Suðri - 17.03.1883, Blaðsíða 1
Af Suðra kemur 1 blað út
annanhvern laugard. Upp-
sögn með 3 mán. fyrirvara.
Árgangurinn 24 blöð kostar
2 kr. (erlendis 3 kr.), sem
borgist fyrir ágústlok.
1. árg. 6. ltlað. j Útgefendur: Einar Jþórðarson.
Kr. Ó. J>orgrímsson.
17. marz. 1888.
Kaupendur úr fjærsveitunum snúi sértil
Einars prentsmiðjueiganda pórðarsonar.
Kaupendur úr nærsveitunum snúi sér til
Kr. 0. þorgrímssonar, bóksala. Hann tekur
og móti öllum borgunum til blaðBÍns.
Skrifstofa og afgreiðslustofa blaðsins er
Nr. 8 við Austurvöll.
Ritstjórann er að hitta hvern virkan dag
á skrifstofu blaðsins frá kl. 1—2.
Fiskisýningin
í Lundúnum o. fl.
eptir
Ouðmund Lambertsen.
|>að hefir verið svo mikið rætt og
ritað um nauðsyn á verulegum endur-
hótum á fiskiútveg landsins, að menn
eru almennt farnir að kannast við þá
nauðsyn og það svo verulega, að nú
er farið að myndast fiskiveiðafélag hér
víð Faxaflda til þess að koma á þil-
skipaútveg. J>að er enginn efi á því,
að þetta er einhver in nauðsynlegasta
byrjun til eflingar fiskiveiðanna; mun
það eigi einungis verða til þess að
auka og efla þann atvinnuveg, heldur
og verða aðalfrumkvöðull til, að vér
fáum alið upp hæfa sjómenn. Og það
gæti aptur orðið til þess, að lands-
menn yrðu færir um að reka sjálfir
verzlun sína við útlönd á sínum eigin
þilskipum. Nú þurfum vér, eins og
kunnugt er, að eiga verzlun vora nær
því alla í höndum útlendinga; en þeir
hafa reynzt svo — því er nú ver —
sem þeir eigi hafi haft vilja til, eða
þekkingu á, að íiytja haganlegar vörur
til landsins og jafnvel stundum komið
með þær óvandaðar eða skemmdar.
J>annig hafa þeir engan veginn fylgt
með þörf tímans, því síður að þeir
hafi gert sér far um að fylgja með
rás þekkingarinnar í verzlunarhagfræð-
islegum efnum, sem kaupmenn allra
annara þjóða gera sér sem mest far
um.
En þótt nú fjörið hafi þróazt í þeim
efnum, er að fiskiútveg lúta, hefireng-
in rödd í sunnlenzku blöðunum heyrzt
hreifa því, að nauðsyn beri til, að
landið taki þátt í aUslierjar-fislúsýn-
ingunni, sem stendur til að haldin verði
í Lundúnum á komanda vori eða sumri.
Hvorki er því hreift, að senda þangað
muni, né einn eða fleiri menn, sem
færir væru um, að afla sér þar þeirrar
þekkingar á framförum annara þjóða í
fiskiveiðum, sem nú svo mjög fara í
vöxt og sem engri þjóð í heimi ríður
svo mjög sem oss á, að kynna sér og
reyna til að færa sér í nyt. J>að gæti
þó verið, ef vér sendum færa menn til
sýningarinnar, að sú sendiför yrði til
þess, bæði að þekking vor á fiskiútveg
ykist og eitthvað gagnlegt yrði inn
leitt, sem gæti borið landinu marg-
faldan arð. Yér erum svo á vegi
staddir, að vér höfum ekki ráð á, að
sleppa einu einasta færi, sem býðst til
þess að efla atvinnuþekkingu vora. Á
þessari allsherjarsýningu verður færið
ið bezta til þess til að afla sér þekk-
ingar á öllu því, er að fiskverzlun,
veiðarfæraverzlun og veiðiaðferð alls
konar lýtur.
