Suðri - 20.01.1883, Síða 4

Suðri - 20.01.1883, Síða 4
8 en [tað sem Tegnér-svipflrinn hefir grætt við [iað, licfir hann aptnr misst að sannleikanum og lífinu til. það eru atieiðingarnar af skoðun þeirri, sem algengust er á Norðuriöndum, að liafa siðforðið fyrst og fromst fyrir augum, er athuga skal merka menn eða við- burði. Fyrst gera menn strangar og óeðlilegar siðferðiskröfur; og þær kröf- ur hoimta jafnmargar ímynilaðar sem sannar skyldur upp fylltar; svo mæla menn mikilmennin í. pólitík 'eða list með þessum kvarða, og neyðast til þess að breiða lýgi yfir mörg atvik eða þegja yfir svo mörgu, sem unnt er, til þess, að stórmennið, sem mæla á, mælist ekki allt of illa. Ef menn frá því fyrsta hefðu vanist á, að líta á mannlífið eins og sá, er skygnast vill inn í fylgnsi nátturunnar og að dæma eins gætilega og náttúrufræðing- urinn, þá væri hægt að sýna sálarlíf þeirra manna, sem ritað er um í bók- menntasögunum; í stað þess láta menn sér nú venjulega nægja, að dást að listamönnunum með meira eða minna bragðdaufum orðum. Æfi Tegnérs var kyrlát og tilbreyt- ingalítil, og þar eru engar merkis- athafnir að finna. En árið 1825 skipt- ir æfi hans í tvo kafla; það var hug- stríð er það gerði, og sem kveikti neista þann, er 1840 varð að æði. fessi sjúkleikur verpur undarlegum sorgarblæ á in síðustu ár skáldsins. Eigi seinna en 1819 hafði hann í ljóðum prédikað ina glaðlyndu, gázka- fullu kenningu sína, að skáldskapurinn væri ekkert annað en heilbrigði lífsins, söngurinn eigi annað en sigurljóð mannkynsins, er hugprúð stigu frá heilbrigðum lungum. Eptir þessari aðalskoðun sinni á skáldskapnum var hann byrjaður á inu mikla skáldverki sínu Eriðþjófssögu; þessi skoðun hans var jafnt mótmæligegn tilgerðar-tilfinn- ingum og löngunar-draumum róman- tisku skáldanna sem örvæntingar- og kvala-kveðskap þcirra, er líktu eptir Byron. En árið 1826 ritar hann sjálf- ur í kvæði sínu «Mjeltsjukan» (þung- lyndið) játningu, sem er svo veikluleg og lýsir svo mikillí sorg, að hún stend- ur ekki á baki neinna þeirra skáld- játninga, er Tegnér voru hvimleið- astar. Eptir að hann í 3 ár hafði stuud- að nám sitt í Lundi, hélt haun í 23 ár (1802—1825) fyriiTestra víð háskól- ann þar; fyrstu átta árin var hann dósent og fimmtán árin in næstu pró- fessor í grískum bókmonntum. Hann var virtur og elskaður hvervetna, bæði í iuum litla bæ og fyrir utan hann. X'egar hann yar skipaður prófessor, varð lianu um leið prestur í nokkur- um sóknum, nálægt Lundi, eins og þá var títt með prófessora í Svíaríki. Líkams fýstir hans voru miklar af náttúr- unni, andastefna hans heiðingleg; hann var manna fyndnastur í orðum og fyndnin gáfuleg; mjög hneigður fyrir sællífi og djörfungin mikil. Hann gipt- ist ungur, 23 ára að aldri. Hann hafði í æsku fengið ást á konu sinni og voru þau lofuð í 3 ár; en aldrei varð hann nein fyrirmynd giptra manna. 1 Lundi var altalað, að hann væri gagnkunn- ugar kvennmanni einum göfugura, og þeir sem kunnugastir voru, töldu eng- an efa vera á því, að ungmær ein væri dóttir Tegnérs. Hún var eigi kölluð dóttir hans, en svo var hún lík hou- um, að allir undruðust stórum. Hún fæddist 1821 og varð seinna vitstola á sama aldri og Tegnér. Frá því 1824 tók að bera á því, að Tegnér væri lifrarveikur; ágerðist sjúk- dóinur sá með aldrinum og haföi ill áhrif á skap haus. Um sömu mundir vaknaði hjú honum ótli fyrir geðveiki og varð hann opt og mörgum sinnum alveg utan við sig af þeirri liugsun. llann liafði átti bróður, sem var eldri en bann og hafði verið geðveikur frá æsku; sú hugsun tók nú að píua hann, að vitlirring lægi í ættinni. Við enda ársins 1823 losnaði svo biskupsembættið í Vexiö. Sökum fjár- hags síns vildi Tegnér mjög fá það embætti. þ>ó að tekjur hans væri mikl- ar, var hann alltaf í peningaklípu. Kom það af því, að bústjórn hans íór lítt í lagi, þar sem sú er stýrði bar litið skynbragð á slíkt. í æíiminningu .Tegnérs, sem byggð er á opinberum skýrslum, er svo skýrt frá, sem biskups- embættið hafi kornið eins og stjörnu- hrap yfir Tegnér, án þess að hann hafi verið sér nokkuð úti um að fá það, eða