Suðri - 17.03.1883, Blaðsíða 2

Suðri - 17.03.1883, Blaðsíða 2
22 Gufnskip rneo gjafakorn kom hingað 9. þ. m. Skipið lieitir «Neptun», 400 tons að lestarúmi, skipstjdri Larsen. Skipið á «Helsingja- eyrarfélagið», og tók samskotanefndin í Danmörku það á leigu fyrir um 16 þúsund krónur, og sendi hingað hlaðið kornvörum og heyi til inna bágstöddu. Skipið átti eiginlega ekki að koma hingað, en kom hér inn til að fá kol. Með því komu engar fréttir aðrar, en að póstskipið «Laura» hafi komið til Hafnar 18. febrúar. «Neptun» fór héðan 10. þ. m. á leið norður um land og á að koma: á Borðeyri og leRgja þar upp 600 tn. af kornvörum og 162 bagga af heyi, á Reykjarfjörð og leggja þar upp 300 tn. af kornvör- um og 80 bagga af heyi, á Ólafsvík og leggja þar upp 300 tn. af kornvör- um og 20 bagga af heyi, á Styklds- hólm og leggja þar upp 600 tn. af kornvörum og 100 bagga af heyi. pegar skipið fór frá Danmörku, voru gjafirnar þar orðnar um 300 þúsund króna. Ef samskotanefndin skyldi eigi hafa skipt kornvörunum, sem komu með «Neptun», milli sýslnanna, hefir irm setti landshöfðingi skipað fyrir um, að þeim skuli skipt þannig: Af þeim 60 tunnum, er á að leggja upp á Borð- eyri, á Húnavatnssýsla að fá 500 tn. en Strandasýsla 100 tn., svo að Stranda- sýsla með því, sem lagt er upp á Eeykjarfirði, fær alls 400 tn. Snæfells- nessýsla fær auk þeirra 300 tn., sem á að skipa upp í Ólafsvík, 100 tn. af því, sem upp skal skipað í Stykkishólmi, eða alls 400 tn. Dalasýsla á að fá 400 tn. og suðurhluti Barðastrandar- sýslu 100 tn. frá Stykkishólmi. Herra Kitsjóri Suðra. í. 1. árg. Suðra 4. blaði, er út kom 17. þ. m., stendur grein nokkur með yfirskrift «Póstskipsafgreiðslan og vest- anpósturinn». Aðalmergur greinarþess- arar á að vera: 1. Að eg hafi eigi hept póstskipið um nokkrar klukku- stundir til þess að þeir í bænum, sem höfðu fengið með vestanpóstinum böggla eða bréf, sem áttu að komast til Hafnar, hefðu getað sent þau þá með póstskipinu og ritað til Hafnar við- víkjandi einhverjum þeim erindum, er þeir höfðu verið beðnir fyrir. 2. að eg hefði haldið póststofunni lokaðri frá því vestanpósturinn kom á föstu- daginn sem var eins og greinarhöfund- urinn sjálfur játar kl. rúmlega 5. e. m., en skipið fór daginn eptir, svo að menn hafa eigi fengið bréf sín fyr en daginn eptir. Eg fæ eigi betur séð, en að hvor- tveggja þessi aðfinning við afgroiðslu mína sé ástæðulaus. Viðvíkjandi hept- ingu póstskipsins, vitið þér víst, að það er fast ákveðið með ferðaáætlun þess, hver fardagur póstskipsins sé héð- an frá fíeykjavík og í þetta skipti var fardagurinn hinn 30. f. m., en það fór eigi fyr en 3. þ. m. eða með öðrum orðum, það fór 4 dögum síðar en það átti að fara, og þá munuð þér sjá að skipstjóri hefir eigi farið fyr en hann átti að fara; yður mun og skiljast það, að skipstjóri hefir fullan rétt til að fara á ákveðnum degi, meira að segja má eigi bíða lengur, ef hann eigi nauð- synlega þarf, og til þess er dagurinn ákveðinn, að landsbúar geti verið búnir að ljúka því af, sem þeir þurfa að ljúka af, áður en skipið fer; þér hljótið og sjálfoagt að vita það, að eg sem póstmeistari eigi hefi nokkurt vald yfir skipinu, og get eigi hept för þess eina stund, og meira að segja, að eg veit ekki til að nokkur hér á landi hafi það vald; ef landshöfðinginn skyldi vilja taka sér það vald, er það eigi ábyrgð- arlaust fyrir hann, heldur sjálfsagt gegn fullum skaðabótum fyrir biðina. f>annig vona eg þá að þér játið sjálfir, að eg er með öllu vítalaus fyrir það, þótt eitthvert bréf eða böggull, sem sendur var yður eða öðrum bæjar- mauni með vestanpóstinum, hafi eigi komið til Hafnar með þessari ferðinni þessa vegna. Viðvíkjandi hinu atriðinu, að póst- stofan hafi verið lokuð eptir það vest- anpósturinn kom rúmlega kl. 5 e. m., þá vona eg þér sjáið sjálfur, þótt þér hafið eigi átt við afgreiðslu pósta, að mér veitti eigi af þeim 2 stundum, eða frá kl. 5—7, til að taka upp bréf og böggla þá, sem komu með vestanpóst- inum, greina það í sundur, færa það inn í bækurnar og taka það sérstak- lega frá, sem átti að fara með gufu- skipinu, búa til skrá yfir það og koma því í rétta poka, og fyr en það var gjört, ætlizt þér víst eigi til, að eg opnaði póststofuna, því það væri það sama sem að segja, að eg