Suðri - 17.02.1883, Blaðsíða 1

Suðri - 17.02.1883, Blaðsíða 1
Af Suðra kemur 1 blað i'it annanhvern laugard. Upp- sögn með 3. mán. tyrirvara. Argangurinn 24 blöð kostar 2 kr. (erlendis 3 kr.), sem borgist fyrir ágústlok Útgefendur: Eiuar i'ói'barson. Kr. Ó. J>orgrímssou. 1. árg. 4. blað. S U Ð RI. Kaupenduk úr fjærsveitunum snúi sér til Einars prentsmiðjueiganda þórðarsonar. Kaupendur úr næksveitu’num snúi sér tU Kr. o. þorgrímssonar, bóksala. Hann tekur °g móti öllum borgunum til blaðsins. SkrIFSTOFA Og AFGREIBSLUSTOFA blaðsins cr Nr. 8 við Austurvöll. Ritstjórann er að hitta hvem virkan dag ú skrifstofu blaðsins frá 1—2. þingmál að sunni. I. U m b a u k a eptir Indriða Einarsson, kandídat í pólitik. [dSliöui Jagj. V. Uað sem áður hefir verið sagt, er talað almennt, en þegar um banka á Islandi er að tala, er mest undir því komið, hvernig honum verði komið á fót, og hvort hann borgi sig liér. Að- aluppástungan um hið fyrra er síðan á alþingi 1881 sú, að landssjóðurinn leggi til í peningum og skuldabréf- um 500,000 kr., en fái hlutabréf hjá bankanum fyrir sömu upphæð, en ein- stökum mönnum sé gefin heimild til þess, að kaupa önnur 500,000 kr. hluta- bréf í honum, og á hann eptir því að hafa 1 millíón króna, þcgar haun er fyrir fullt og allt kominn á fót. pað or nú eílaust rétt, sem ýmsir hafa tek- ÍjKfram, að þess mundi verða nokkur bið, að almenningur keypti hlutabréf í bankanum fyrir '/v millíón kr., en það er þó alvog undir því komið, hvernig bankinn borgaði sig. Hér á íslandi er oilaust til 1 millíóu í dönskum ríkis- skuldabréfum, rentan af skuldabréf- um þessum er 4 kr. af hundraði, oða fáeiuum aurum meira eptir gangverði þeirra nú, ef bankahlutabréf gætu í nokkur ár gefið 41 /2 —5 af hundraði, þá mundi margur selja ríkisskuldabréf- in, og kaupa þau. Gætu bankahluta- bréfin gefið meira, og þau mundu gefa þess meira, sem stofnfé hans gæti vax- ið, þá gengi salan fljótar og lljótar, svo það eru Hkindi til, að moðan bankinn væri t. d. 3 ár að koma út hlutabréf- um fyrir hinar fyrstu 50 þús. kr., að hann yrði okki nema önnur þrjú aðkoma út þeim 450 þús., sem þá væru óseld almenningi. [>að er aptur á móti auð- vitað, að gæfu hlutabref bankans lægri rontu, þá mundi almonningur ekki kaupa þau, því þá væri betra að kaupa dönsk skuldabréf, nema hlutabréfin væru. látin vera t. d. 50 kr. að upphæð, því þá þyrftu þau að eins að gefa eigand- anum hærri rentu, en sparisjóður gef- ur; þeir sem hefðu lítið undir hönd- um, mundu þá samt sem áður reyna til að kaupa þau, þangað til þeir hefðu svo mörg uudir höndum, að þeir gætu selt þau, og keypt fyrir andvirðið danskt eða útlent skuldabréf, ef pen- ingarnir ættu að leggjast upp til lang- frama. Eptir uppástungunni á alþingi 1881, átti bankinn að byrja undir eins og hann hefði fengið hina áður nefndu V* millíón úr lands3jóði, og þá kemur nú fyrst fyrir að gæta að því, hvort hann gæti borið sig með þeirri upphæð og með lagaleyíi sínu til þess að gefa út aðra '/2 milíón í seðlum upp á hina, þannig að hann haíi þó ávallt nóga peninga til að leysa inn þá seðla sína, sem hann hefir gefið út. Hann á til fé fyrir hverjum seðli, sem hann lætur úti, en hann þarf ekkiaðhafa það allt í peningum, því reynslan er fyrir því, að aldrei kemur nema viss hluti af