jafnvel látið nokkura ósk í ljósi í þá átt. fetta var engan veginn þannig. Brjef þau, sem Tegnér ritaði Kullberg ráðgjafa (Stats- sekretær) og enn eru til á ríkisbókasafninu í Stokkhulmi, sýna það, að hann lét sér mikils varða, að fá embættið. l>að er auðsjáanleg;a með vilja gert, að ganga fram hjá þeim, er rit Tegnérs voru gefin út, þau er hann löt eptir sig, er hann dó. í bréfuin þessum segir hann jafnvel, að hann skoði það sem illgirnis-áreitui við sig, ef honum verði eigi veitt embættið. J>að er reyndar öldungis víst, að hann sjálfur beitti engu því til þess að fá embættið, sem eigi sómdi göfuglyndum manni; en hitl er víst, að fylgifiskar hans og vinir, þeir er ákafastir voru, létu sér eigi slíkt í augum vaxa. Má þar fremstan telja Heurlin, er þá var lektor, en síðan varð byskup í Vexiö. Hann vann ötullega að því, að fá prest- ana í Smálöndura á sitt mál; hann reit þúsund bréf um þetta mál, til þess að fá þá til, að sleppa Lindfors prófessor, er þeir héldu fram, en taka Tegnér. Tala bréfanna get eg vol í- myudað mér, að sé nokkuð ýkt; en sjálfur hefur hann sagt þetta manni þeim, er aptur sagði mér. Svo var hann ákafur, að Tegnér varð í bréli (19. des. 1823) að skora á hann, að láta eigi kappið koma sér til að gleyma nlífsreglum þeim, er hver göfuglyndur maður telur sér skylt að hlýða•>. En þegar loksins var búið að kjósa Tegnér, var hann ákatlega hugsjúkur um hríð. l>að var í mæli, að kært muudi verða, hve mönnum var þröngvað til þess að kjósa Tegnér til byskups og að öll undirforlin mundu gerð opinská, Og þegar svo ekkert varð úr þessu, hafði Tegnér sarnt enga ró á sér, því hann hélt, að líósenblað mundi í ríkisráðiuu færa slíkar sannanir fyrir því, er gerzt hafði, að byskupskosningin yrði dæmd ómerk. En tíminn sýndi, að einnig þessi hræðsla hans fyrir því, að verða sér opinberlega til minnkunar, var á engum rökum byggð. En skáldinu varð þungt í lund af öllu þe3su og þótti sem sér yxi minkunn af. Ogþar við bætt- ist reiði og beiskja í skapi; á fyrstu skoðunarferð sinni sumarið 1824 hafði hann vikið tvoim prestum úr embætti, er honum þótti rækja illa skyldur sín- ar, en eptir það óx mjög óánægja með hann í byskupsdæmi hans og dómkapítúlið (andlegu stéttar dómstóllinn) tók hvo nær sem færi gafst, allt aðrar ákvarðanir en þær sem Tegnér vildi eða hafði stungið upp á. Og við allt þelta bætlist það, að Tegnér var byskup, en unni þó rann- sóknum skyuseminnar í trúarefnum. (Niðurl. í næsta blaöi). Nýjustu fréttir a ö ii o i* ö a n. Með sjómönnum, sem komnir eru hingað að norðau til útróðra, hefur frézt: Sagt er,aðeinn hinn merkasti prest- nr þessa lands, Björn Halldórsson prófastur í Laufási hafi orðið bráö- kvaddur rétt fyrir jólin. Bærinu Svertingsstaðir í Miðfirði er sagt að hafi brunnið til kaldra kola. Mönnum öllum varð bjargað, en nokk- uð af skepnum brann inni. Yfir höfuð hefur verið bczta tið fyrir norðan, eu þó opt jarðskarpt sökum áfreða. Bruni á Gilsbakka. Frézt hefir að oldhús og endu töluvert af frambæuum á Gilsbakka hati brunnið. Presturinn þar er inn ursgi merkisprestur síra Maguús Andréssou. Veitt brauð. Breiðabólstaður á Skógarströud var inn 17. þ, m. af landshöfðingjan- um veittur Cand. thcol Magnúsi Holga- syni frá Birtingaholti. .Auglýsingar. — Nú er þogar fyrir nokkru síð- an byrjað að prenta hiuar ágætu IIelgidagai*æöiiL> eptir Helga byskup Tliordersen, sem og sendi boðsbréf um út um allt land í sumar í júnímánuði. Prentuninni cr hraðað svo sein fremst er kostur á. I>ess vegna leyíi og mér hér með að skora á alla þá, er fengið liafa boðs- bréf frá mér og safnað áskrifcndum, að senda mer þau ið allra bráðasta. Roykjavík 30. des 1882. Kr. 0. porgrímsson, — Undirskrifaðan vantar af Ijalli hrúnan fola 3 vetra, lítið stjörnóttan undir ennistoppi, óaffextan. Mark: biti aptan h., sneytt fr. v. Finnandi er beðinn að gjöra mér aðvart fyrir borgun. Hafnarfirði 1883. Gísli Gíslason. ö/#’ Ncesta blað laugardaginn S.j'cbr. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Iíeykjavík. Prentari: Einaii POi:bahson.[I

x

Suðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.