mætti eigi opna pósthirzlur þær, sem pósturinn kom með, fyr en eptir kl. 7, og þá gat þó enginn fengið bréf sín fyr; og til hvers var þá að opna? J>að var sjálfsögð skylda mín, að sjá um, að svo miklu leyti sem unnt var, að bréf þau og bögglar, sem send voru með pósti þessum eins og hverjum öorum, og voru send mér sem póstmeistara, til að láta þau fara áleiðis til Hafnar, kæm- ust með skipinu, og það gjörði eg, en eg gat með engu móti vitað hver bréf eða bögglar voru öðrum send og þeir beðnir að senda til Hafnar, og hafði heldur engan rétt, því síður skyldu til að grennslast eptir því. Eptir kl. 7 hafði eg enga skyldu að halda póststofunni opinni, enda veitti mér alls eigi af kveldtímanum til að afgreiða póstskipið, því að skip- stjóri hafði heimtað það, að böggla- pósturinn væri kominn út í skipið kl. 8 um kveldið, og hafði lagt svo fyrir, að ef veður væri ófært til að senda skipsbátinn í land um morguninn, skyldi eg senda áttróið skip til að fiytja bréfapóstinn út á skipið; en allt um það afbenti jeg hverjum þeim bréf sín þá um kveldið, sem til mín kom og og þess beiddist, svo eg vona að þér herra ritstjóri verðið sjálfir að játa, að eg hafi gjört allt, sem í mínu valdi stóð, til þess að bæjarmenn fengju bréf sín úr tösku vestanpóstsins, svo fljótt sem auðið var. Eg vona þannig að eg hafi gjört með þessu svari hreint fyrir mínum dyrum í þessu efni, en jeg vona líka að þér þykkizt eigi við mig, þótt eg minni yður á talsháttinn gamla, að betra er að vita r'ett. en hygyja rangt. Eg skal loks fræða yður, herra ritstjóri, og aðra á því, að úr því sú stund er komin, sem tiltekin er í ferða- áætlun póstskipanna er löggilt er af stjórninni, er bæði mér og öðrum póst- afgreiðslumönnum skylt að hafa póst- flutningana á reiðum höndum þegar skipstjóri lætur sækja þá, og ekki verður haft á skipstjóra, þótt hann fari án þess að taka þá með sér ef það er því að kenna, að góstafgreiðslumenn ekki hafa þá á reiðum höndum, þegar skipstjóri vitjar þeirra. |>að væri annars óskandi, að Suðri eður hvert annað blað, sem skýrir frá jafnalvarlegu málefni og þetta er, vildi sleppa öllu háði eða háðslegum rithætti, því það á alls ekki við. Eeykjavíkur póststofa 27. febr. 1883. 0 Finsen. * * * Með inni löngu ofanprentuðu grein sinni mun póstmeistarinn ætla að hrekja grein vora í 4. blaði Suðra með tveim sönnunum: 1. að sér hafi eigi verið hægt að hepta för póstskipsins og 2. að sér hafi eigi verið hægt að opna póststofuna frá því vestanpósturinn kom til þess póstskipið fór. En báð- ar þessar sannanir mistakast. J>að mun rétt, að póstmeistarinu hafi ekk- ert vald til að skipa póstskipinu að bíða. En hann á eptir að færa rök fyrir því, að hann hafi eptir komu vestanpóstsins beðið póstskipsstjórann að bíða nokkurar klukkustundir og að póstskipsst.jórinn hafi neitað um það. pá fyrst teljum vér, að hann hefði gert skyldu sína. Og þó nú póst- skipið hefði ekki beðið eina mínútu, þá gat allt farið vel, ef póstmeistar- inn að eins hefði opnað póststofuna á föstudagskveldið og látið menn fá bréf sín að vestan. Honum tekst aldrei að hrekja, að það var honum hœgt, Iqf- liægt. Hann segir: «Allt um það af- henti eg hverjum þeim bréf sín þá um kveldið, sem til mín kom og þess beiuuist«. Vér vitum til, að einn maður — kannsko þeir hafi verið fleiri — fékk bréf sín afhent eldhúsdyra- megin hjá póstmeistaranum. það bæt- ir ekkert málstað hans, þó hann þar afhendi einhverjum bréf, þegar allur þorri manna sér, að póststofan er lok- uð, og veit ekki annað, en að engin bréf séu afhent. Póstmeistarinn von- ar til að hann með þessu svari sínu hafi «gert hreint fyrir sínum dyrum». Vera má, að hann líti svo á málið. En vér vonum til, að hann þykkist eigi við oss, þó vér minnum hann á, að það er fyrir eldhúsdyrunum en ekki póststofudyrunum, sem hann hefir «gert hreint». Ritstj. Fréttir Innlendar 1. Að austan og suuuaii bárust oss með austanpóstinum, er kom hingað 9. þ. m , bréf og fréttir: JJr Suðnr-Múlasýslu, bréf úr Breiðd. dags. 21. jan. þ. á.: Veturinn hefur verið hér fremur harður og snjóasamur fram yfir nýjár; þá fór að hlána, og nú hefur verið auð jörð í hálfan mánuð og engu fullorðnu fé gefið. Fiskur og síld er nú líka að ganga að hér í

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.