir nokkurar
samræður, að fresta fyrst um sinn bygg-
ingunni til næsta hausts, til þess menn
fengju fyrst að vita, hvort ið næsta
þing veitti styrk til þess fyrirtækis.
ltáðið var og, að taka eitthvert hús í
bænum á leigu handa sjúklingum, ef
sá, or keypt hefir gamla sjúkrahúsið,
vildi eigi leigja það framvegis með
bærilegum kjörum.
AxL^lýsingai?.
— Nú stendur á handritinu í end-
ann á blaðinu „8kuld“, on jafnóðum
og eg næ því hjá ritstjóranum, skal
eg láta blaðið koma út sem fyrst út.
lteykjavík, 4. janúar 1883.
Einar pórðarsou.
s 111 i,
hálfsmánaðarhlað, öclývasta blaó á íslamli, kostar ein-
ungis 2 kr. árg. (3 kr. erlendis), 1 hlað annanhvern langardag.
Auglýsingar kosta 10 aura línan með meginletri, 8
aura með smáletri.
Uppsögn á hlaðinu gildir að eins með Jn-iggja mán-
aöa fyrirvara.
Kaupendnr úr nærsveitunum snúi sér til Kr. Ó. [>or-
gninssonar hóksala.
Kaupendur úr fjærsveitunum snúi sér til Einars
prentsmiðjueiganda pórðarsonar.
Hkrifstofa og afgreiðslustofa hlaðsins er Nr. 8. viö
AusturvöJl.
Ritstjórann er aö hitta hvern virkan dag á skrifstofu
hlaðsins frá 1—2.
Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálssou.
Itoykjavík. l’rentari: Einae Póebauson.