Nú á tímum er það orðin sérstök
vísindagrein, að komast að og kynna
sér eðli sjáfarfiskanna á allan hátt, og
í Ameríku er ærnu fé kostað til þess
árlega. Ameríkumenn hafa fyrstir orðið
til þess, að fá út klakið fiskitegund
nokkurri, er á ensku nefnist <>shad»
en á norsku «stamsild». Síld þessi er
in stærsta, sem til er af síldarkyninu,
og á stærð við væna lýsu en þó þrekn-
ari; þótti hún slíkt sælgæti í Ameríku,
að þegar afli af henni fór að bregðast,
kostaði Bandaríkjastjórnin miklu fé, til
þess að ráða bót á aflabrestinum með
því að fá síldartegund þessari út klakið.
J>etta hefir tekizt svo vel, að lífguð
hafa verið 99 af hundraði af eggjum
lirognanna og aflinn við austurströnd
Ameríku varð miklu betri en hann
hafði verið nokkru sinni áður. Einnig
helir verið flutt ungviði af þessari síld
að ströndinni við kyrrahafið, og hefir
þar víða orðið góður afii af henni, en
þar var hún með öliu óþekkt áður.
pað er jafnvel útlit fyrir, að þeir
tímar muni bráðum koma, að vísindin
í þessari grein komist svo langt, að
farið verði að út klekja þorski; hvert
hrogn í þorskinum inni heldur hér um
bil 2—8 millíónir eggja og má af þessu
ráða hversu viðkoman getur verið mik-
il; en ýmsar útvortis orsakir hamla
því, að allur þessi eggjagrúi nái að
lifna, hvað þá heldur nái vexti og full-
um þroska. Vísindamennirnir eru nú
að reyna til að komast fyrir þessar or-
sakir og á allan hátt að kynna sér eðli
fiskanna. J>essi rannsókn mun verða
til þess, að margt mun það finnast,
sem fiskiveiðunum verður síðar meir
að ómetanlegu gagni.
Keynzlau er búin að sanna, að
ungviði það, sem út klakið er, bæði af
laxi og þessari síld, sækir ætíð aptur
að því svæði, þar sem því fyrst var
sleppt sjálfala. Mörgum árum áður en
söltuð hrogn urðu verzlnnarvara, var
það siður orðinn syðra, að bera niður
hrognin undir Vogastapa; var það fyr-
ir framtakssemi Magnúsar sál. 1\ aage
og Jóns sál. Sighvatssonar í Njarðvík;
brást þá aldrei fiskur þar. Eðlileg er
sú hugsun, að eitthvað 'hafi lifnað af
hrognaeggjum þar og náð þroska og
að sama sé eðli þorskungviðisins sem
laxins og síldarinnar, að það sæki apt-
ur á fyrstu stöðvar sínar. Um þetta
og annað eðli fiskanna höfum vér enga
þekkingu. Kíður oss því mjög á, að
afla oss hennar sem fyrst og sem bezt;
en það tekst oss einungis með því, að
læra af öðrum þjóðum. En af öðrum
þjóðum lærum vér hvergi eins vel og
eins fljótt og á sýningunum.
En sýningarnar geta verið til fróð-
leiks og gagns að mörgu öðru leytien
þessu. Skal þá fyrst geta þess, að
hvergi er færið eins gott og þar, til að
kynna sér alls konar veiðiaðferðir, bera
þær saman og velja þær úr, er heppi-
legastar kynnu að vera fyrir oss og
ættu bezt við hér. Sama er að segja
um útbúnað allan bæði á mönnum,
skipum og veiðarfærum. Með tilliti
til verzlunarinnar geta sýningarnar ver-
ið til ómetanlegs gagns, bæði hvað það
snertir, að koma aflanum í sem hæst
verð og finna nýja og betri markaði
fyrir allar fisktegundir. J>ar er líka
hægt að kynna sér allar bætur á að-
ferðum í því, að verka og nota sér fisk-
inn með sem hagfeldustu móti, svo
tími sparist og peningar vinnist. Hvergi
er heldur eins gott og á sýningunum
að afla sér þekkingar á því, hvar bezt
og hagfeldast sé að kaupa allt það, er
að fiskiútveg lýtur.
Eg hætti nú að sinni, í þeirri von,
að þessi fáu orð megi verða til þess,
að vekja athygli allra þeirra, bæði æðri
og lægri, sem unna framförum í fiski-
útveg landsins, á því, að nausyn beri
til, að einhver eða einhverjir séu sendir
héðan af landi til fiskisýningarinnar í
Lundúnum.
21