seðlum nokkurs banka til innlausnar í einu. Uppástungumennirnir álitu að ‘/3 af útistandandi seðlum, ætti að vera til í peningum, þannig að fyrir hverjar,30 kr. í seðlurn, sem út hefðu verið gefnar, væru til 10 kr. í peningum í hirzlum bank- ans. Eg fyrir mitt leyti skal þó taka það fram, að eptir minni skoðun væri vissara að hafa liggjandi í bankanum í gull- og silfurpeningum ‘/2 af öllum útistand- andi seðlum, eða 15 kr. fyrir hverjar 30 kr., sem úti væru, því hér á landi er engin reynzla til að styðja sig við í fyrstunui, hvort menn gætu fært gull og silfursjóð bankans niður í >/3 af útistandandi seðlum síðar, mundi svo reynzlan sjálf sýna bezt. Eu svo eg komist ekki frá efn- inu, þá mundi reikningur bankans verða, eptir að hann væri kominn í fullan gang með 500 þús. króna eign í veðskuldabrcfum og peningum, og aðrar 500 þús. krónur í seðlum, hér um bil þannig, að það fé, sem hann liefði úti á rentu, væru 700 þús. kr., ársvextir, af því 4/'°/o . . 28000 kr. Útgjöld til stjórnar, húsa- leigu og skrifstofu, m. m. 6000 kr. Árlegur ágóði 22000 kr. 13 17. febr. 1883. Með því móti yrði sú renta, sem þær 500 þús. krónur,. sem stæðu í honum sem stofnfé, gæfu af sér 4 kr. 40 a. af hverjum hundrað króuum. Væri stofnfé bankans 1 millíón kr(>na, og seðlar hans 1 millíón, yrði sami reikn- iugurinn þannig: Fé á stöðugri rentu minnst 1400 þúsund kr. 4% vextir þar af árlega................... 56000 kr. Útgjöld til stjórnar, húsa- leigu og skrifstofu, m. m. 9000 kr. Árlegur ágóði 47000 kr. [>á væru hlutabréf hans 1 miliíón kr., og rentan af þeim því 4 kr. 70 a. af hverjum 100 kr. Eg skal fúslegajáta, að þetta er að eins laust yfirlit, má ske þykir sumum að kostnaðurinn við bankann sé settur mjög lágt, en þeir inir sömu verða líka að játa, að það fé, sem hér er gjört ráð fyrir að jafn- aðarlega liggi fyrir, er sett æði hátt, að tíminn mundi að líkindum sýna, að ekki þyrfti svo mikið, semhér er gjört ráð fyrirtil aðgrundvalla þáá, að rentan, sem gjört er ráð fyrir að bankinn fái er sömuleiðis lág, að ekkert ráð er gjört fyrir því, að seðlar týnist, sem jafnan er hagur fyrir bankann, því þá seðla þarf hann aldrei að leysa inn, að liér er ekki gjört ráð fyrir, að bank- inn græði neitt á geymslufé, o. s. frv. Erfiðasti tíminn fyrir slika stofnun væri efiaust fyrstu árin meðan að hann væri að komast í gang, eða að koma út mestum hluta seðla sinna, en hver sem villlesa reikning Jóns háyfirdómara Uéturssonar í alþingistíð. 1881II, bls. 768—69l — hann var eins og kunn- ugt er, flutningsmaður málsins í efri deildinni, — mun geta séð, að hann ætlast á, að banki hafi fullt svo góða framtíð fyrir hpndum eins og eg hef gjört ráð fyrir hér að framan, og það getur þó enginu gjört honum þær get- sakir fyrir unggæðisskap eða ofháar vonir, sem margur gæti gjört ungum talsmanni málsins. Af reikningi Jóns L éturssonar má einnig ljóslega sjá hvernig banki eptir öllum líkindum mundi komast í gang hér á landi. Ef hér væri stofnaður banki, sem 1) Eg skal þó geta þess, að í neðstu lfnu í fyrra dálkinum á bls. 769 á að standa: „flyt 27,400 kr.“ (í stað „flyt 400 kr.)“ og sömuleiðis í efstu lfnu í síðari dálki sfðunnar á að standa: „flutt 27,400 kr. (í stað: „flutt 400 kr.)“.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.