Suðri - 17.02.1883, Blaðsíða 4

Suðri - 17.02.1883, Blaðsíða 4
16 bafi komizt að því, að kona Jiessi, sem hann taldi íiestum fremri og unni hug- ástum, haii lagt ást við mann einn, ómenntaðau og ósiðugan. þetta allt saman gerði Tegnér á- kafiega taugasjúkan; hann varð upp- stökkur og mislyndur, svo hann fekk með naumindum stýrt skapi sínu. Og árið 1825 bættist þar við in þyngsta heimilissorg. Kona Tegnérs hafði þá alveg misst æskufegurð sína; hún var meðallagi há vexti, sterk og feit, stór- skorin í andliti, nær því karlmannleg, varirnar þykkar og rauðar og augun hörkuleg. í framgöngu og limaburði fór hún lítt að sið annara kvenna; hún var höst og meinleg í orðum. Heimilisstjórn hennar fór í ólagi og henni var lítt lagin sú list, að gera heimilið skemmtilegt og yndislegt. Tegnér hafði alltaf verið vanur því, þegar hann sat heima hjá sér með vin- um sínum, að tala gálauslega og allt annað en siðlátlega. Og þegar hann varð byskup, gat hann ekki lagt þann sið niður. Bn um þessar mundir tók kona hans að líkja eptir honum í þessu. fegar liún varð byskupsfrú, varð hún langtum frekari í framgöngu, en hún hafði verið nokkurn tíma áður, og um leið losaði hún mjög um bönd þau, sem hún hafði haft á sér og skapferli sínu. Af þeim sökum hættu margar af kunningjakonum hennar að koma til hennar og sögðu, að orðfæri henn- ar og allur viðræðubragur væri svo, að þær gætu ekki hlýtt á hana. Tegnér og konu hans hafði lengi eigi komið vel saman. Og svo lítur út, sem ein- hverjir haíi 1825 orðið til þess, að fræða hann um ýmislegt, svo hann hah feng- ið alveg nýja skoðun á skapferli henn- ar. Frá beggja hálfu mátti svo líta á, sem slitið væri hjónabandi þeirra og stundum gengu slík ósköp á milli hjón- anna, að senda þurfti eptir manni ein- um, er var vinur beggja og bjó nálægt þeim, til þess að reyna til, að gera þau sátt að kalla um sinn. Öll sú fyrirlitning fyrir konum, sem rit Tegnérs eptir þetta eru full af, eiga beinlínis rót sína að rekja til þessa tíma. Öll lífsskoðun hans breyttist alveg. Hann var reyndar eins ör til ásta og áður ogjafnvel 1839 lagði hann ást við konu með slíkum ofsa í til- finningum, að hann orti kvæðið «Inn dauði'). En traust hans til kvenna var horfið og með því traust hans á hrein- leik og sálarprýði mannanna. Áður var hann öruggur í skapi og glaðlynd- ur; nú varð allri sáiarró hans raskað og hann varð þunglyndur. Áður unni hann frelsi og var framfaramaður í pólitík; nú varð hann svo, að hann manna mest unni fornri hefð og það svo, að úr hófi keyrði og í pólitík varð hann manna apturhaldssamastur. í skáldskap stendur Tegnér iangt á baki Oehlenschláger. En hann hefur sömu þýðingu fyrir Svía, sem Oehlenschláger hefur fyrir Dani. Rit hans eru endurfæðing fornlistar- innar í skáldskap Norðurlanda. Teg- nér er sjálfur lifandi vottur þjóð- areinkennis Svía og hann sýnir það eins vel í skáldskap sínum og Oehlen- schláger sýnir ið danska þjóðareinkenni. Skáldskaparform Tegnérs er J>ó nokkuð eldra. Hann var barn 18. aldarinnar, klassiskur en ekki rómantiskur í anda, og allt fram I andlátið fannst honum hann vera Gustafs-maður, þ. e. a. s. fylla íiokk Gustafs 3. og hans sinna í bókmennt- um Svía. Skáldskapur Oehlenschlagers á aptur á móti rót sína að rekja til byrjunar 19. aldarinuar; hann er barn róman- tíkurinnar, þegar hann byrjar að yrkja og fram að dauða sínurn taldi hann sig andstæðan andastefuu þeirri, cr fylgt var við hirðir harðstjóranna á síðari hlut 18. aldarinnar. Tegnér fékk menutun sína frá Frakklandi, en Oeh- lenschláger síua Irá Rýzkalandi. Auk þess var skaplerii Tegnérs í mörgum greinum að sínu leyti eins frakkneskt og Oehlenchlágers var þýzkt, af því hann var þýzkur að ætt. Af því kom það og, aö in frakkneska andastefna gagntók Tegnér svo mjög; bæði eðlis- far hans og menning Svía voru skyld henni. Skoði menn viturleik beggja, stend- ur Ochlenschláger iangt á baki Tegnér. |>ótt Tegnér sé langt frá, að vera jafn- ingi danska skáldsins i því, að lýsa mönnum og skapferli þeirra, þá hefir hann alla yfirburðina yfir hann í því, að skilja háttu aldar sinnar. það var einungis í æsku sinni, að Ochlenschláger skildi, hvað fram fór í Evrópu um hans daga. Tegnér skildi það alla sína æfi langtum betur, mrklu skýrara og skarpara. |>að var einhver hóg- lífisblær yfir vitsmunum Oehlen- schlágers. Tegnér var ailt öðruvísi; hanu var ofsamaður einnig að vitsmununum til og þegar hann beindi þeim að ein- hverju efni og fann eitthvað nýtt, þá fór hann með það með slíku andans fjöri, að svo var, sem gneistar brynnu úr orðum haus. það má sjá af bréfum hans, sein bera langt af Oehlen- schlágers. Manndyggðir Tegnérs voru iniklar. Hanu elskaði sannleikann, ekki svo sem þeir, er láta sér nægja ið ó- skýra, ið dularfulla eða miöur ljósa hugsun, heldur sem þeir, er elska ljós og birtu allsstaðar og yfir öllu. Eptir öllu eðli sínu var hann svo vaxið barn skáldguðsins, að yfir sæti hans í bók- menntunum má rita þessi orð: Hann prédikaði fagnaðarboðskap ljóssins og birtunnar. Svo lengi sem hann var með fullu fjöri, elskaði hann frelsið manna mest og það með svo einlægri sannfæringu, að þegar bókmenntir Svía og Dana breyttu stefnu sinni eptir 1815 og fylgdu aptarhaldssinnum í pólitík og trúarefnum, þá stóð hann karlmannlega á móti því, jafnvel í þeim greinum, er hann stóð einn uppi síns liðs. Hann stóð fastur fyrir, og var bæði kjark- mikill og ósveigjanlegur andvígismaður ofélagsins helga» (den hellige alliance). þegar apturhaldið stóð í mestum blóma sínum árið 1817, hafði hann þor og þrek til að segja um gyðju frelsisins, við siðabótarhátíðina, þegar hann var prófessor við háskólann í Lundi:a«Mér verður eigi felmt við það, að hendur hennar eru blóðugar, því eg veit í hverra blóði þær eru roðnar». Hann var elcki hegömagjarn, laus við skáldhroka. Hann gerði sér ekki í hugarlund, að skáldið væri æðri vera og líf þess væri mannkyninu mikilvæg- ara en nokkurs annars manns. Hann hafði mestu óbeit á skoðun rómantisku skáldanna, er gagnstæð var skynsem- inni, að skáldskapurinn væri heilagur innblástur og opinberun; þótti honum það vera sambland þess, að taka á sig guðsgerfi og hræsna. Hans skoðun var, að skáldskapurinn væri enginn guðmóður, heldur sú gáfa, að leiða hugmynd af hugmynd fram. Aptur og aptur berst hann gegri inu ósann lega í því, að taka kvæöi um eitlhvert atreksverk fram yUr afreksverkið sjálft, skáldið fram ytir kappaun, sem það kveður um. Ávallt heldur hanti því fram, að þó meuu skoði jafnvel ina ytri hlið málsins, þá grípi afrek mtkil- mounisius ytir stærra svæði og lifi lengur eu Ijóð skáldsins. Meun getur greiut á um það, livort hann hafi að öllu leyti rétt fyrir sér í þessu, en annað er eigi unnt, eu að dást að og virða þessa sjáiísafneitun, sem er svo sjaldgæí hjá skáldunum. llann var ekki öfundsjúkur frem- ur en hégómagjarn. Hann unni öðr- um skáldum irægðar þeirra og lét eigi leiðast af inu mtkla skáldgengi sinu, tii þess að gera sér í hugarlund, að hanu væri meira skáld, en hann í rauu og veru var. Haun kallaði Bellman í ljoðum bezta skáld Norðurlanda og hanu lét sveig á höíuð Oehlenschláger, sem inu mesta skáldi, er þá væri uppi. Hann lét aldrei þreytast á, að kalla sig barn í skáidskapuum og spá um ann- að, rniklu meira sænskt skáid, er koma mundi eptir sig. Öðrum rétti hann skáldsveigana og hélt eugutn eptir handa sjáiíum sér. Skáldsvipur hans veróur enn íegurri viö þetta; hann gleymdi því, að allir Jandar hans, all- ar germönsku þjóðiruar, dáðust aö’hon- um; og þessi gleymska hans var eng- in uppgerð, engin tilgerð. pví verður eigi lýst, hve það prýðir audlegan svip mannsius, er meun sjá, að honum hefir aldrei verið breytt, til þess að sýnast mciri maður, að hann hefir aldrei verið skoðaður í spegli til þess að miktast af honurn með sjálfum sér. Og andht Tegnérs, ið hreina á svip- inn, er svo fagurt undir lokkunum, þótt menn ekki vissu þetta. AxLglýsiiigaiN T o m b ó 1 a. Iðnaðarmaunafélagið í lteykjavík hefir ákveðið að halda tombólu í næst- komandi marzmánuði. Ágóðauum á að verja til iunar almeunu sýuingar í'yrir allt landið, scm halda á að sumri komanda í Reykjavík. Vér leyf- um oss því hér með, að skora á alla þá, er á eiulivern hátt eru þess megn- ugir, að styrkja fyrirtæki þetta, raeð því, að gefa peninga eða muni til þess og koma því til vor, eigi síðar en um það leyti, að póstarnir koma hingað í næsta mánuði. Reykjavík, 15. febr. 1883. Sigfús Eymundsson: Páll porkelsson. Jónas Helgason. Jakob Sveinsson. Björn Ouðmundsson. * * * Vér leyfum oss að gefa þessari á- skorun in beztu meðmæli vor. Ritstjórimi. ifff" Næsta Uað laugardaginn 3. marz. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Reykjavík. Prentari: Einae Pókbakson.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.